Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 59

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 59
fræðigreinar tölublaðsins Með þessu tölublaði birtast tvær ritrýndar fræðigreinar. Þær má finna á vef tímaritsins. KÖNNUN Á MATI HJÚKRUNARFRÆÐINGA Á EIGIN FÆRNI Í LÍFSLOKAMEÐFERÐ OG VIÐHORFUM ÞEIRRA TIL NOTKUNAR MEÐ- FERÐARFERLISINS LIVERPOOL CARE PATHWAY: FORPRÓFUN Á SPURNINGALISTANUM END-OF-LIFE CARE Þórunn Pálsdóttir, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Elísabet Hjörleifsdóttir, Háskólinn á Akureyri markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig íslenskir hjúkrunarfræðingar meta eigin færni í lífslokameðferð, skoða tengsl á milli bakgrunnsbreyta og viðhorf þátttakenda til notkunar á Meðferðarferli fyrir deyjandi (Liverpool Care Pathway, LCP). Einnig var tilgangurinn að forprófa réttmæti og áreiðanleika íslenskrar útgáfu á spurningalista um lífslokameðferð (End­of­Life Care questionnaire). Spurningalisti rannsóknarinnar reyndist hentugur til rannsókna á sviði lífslokameðferðar. Ætla má að hjúkrunarfræðingar búi yfir færni og hafi sjálfstraust þegar kemur að lífslokameðferð og hafi stuðning af þverfag­ legum hópi. Þörf er á frekari rannsóknum á Íslandi á gagnsemi Meðferðarferlis fyrir deyjandi sjúklinga í lífslokameðferð. LÍKNARMEÐFERÐ FYRIR SJÚKLINGA MEÐ LANGVINNA LUNGNA- TEPPU: AÐ VERA SAMSTIGA Guðrún Jónsdóttir, Landspítala Helga Jónsdóttir, Háskóla Íslands tilgangur rannsóknar var að lýsa reynslu og viðhorfum hjúkrunarfræðinga á líknarmeðferð og innleiðingu hennar á sjúkradeild til þess að styrkja þjónustu við sjúk­ linga með langvinna lungnateppu. Slík innsýn gæti bætt lífsgæði sjúklinga með langvinna lungnateppu og fjölskyldna þeirra sem standa andspænis lífshættulegum sjúkdómi. Til þess að geta veitt sjúklingum með langvinna lungnateppu líknarmeðferð þarf sérhæfingu þar sem um flókinn sjúkdóm og sjúkdómsferli er að ræða. Við innleiðingu á klínískum leiðbeiningum um líknarmeðferð þarf að byggja á þekkingu um sérstakar þarfir lungna­ sjúklinga; innleiðing þarfnast tíma og fjármuna og hugsanlega þarf að laga leiðbein­ ingarnar að sértækum þörfum þessa skjólstæðingahóps. Fagið 01/01
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.