Morgunblaðið - 31.10.2019, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 31.10.2019, Qupperneq 32
MIÐNÆTUROPNUN Í SMÁRALIND 20% afsláttur* af öllum vörum *ekki af merktri tilboðsvöru Fríar sjónmælingar Opið til 24:00 32 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019 New York. AFP. | Bandaríska þing- konan Elizabeth Warren hefur lofað að hækka skatta auðmanna, skipta upp stórum bönkum og tæknirisum og herða reglur um starfsemi banka og fleiri fyrirtækja. Loforð hennar valda fjármálafyrirtækjum og fjár- festum á Wall Street í New York vax- andi áhyggjum vegna vísbendinga um að hún hafi sótt í sig veðrið í bar- áttunni við keppinauta sína um að verða forsetaefni demókrata í kosn- ingunum á næsta ári. Nýleg könnun bendir til þess að hún sé nú með meira fylgi en Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og hafi þar með náð forystu í baráttunni. Bandaríski fjárfestirinn og auðkýf- ingurinn Leon Cooperman er á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt stefnu Warren og hann spáir því að gengi hlutabréfa í bandarískum fyrir- tækjum lækki um 25% verði hún næsti forseti Bandaríkjanna. „Ég hef trú á stighækkandi tekjuskatti og hærri sköttum á auðmenn. En þetta er ameríski draumurinn sem hún er að skíta á,“ sagði hann í viðtali við fréttavef Politico. Warren svaraði honum um hæl á Twitter: „Leon, þér tókst að koma þér vel áfram vegna þeirra tækifæra sem landið okkar veitti þér. Hvers vegna leggur þú ekki dálítið meira af mörkum til að allir aðrir fái líka tæki- færi til að láta ameríska drauminn rætast?“ Warren er sjötug, á sæti í öldunga- deild Bandaríkjaþings fyrir Massachusetts og hefur einkum verið þekkt fyrir áralanga baráttu til að vernda neytendur gegn slæmri hegð- un banka. Tímaritið Time sagði í grein árið 2010 að Warren hefði skip- að sér í flokk með „nýju fógetunum á Wall Street“ með því að beita sér fyr- ir strangari reglum um starfsemi banka sem ollu fjármálakreppunni árið 2008. Loforð hennar um að herða reglur um starfsemi banka eru á meðal áherslumála hennar í barátt- unni um að verða forsetaefni demó- krata. Óttast skattahækkanir „Fjármálafyrirtæki og fjárfestar á Wall Street hafa almennt áhyggjur af stefnu Warren,“ sagði fjármála- ráðgjafinn Hugh Johnson. „Hún hef- ur boðað aðgerðir sem fela í sér veru- leg útgjöld, en hún hefur ekki útskýrt nægilega hvernig hún ætlar að fjár- magna þær.“ Johnson skírskotaði m.a. til þess að Warren hefur lofað að koma á opin- beru sjúkratryggingakerfi fyrir alla Bandaríkjamenn og fella niður skuld- ir vegna sumra námslána. Fjármála- menn á Wall Street hafa áhyggjur af því að hækka þurfi skatta til að fjár- magna aðgerðirnar. „Hækkun skatta á fyrirtæki verður til þess að tekjur þeirra minnka,“ sagði Gregori Vol- okhine, eignasafnsstjóri hjá Meeschaert Services á Wall Street. Hann bætti við að hærri skattar á einstaklinga yrðu til þess að neysla minnkaði og hagvöxtur drægist saman. Boðar auðlegðarskatt Warren hefur sagt að hún vilji leggja auðlegðarskatta á „ofur- auðmenn“. Hún hefur boðað tveggja prósenta skatt á auð að andvirði 50 milljóna dollara, jafnvirði rúmra 6,2 milljarða króna. Gert hefur verið ráð fyrir því að 75.000 auðugustu fjöl- skyldurnar myndu þurfa að greiða þennan skatt, eða ein á hverjar 1.700 fjölskyldur. Fari auðurinn yfir millj- arð dala, jafnvirði tæpra 125 millj- arða króna, hækkar skatturinn um prósent. Franski hagfræðingurinn Gabriel Zucman, sem hefur beitt sér fyrir auðlegðarskattinum, telur að hann að færi ríkinu alls 2,75 billjónir dollara á tíu árum, eða sem svarar 342 billj- ónum króna. Andstæðingar Warren hafa sagt að kosningaloforð hennar myndu stórauka fjárlagahallann í Bandaríkj- unum en stuðningsmenn hennar benda á að hallinn hefur stóraukist í forsetatíð Donalds Trumps. Fjár- lagahallinn nam tæpri billjón dollara á síðasta fjárhagsári og var 400 millj- örðum dollara (nær 50.000 millj- örðum króna) meiri en hann var áður en Trump varð forseti. Zuckerberg tilbúinn í „stríð“ Warren hefur í hyggju að skipta upp stórum bönkum, sem hún segir stefna efnahag landsins í hættu, og einnig bandarískum tæknirisum. Mark Zuckerberg, stofnandi Face- book, kveðst vera tilbúinn að „heyja stríð“ gegn stjórn Warren verði hún kjörin næsti forseti Bandaríkjanna, að því er fram kemur í ummælum hans sem lekið var í fjölmiðla í byrjun október. Bandarísk olíufyrirtæki hafa einn- ig áhyggjur vegna þess að Warren hefur lofað að banna svonefnt vökva- brot eða bergbrot (e. fracking) í olíu- og gasvinnslu vegna skaðlegra um- hverfisáhrifa vinnsluaðferðarinnar. Var repúblikani Warren er fyrrverandi lagapró- fessor við Harvard-háskóla og var fyrst kjörin í öldungadeildina árið 2012. Hún var í Repúblikana- flokknum á árunum 1991 til 1996 og kaus repúblikana í mörg ár áður en hún haslaði sér völl í stjórnmálunum. Hún segist vera „kapítalisti inn við beinið“, ólíkt Bernie Sanders, keppi- naut hennar, sem hefur lýst sér sem „sósíalista“. Nokkrir fréttaskýrendur hafa sagt að Warren kunni að færa sig inn á miðjuna fari hún með sigur af hólmi í forkosningum demókrata og verði forsetaefni þeirra gegn Donald Trump. Þeir telja einnig að margar af tillögum hennar séu mjög ólíklegar til að ná fram að ganga á þinginu vegna þess að repúblikanar eru í meirihluta í öldungadeildinni og telja stefnu hennar of róttæka. Hún myndi þá þurfa að reyna að finna málamiðl- unarlausn. Boðar nýjan skatt á „ofurauðmenn“  Fjármálamenn í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af loforðum Elizabeth Warren  Hefur lofað auðlegðarskatti á auðugustu fjölskyldurnar og hyggst skipta upp stórum bönkum og tæknirisum AFP „Kapítalisti inn við beinið“ Elizabeth Warren með stuðningsmönnum í Los Angeles. Hún er fylgismest forsetaefna demókrata, samkvæmt nýrri könnun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.