Morgunblaðið - 06.11.2019, Síða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2019
Umræðan um sér-
stöðu íslenska laxa-
stofnsins og hættu á
erfðamengun er ekki
ný af nálinni. Mikið
hefur verið gert til að
tryggja verndun ís-
lenska laxastofnsins og
hafa Íslendingar geng-
ið mun lengra í þeirri
viðleitni en þekkist í
öðrum löndum.
Segja má að stærsta skrefið sem
stigið var til verndar íslenska laxa-
stofninum fyrir mögulegri erfða-
mengun frá eldislaxi hafi verið þegar
þáverandi landbúnaðarráðherra,
Guðni Ágústsson, birti auglýsingu
um friðunarsvæði við strendur Ís-
lands þar sem segir „Auglýsing um
friðunarsvæði, þar sem eldi laxfiska
(fam. Salmonidae) í sjókvíum er
óheimil“ (sjá mynd). Þessi mörkun
svæða þýddi að ekki mátti stunda
laxeldi á stærstum hluta strand-
svæðis Íslands.
Ákvörðun ráðherra var ekki úr
lausu lofti gripin, heldur byggði á
greinargerð sérfræðinga Veiði-
málastofnunar (nú Hafró) um friðun
svæða fyrir eldi laxfiska í sjókvíum
og í greinargerðinni var horft til þess
„hvort dýrmætir náttúrulegir stofn-
ar væru á svæðinu og hversu miklir
veiðihagsmunir væru til staðar“1), sjá
mynd.
Ár utan lokaðra svæða voru ekki
taldar í hættu, enda um að ræða ár
sem ekki höfðu náttúrulega laxa-
stofna eða þá að laxastofnarnir þóttu
hafa lítið verndargildi. Hér var því
markvisst verið að vernda erfðaefni
íslenska laxins.
En hver er þá munurinn
á laxá og laxeldisá?
Staðreyndin er sú að ár sem kall-
aðar eru laxveiðiár eru alls ekki alltaf
með náttúrulegan laxastofn, heldur
eru ár, sem gætu hentað til ræktunar
á laxi til stangveiða. Þetta eru gjarn-
an ár sem þykja fallegar og renna
gjarnan í fallegu landslagi og þar
sem gott væri að stunda stangveiði.
Með því móti eru búnar til aðstæður
fyrir veiðiáhugamenn og laxabændur
til að selja veiðileyfi og stunda ferða-
þjónustu. Hér er því um að ræða
eldisár – laxeldisár.
Breiðdalsá er gott dæmi um slíka á
og sem hefur engan náttúrlegan
laxastofn. Áin er dæmigerð á fyrir
Austfirði, dragá sem er köld og nær-
ingarsnauð með miklum rennslis-
sveiflum. Breiðdalsá var að stórum
hluta ólaxgeng frá náttúrunnar
hendi þar til ákveðið var að byggja í
henni laxastiga og ryðja þar með úr
vegi náttúrulegri hindrun, fossinum
Beljanda. Slíkar framkvæmdir eru
ekki nýjar af nálinni og hafa verið
stundaðar lengi, bæði í ám sem hafa
náttúrulega laxastofna og eins hinum
sem aldrei hafa haft náttúrlegan
laxastofn. Hér var því markvisst búin
til laxveiðiá. Þessu er ágætlega lýst í
skýrslum sérfræðinga hjá Hafró (áð-
ur Veiðimálastofnun) sem lögðu m.a.
til að breytingar yrðu gerðar á Breið-
dalsá með flutningi á grjóti og möl
svo auka mætti lífslíkur sleppiseiða
og einnig útbúa svæði þar sem hent-
ugt væri að grafa hrogn í árfarveg-
inn.
En hafa slíkar framkvæmdir skil-
að árangri í Breiðdalsá? Þegar
skráðar seiðasleppingar í Breiðdalsá
eru skoðaðar kemur í ljós að gríðar-
legu magni af laxaseiðum er búið að
sleppa í ána frá því að sleppingar hóf-
ust eftir 1960. Fróðlegt er að skoða
markvissar seiðasleppingar á tíma-
bilinu 1997 til 2019, því þá kemur í
ljós að búið er að sleppa tveimur
milljónum, eitt þúsund og níuhundr-
uð laxaseiðum (2.001.900). Á sama
tíma hefur veiðst tíuþúsund níu-
hundruð fjörutíu og einn lax (10.941).
Þetta þýðir að endurheimtur eru rétt
um 1,1%, ef miðað er við að helm-
ingur fiska sem gengur í ána veiðist.
Þetta teljast lélegar heimtur sé mið-
að við 5% viðmið í áhættumati Hafró,
en það er líkan sem gert er til að spá
fyrir um fjölda eldislaxa sem gætu
gengið í laxár út frá stærð laxeldis.
Hvaða máli skiptir Breiðdalsá?
Í þeirri uppbyggingu sem á sér
stað í fiskeldi á Íslandi hefur verið
horft til þess að mikilvægar ár njóti
friðunar. Slíkt er gert með fyrr-
greindri auglýsingu landbúnaðar-
ráðherra.
Í dag er komin viðbót við þessa
friðun, sem er áhættumat Hafró, og
sem skal taka mið af mögulegri
erfðablöndun eldislax og villts lax2).
Þessi viðbót er í dag notuð til grund-
vallar leyfisveitingum fyrir laxeldi í
viðbót við burðarþol fjarða. En til að
áhættumat Hafró skili markmiði sínu
er lykilatriði að ekki sé verið að
tengja þá friðun þeim ám sem þegar
hafa verið metnar af sömu sérfræð-
ingum sem laxeldisár, með lítið sem
ekkert verndargildi.
Niðurstaðan er því sú að með því
að setja Breiðdalsá og aðrar sam-
bærilegar laxeldisár inn í áhættumat
Hafró er verið að gjaldfella áhættu-
matið og um leið að vinna gegn eðli-
legri uppbyggingu í atvinnuvegi sem
skiptir byggðir landsins miklu máli.
Það er kjarni málsins.
1) Sigurður Guðjónsson (2001). Greinargerð
um friðun svæða með ströndum landsins
fyrir eldi laxfiska í sjókvíum. Veiði-
málastofnun.
2) Ragnar Jóhannsson, Sigurður Guð-
jónsson, Agnar Steinarsson og Jón Hlöð-
ver Friðriksson (2017). Áhættumat vegna
mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa
og náttúrulegra laxastofna á Íslandi. HV
2017-027, ISSN 2298-9137.
Breiðdalsá – dæmi um tilbúna laxveiðiá
Eftir Þorleif
Eiríksson og
Þorleif Ágústsson
»Með því að setja
Breiðdalsá og aðrar
sambærilegar laxeldisár
inn í áhættumat Hafró
er verið að gjaldfella
áhættumatið.
Þorleifur
Eiríksson
Þorleifur Eiríksson er dýra-
fræðingur; Þorleifur Ágústsson
er fiskalífeðlisfræðingur.
the@rorum.is
Þorleifur
Ágústsson
Kort/Fiskistofa
Friðunarsvæðin við strönd Íslands merkt með rauðu þar sem eldi er bannað
til varnar villtum íslenskum laxi (Veiðimálastjóri 2004).
Almenningur
hefur nú þegar að-
gang að mjög hrað-
virku alneti og hef-
ur ekkert við meiri
gagnahraða að
gera. 5G mun taka
frá okkur störfin,
auka eftirlit með
okkur og það sem
er verst, skaða
heilsu okkar. 5G er
tæknimartröð framtíðarinnar.
5G er forsendan fyrir sjálf-
keyrandi bílum. Bílarnir fá þær
upplýsingar sem þeir þurfa um
umhverfi sitt nógu hratt til að
forðast árekstra. Með 5G biðja
tækin um gögn og fá þau í sömu
andrá. Við þekkjum snjallsíma
og snjallsjónvörp en eigum eftir
að fá snjallheimili, snjallverk-
smiðjur, snjallspítala og já
snjallborgir. Róbótar munu taka
við störfunum okkar í snjall-
verksmiðjum og vélmenni fram-
tíðarinnar eiga að geta fram-
kvæmt flóknar skurðaðgerðir
inni á snjallspítölum. Maður
spyr sig: ef fólk á meira og
minna að sitja heima í framtíð-
inni og þiggja ölmusu frá stjórn-
völdum, hver á þá að kaupa vör-
urnar sem róbótarnir framleiða?
Hér áður voru tækniframfar-
irnar til að auka afkastagetuna
og létta manninum störfin. Lyft-
ari þurfti mann til að keyra hann
en nú er framtíðin sem sagt
sjálfkeyrandi lyftari.
Á síðasta ári kvittaði Katrín
Jakobsdóttir forsætisráðherra
fyrir því að Ísland skyldi verða
hluti af best tengda 5G-svæði
heims og nokkur tilraunaverk-
efni eru komin á laggirnar. Við
Ráðhúsið og Höfðatorg eru t.d.
snjöll hjólastæði sem hægt er að
læsa með korti eða appi. Ef ein-
hver reynir að stela hjóli gefur
hjólastæðið frá sér viðvörunar-
hljóð og smellir mynd af viðkom-
andi. Viljum við að tortryggnin
þráðlausrar tækni. Þeir vitna til
dæmis í stærstu rannsóknina
sem gerð hefur verið (kostaði 25
milljónir dollara), niðurstöður
hennar voru að geislun undir
öryggismörkum olli tölfræðilega
marktækri aukningu á heila- og
hjartakrabbameini hjá til-
raunadýrunum. Þeir vitna í
varnaðarorð frá árinu 2016 (EU-
ROPA EM-EMF Guideline
2016) þar sem segir: „Það eru
sterkar sannanir fyrir því að
langtíma rafgeislun getur valdið
sjúkdómum eins og krabba-
meini, alzheimer og ófrjósemi.
Algeng einkenni hjá fólki sem er
mjög næmt fyrir rafgeislun er
höfuðverkur, einbeitingarerf-
iðleikar, svefnörðugleikar, þung-
lyndi, orkuskortur, síþreyta og
flensulík einkenni.“
Á netinu er að finna undir-
skriftasöfnun gegn 5G sem vert
er að kynna sér. Undirskrift-
irnar eru komnar yfir 100 þús-
und: „International appeal: Stop
5G on earth and in space“.
Ætlum við virkilega að fara ís-
lensku leiðina í þessu? Vinna
eitthvert kapphlaup, henda upp
5G og taka síðan afleiðingunum
af því, sem verða sennilega mjög
alvarlegar.
Heimildir:
Frétt á rúv 6.10. 2018: 5G: Þurfa ljósa-
staurarnir nýjan titil?
Frétt af https://www.actu-
environnement.com: Scientists warn
of potential serious health effects of
5G
gagnvart náung-
anum verði svo
mikil í framtíðinni
að hér verði allt
stútfullt af mynda-
vélum og minnstu
smáglæpir upp-
lýstir með þeim? Á
snjallheimilum
framtíðarinnar
verður hægt að
fylgjast með raf-
orkunotkun hvers
einasta heim-
ilistækis og hve-
nær þau eru í notkun með snjall-
rafmagnsmælum. Kannski
ágætt að það myndi fljótt upp-
götvast ef einhver væri að reyna
að rækta kannabis á heimili
sínu!
Helsta áhyggjuefnið er hins
vegar að við verðum stöðugt út-
sett fyrir rafgeislun sem verður
tífalt til hundraðfalt meiri en
þekkist í dag. 5G starfar á mun
hærri tíðni en gamla tæknin og
bylgjurnar ná skemmra og eiga
erfiðara með að komast í gegn-
um fast efni. Þetta þýðir að setja
þarf sendi á sennilega annan
hvern ljósastaur og upp á mörg
húsþök og eitthvað á það nú eftir
að kosta. Ætlar svo Vodafone að
vera með einn sendi, Síminn
annan og Nova síðan enn einn
sendinn eins og þekkist í gamla
kerfinu?
Á netinu er að finna bréf 231
vísindamanns og læknis frá 36
löndum frá árinu 2017 til Evr-
ópusambandsins: „Vísindamenn
vara við hugsanlegum alvar-
legum heilsufarsskaða af völd-
um 5G“ (Scientists warn of pot-
ential serious health effects of
5G). Vísindamennirnir skora á
Evrópusambandið að fresta
uppsetningu á 5G uns afleið-
ingar þess á mannfólk og um-
hverfi hafi að fullu verið rann-
sakaðar af vísindamönnum
óháðum hagsmunaöflunum. Vís-
indamennirnir fullyrða að fjöldi
rannsókna hafi með sannfær-
andi hætti staðfest skaðsemi
Hættan af 5G
Eftir Sölva
Jónsson
Sölvi Jónsson
» 5G þýðir tífalt
til hundraðfalt
meiri geislun á menn
og umhverfi og það
á að henda þessu
upp án nokkurra
sannana um
öryggi tækninnar.
Höfundur er félagsliði
og tónlistarmaður.
gaufi2@yahoo.co.uk
Framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins
bendir réttilega á að það
kreisti nú enginn fram
„tár úr steini“. Nefnir þá
staðreynd að fyrirtæki geti
illa staðið undir launa-
hækkunum komi til verk-
falla. Tiltekur bága stöðu
fyrirtækja á fjölmiðla-
markaði og birtir samn-
ingsboð sitt til starfs-
manna þeirra. Varla finnst
nokkur sem mælir því mót
að rekstrarumhverfi fjöl-
miðla sé þungt, erfitt og
krefjandi. Greinilegt er að
Halldór Benjamín hefur
orðið fyrir hugljómun í
sumar og er allt í einu far-
inn að velta því fyrir sér
hvort umbjóðendur hans,
fyrirtækin í landinu, geti
greitt þau laun sem hann
semur um fyrir þeirra
hönd.
Óþarfi er að nefna hvernig fyrirtækj-
unum gengur að standa undir öllu því er
þeim er ætlað en bent er á uppsagnir,
lokanir og gjaldþrot sem afleiðingar
þess að samkeppnishæfni fyrirtækjanna
er horfin. Halldór mætti líka velta því
fyrir sér hvort eftirgjöf við samninga-
borð á einum stað skapi ekki ýktari
kröfur við það næsta?
Verkalýðsfélög virðast miða sínar
kröfur við hag sinna minnstu bræðra en
SA við hag sinna stærstu meðlima. Á
sama tíma kalla samtökin eftir samstöðu
í eigin ranni en eru með innbyggt ójafn-
vægi sem gerir það að verkum að þeir
hinir stærri ráða för. Þeir sem kynna
sér það sjá það glögglega. Neyðarleg er
sú ráðstöfun að stofna síðan deild innan
samtakanna og kalla „litla Ísland“ sem
einhvers konar vettvang lítilla og með-
alstórra fyrirtækja. Það kallar fram
hláturtár sé litið til þess að á flesta
mælikvarða eru 95% allra fyrirtækja
landsins einmitt það, lítil og meðalstór.
Nær væri að samtökin mættu öllum sín-
um meðlimum á jafnréttisgrundvelli og
virtu hag þeirra til jafns.
Veik forysta SA
Forysta Samtaka at-
vinnulífsins er veik. Til for-
ystu velst fólk úr fámenn-
um hópi allra stærstu
fyrirtækjanna. Mest laun-
þegar án beinna hagsmuna
sem eigendur rekstrar og
yfirleitt ekki með neina
aðra hagsmuni en að ná
sem bestri útkomu fyrir sitt
fyrirtæki og síðan sjálfa
sig. Stoppa stutt við og inn
kemur „nýtt“ fólk úr sömu
átt. Öllu miðstýrt með upp-
stillingu. Hagsmunir stórs
hluta félagsmanna SA eru
fyrir borð bornir í hvert
sinn er samið er um kaup
og kjör. Stærri og stærri
hluti meðlima SA hefur
ekki bolmagn til standa
undir því sem samið er um,
verandi í harðri samkeppni,
ekki síst við innflutning.
Engu að síður vilja sam-
tökin hafa um allt að segja,
þiggja meðlimagjöld byggð á umfangi
rekstrar og þenja út starfsemina á
þann hátt að enga krónu má missa.
Hefur undirritaður sem meðlimur sam-
takanna haft þann eina hag af verunni
að hægt hefur verið að mæta á aðal-
fund og fá „frítt“ að borða í hádeginu.
Sem er auðvitað blekking, nær væri að
tala um dýrasta hádegisverð ársins.
Þau mál sem ég hef leitað til SA með
hafa einhvern veginn leyst sig sjálf án
þess að aðkoma samtakanna hafi skipt
nokkru eða bætt stöðu míns fyrirtækis.
Hygg ég að svo sé um marga aðra.
Mörg nýrri fyrirtæki sjá sér ekki hag í
því að vera innan SA, margir úr minni
stétt eru hættir og aðrir búa sig til
brottfarar. Erfitt er fyrir nokkurt lítið
eða meðalstórt fyrirtæki að réttlæta
fleiri hundruð þúsunda eða milljóna
greiðslur félagsgjalda inn í SA eins og
málum er háttað. Eigendur fyrirtækj-
anna fengju meira fyrir krónurnar með
niðurgreiðslu skulda en að kasta þeim í
tilgangsleysið í Borgartúni 35.
Að kreista fram tár
Eftir Steinþór
Jónsson
Steinþór Jónsson
» Forysta
Samtaka
atvinnulífsins er
veik. Til forystu
velst fólk úr fá-
mennum hópi
allra stærstu
fyrirtækjanna.
Höfundur rekur bakarí.
steinthorj@hotmail.com