Morgunblaðið - 31.10.2019, Síða 38

Morgunblaðið - 31.10.2019, Síða 38
38 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Bandaríkinu er að draga sig frá Mið- Austurlöndum enda ekki lengur háð olíu þaðan. Bandaríkin eru að leggja lögreglukylfuna á hill- una og hætta að skipa þjóðum fyrir verkum ef marka má orð Donalds Trump forseta Banda- ríkjanna. Kúrdar eru lík- lega að fá olíulindirnar sem Ríki íslams lagði undir sig, sem tryggir tilveru þeirra. Fall leiðtoga Ríkis íslams, al- Baghdadi, í aðgerð sérsveita Banda- ríkjahers er mesti sigur Trumps for- seta Bandaríkjanna í utanríkismálum. Kúrdar fagna, öryggi Tyrkja er fest í sessi og vonandi sér fyrir endann á stríðum í M-Austurlöndum. Áratug eftir að Bandaríkin ýttu Ís- landi í faðm Evrópusambandsins og Össur Skarphéðinsson fór til Brussel blasir gerbreytt heimssýn við okkur Íslendingum. Trump sér hlutina með norrænum augum enda dóttursonur trillukarls frá Ljóðhúsum á Suður- eyjum. Hann dregur Kanada, Græn- land, Ísland, Færeyjar og Bretland sem nánustu bandamenn í austri. Ný stórveldastaða er komin upp. Líta ber á heim- sóknir Mike Pence varaforseta, Mike Pom- peo utanríkisráðherra og Rick Perry orkuráð- herra sem lið í nýjum áherslum USA. Fríverslunarsamn- ingur Atlantsþjóða Bretland er að yfir- gefa Evrópusambandið. Þessi nýja stefna í Washington og Lundúnum blasir nú við okkur. Hún gefur Íslandi einstakt tækifæri til samstarfs sem fullvalda þjóð í miðju Atlantshafi að gera Fríverslunarsamning Atlantsþjóða; Atlantic Free Trade Area. Meginland Evrópu undir þýðversk/frönsku for- ræði verður að finna sér lífvænlega sambúð með Rússum og Kínverjum í austri; Aröbum í Mið-Austurlöndum og Afríku í suðri. Pólverjar hafa snúið sér til Bandaríkjanna um vernd gagn- vart Rússum meðan Þjóðverjar eru að leggja olíuleiðslu frá Rússlandi og straumur flóttafólks er úr suðri. Þess- ar staðreyndir endurspegla vanda Evrópu. Vandræðin hófust 1262 Vandræði Íslands hófust þegar við seldum þjóðveldið undir norska stjórn og stuttu síðar dansk-þýð- verska stjórn. Það hafði í för með sér 650 ára áþján sem nærfellt tortímdi íslenskri þjóð, menningu og tungu. En þjóðin þraukaði og fékk heima- stjórn 1904 og endurheimti fullveldi 1918 og árið 1944 sjálfstæði með til- styrk USA. Ásamt þjóðveldisöld er 20. öldin önnur gullöld Íslands; full- veldi, sjálfstæði, landhelgi og auðlegð undir forræði Sjálfstæðisflokksins með samstarf við USA sem hornstein. Grænland verður líklega sjálfstætt á næsta áratug. Þá mun danska yf- irstéttin taka að upplifa sig græn- lenska líkt og gerðist hér á landi á 20. öld. Við eigum að styðja Grænland til sjálfstæðis og draga úr norrænu sam- starfi enda fátt gott komið frá Norð- urlöndum eftir að forfeður okkar sigldu yfir úthafið í leit að frelsi. Nor- ræn samvinna mun og á að snúast um skandinavíska samvinnu innan ESB. Við eigum ekki að vera að skipta okk- ur af því en auðvitað vilja Skandinav- ar endurvekja Kalmarsamband og auka þannig áhrif sín innan ESB þar sem við verðum aldrei annað en horn- reka. Ekki endurtaka mistökin frá 1262 Það væri glapræði að endurtaka leikinn frá 1262 og selja okkur að þessu sinni undir þýðverskt/franskt forræði. Við eigum ekki að selja frelsi okkar undir þjóðir með svarta fer- ilskrá. Það er kominn tími til að segja upp EES-samningnum og end- urvekja fullveldi okkar. Við skulum eiga góð samskipti við Evrópuþjóðir líkt og ávallt. Við eigum að hafa fullt forræði yfir auðlindum okkar; orku og fiski. Með Fríverslunarsamningi Atlantsþjóða sem fullvalda þjóð tryggjum við öryggi okkar, auðlindir og auðlegð. Íslenskum stjórn- málaflokkum ber að slíðra sverðin og móta utanríkisstefnu fullvalda þjóðar sem á öflug viðskipti og samskipti við allar þjóðir heims. Ný heimssýn fullvalda þjóðar Eftir Hall Hallsson » Það væri glapræði að endurtaka leikinn frá 1262 og selja okkur að þessu sinni undir þýð- verskt/franskt forræði. Hallur Hallsson Höfundur er fréttamaður og sagnfræðingur. h.hallsson@simnet.is Til þessara tveggja fyrirtækja var stofnað á sams konar grundvelli, annars í Bandaríkjunum 1937 og hins á Íslandi 1965. Grundvöllurinn var að reisa vatnsaflsvirkj- anir og selja raforku á kostnaðarverði til al- mennings, samkvæmt gjaldskrá. Fyrirtækin áttu sjálf flutningsvirkin sem fluttu raforku á áfangastað. Eftir að samkeppni hóf innreið sína á markaðinn á níunda áratug síðustu aldar hefur fokið í ýmis skjól hjá þess- um fyrirtækjum. Með íslensku raf- orkulögunum 2003 var sú ráðstöfun gerð að færa flutningskerfi Lands- virkjunar í sérstakt fyrir- tæki, Landsnet, en Bonne- ville á og rekur enn sitt eigið flutningskerfi. Áhugavert er að bera þessi tvö fyrirtæki saman, en þau starfa hvort í sínu umhverfi við aðstæður sem þar gilda. Bonneville Power Bonneville Power er raf- orkuframleiðandi í norð- vesturríkjum Bandaríkj- anna og er í ríkiseigu. Fyrirtækið á 31 vatnsaflsvirkjun á vatnasviði Columbia-fljótsins. Sam- anlagt uppsett afl er 22.458 MW og nýting aflsins til raforkuframleiðslu að- eins 39%. Árið 2018 voru skuldir Bonneville Power 15.000 MUSD og rekstrar- hagnaður fyrir fjármagnsliði 678 MUSD. Skuldirnar eru því 22 sinnum hærri en árshagnaður. Auk reksturs virkjana stundar fyrirtækið flutninga á eigin raforku. Almennt má segja að fyrirtækið selji vatnsorku á verðinu 36 USD/MWh sem þarf að keppa við sól- ar- og vindorku frá Kaliforníu og víðar á verði frá 22 USD/MWh. Helsti útgjaldaliður er rekstur og viðhald, en elstu hlutar kerfisins eru orðnir 82 ára. Þ. á m. er gríðarlegur kostnaður við að vernda og byggja upp laxastofna á vatnasviðinu. Þessi kostn- aðarsama viðleitni, sem staðið hefur í fjöldamörg ár, hefur enn ekki skilað neinum marktækum árangri. Margir raforkusamningar fyrir- tækisins renna út árið 2028, en búast má við að verðsamkeppni muni aukast á næstunni og ekki víst að fyrirtækinu takist að semja áfram við núverandi viðskiptavini. Flest matsfyrirtæki meta nú Bonneville Power með nei- kvæðar horfur. Landsvirkjun Landsvirkjun er raforkusali í eigu íslenska ríkisins. Fyrirtækið á lang- flestar vatnsaflsvirkjanir á Íslandi, þar á meðal allar þær stærstu. Samanlagt uppsett afl fyrirtækisins er 2.145 MW og nýting þess til raforkuframleiðslu 79%, sem er miklu hærra en hjá Bonneville Power. Árið 2018 voru skuldir Landsvirkj- unar 2.259 MUSD og rekstrarhagn- aður fyrir fjármagnsliði 144 MUSD. Skuldirnar eru því 16 sinnum hærri en hagnaðurinn. Stærsti hluti starfsem- innar er bygging og rekstur virkjana en með raforkulögum 2003 var flutn- ingskerfið fært í nýtt fyrirtæki, Lands- net. Meðalverð til stóriðju var 28,30 USD/MWh. Helstu útgjaldaliðir eru rekstur, við- hald og bygging nýrra virkjana sem að miklu leyti hefur verið fjármögnuð úr rekstri. Samningar Landsvirkjunar um raf- orkusölu til stórnotenda munu á end- anum renna út. Álverið í Straumsvík er komið á aldur. Árið 2010 var gerður nýr samningur milli Landsvirkjunar og álversins, sem gildir til 2036. Hann er ekki opinbert plagg en ætla má að álverið hafi gert einhver mistök við gerð hans, því hann er því svo óhag- stæður. Samanburður á Bonneville Power og Landsvirkjun Samkvæmt því, sem fram kemur hér á undan, er hlutfallslegur mismunur fyrirtækjanna bitamunur en ekki fjár. Umræða er nú í gangi í Bandaríkj- unum um hvort Bonneville Power sé að verða gjaldþrota. Rekstrarerfiðleikar eigi bara eftir að versna, aðallega vegna verðsamkeppni við ódýra sólar- og vindorku. Fjórir forsetar Banda- ríkjanna á síðustu áratugum hafa haft skoðun á málinu og látið kanna mögu- leika á hagræðingu. Ronald Reagan lagði til að selja hinn almenna mark- aðshluta til að minnka skuldir ríkisins, Bill Clinton vildi selja allt allt fyrir- tækið, George W Bush vildi hækka gjaldskrár, kannski án þess að hugsa dæmið til enda, og Donald Trump hef- ur lagt til að selja sérstaklega flutn- ingskerfi fyrirtækisins. Ekkert af þessu hefur þó náð fram að ganga. Hins vegar eru menn á Íslandi svo ánægðir með stöðuna hjá Lands- virkjun að þeir hafa lagt til að stofn- aður verði þjóðarsjóður að hætti olíu- sjóðs Norðmanna. Fjármálaráðherra hefur vitaskuld tekið þessu vel og lagt fram lagafrumvarp um sjóðinn. Verð- ur málið tekið fyrir á Alþingi á næstu mánuðum. Sjóður, þar sem afrakstur af vatnsorkuverum er færður í þjóð- arsjóð, þekkist hvergi í heiminum í dag. Starfandi sjóðir snúast nánast eingöngu um ráðstöfun hagnaðar af sölu á óendurnýjanlegum orkugjöfum, aðallega olíu. Í framhaldi af þessu mætti álykta að sá þjóðarsjóður, sem nú er í und- irbúningi hér á Íslandi, væri kannski ekki allt of góð hugmynd. Eitt eiga Bonneville Power og Landsvirkjun þó sameiginlegt. Þau greiða hvorugt sérstakt auðlindagjald vegna nýtingar á endurnýjanlegu rennsli vatnsfalla. Hef ég ekki heyrt á það minnst í skrifum um Bonneville Power, en hér á landi eru menn að fara á límingunum út af nauðsyn þess að Landsvirkjun greiði auðlindagjald til sín sjálfs en fyrirtækið er í ríkiseigu eins og áður kom fram. Sinn er siður í landi hverju. Niðurstaða Bíðum með þjóðarsjóð og auðlinda- gjald, alla vega í bili. Ef afgangur verður á rekstri Landsvirkjunar, greiðum þá niður lán og veitum arði í ríkissjóð. Bonneville Power og Landsvirkjun Eftir Skúla Jóhannsson » Bíðum með þjóðar- sjóð og auðlinda- gjald, alla vega í bili. Ef afgangur verður á rekstri Landsvirkjunar, greiðum þá niður lán og veitum arði í ríkissjóð. Skúli Jóhannsson Höfundur er verkfræðingur. skuli@veldi.is Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.