Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 42
Þankastrik02/04 á göngudEild smitsjúkdóma er þeim rúmlega 200 HIV­jákvæðu einstaklingum, sem búa á Íslandi, fylgt eftir. Þar er ég svo lánsöm að vinna ásamt þverfaglegu teymi lækna, hjúkrunarfræðinga og félagsráðgjafa. Eftirfylgnin felst fyrst og fremst í heimsóknum á göngudeildina á 4­6 mánaða fresti og er þá sérstaklega fylgst með framgangi HIV­sjúkdómsins og árangri lyfjameðferðar. Meginhlutverk okkar hjúkrunarfræðinganna er að halda utan um þennan fjölbreytta hóp sem og fræðsla og sálfélagslegur stuðningur við HIV­jákvæða og aðstandendur þeirra. Frá árinu 2010 höfum við svo haldið úti hjúkrunarstýrðri móttöku fyrir HIV­jákvæða sem eru í virkri vímu­ efnaneyslu, en með þéttu eftirliti, sem felur meðal annars í sér lyfjaskömmtun, stuðningssamtal og nálaskipti­ þjónustu, hefur okkur tekist að halda HIV­smiti í skefjum. Það hafa orðið stór­ kostlegar breytingar í lífi HIV­jákvæðra síðastliðin 20 ár. Með tilkomu samsettrar lyfjameðferðar árið 1996 hefur HIV færst frá því að vera dauðadómur í að vera langvinnur og meðhöndlanlegur sjúkdómur. Lyfjaþróun hefur verið hröð og nánast árlega koma nýjar lyfjasamsetningar sem virka og þolast betur. Eins og margir vita er markmið lyfjameðferðar fyrst og fremst að bæla niður HIV­veiruna að því marki að hún verði ómælanleg í blóði og viðhalda þannig virkni ónæmiskerfisins. Staðan í dag er einfaldlega sú að HIV­jákvæðir, sem greinast áður en ónæmisbælingar verður vart og hefja lyfjameðferð fljótt eftir greiningu, eiga svipaðar lífslíkur og aðrir. Jafnframt hafa nýlegar rannsóknir sýnt að því fyrr sem meðferð er hafin því ólíklegra er að HIV­jákvæðir fái aðra sjúkdóma síðar á lífsleiðinni. En við megum samt ekki gleyma því að margir þeirra sem fengu lyfjameðferð fyrir tíma samsettrar lyfjameðferðar glíma enn í dag við ýmsa fylgikvilla, bæði vegna ágangs HIV­veirunnar og vegna aukaverkana gömlu lyfjanna. Einn helsti ávinningur lyfjameðferðar, umfram það að bæta heilbrigði og lífslíkur HIV­jákvæðra, er að draga úr líkum á frekari „Staðan í dag er einfaldlega sú að HIV-jákvæðir, sem grein- ast áður en ónæmisbælingar verður vart og hefja lyfjameð- ferð fljótt eftir greiningu, eiga svipaðar lífslíkur og aðrir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.