Morgunblaðið - 31.10.2019, Side 45
MINNINGAR 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019
✝ Helga SvalaNielsen, sem
alltaf var kölluð
Svala, nema á
bernskuárunum
þegar hún gekk
undir gælunafninu
Lillý, fæddist á Ak-
ureyri 24. desem-
ber árið 1930. Hún
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Droplaugarstöðum
14. október 2019.
Svala var einkadóttir Bjarn-
fríðar Jóhannesdóttur klæðskera,
sem fædd var að Minni-Ökrum í
Akrahreppi í Skagafirði, og
Christians Martins Nielsens, skrif-
ara hjá Eimskipafélagi Íslands,
sem var danskur í föðurætt en
fæddur í Reykjavík. Svala ólst upp
hjá móður sinni á Akureyri, og
voru þær mæðgur mjög samrýnd-
ar og naut Svala dyggs stuðnings
móður sinnar á meðan hún lifði.
exander og Svölu Lind. Jónas er í
miðið, fæddur 1950. Hann er
flutningabílstjóri í Reykjavík,
kvæntur Sonju Maríu Sigurð-
ardóttur. Þau eiga fjögur börn;
Maríu Antoníu, Kristmund Ant-
on, Ómar og Lindu Björk. Yngst-
ur er Ómar, fæddur 1953, ferða-
þjónustubóndi á Horni í
Hornafirði, kvæntur Kristínu
Gísladóttur. Börn þeirra eru
Guðbjörg, Gísli og Ómar Ingi.
Svala og Kristmundur Anton
skildu árið 1957, en hann lést
1996.
Ári síðar hóf Svala sambúð
með Þorsteini Ólasyni rafvirkja.
Svala og Þorsteinn höfðu verið
skólasystkini í Gagnfræðaskóla
Akureyrar veturinn 1944-1945.
Fyrir átti Þorsteinn soninn Pétur
Óla, sem fæddur er 1957. Svala
og Þorsteinn eignuðust soninn
Þorstein árið 1960. Hann er hag-
fræðingur og deildarstjóri hjá
Hagstofu Íslands. Fyrri eig-
inkona hans var Helga Sig-
urbjörg Sigurðardóttir, en þau
skildu. Börn þeirra eru Sara Lillý
og Aron Ellert. Seinni eiginkona
Þorsteins er Íris Gunnarsdóttir
og eiga þau soninn Daníel Mána.
Fyrir átti Íris dótturina Lenu Sól
Sörensen, sem Þorsteinn gekk í
föðurstað. Svala og Þorsteinn
slitu samvistum árið 1964, en
hann lést 2009.
Árið 1965 kynnist Svala Guð-
mundi Guðnasyni bílstjóra og
eignuðust þau dótturina Ínu
Björgu, atferlis- og hundaþjálf-
ara, sem fædd er árið 1967. Ína
Björg er trúlofuð Sigurði Frið-
riki Guðfinnssyni. Ína á börnin
Rakel, Ómar Þór, Viktor og Arn-
ór Darra. Svala og Guðmundur
slitu samvistum árið 1973.
Árið 1976 hóf Svala sambúð
með Baldvini Árnasyni listmál-
ara. Þau slitu samvistum 1980.
Svala starfaði m.a. sem aðstoð-
armaður á tannlæknastofu, hjá
Pósti og síma upp úr 1960 og í
kringum 1970 stofnaði hún og
rak fyrstu leigumiðlunina hér á
landi og var hún því frumkvöðull
á því sviði.
Útför Svölu fór fram í kyrr-
þey, að ósk hennar, 25. október
2019, frá Fossvogskapellunni.
Foreldrar Svölu lét-
ust báðir með stuttu
millibili í júnímánuði
1980.
Svala hafði nýlokið
gagnfræðaprófi á Ak-
ureyri er þær mæðg-
urnar fluttust til
Reykjavíkur, og átti
Svala heima þar það-
an í frá og til æviloka.
Fyrir utan skólanám
á Akureyri æfði Svala
handbolta og fimleika og þótti
mjög efnileg í þeim íþróttagrein-
um. Hugur hennar stóð til frek-
ara náms, en aðstæður gerðu það
ekki kleift.
Fimmtán ára gömul kynntist
Svala verðandi eiginmanni sín-
um, Kristmundi Antoni Jón-
assyni framreiðslumanni. Synir
þeirra eru þrír. Elstur er Örlyg-
ur, fæddur 1947, skólastjóri Full-
orðisfræðslunnar í Reykjavík.
Örlygur á þrjú börn; Baldur, Al-
Móðir mín var hjartahlý kona
og hafði til að bera ríka réttlæt-
iskennd. Hún gat því verið mjög
föst fyrir og ákveðin ef hún varð
vitni að óréttlæti í kringum sig.
Hún var mjög fjölskyldurækin og
lagði sig fram um að rækta sinn
frændgarð vel. Ekki síst lagði hún
mikla rækt við barnabörn sín og
barnabarnabörn, fylgdist vel með
afmælum og öðrum merkisvið-
burðum í fjölskyldunni og gladdist
yfir þeim. Afkomendur mömmu
eru 44 að tölu.
Mamma var mikill fagurkeri og
fáguð kona. Snyrtimennska og
hreinlæti hafði hún ætíð í miklum
hávegum. Alla tíð bjó hún sér og
sínum fallegt heimili. Síðustu árin
átti hún heima í þjónustuíbúð í
Hlaðhömrum 2 í Mosfellsbæ. Þar
leið henni vel og var m.a. mjög
virk í prjónahópi. Mamma hafði
ekki mikið milli handanna á ævi
sinni, fór vel með en sló aldrei af
gæðakröfum sínum. Hún náði þó
alltaf, með mikilli þrautseigju, að
láta enda ná saman, enda var hún
útsjónarsöm, viljasterk og gædd
miklu baráttuþreki.
Þeir eiginleikar komu sérstak-
lega fram síðustu mánuðina sem
hún lifði, og lífslöngun hennar var
sterk, þrátt fyrir hrakandi heilsu.
Nokkrum sinnum var mamma við
dauðans dyr síðustu mánuðina í
lífi sínu, en alltaf reis hún upp aft-
ur og sýndi svo ekki varð um villst
að hún ætlaði ekki að gefa sig fyrr
en í fulla hnefana.
Mamma bar hvorki á torg trú
sína né tilfinningar. Því talaði hún
heldur aldrei beint um dauðann
síðustu vikurnar sem hún lifði, en
gaf þó til kynna við sína nánustu, á
afar varfærinn hátt, að senn væri
komið að leiðarlokum. Mamma
prjónaði til dæmis af kappi síðustu
vikurnar og þegar hún sá í hvað
stefndi bað hún Sonju, tengda-
dóttur sína, um að hjálpa sér að
klára síðasta prjónaverkefnið.
Mamma ætlaði sér ekki að deyja
frá hálfkláruðu verki. Heilsu
mömmu hrakaði hratt undir það
síðasta, en hún lést á hjúkrunar-
heimilinu Droplaugarstöðum
mánudaginn 14. október sl. Útför-
in fór fram í kyrrþey, að ósk
mömmu, hinn 25. október í Foss-
vogskapellunni.
Nú þegar mamma hefur kvatt
vakna ljúfar minningar um dýr-
mætar samverustundir. Öll þökk-
um við fyrir langan og góðan tíma
með þessari einstöku konu sem
hélt fágun, reisn og skýrri hugsun
allt til lokastundar. Megi friður og
kærleikur umvefja hana að eilífu.
Þorsteinn Þorsteinsson.
Amma Svala var alveg sérstök
kona eins og allir vita sem voru
svo lánsamir að kynnast henni.
Hún var sterkur persónuleiki,
ákveðin og mikill snyrtipinni og
alltaf passaði hún að hafa eitthvað
með kaffinu þegar við kíktum í
heimsókn þrátt fyrir að maður
segði nei nei, ekkert vera að hafa
fyrir okkur þá setti hún nú samt á
borðið og með því Lu-kexið góða,
karamellubrjóstsykur var alltaf í
skál og var hún mikið fyrir góðan
mat og með því og fékk hún oft
sendingar frá mömmu og pabba í
gegnum árin og var hún mikið
ánægð með það því maturinn á
elliheimilum er ekki upp á marga
fiska og var hún ekki hrifin af hon-
um.
Hún var líka mikill snillingur að
prjóna og eigum við börnin ófá
pörin af sokkum og vettlingum og
fallega teppið sem hún gerði sem
mun hlýja okkur.
Mér þykir virkilega vænt um að
hafa verið hjá þér, elsku amma,
þegar þú kvaddir okkur og ég veit
að þú fylgist með okkur öllum. Við
kveðjum elsku ömmu í hinsta sinn,
minningin um hana verður ávallt
ljóslifandi í hugum okkar.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Kærar kveðjur,
Linda, Atli og strákarnir.
Svala Nielsen
✝ Jón RagnarHaraldsson
fæddist 11. janúar
1924 í Hlíð á Vatns-
nesi en flutti
tveggja ára með
foreldrum sínum að
Haga í Þingi. Hann
lést 20. október
2019.
Árið 1929 fluttu
foreldrar hans að
Gautsdal á Laxár-
dal þar sem heimili hans var upp
frá því eða þar til hann flutti á
heilbrigðisstofnunina á Blöndu-
ósi í desember 2012. Þar dvaldi
hann þar til hann lést.
Foreldrar Jóns voru Haraldur
Eyjólfsson, bóndi í Gautsdal, og
Garðarsson, þau eiga þrjú börn
og tólf barnabörn, Gauti, fæddur
14. janúar 1955, maki Rannveig
Runólfsdóttir, þau eiga fjögur
börn þrjú barnabörn og eitt
stjúpbarnabarn.
Jón ólst upp við almenn sveita-
störf og sem ungur maður greip
hann í ýmsa vinnu utan heimilis,
var vetrarmaður á nokkrum bæj-
um þar til hann gerðist bóndi í
Gautsdal, fyrst í sambýli við for-
eldra sína en tók alfarið við jörð-
inni árið 1963 er foreldrar hans
fluttu til Blönduóss.
Einnig nytjaði hann jörðina
Mörk, hafði þar fé á vetrum og
gekk þangað til gegninga í 19
vetur.
Jón rak hefðbundið blandað
bú með sauðfé hross og nokkrar
kýr og var fé og hrossum lengst
af haldið stíft til beitar á vetrum.
Einnig var nokkur mjólkursala
við erfiðar samgöngur.
Jarðsett var í kyrrþey frá Ból-
staðarhlíðarkirkju.
kona hans, Sig-
urbjörg Jónsdóttir.
Systkini Jóns voru
Sigurlaug, hús-
freyja í Káraneskoti
í Kjós, Sverrir bóndi
á Æsustöðum í
Langadal, Lára
Bjarney, dó þriggja
ára, og Lára Sól-
veig, verkakona í
Reykjavík. Þau eru
öll látin.
Eiginkona Jóns var Elín Val-
gerður Jónatansdóttir, fædd 16.
júní 1926, þau gengu í hjónaband
1. nóvember 1952. Elín Val-
gerður lést 20. október 1995.
Börn þeirra eru Kristín Sigríð-
ur, fædd 17. júlí 1952, maki Gísli
Við andlát föður míns Jóns í
Gautsdal er fallinn frá síðasti
einstaklingurinn sem ólst upp
frá barnæsku á Laxárdal, en
hann gerðist síðan bóndi í Gauts-
dal þar sem hann ólst upp frá
fimm ára aldri. Í Gautsdal bjó
hann frá árinu 1952 er hann
kvæntist eiginkonu sinni Elínu
Valgerði sem ættuð var frá
Súðavík.
Í Gautsdal var rekinn hefð-
bundinn búskapur; þar sem hey-
skapur var lengst af ekki nægur
miðað við stærð bús var fé hald-
ið stíft til beitar, rekið á beit
hvern færan dag og rúmlega það
og minnist ég þess að fé náðist
ekki í hús vegna stórhríðar. Er
jarðlaust varð fyrir hross voru
þau rekin í hagagöngu því hross-
um var yfirleitt ekki gefið á
þessum árum en það breyttist
nú á seinni árum, til dæmis
þrisvar vestur að Haga í Þingi, í
tvígang rak hann þau einsamall
gangandi tveggja daga rekstur;
var þetta á þeim árum er faðir
hans var einnig bóndi í Gautsdal,
ótrúlegt að ætla þetta einum
manni.
Einnig nytjaði hann jörðina
Mörk sem er norðar á dalnum.
Þar var heyjað á sumrum og fé
haft þar á vetrum, þangað gekk
hann til gegninga nær óslitið í
nítján vetur, einhvern tímann
hefur það reynt á þrek og þol
með norðaustan stórhríðar nán-
ast beint í fangið, yfir vegleysur
að fara því enginn var vegurinn
út á Mörk. Það sagði hann mér
að aðeins hefðu fallið úr tveir
dagar sem hann ekki fór til
gegninga vegna veðurs svo ein-
hvern tímann hefur gustað um
hálsmálið.
Foreldrar mínir bjuggu í
Gautsdal þar til móðir mín dó
20. október 1995. Eftir það var
hann einbúi í Gautsdal þar til
hann fór á sjúkrahús í desember
2012. Sumum fannst hann hálf-
hranalegur í framkomu, gat
stundum verið óþægilega hrein-
skilinn, lá hátt rómur, radd-
sterkur mjög og hló hátt svo
börn hrukku við og urðu hálf-
smeyk ef þannig stuð var á hon-
um. Hann þurfti engar talstöðv-
ar í göngum.
Hann var maður hjartahlýr,
tilfinninganæmur, dulur á eigin
tilfinningar, vildi öllum vel, heill
í öllum samskiptum, var annt
um afkomendur sína en lét það
ekki oft í ljós, hjálpsamur, tók
oft til hendi til hjálpar nágrönn-
um sínum. Ég minnist þess
ekki að hann hafi nokkurn tím-
ann sagt við mig styggðaryrði,
mér var aldrei sagt í uppvext-
inum að gera hlutina, ég var
alltaf beðinn: viltu gera þetta,
góði eða ég ætla að biðja þig að
gera þetta, góði.
Foreldrar mínir voru mjög
ólíkir persónuleikar en sambúð
þeirra var að mörgu leyti far-
sæl. Ég veit að móðir mín var
orðin þreytt á búskapnum,
einkanlega eftir að ég flutti í
Hvamm.
Hann stundaði refaveiði og
grenjavinnslu samfellt í 53 ár,
átti að mörgu leyti vel við hann
því hann var mikið náttúrubarn.
Vatnsskarðskatlar verma mér
verður fátt að meini
hér er gott að halla sér
hörðum upp að steini.
Er ég beið hjá honum við
sjúkrabörurnar var hugur hans
allur við skepnurnar, hvernig
ætti að hugsa um þær. Það var
sterk tilfinning að standa við
sjúkrahúsið og horfa á eftir
sjúkrabílnum, taka hringtorgið
og stefna í suðurátt. Að Gauts-
dal kom hann ekki aftur nema
sem gestur, þar rifnuðu upp
djúpar og sterkar rætur en að
mörgu leyti átti hann ágætis ár
á sjúkradeildinni á Blönduósi.
Blessuð sé minning foreldra
minna.
Gauti Jónsson.
Jón Ragnar
Haraldsson
Elsku systir mín,
ég kveð þig með
sorg í hjarta en
með fallegar og
góðar minningar.
Þú varst tíu ára þegar ég kom
í heiminn.
Sögur segja að þú hafir ekki
verið hrifin af þessum krakka
sem kallaði á athygli og sérstak-
lega ef pabbi okkar sinnti mér
eitthvað.
Eins og barna er siður þá
draslaði ég í dótinu þínu þegar
þú varst að heiman, klæddi mig í
fötin þín og ég man að þegar ég
eyðilagði maskarann þinn, þá
varstu mjög reið.
Árin liðu og eftir að þú fórst
að eiga börnin þá breyttist sam-
band okkar. Þú fluttir til
Reykjavíkur og pabbi og
mamma fluttu fljótlega suður
enda þið báðar systurnar þar.
Þá var ég barnapían þín á sumr-
in og um helgar þegar þið ungu
hjónin fóruð eitthvað.
Ég varð ung ófrísk og þá
varst þú stoð mín og stytta, þú
varst sú fyrsta sem ég trúði fyr-
ir því og þú hvattir mig til dáða
með að þú mundir aðstoða mig
svo ég gæti klárað gagnfræða-
skólann. Veturinn ’67-’68 var
Örn minn hjá ykkur Gunnari.
Ég kom til ykkar eftir skóla og
reyndi að gera eitthvert gagn og
tók hann svo heim um helgar.
Tíminn leið og fjölskyldur
okkar stækkuðu. Báðar fjöl-
skyldurnar eignuðust bústaði í
Eilífsdal í Kjós, það var bara
smáspotti á milli þó að við sæj-
um ekki til hvor annarrar. Ég
man þó eftir þegar þú fannst
mús í bústaðnum þínum og ég sá
þig taka spretthlaup upp á veg
með kökuboxin þín.
Á þessum tíma fór að bera á
vandræðum í minni fjölskyldu
og þá var gott hve stutt var fyrir
bæði börnin og mig að hlaupa til
Guðrún Sigurveig
Jóhannsdóttir
✝ Guðrún Sig-urveig
Jóhannsdóttir
fæddist 3. apríl
1941. Hún lést 16.
október 2019.
Útförin fór fram
25. október 2019.
ykkar. Þannig var
það næstu árin og
alltaf voruð þið
Valla systir tilbún-
ar með opinn
faðminn fyrir okk-
ur. Ég veit að þér
fannst ég lengi að
taka ákvörðun um
breytingar en
þrýstir ekki á um
of.
Börn voru henni
hugðarefni, fyrir utan að vera
fjögurra barna móðir þá var
hún dagmamma í fjöldamörg
ár, á meðal þeirra barna sem
hún passaði voru þrjú af mínum
barnabörnum. Þá tók hún
nokkur börn að sér til lengri
tíma. Bylgja og Þórdís frænkur
okkar voru hjá henni, Örn
Rósmar tengdist Gunnari, og
svo frumburður minn Örn
Hrafnkelsson.
Eins skrítið og það var þá
áttum við okkar besta tíma
saman í veikindum þínum. Eftir
að ég hætti að vinna skutlaði ég
þér stundum á spítalann í
geisla/lyfjameðferðir og annað.
Þá eignuðumst við afskaplega
gott trúnaðarsamband og það
var ekkert sem við gátum ekki
rætt um. Oft gerðum við grín að
okkur sjálfum og uppákomum
frá í gamla daga og stundum
var líka grátið. Þessar stundir
enduðum við með að fá okkur
súpu á kaffihúsi.
Gunna systir mín var einstök
manneskja, hún var bæði falleg
og góð. Hún fór hægt og hljótt
en var ákveðin og fylgin sér
þegar þannig stóð á.
Fordómar voru ekki til í
hennar huga, allir voru jafnir í
hennar augum.
Ég veit að hún var tilbúin að
kveðja, hún saknaði Gunnars
síns afskaplega mikið þessi ár
frá því hann kvaddi. Því miður
var ég strönduð í Valencia en
það má segja að um sama leyti
og flugvélin mín fór í loftið þá
kvaddi hún, ætli við höfum ekki
bara mæst á leiðinni.
Elsku Hanna, Siggi, Óli og
fjölskyldur ég votta ykkur inni-
lega samúð mína.
Kolbrún Jóhannsdóttir.
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996
ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er.
Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir
Ástkær móðir, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma okkar,
JÓHANNA LAUFEY ÓSKARSDÓTTIR
áður til heimilis að Gullsmára 7, lést á
Hrafnistu Hraunvangi, Hafnarfirði,
20. október. Jarðarförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Báruhrauni Hrafnistu í
Hafnarfirði.
Guðrún Björk Tómasdóttir
Birgir Már Tómasson
Sigríður Guðlaug Tómasd. Jón Christensen
Óskar Pétur Tómasson
Tómas Tómasson Laufey Benediktsdóttir