Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 54
Fólkið03/04 heilbrigðisstarfsmönnum, hvatning til að halda áfram að skipuleggja og innleiða fræðslu­ og stuðningsmeðferð á barnadeildum og stuðla að því að þessi heilbrigðisþjónusta verði partur af hefðbundinni þjónustu og starfsháttum barnadeilda. Aðalleiðbeinandi og umsjónarkennari í verkefninu var dr. Erla Kolbrún Svavarsdóttir, prófessor við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Auk hennar sátu í doktorsnefndinni dr. Ann W. Garwick, prófessor við Háskólann í Minnesota, dr. Mary Kay Rayens, prófessor við Háskólann í Kentucky­Lexington, dr. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor emeritus við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands, og dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við Viðskiptafræðideild sama skóla. Andmælendur í vörninni voru dr. Nancy J. Moules, prófessor við Háskólann í Calgary í Kanada, og dr. Ragnar Bjarnason, yfirlæknir og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Dr. Helga Jónsdóttir, deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar, stjórnaði athöfninni sem fram fór í Hátíðasal Háskóla Íslands. Anna Ólafía hefur starfað á Barnaspítala Hringsins frá 1987, lengst af við stjórnun, en nú síðustu ár sem kennslustjóri, klínískur lektor og sérfræðingur í barnahjúkrun. Fyrirframákveðnar heimafæðingar á Íslandi Doktorsritgerð Berglindar Hálfdánsdóttir í ljósmóðurfræðum ber heitið: Fyrirframákveðnar heimafæðingar á Íslandi: Forsendur, útkoma og áhrifaþættir (Planned home births in Iceland: Premise, outcome and influential factors). Heimafæðingum á Íslandi hefur fjölgað hratt frá aldamótum. Nýlegar rannsóknir hafa að jafnaði sýnt minni inngrip og heilsufarsvandamál hjá mæðrum eftir fyrir­ framákveðnar heimafæðingar, en nýburum hefur vegnað misvel eftir löndum. Markmið rannsóknarinnar var að skoða sjálfræði kvenna um val á fæðingarstað, bera saman árangur fyrirframákveðinna heima­ fæðinga og sjúkrahúsfæðinga á Íslandi og meta áhrif frábendinga og viðhorfa kvenna á útkomu fæðinga. Ritgerðin er byggð á fjórum rannsóknargreinum. Rannsókn 1 var hugtakagreining á sjálfræði kvenna um val á fæðingarstað. Rannsóknir 2 og 3 voru afturvirkar ferilrannsóknir á öllu þýði 307 fyrirframákveðinna heimafæðinga á Íslandi 2005­2009 og pöruðu markmiðsúrtaki 921 fyrirframákveðinnar sjúkrahúsfæðingar hjá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.