Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 50
blaðsíða 1: sjálfsumönnun er kortlögð. hvernig er staðan í dag? Skjólstæðingurinn svarar spurningum um næringu og næringarástand, um hreyfingu, þyngd, tóbak og áfengi og að lokum um aðlögunarhæfni, andlega líðan og ytri aðstæður, s.s. fjárráð og stuðning frá fjölskyldu og félagsþjónustu. blaðsíða 2: eftirlit og skilningur á sjúkdómsástandi Hvernig fer skjólstæðingurinn eftir fyrirmælum heilbrigðisstarfsfólks? Tekur hann lyfin sín og þekkir hann verkun og aukaverkanir þeirra? Fylgist hann með blóðþrýstingi sínum og fer eftir ráðleggingum? Hver er blóðþrýstingurinn núna? Er blóðfitugildi hans innan eðlilegra marka? Sykursjúkir svara aukaspurningum en aðrir með langvinna sjúkdóma. Þeir eru spurðir út í blóðgildi sín, til dæmis um langtímasykur og fastandi blóðsykur, hvort viðkomandi skoði fætur sína reglulega, sinni munnhirðu og fari til tannlæknis, og stýri skömmtum insúlíns samkvæmt blóðsykursgildum. Í síðasta kafla á bls. 2 eru eingöngu lungnasjúklingar spurðir spurninga. Þar er spurt út í PEF­mælingar og hvort viðkomandi fylgist með gildunum og skilji mikilvægi þess. Notar lungnasjúklingurinn lyfin sín rétt og þekkir hann versn­ andi ástand og getur brugðist strax við á viðeigandi hátt? blaðsíða 3: sjálfsumönnun – mat og markmið Spurt er út í hvaða þættir koma í veg fyrir sjálfsumönnun. Er það skortur á aðlögun eða úthaldi, skapbrestir, einmanaleiki, skortur á stuðningi þeirra nánustu, fjölskylduaðstæður, skortur á þekkingu og úrræðum? Þá er spurt út í hvort skjólstæðingurinn hafi áhuga á að styrkja sig í sjálfs­ umönnun og að lokum hvernig hann geti hugsað sér að efla sjálfsumönnun sína. Að lokum setur skjólstæðingurinn sér markmið um breytingar á lífsstíl og hvernig hann geti náð að efla og styrkja sjálfsumönnun sína og hvaða árangri hann vilji ná. Hver varð árangurinn af breytingunum í Huhtasuo? Árangur breytinganna var metinn og reyndist góður. Það var auðveldara fyrir skjólstæðingana að fá heilbrigðisþjónustu frá heilsugæslustöðinni, þjónustan hafði batnað, meðferðaráætlanir voru oftar uppfærðar og öll meðferð faglegri og betur skipulögð. Sérstaklega var skoðuð meðferð langveikra sjúklinga með matstækinu ACIC (Assesment of Cronic Illness Care) og reyndist heilsugæslustöð­ in hafa bætt mjög meðferð þeirra sjúklinga. Hjúkrunarfræðingar og læknar náðu að skipuleggja vinnu sína betur og starfsánægja þeirra jókst. Hæfni hjúkrunarfræðinganna varð meiri samfara aukinni menntun og þjálfun. Þeir höfðu meiri áhrif á sína daglegu vinnu og ánægja þeirra jókst mikið. Starfsfólkinu fannst vinnustaðurinn aðlaðandi og ánægjulegt að vinna þar. Fagið06/07
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.