Morgunblaðið - 06.11.2019, Side 1
Ráðgjafar-
fyrirtækið Atten-
tus hefur selt
ríkisstofnunum
ráðgjöf og þjón-
ustu fyrir vel á
fimmta tug millj-
óna síðan í
september í
fyrra.
Meðal við-
skiptavina fyrir-
tækisins er Vinnueftirlitið, en það
hefur leigt af því mannauðsstjóra.
Fram hefur komið að sá sem
fyrst gegndi stöðu mannauðsstjóra
var látinn hætta vegna meintrar
óánægju með framgöngu hans.
Hanna Sigríður Gunnsteins-
dóttir, forstjóri Vinnueftirlitsins,
segir framgöngu mannsins til rann-
sóknar. Utanaðkomandi aðilar hafi
verið fengnir í málið til að annast
hlutlausa málsmeðferð. »6
Selja ríkinu ráðgjöf
fyrir tugi milljóna
Hanna Sigríður
Gunnsteinsdóttir
Vegir liggja til allra átta, er gjarnan sagt. Í lík-
neski sínu horfir Leifur Eiríksson til vesturs rétt
eins og á tímum landafunda. Maðurinn með
hundinn tók hins vegar stefnuna til austurs og
mót sólinni, en dagsbirtu hennar nýtur nú æ
skemur. Ágætt veður verður sunnan- og vestan-
lands í dag, skýjað og hiti aðeins í plús eða nærri
frostmarki. Norðanlands og austan léttskýjað en
hitastig aðeins í mínus.
Til austurs
og vesturs í
plús og mínus
Morgunblaðið/Hari
M I Ð V I K U D A G U R 6. N Ó V E M B E R 2 0 1 9
Stofnað 1913 261. tölublað 107. árgangur
SKAMMDEGIÐ
SKOÐAÐ Í
SKÁLDSÖGU FORN KERRUVEGUR?
PLAY ÆTLAR Í
LOFTIÐ FYRIR
LOK ÁRSINS
FORNLEIFAR FRESTA VERKLOKUM 10 VIÐSKIPTAMOGGINNHULDAR BREIÐFJÖRÐ 28
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Skipverjar voru orðnir mjög þrek-
aðir þegar við komum að svo ekki
mátti tæpara standa. Þeir lágu ofan
á björgunarbátnum sem var á hvolfi í
sjónum,“ segir Sigurður Þórarins-
son, skipstjóri á togbátnum Leyni
SH.
Mannbjörg varð þegar Blíða SH
sökk norður af Langeyjum á Breiða-
firði um hádegisbil í gær.
Skipverjar á
Leyni fengu boð
frá Landhelgis-
gæslunni klukkan
11.45 um að svip-
ast um eftir Blíðu,
sem þá var horfin
af ratsjá. Sjálf-
virkt neyðarkall
barst örskömmu
síðar og þá var
allt sett á fulla ferð. „Við vorum við
Bjarneyjar og settum á fullt stím til
suðurs. Þegar að var komið létum við
reka að björgunarbátnum og kippt-
um mönnunum þremur um borð.
Þeir voru þá orðnir mjög kaldir enda
höfðu þeir ekkert ráðrúm haft til að
komast í björgunargalla. Báturinn
bókstaflega sökk undan fótum
þeirra,“ segir Sigurður Þórarinsson.
Hæg NA-nátt var á Breiðafirði þeg-
ar þetta gerðist og hiti um frost-
mark. „Vindur og sjólag sökktu ekki
bátnum. Þar kemur eitthvað annað
til sem mun skýrast við rannsókn,“
segir Sigurður. Skipverjar á Blíðu
voru af erlendum uppruna; tveir
Lettar og sá þriði Lithái. Leynir SH
kom með þá inn til Stykkishólms um
kl. 14 og voru mennirnir þrír þá flutt-
ir til læknisskoðunar. Tveir voru út-
skrifaðir fljótlega en sá þriðji þurfti
frekari aðhlynningar við vegna kæl-
ingar.
Blíða SH var 61 tonns bátur, smíð-
aður árið 1971 og stækkaður 1988.
Báturinn var í eigu Royal Iceland
ehf. og var á beitukóngsveiðum.
Skipverjarnir mjög þrekaðir
Þremur bjargað þegar Blíða SH sökk á Breiðafirði í gær Báturinn sökk undan
fótum mannanna Ekki mátti tæpara standa, segir skipstjórinn á Leyni SH
Sigurður
Þórarinsson
Óskað hefur verið eftir því við
umhverfisráðherra að skipaður
verði starfshópur sem fái það verk-
efni að skilgreina gróðurelda sem
náttúruvá og móta tillögur um
skuldbindingu innviða samfélagsins
gagnvart henni.
K. Hulda Guðmundsdóttir á Fitj-
um í Skorradal og Trausti Jónsson
veðurfræðingur benda á að þótt
hætta á gróðureldum fari vaxandi
séu samfélagsskuldbindingar gagn-
vart vánni algerlega í lausu lofti.
Ljóst sé að mannslíf séu í húfi og
efnislegt tjón gæti numið hundr-
uðum til þúsunda milljóna í ein-
staka atburðum. Þau benda sér-
staklega á að tryggingakerfið sé
ekki í stakk búið til að takast á við
vandann. Til að mynda sé hlutverk
Náttúruhamfaratryggingar Íslands
ekki skilgreint í þessu efni. »11
Morgunblaðið/Júlíus
Eldur Mikið tjón getur orðið í gróðureldum.
Tryggingar vegna
gróðurelda í ólagi
VÍKINGUR
OGDANÍEL
FÖSTUDAGUR
8. NÓVEMBER 19:30
FIMMTUDAGUR
7. NÓVEMBER 19:30
UPPSELT AUKATÓNLEIKAR
Edvard Grieg Pétur Gautur, valdir þættir
Daníel Bjarnason Processions, píanókonsert
W.A. Mozart Hornkonsert nr. 3
Jean Sibelius Sinfónía nr. 5
Daníel Bjarnason
hljómsveitarstjóri
Radovan Vlatković
einleikari
nossfalÓraðieHrugnikíV
einleikari