Morgunblaðið - 31.10.2019, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 31.10.2019, Qupperneq 40
40 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019 Þekking er sölu- vara og við Íslend- ingar eigum að nýta okkur betur það for- skot sem við höfum í sjávarútvegi. Sjávar- útvegurinn er undir- staða samfélags okk- ar og er orðinn fyrirmynd annarra þjóða hvað varðar stjórnun fiskveiða, nýtingu á hráefni, framleiðslu á vinnslubúnaði svo fátt eitt sé talið. Framtak í tækni- þróun og framförum á búnaði fyr- ir land- og skipavinnslur er lýs- andi fyrir þessa stöðu okkar á alþjóðamarkaði. Farsælt samspil íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja og tækjaframleiðenda hefur átt ríkan þátt í þeirri velgengni. Hátt menntunarstig þjóðarinnar og ásókn verkfræði- og tæknimennt- aðs fólks í krefjandi störf hefur enn frekar ýtt undir þessa þróun. Þetta hefur komið sér vel fyrir tækjaframleiðendur og hefur haft í för með sér að íslenskur vinnslu- búnaður og lausnir eru eftirsótt af fiskframleiðendum úti um allan heim. Þessi útrás hefur skilað ár- angri fyrir þjóðarbúið enda er hún byggð ofan á áratuga reynslu og umhverfi sem við þekkjum. Í harðri samkeppni verður allt- af barátta að markaðssetja og selja sjávarafurðir á ásættanlegu verði. Það er ekki til nein töfra- lausn eða stórir ávinningar í þess- um efnum, en það er sjálfsagt að halda merkjum Íslands á lofti varðandi hreinleika og gæði. Á hinn bóginn getum við gert betur þegar kemur að markaðssetningu og sölu á ráðgjöf og þjónustu í sjávarútvegi og fiskvinnslu. Þar er hægt að ná meiri árangri þar sem Ísland hefur sérstöðu og reynslu til að byggja á. Okkur hefur tekist vel til við stjórnun fiskveiða og við tæknivæðingu í fiskvinnslu. Enn fremur erum við í fararbroddi þegar kemur að full- nýtingu og hámörkun verðmæta sjávarafurða. Öll þessi þekking er verðmæti sem má útfæra sem söluvöru og getur orðið veruleg viðbót við þá útrás sem þegar er hafin með sölu á tækja- og hugbúnaðarlausnum til fiskiðn- aðarins. Aukin krafa um afköst, nýtingu og gæði í fiskiðnaði kallar á flókn- ari tækjabúnað og fram- leiðslutækni. Að auki getur sjálfvirkni tekið yfir stóran hluta starfa sem krefjast áreynslu eða end- urtekninga. Fæstir fiskframleiðendur eru í stakk búnir til að takast á við slíkar tæknilegar framfarir án aðstoðar. Á heims- vísu eru kröfur um framfarir, sem eru ekki bundnar við tækjabúnaðinn heldur einnig heildarlausnina í kringum fiskframleiðsluna. Hér erum við að tala um framleiðsluhúsnæðið, kæli- og frystirýmin, nauðsynleg rými fyrir aðföng og vélbúnað, kerfi til að endurnýta vatn, o.s.frv. Á við aðrar þjóðir hafa Ís- lendingar jafna burði og getu til að bjóða slíkar heildarlausnir. Það sem er umfram er styrkleiki fólg- inn í þekkingu frá landi sem hef- ur náð sýnilegum árangri í sjálf- bærum sjávarútvegi og fiskvinnslu. Þetta staðfestir áhugi annarra þjóða á ráðgjöf og þjón- ustu frá Íslandi tengdum fiskiðn- aðinum. Meðal annars hefur ný- lega verið undirrituð samstarfsyfirlýsing af hálfu Ís- lands og Indlands í tengslum við þennan málaflokk. Þennan með- byr þurfum við í enn frekari mæli að nýta okkur til framdráttar á alþjóðlegum vettvangi. Sjávarútvegurinn hefur ekki einungis skapað bein verðmæti með veiðum úr náttúruauðlind- inni. Afleidd verðmæti, s.s. sterk staða tækjaframleiðenda á al- þjóðamarkaði, byggja grunn sinn á þessum atvinnuvegi. Það er mikilvægt að hlúa vel að þessari atvinnugrein og varast að leiða greinina af braut með kvöðum og óhóflegum gjaldtökum. Heil- brigður og sjálfbær sjávarútvegur er forsenda fyrir öflugri útrás á ráðgjöf og þjónustu tengdri fiskiðnaðinum og það mun skapa enn meiri verðmæti fyrir þjóð- arbúið í framtíðinni. Tækifæri í tengsl- um við sjávarútveg og fiskvinnslu Eftir Hannes Kristin Gunnarsson Hannes Kristinn Gunnarsson » Okkur hefur tekist vel til við stjórnun fiskveiða og við tækni- væðingu í fiskvinnslu. Höfundur er verkfræðingur og sjálfstæður ráðgjafi www.hkgfoodtech.com Við stöndum á kross- götum í dag. Við getum haldið áfram á beinu brautinni sem liggur til eyðingar á lífríki jarðar eða farið þrönga stíginn sem leiðir okkur til baka. Þegar maður lendir í ógöngum á fjalli er aldrei of seint að snúa við og það á einnig við um leið mannkyns- ins um víðáttur heimsins. Hvernig höfum við leiðst af réttri braut og hvernig getum við fundið leiðina sem liggur þangað sem lífs- hættir okkar ógna ekki hinu flókna samspili lífvera á jörðinni? Vistfræði er sú grein líffræðinnar sem fæst við þetta samspil og þar er gerður grein- armunur á hugtökunum fjölbreyti- leika og flækjustigi. Annars vegar er átt við náttúrulegt samspil þar sem mismunandi lífsferlar tengjast saman og mynda tengsl sem ekki má rjúfa. Útrýming einnar tegundar getur haft keðjuáhrif á fjölda annarra og leitt til hruns á heilu lífkerfi eins og dæmin sanna. T.d. hefur hrun í sandsílastofni áhrif á afkomu annarra sjávardýra og einnig fugla sem hafa lífsviðurværi af þessari fæðu. Hins vegar er átt við manngert umhverfi sem best er lýst með umferð í stórborgum þar sem skiptast á hraðbrautir, mislæg gatna- mót og leiðir járnbrauta, flugvéla í lofti og skipa á sjó og vötnum auk raf- lína, ljósleiðara og þráðlausra kerfa sem stýra gangverkinu. Ef rafmagnið fer verður alger ringulreið, sam- göngur stöðvast og einnig sam- skiptarásir og fjarskipti. Það getur haft afdrifaríkar afleiðingar ef tölvu- kerfi stöðvast og skemmst er að minnast aldarskiptanna þegar menn voru hræddir við að tölvur myndu ekki ráða við breytingar á ártali frá 20. til 21 aldar. Allt fór þó betur en á horfðist en þarna sáu menn þó fyrir mögulegt hrun í tölvukerfum heims- ins. Munurinn á þessum kerfum er að hið náttúrulega leiðréttir sig sjálf- krafa þegar jafnvægisástandi þess er ógnað en ekki hið manngerða og öll þróun þess leiðir til auk- ins flækjustigs. Hvernig finnum við þá leiðina til baka? Þurfum við að bakka einhverja áratugi eða jafnvel aldir aftur í tím- ann og taka upp lífs- hætti forfeðranna sem lifðu í sátt við náttúruna vegna þess að þeir höfðu ekki vald á þeirri tækni til ofnýtingar sem við höfum í dag? Að sjálfsögðu viljum við ekki fara aftur í forneskju með til- heyrandi kúgun, misskiptingu og ör- birgð. En við getum hugsanlega nýtt okkur þá þekkingu sem við höfum afl- að okkur og gert heiminn betri án allra þeirra neikvæðu fylgifiska sem synda í kjölfar tæknibyltinga. Þeir eru m.a. aukin misskipting, arðrán, ofnýting auðlinda og offjölgun mann- kynsins. Það þarf engin gróðurhúsa- áhrif til þess að mönnum sé ljóst að mannkynið er á villigötum. Hins veg- ar eru þau þörf áminning um það! Því ætti leiðin áfram að vera ljós. En það er ekki bara ein leið heldur margar og ekki má láta deilur hindra mannkynið í að fara hana. Það er vís- asta leiðin til að lenda í ógöngum þeg- ar hópurinn kemur sér ekki saman og jafnvel tvístrast vegna innbyrðis ágreinings. Hvernig förum við best með auðlindir jarðar, tryggjum jafn- ari skiptingu og stuðlum að friði í heiminum með bættri menntun og skilningi milli kynþátta? Hagkerfin þurfa að taka mið af þeim veruleika sem við búum við í dag þannig að hægt sé að tryggja lífsgæði með öðr- um aðferðum en aukinni neyslu. Við- miðunin þarf að færast frá öllum vísi- tölunum yfir í samkomulag um hvað skiptir máli í lífinu. Menntun og menningarstarfsemi, samvera fjöl- skyldu og heilbrigð áhugamál í stað- inn fyrir strit til þess eins að eignast allt sem hugurinn girnist. Við sjáum örar breytingar á um- ræðunni í dag sem gefa jákvæðar vonir um að ný viðhorf séu í farvatn- inu. Allir þurfa að sameinast um að leggja sitt af mörkum á því sviði sem möguleikar manna liggja. Einn getur breytt sínum ferðamáta, annar tekið upp ábyrgari umgengni um auðlindir sjávar eða lands, sá þriðji endur- skoðað neysluvenjur sínar og svo má lengi telja. Hugsanlega má taka upp nýja gráðu í háskóla lífsins þar sem menn geta fengið meistara- eða jafn- vel doktorsgráðu í lífsfærni. Sú gráða myndi kannski ekki duga til hærri launa en til virðingar í samfélagi þjóð- anna. Við sjáum aukna meðvitund hjá þjóðum heimsins um þær ógöngur sem mannkynið er komið í vegna neysluhyggjunnar, sem hefur leitt til ofnýtingar á helstu auðlindum jarðar og arðráns lífríkis, þar sem kapp hef- ur verið án forsjár. Valdakerfi heims- ins hafa tilhneigingu til að halda óbreyttu ástandi og einungis öflug grasrótarhreyfing getur umbylt nú- verandi hagkerfi í þágu framtíðar líf- ríkis jarðar. Við þurfum að fylgja for- dæmi barnanna og fylkja liði um breyttar neysluvenjur og nýjan heim þar sem græðgi víkur fyrir lífsfyll- ingu og neysla fyrir raunverulegum verðmætum. Mannkynið þarf að gera sér grein fyrir að það er á sameiginlegri sigl- ingu sem stefnir hraðbyri á sker og það getur enginn skorast undan að róa lífróður til þess að bjarga skút- unni. Ef fram heldur sem horfir stefnir í að hluti jarðarinnar verði óbyggilegur á þessari öld og mann- kynið verður þá að reiða sig á hinn byggilega hluta heimsins. Það getur því enginn verið stikkfrí og látið af- ganginn af heiminum glíma við sín vandamál á eigin spýtur vegna þess að það getur enginn sagt sig úr leik. Mun mannkynið eiga sér viðreisnar von? Eftir Egil Þóri Einarsson » Fjallað er um þær ógöngur sem mann- kynið er í vegna of- neyslu og eyðileggingar náttúrulegra lífkerfa. Hvað er til ráða til að stöðva þessa þróun? Egill Þórir Einarsson Höfundur er efnaverkfræðingur. egill.einarsson@heimsnet.is Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð sími 510 0110 . www.eyesland.is Láttu sjóntækjafræðinga okkar sjá um þig Er sjónmælingin ekki rétt? TANGARHÖFÐA 13 577 1313 - kistufell.com BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ Hjóla- legur Renndu við hjá okkur í Tangarhöfða 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.