Morgunblaðið - 31.10.2019, Blaðsíða 42
42 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019
Skömmu eftir 23. af-
mælisdag minn var ég
kominn með eigin
rekstur og hef síðan,
utan nokkurra miss-
era, starfað á eigin
vegum. Ef skugga hef-
ur borið á er það oftast
vegna afskipta og
árekstra við yfirvald-
ið, ríkið. Aðilann sem á
að leiðbeina einstak-
lingum og fyrirtækjum en er iðu-
lega þvergirðingslegur og ósann-
gjarn. Oft í skjóli valds og
lagasetningar. Ég vonaðist eftir
lygnari sjó, hvað þetta varðar, þeg-
ar við hjón fluttum upp í sveit til að
skapa ný tækifæri á nýjum stað. Sú
varð ekki raunin. Öðru nær!
Blessunarlega hef ég örsjaldan
þurft að leita réttlætis til dómstóla.
Í fyrsta skipti vegna launasvika, í
annað skipti vegna leynds galla á
húseign og svo vegna augljóss galla
sjálfmiðaðs fyrrverandi samstarfs-
manns. Öll þessi mál dæmdust mér
í hag. Fjórða skiptið var svo mála-
ferli okkar hjóna í Fossatúni gegn
Veiðifélagi Grímsár og Tunguár.
Málið snerist um skylduaðild og
samkeppnisrekstur utan veiðitíma.
Það mál vannst líka með hæstarétt-
ardómi. Þá kom til pólitískur klíku-
skapur og ámælisverð vinnubrögð
Alþingis sem breytti lögum í laumi
til að reyna að ónýta hæstarétt-
ardóminn.
Í ferlinu sem fylgdi hef ég lært
mikið um lög og lagasetningu. Oft
ekki mjög traustvekjandi, vitn-
eskjan sú. Hryggjarstykkið í því
sem veiðifélagið notaði sér til varn-
ar og síðar til að „leiðbeina“ Alþingi
fólst í: Álitsgerð Lagastofnunar
Háskóla Íslands gerð af Stefáni Má
Stefánssyni og Eyvindi G. Gunn-
arssyni.
Fyrri hlutinn plaggsins ítrekar
lagaleg rök fyrir því að veiði-
félögum beri að halda sig innan
þess þrönga ramma sem markaður
er með Lax- og silungsveiðilög-
unum svo og stjórnarskránni.
Seinni hlutinn hins vegar byggist á
mati höfunda um það sem ekki
stendur í lögunum. Skoðum það
helsta úr fyrri hlutanum:
Af þeirri laga-
setningu, sem gildir
um veiðifélög, má ráða
að tilgangurinn sé
fyrst og fremst tví-
þættur; annars vegar
að vernda fiskistofna
og hins vegar að gæta
hagsmuna félags-
manna varðandi skipt-
ingu á veiði og arðs af
henni.
Í ljósi þess að
veiðifélög eru lögbund-
in félög sem byggjast á alveg sér-
stökum sjónarmiðum, sem m.a. eru
áréttuð í tilgangsákvæði 1. gr. Lax-
og silungsveiðilaga, er varhugavert
að fullyrða að veiðifélögum sé heim-
ilt að sinna öðrum verkefnum en
lögbundnum, jafnvel þótt allir fé-
lagsmenn séu því samþykkir.
Félagsmenn í veiðifélagi verða
því ekki skyldaðir að lögum til þátt-
töku í verkefnum sem ekki eru í
nánum efnislegum tengslum við hið
lögbundna hlutverk veiðifélags.
Veiðifélög eru skylduaðildar-
samtök um sérstaka sameign og
eiga þar samstöðu með húsfélögum
samkvæmt lögum nr. 26/1994 um
fjöleignarhús.
Á bls. 13 er svo samantekkt með
niðurstöðu:
„Sem dæmi um þetta má nefna að
stjórn veiðifélags samþykkti að
veiðihús mætti vera opið að vetr-
arlagi fyrir veitingarekstur og
skemmtihald. Slíkt fengi væntan-
lega ekki staðist með hliðsjón af til-
gangi veiðifélaga og ábyrgðar-
reglum.“
Svo fer gamanið að kárna og
lagaleg rök eru yfirtekin af vanga-
veltum. Stiklum á stóru í seinni
hlutanum. Leturbreytingar eru
greinarhöfundar:
Telja verði almennt að bygg-
ing og rekstur veiðihúsa tengist
lögbundnu hlutverki veiðifélaga.
Bygging og rekstur veiðihúss
er rökrétt þegar horft er til þess að
veiðihús er nauðsynlegur þáttur í
hagkvæmri nýtingu veiðiréttar á
viðkomandi veiðisvæði.
Ætla megi að með veiðihúsi sé
stefnt að því að hámarka arð af við-
komandi veiðisvæði og þannig há-
marka arð af eigninni til hagsbóta
fyrir alla veiðiréttareigendur.
Þar sem veiðihús verða eðli
máls samkvæmt ekki nýtt af stang-
veiðimönnum nema hluta úr ári má
almennt telja það eðlilegan þátt í
nýtingu eignarinnar að hafa af
henni arð utan veiðitíma.
Þrátt fyrir að í lögum hafi aldr-
ei verið nákvæmlega útlistað með
hvaða hætti veiðifélögum beri að
sinna verkefnum sínum, t.d. hvort
og að hvaða marki þeim sé rétt að
fjárfesta í mannvirkjum og tækjum
er þó ekki vafa undirorpið að veiði-
félög hafa töluvert svigrúm í þess-
um efnum, enda sé slíkt gert með
hagsmuni félagsmanna að leið-
arljósi.
Og á bls. 22 er aðalniðurstaðan:
„Samkvæmt þessu er niðurstaða
okkar sú að rekstur sem stundaður
er í veiðihúsi utan lögbundins veiði-
tíma, t.d. hótel- og veitingarekstur,
sé í nánum, efnislegum tengslum
við lögbundið hlutverk veiðifélaga
samkvæmt lax- og silungsveiði-
lögum.“
Niðurstaðan á bls. 22 er í hróp-
andi mótsögn við niðurstöðuna á
bls. 13!
Í atvinnugreinaflokkun Hagstof-
unnar, ÍSAT, eru veiðihús ekki til
sem skilgreind rekstareining í ann-
ars fjölþættri flóru fyrir veitinga-
og gistirekstur. Það eru engin rök
fyrir því að fullyrða að rekstur veit-
inga- og gistihúsa tengist lög-
bundnu hlutverki veiðifélaga eða sé
nauðsynlegur og til hagsbóta fyrir
aðildarfélaga. Þvert á móti er lík-
legra að slíkt sé taprekstur niður-
greiddur af sölu laxveiðileyfa og
rýri arð. Almennur samkeppnis-
rekstur á ekki heima í félagi með
skylduaðild. Vilji aðildarfélagar
stunda slíkan rekstur er þeim það
frjálst – í eigin félagi innan sömu
reglna og aðrir þurfa að una.
Það eru engin lagaleg rök fyrir
mótsagnarkenndri niðurstöðu álits-
gerðar lagadeildar Háskóla Íslands
sem gerð var fyrir og greidd af
Landssambandi veiðifélaga, ein-
ungis órökstuddar vangaveltur.
Álitsgerðin lá fyrir Hæstarétti við
meðferð máls okkar hjóna og
Hæstiréttur sniðgekk niðurstöð-
una.
Kannski er lýsandi fyrir virðingu
Alþingis; að það afgreiðir at-
hugasemdalaust lög til samræmis
við pantaða niðurstöðu sérhags-
munaaðila sem dómstólar dæmdu í
óhag?
Eftir Steinar Berg
Ísleifsson
» Þá kom til pólitískur
klíkuskapur og
ámælisverð vinnubrögð
Alþingis sem breytti
lögum í laumi til að
reyna að ónýta hæsta-
réttardóminn.
Steinar Berg Isleifsson
Höfundur er ferðaþjónustubóndi.
steinar@fossatun.is
Lög samkvæmt pöntun
Sem betur fer er
málfrelsi og ritfrelsi á
Íslandi og hverjum
sem er heimilt að láta
í ljós skoðanir sínar í
ræðu og riti. Morg-
unblaðið er vett-
vangur umræðu og
skoðanaskipta og er
það heilbrigt og hið
besta mál. Ef ein-
hverjir vilja halda
fram að svart sé hvítt og hvítt sé
svart, að tveir plús tveir séu ekki
fjórir er það algerlega frjálst. Ekki
er þó skylda að vera sammála öllu
sem birtist og öllum skoðunum sem
fram koma í umræðunni.
Kveikjan að þessu skrifi mínu er
furðugrein sem birtist í Morg-
unblaðinu 22. okt. sl. eftir Valdimar
H. Jóhannesson.
Höfundur greinarinnar heldur
því fram að ekki sé um hamfara-
hlýnun að ræða í heiminum heldur
yfirvofandi hamfaragos á Íslandi.
Hann afneitar rökum um hamfara-
hlýnun og styður skoðun sína með
skrifum vísindamanna sem sendu
aðalritara SÞ bréf 23. sept. sl. Þar
sem þeir hafna því alfarið að nokk-
ur loftslagsvá sé í gangi eða í vænd-
um.
Hann gerir lítið úr baráttu Gretu
Thunberg og hneykslast á þeirri at-
hygli sem hún hefur fengið, hann
kallar baráttu hennar „sefasjúka
heimsendaspá sem enginn fótur sé
fyrir“.
Hann kemur með fullyrðingar í
greininni um að endurheimt vot-
lendis og dæling koltvísýrings niður
í berglög til að binda CO2 sé hrein
firra og jafnvel til skaða. Með til-
vitnun í vísindamenn-
ina sem rituðu aðalrit-
ara SÞ bréfið.
Hann afneitar að
tíðni fellibylja flóða og
þurrka sé vegna hlýn-
unar andrúmsloftsins.
Greinarhöfundur
gerir mikið úr vá sem
gæti orðið af hamfar-
gosi á Íslandi, „Íslensk
stjórnvöld ættu að
horfa til íslenskra
hagsmuna og þeirrar
vár sem er raunveruleg.“ Þarna
kemur fullyrðing um að hamfara-
hlýnun sé ekki raunveruleg vá.
Alveg er möguleiki að spá grein-
arhöfundar geti gengið eftir um
hamfaraeldgos á Íslandi, en að af-
neita öllum staðreyndum um ham-
arfarahlýnun í heiminum með
áherslu á að vá af hamfaragosi sé
yfirvofandi og miklu verri er sér-
kennilegur málflutningur.
Ekki síst vegna þess að rann-
sóknir sýna að það er raunhæfur
möguleiki að sporna við geigvæn-
legri þróun um hamafarhlýnun með
róttækum aðgerðum.
Erfiðara gæti verið að gera ráð-
stafanir vegna yfirvofandi hamfara-
goss á Íslandi.
Hamfarahlýnun
Eftir Kristján
Baldursson
Kristján Baldursson
»Kveikjan að þessu
skrifi mínu er furðu-
grein sem birtist í
Morgunblaðinu 22. okt.
sl. eftir Valdimar H.
Jóhannesson.
Höfundur er eldri borgari.
kribald@gmail.com
fasteignir
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
HVAR ER NÆSTA
VERKSTÆÐI?
Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is
Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga
VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI,
TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI?
Fjölmör
stuttnáms
í handve
g
keið
rki.
Skráning og upplýsingar á
www.handverkshusid.is
BÆJARL I ND 14 - 16 20 1 KÓPAVOGUR S ÍM I 553 7 100 L I NAN . I S
O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6