Morgunblaðið - 31.10.2019, Side 64
VIÐTAL
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Þriðja breiðskífa Grísalappalísu,
Týnda rásin, kemur út á morgun,
plata sem hefur verið býsna lengi í
vinnslu, allt frá árinu 2016. Hún
hefur að geyma 15 lög og segja má
að kveði við nýjan tón hjá sveitinni
sem mun vera að leggja upp laup-
ana. Það staðfestir Gunnar Ragn-
arsson, einn stofnenda hljómsveit-
arinnar og forsprakki. „Hún er öll,
blessunin,“ segir hann um Grísa-
lappalísu sem dregur nafn sitt af
lagi eftir Megas. Fyrst á þó að
halda tónleika á Iceland Airwaves,
9. nóvember, og vonandi verður
lokahnykkur eftir áramót, að sögn
Gunnars.
Grísalappalísa hefur verið með
líflegri tónleikasveitum landsins
allt frá því Gunnar og félagi hans,
Baldur Baldursson, stofnuðu hana
árið 2012. Hefur Gunnar farið mik-
inn á sviði, líkt og andsetið af-
kvæmi Franks ’N Furter. Fæddur
„front-maður“ þar á ferð sem lík-
lega fer best á að kalla forystu-
sauð. Auk þeirra hafa verið í sveit-
inni Bergur Thomas Anderson á
bassa, Rúnar Örn Marinósson á
trommur og gítar, Tumi Árnason á
saxófón, Albert Finnbogason gítar-
leikari og trymbillinn Sigurður
Möller Sívertsen.
Flókið og margþætt
En hvað veldur andláti hinnar
ágengu Grísalappalísu? „Það er
náttúrlega flókið og margþætt en
Týnda rásin lýsir þessu kannski
ágætlega,umfjöllunarefnin og ferl-
ið,“ svarar Gunnar. „Við erum
búnir að vera óaktífir í kannski
þrjú, fjögur ár, bara spilað nokkr-
um sinnum á ári. Við náðum núna
að gefa út plötuna en það er margt
að breytast hjá okkur í lífinu, okk-
ar einkamál og ég hef sjálfur verið
í uppgjöri. Maður er að reyna að
breyta ýmsu og það er bara komið
nóg. Við erum sjö einstaklingar á
krossgötum.“
Gunnar segir það krefjast mik-
illar ástríðu og skuldbindingar að
vera í hljómsveit. Ef slíkt sé ekki
fyrir hendi sé betra að hætta bara.
Útsending út í tómið
Í tilkynningu vegna útgáfu plöt-
unnar kemur margt áhugavert
fram og segir þar m.a.: „Týnda
rásin er bylgjulengdin sem enginn
stillir á, útvarpsstöðin er falin á
tíðni sem þú nærð ekki sambandi
við, útsending út í tómið. Hún er
bergmálshellir. Týnda rásin er
braut sem þú villist á og hverfur
niður, ef til vill að einhverju leyti
af eigin ásetningi. Hún er myndlík-
ing fyrir þunglyndi og einangrun,
að vera á skjön. Að upplifa að þú
sért misheppnaður, opinberunin að
þú verðir aldrei rokkstjarna.“
Gunnar er spurður út í loka-
orðin, opinberunina um að verða
aldrei rokkstjarna. Opinberaðist
það honum? Hann hlær við. „Ég er
alinn upp í þessu, þessi brostni
draumur mótaði mig svolítið, að
vera hent inn í þessa atburðarás
svona ungur,“ svarar Gunnar sem
áður var í hljómsveitinni Jakobínu-
rínu.
Hann segir Grísalappalísu að
vissu leyti drifna áfram af hans
egói. „Þetta var svolítið frústrer-
andi fyrir mig á tímabili því Grísa-
lappalísa var mitt helsta tjáningar-
form og staðurinn þar sem ég fékk
að blómstra. Ég var oft frústrer-
aður yfir því að hljómsveitarbræð-
ur mínir væru víðs vegar um heim-
inn og að eitthvað ákveðið væri
ekki að gerast sem ég vildi að
myndi gerast. Þegar við byrjum að
búa til þessa þriðju plötu gerir
mikil minnimáttarkennd vart við
sig og erfiðleikar við að semja
plötuna og klára. Ég átti mjög
erfitt með að glíma við það.“
Leiðangur inn í tóm
Ljósmyndin sem prýðir umslag
plötunnar er áhugaverð, svarthvít
og grófgerð af Gunnari í einhvers
konar regnslá eða poncho.
Sigurður, trommari sveitarinnar,
er líka kvikmyndagerðarmaður og
fékk að stýra sjónrænni hlið útgáf-
unnar. Hann valdi myndina úr
hópi margra sem hann tók af
Gunnari. „Þetta er maðurinn í
frosti, maður sem er fastur,“ segir
Gunnar um myndina. Sögumenn
plötunnar séu enda meira eða
minna fastir, með einum eða öðr-
um hætti.
Gunnar segir myndina líka gefa
til kynna einhvers konar innra
ferðalag, leiðangur inn í tóm eða
sjálfshyggju.
Taugaáfall í Bónus
Lög plötunnar voru ekki samin
og mótuð sameiginlega af hljóm-
sveitinni í æfingarrými, líkt og
fyrri plöturnar tvær, Ali og Rök-
rétt framhald. Liðsmenn Grísa-
lappalísu lögðu grunninn að lög-
unum á ólíkum stöðum í heiminum,
m.a. í Kópavogi, Berlín, New York,
Sarajevo og Amsterdam og fyrir
vikið er hún tilraunakenndari en
þær fyrri og persónulegri þegar
kemur að textum, að sögn Gunn-
ars.
„Eina stundina ertu í leðurjakka
með sígarettu í munnvikinu og
hina stendurðu á flíspeysu í snjón-
um með sjö bónuspoka, edrú og
kominn í hugleiðslunámskeið,“ eins
og segir svo skemmtilega í tilkynn-
ingu og í einu laganna æpir Baldur
í sífellu: „Ég fékk taugaáfall í Bón-
us!“. Enda er oft þungt yfir sögu-
manni á plötunni, þó alltaf sé stutt
í svartan húmor, eins og sjá má í
þessu textabroti úr sama lagi:
„Aftast í röðinni örtröðinni/hvort
kom bölið á undan kvölinni/hvað
var ég að pæla?/að mæta í miðri
hádegistörninni.“
Hart og mjúkt
Blaðamaður nefnir að Týnda
rásin virðist meiri konseptplata en
fyrri plötur sveitarinnar, að henn-
ar verði að njóta frá upphafi til
enda. Gunnar segir fleiri hafa upp-
lifað hana með þeim hætti og í
raun sé merkilegt að platan hafi
smollið saman, í ljósi vinnuferlisins
fyrrnefnda.
En hefur tónlistin breyst mikið?
Voru liðsmenn afslappaðri eða
frjálsari gagnvart henni? „Bandið
var ekki allt saman að semja
grunnana og það hefur kannski ýtt
undir enn meira grín og skeyting-
arleysi,“ svarar Gunnar. Eitt af
einkennum sveitarinnar frá upp-
hafi hafi verið að flakka milli stíla
og á plötunni nýju má m.a. heyra
„skíta-kántrí“, eins og Gunnar
kallar það. Á henni má einnig
finna harðasta lag sveitarinnar til
þessa, „Meðaljón“, að sögn Gunn-
ars, „skrítið, hardcore lag“ en líka
mörg mjúk lög. Breiddin er meiri
en á fyrri skífum, sumsé.
Enn að skilgreina sig
Gunnar hefur stundað nám í
kvikmyndafræðum og segist aðeins
eiga eftir að skrifa BA-ritgerðina.
„Þetta er langur námsferill,“ segir
hann hlæjandi. Hvað framtíðina
varðar segist hann ætla að halda
áfram að troða upp sem söngvari.
Gunnar hefur líka spreytt sig sem
leikari og segist ennþá vera að
skilgreina sig sem „performer“.
„Ég hef líka verið í dansverkum,“
bætir hann við og vonar að á
næstu árum geti hann unnið að
skemmtilegum verkefnum og um
leið átt fyrir salti í grautinn.
Í tilefni af útgáfu Týndu rásar-
innar verður haldið hóf á morgun í
verslun útgefanda, Reykjavík Re-
cord Shop á Klapparstíg, milli kl.
18 og 20. Boðið verður upp á léttar
veitingar og að sjálfsögðu verður
platan til sölu.
Að lokum ber að minnast á tón-
listarmyndband við lagið „Þrjú-
hundruðsextíuogfimmdagablús
(sjáðu hjónin)“ sem frumsýnt var í
gær, 30. október. Því leikstýrði
Sigurður Möller Sívertsen, tromm-
ari sveitarinnar, kvikmyndargerð-
armaður og plötuumslagshönnuð-
ur. Útgáfutónleikar verða svo
auglýstir síðar.
H́var er draumurinn?
Grísalappalísa gefur út Týndu rásina og leggur brátt upp laupana Kemur þó fyrst fram á Ice-
land Airwaves og lokahnykkur er líklegur á næsta ári Myndlíking fyrir þunglyndi og einangrun
Á krossgötum Gunnar horfir út í tómið á umslagi plötunnar. Hann segir liðsmenn Grísalappalísu á krossgötum.
64 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019
Ármúla 24 • S. 585 2800