Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Síða 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Síða 42
Þankastrik02/04 á göngudEild smitsjúkdóma er þeim rúmlega 200 HIV­jákvæðu einstaklingum, sem búa á Íslandi, fylgt eftir. Þar er ég svo lánsöm að vinna ásamt þverfaglegu teymi lækna, hjúkrunarfræðinga og félagsráðgjafa. Eftirfylgnin felst fyrst og fremst í heimsóknum á göngudeildina á 4­6 mánaða fresti og er þá sérstaklega fylgst með framgangi HIV­sjúkdómsins og árangri lyfjameðferðar. Meginhlutverk okkar hjúkrunarfræðinganna er að halda utan um þennan fjölbreytta hóp sem og fræðsla og sálfélagslegur stuðningur við HIV­jákvæða og aðstandendur þeirra. Frá árinu 2010 höfum við svo haldið úti hjúkrunarstýrðri móttöku fyrir HIV­jákvæða sem eru í virkri vímu­ efnaneyslu, en með þéttu eftirliti, sem felur meðal annars í sér lyfjaskömmtun, stuðningssamtal og nálaskipti­ þjónustu, hefur okkur tekist að halda HIV­smiti í skefjum. Það hafa orðið stór­ kostlegar breytingar í lífi HIV­jákvæðra síðastliðin 20 ár. Með tilkomu samsettrar lyfjameðferðar árið 1996 hefur HIV færst frá því að vera dauðadómur í að vera langvinnur og meðhöndlanlegur sjúkdómur. Lyfjaþróun hefur verið hröð og nánast árlega koma nýjar lyfjasamsetningar sem virka og þolast betur. Eins og margir vita er markmið lyfjameðferðar fyrst og fremst að bæla niður HIV­veiruna að því marki að hún verði ómælanleg í blóði og viðhalda þannig virkni ónæmiskerfisins. Staðan í dag er einfaldlega sú að HIV­jákvæðir, sem greinast áður en ónæmisbælingar verður vart og hefja lyfjameðferð fljótt eftir greiningu, eiga svipaðar lífslíkur og aðrir. Jafnframt hafa nýlegar rannsóknir sýnt að því fyrr sem meðferð er hafin því ólíklegra er að HIV­jákvæðir fái aðra sjúkdóma síðar á lífsleiðinni. En við megum samt ekki gleyma því að margir þeirra sem fengu lyfjameðferð fyrir tíma samsettrar lyfjameðferðar glíma enn í dag við ýmsa fylgikvilla, bæði vegna ágangs HIV­veirunnar og vegna aukaverkana gömlu lyfjanna. Einn helsti ávinningur lyfjameðferðar, umfram það að bæta heilbrigði og lífslíkur HIV­jákvæðra, er að draga úr líkum á frekari „Staðan í dag er einfaldlega sú að HIV-jákvæðir, sem grein- ast áður en ónæmisbælingar verður vart og hefja lyfjameð- ferð fljótt eftir greiningu, eiga svipaðar lífslíkur og aðrir.“

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.