Morgunblaðið - 31.10.2019, Page 31

Morgunblaðið - 31.10.2019, Page 31
FRÉTTIR 31Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019 31. október 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 124.51 125.11 124.81 Sterlingspund 159.75 160.53 160.14 Kanadadalur 95.27 95.83 95.55 Dönsk króna 18.459 18.567 18.513 Norsk króna 13.418 13.498 13.458 Sænsk króna 12.775 12.849 12.812 Svissn. franki 125.04 125.74 125.39 Japanskt jen 1.1425 1.1491 1.1458 SDR 171.05 172.07 171.56 Evra 137.91 138.69 138.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.2819 Hrávöruverð Gull 1492.75 ($/únsa) Ál 1726.0 ($/tonn) LME Hráolía 61.61 ($/fatið) Brent Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Stóru viðskiptabankarnir þrír, Landsbankinn, Arion banki og Ís- landsbanki, skiluðu samtals rúmum sex milljörðum króna í hagnað á þriðja fjórðungi 2019. Íslandsbanki og Arion banki skiluðu sínum upp- gjörum í gær eftir lokun markaða, en Landsbankinn í síðustu viku. Mesti hagnaður tímabilsins varð hjá Landsbankanum, eða 3,2 millj- arðar króna. Næst á eftir kemur Ís- landsbanki með 2,1 milljarð og Arion banki hagnast minnst á þriðja árs- fjórðungi, eða um 761 milljón króna. Heildareignir bankanna þriggja námu í lok tímabilsins, sem lauk í lok september sl., 3.862 milljörðum króna. Eignir Landsbankans vega þar þyngst, og námu rúmum 1.415 milljörðum. Næstmestar eignir á Ís- landsbanki, eða 1.234 milljarða og Arion banki kemur þar ekki langt á eftir með 1.213 milljarða í eignir. Til samanburðar námu eignir bankanna samtals rúmum 3.610 milljörðum króna í lok árs 2018. Eigið fé bankanna í lok tímabilsins nemur samtals 618 milljörðum króna. Landsbankinn er þar með 244 milljarða, eigið fé Íslandsbanka nemur 178 milljörðum króna og eigið fé Arion banka nam í lok þriðja árs- fjóðrungs 196 milljörðum króna. Lánabók bankans vaxið Birna Einarsdóttir bankastjóri Ís- landsbanka segir í tilkynningu frá bankanum að á fyrstu níu mánuðum ársins hafi verið góður vöxtur í þókn- anatekjum bankans, eða 11%, og vaxtatekjur hafi aukist um 6,5% frá sama tímabili í fyrra. Auk þess hafi lánabók bankans vaxið um 7,4%. „Neikvæðar virðisbreytingar, sem meðal annars má rekja til þess að nokkuð hefur hægt á efnahagslífinu, hafa þó vissulega dregið úr afkom- unni og er arðsemi eigin fjár tíma- bilsins undir markmiðum bankans. Ánægjulegt er þó að kostnaðarhlut- fall bankans hefur farið lækkandi á tímabilinu samanborið við sama tíma í fyrra.“ Áfram jákvæð merki Benedikt Gíslason bankastjóri Ar- ion banka segir í tilkynningu frá bankanum að áfram séu jákvæð merki í reglulegri starfsemi Arion banka. Þar megi nefna vaxtatekjur og tekjur af tryggingastarfsemi, sem vaxi á milli ára og arðsemi af áfram- haldandi starfsemi bankans á þriðja ársfjórðungi hafi verið 8,5%. „Þrátt fyrir þessa jákvæðu þróun er afkoma Arion banka á ársfjórðungnum undir markmiðum sökum þátta sem bank- inn hefur þegar gert grein fyrir. Hér er einkum um að ræða umtalsverðar niðurfærslur á félögum sem bankinn er með í söluferli, áframhaldandi fjárfestingu í alþjóðlegri starfsemi Valitors og gjaldfærslu kostnaðar vegna skipulagsbreytinga.“ Fjárhagsstyrkur bankans er áfram mikill og lausafjárhlutföll sterk. Því fylgja margir kostir og höfum við ákveðið að ráðast í endur- kaupaáætlun á eigin hlutabréfum að fjárhæð 4,5 milljarða króna, sem hefst 31. október, í samræmi við markmið bankans um lækkun á eigin fé. Sterk lausafjárstaða í bæði krón- um og erlendum myntum þýðir jafn- framt að bankinn er í kjörstöðu til að þjóna viðskiptavinum sínum en einn- ig til að huga að endurkaupum á eldri og óhagstæðari heildsölufjár- mögnun. Bankar hagnast um 6 ma. Hagnaður Stóru bankarnir skiluðu rúmum sex milljörðum kr. í hagnað.  Heildareignir bankanna 3.862 milljarðar  Eigið fé nemur 618 milljörðum ● Icelandair hækkaði mest allra félaga í Kauphöll Íslands í gær eða um 4,07% í 141 milljónar króna viðskiptum. Stendur gengið félagsins núna í 6,65 krónum hver hlutur. Næstmesta hækkun gær- dagsins varð á bréfum Sýnar, eða um 2,39% í 271 milljónar króna viðskiptum. Þá hækkaði Arion banki um 1,95% í 299 milljón króna viðskiptum. Nokkur félög lækkuðu í verði í kaup- höllinni í gær. Sjávarútvegsfyrirtækið Brim lækkaði þannig um 1,76% í 179 milljóna króna viðskiptum og Síminn lækkaði einnig, eða um 0,65% í enn meiri viðskiptum, eða 347 milljóna króna viðskiptum. Þriðja mesta lækkun gærdagsins varð síðan á bréfum trygg- ingafélagsins VÍS, en bréf fyrirtækisins lækkuðu um 0,48% í 39 milljóna króna viðskiptum. Icelandair hækkaði mest allra STUTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.