Morgunblaðið - 06.11.2019, Qupperneq 24
MEISTARADEILDIN
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Alex Oxlade-Chamberlain tryggði
Evrópumeisturum Liverpool sigur
gegn Genk í E-riðli Meistaradeildar
Evrópu í knattspyrnu á Anfield í
gær er hann skoraði sigurmark
leiksins í upphafi síðari hálfleiks.
Leiknum lauk með 2:1-sigri Liv-
erpool, en Oxlade-Chamberlain,
sem er að koma til baka eftir erfið
krossbandsslit, hefur nú skorað
þrjú mörk í Meistaradeildinni á
þessari leiktíð í tveimur byrj-
unarliðsleikjum. Sigurinn var afar
þýðingarmikill fyrir Liverpool, sem
fer með sigrinum upp í efsta sæti
E-riðils með 9 stig.
Liverpool hefur ekki virkað sann-
færandi í riðlakeppninni til þessa og
Evrópumeistararnir voru langt frá
því að vera sannfærandi í leiknum í
gær. Eini leikurinn þar sem liðið
hefur litið ágætlega út var gegn
Genk í Belgíu þar sem Liverpool
vann öruggan 4:1-sigur og þar skor-
aði títtnefndur Oxlade-Chamberlain
tvö mörk. Þrátt fyrir það hefur liðið
unnið þrjá leiki og tapað einum,
sem er styrkleikamerki.
Þá ætti það að gefa stuðnings-
mönnum Liverpool góð fyrirheit um
framhaldið að liðið var ekki sann-
færandi í riðlakeppninni á síðustu
leiktíð heldur. Liverpool þurfti sig-
ur gegn Napoli í lokaleik riðla-
keppninnar til þess að fara áfram í
útsláttarkeppnina og þá var það Al-
isson Becker sem reyndist hetjan.
Hann varði meistaralega frá Arka-
diusz Milik á lokamínútum leiksins
og Liverpool fór alla leið í keppn-
inni.
Evrópumeistararnir eru með eins
stigs forskot á Napoli, sem gerði
1:1-jafntefli gegn Salzburg í Napoli.
Liverpool mætir Salzburg í næstu
umferð riðlakeppninnar og dugar
jafntefli í Austurríki til þess að
tryggja sig áfram í sextán liða úrslit
keppninnar.
Ótrúlegar endurkomur
Spennan í H-riðli er rafmögnuð
eftir úrslit gærdagsins. Alls voru
átta mörk skoruð á Stamford
Bridge í Lundúnum í leik Chelsea
og Ajax og þá fóru tvö rauð spjöld á
loft. Ajax komst í 4:1 í leiknum áður
en hollenska liðið missti tvo leik-
menn af velli um miðjan seinni hálf-
leikinn. Chelsea tókst að jafna met-
in og Cesar Azpilicueta hefði getað
tryggt Chelsea sigur en hann
brenndi af vítaspyrnu á 78. mínútu.
Chelsea, Ajax og Valencia, sem
vann 4:1-sigur gegn Lille á Spáni,
eru öll með 7 stig en spænska liðið
á eftir að mæta bæði Chelsea og
Ajax í síðustu tveimur umferðunum.
Þá vann Borussia Dortmund
ótrúlegan endurkomusigur gegn
Inter Mílanó í F-riðli á Signal Id-
una Park í Dortmund. Inter leiddi
2:0 í hálfleik en Dortmund skoraði
þrjú í seinni hálfleik og fagnaði dýr-
mætum sigri. Barcelona er með 8
stig, Dortmund er með 7 stig og
Inter kemur þar á eftir með 4 stig.
Ósannfærandi
Evrópumeistarar
Átta marka veisla á Stamford Bridge
AFP
Mark Alex Oxlade-Chamberlain heldur áfram að skora í Meistaradeildinni.
24 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2019
Ítalinn Fabio Grosso, sem varð
heimsmeistari með Ítölum á HM
2006 og skoraði sigurmarkið í víta-
spyrnukeppni í úrslitaleiknum
gegn Frökkum, var í gær ráðinn
þjálfari ítalska A-deildarliðsins
Brescia. Grosso þjálfaði ítalska lið-
ið Verona en var rekinn frá störfum
í fyrra. Hann tekur við af Eugenio
Corini sem var látinn taka pokann
sinn eftir tap Brescia gegn Verona
um síðustu helgi. Grosso á erfitt
verk fyrir höndum en Brescia er í
fallsæti, situr í næstneðsta sæti með
aðeins sjö stig eftir tíu leiki.
HM-stjarna í
þjálfarastólinn
Ljósmynd/Juventus
Þjálfari Fabio Grosso er tekinn við
liði Brescia í ítölsku A-deildinni.
Kristín Þorleifsdóttir er óvænt á
leið á heimsmeistaramótið í hand-
bolta í Japan í lok þessa mánaðar.
Hún var kölluð inn í sænska lands-
liðshópinn eftir að fyrirliðinn Sab-
ina Jacobsen meiddist. Kristín er
dóttir Sigrúnar Andrésdóttur og
Þorleifs Sigurjónssonar. Hún býr í
Höör á Skáni og spilar hjá liði sem
ber nafn bæjarins. Frammistaða
hennar í vetur varð til þess að
landsliðsþjálfari Svía, Henrik Sign-
ell, valdi þessa 21 árs gömlu vinstri-
skyttu í 18 manna HM-hóp sinn. Sjá
viðtal við Kristínu á mbl.is/sport.
Kristín í sænska
landsliðið
Ljósmynd/@h65_dam
HM Kristín Þorleifsdóttir er á leið á
HM í Japan með Svíum.
Meistaradeild Evrópu
E-RIÐILL:
Liverpool – Genk ......................................2:1
Georginio Wijnaldum 14,. Alex Oxlade-
Chamberlain 53. - Mbwana Samata 41.
Napoli – Salzburg.....................................1:1
Hirving Lozano 44. - Erling Braut Håland
11. (víti).
Staðan:
Liverpool 4 3 0 1 10:7 9
Napoli 4 2 2 0 6:3 8
Salzburg 4 1 1 2 12:10 4
Genk 4 0 1 3 4:12 1
F-RIÐILL:
Barcelona – Slavia Prag..........................0:0
Dortmund – Inter .....................................3:2
Achraf Hakimi 51., 77. Julian Brandt 64. -
Lautaro Martínez 5., Matias Vecino 40.
Staðan:
Barcelona 4 2 2 0 4:2 8
Bor. Dortmund 4 2 1 1 5:4 7
Inter Mílanó 4 1 1 2 6:6 4
Slavia Prag 4 0 2 2 2:5 2
G-RIÐILL:
Zenit Petersburg – Leipzig.....................0:2
Diego Demme 45., Marcel Sabitzer 63.
Lyon – Benfica ..........................................3:1
Joachim Andersen 4., Memphis Depay 33.,
Betrand Traoré 89., Haris Seferovic 76.
Staðan:
RB Leipzig 4 3 0 1 6:4 9
Lyon 4 2 1 1 7:4 7
Zenit 4 1 1 2 5:6 4
Benfica 4 1 0 3 5:9 3
H-RIÐILL:Chelsea – Ajax .......................4:4
Jorginho 5. (víti), 71. (víti), Cesar Azpili-
cueta 63., Reece James 74. - Sjálfsmark 2.,
Quincy Promes 20., sjálfsmark 35., Donny
van de Beek 55.
Rautt spjald: Daley Blind 68., Joel Vettman
69. (Ajax).
Valencia – Lille .........................................4:1
Daniel Parejo 66. (víti), sjálfsmark 82., Ge-
offrey Kondogbia 84., Ferran Torres 90. -
Victor Osimhen 25.
Staðan:
Ajax 4 2 1 1 10:5 7
Chelsea 4 2 1 1 7:6 7
Valencia 4 2 1 1 6:5 7
Lille 4 0 1 3 3:10 1
Svíþjóð
Alingsås – Kristianstad .......................29:28
Aron Dagur Pálsson skoraði ekki fyrir
Alingsås.
Teitur Örn Einarsson skoraði 4 mörk
fyrir Kristianstad en Ólafur Guðmundsson
var ekki í leikmannahópi liðsins.
Ungverjaland
Pick Szeged – Gyöngyösi ....................31:28
Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði 1
mark fyrir Pick Szeged.
NBA-deildin
Washington – Detroit......................... 115:99
Minnesota – Milwaukee ................... 106:134
Brooklyn – New Orleans ................. 135:125
Phoenix – Philadelphia .................... 114:109
Memphis – Houston ......................... 100:107
Golden State – Portland .................. 127:118
Hildur Þóra Hákonardóttir, Linda Líf Boama og Karen
María Sigurgeirsdóttir voru á skotskónum fyrir U19 ára
landslið Íslands í knattspyrnu þegar það mætti Svíþjóð í
vináttulandsleik í Fífunni í Kópavogi í gær. Leiknum
lauk með 3:0-sigri íslenska liðsins en öll mörk leiksins
komu í fyrri hálfleik.
Hildur Þóra kom íslenska liðinu yfir strax á 16. mínútu
með föstum skalla úr markteignum eftir hornspyrnu
Evu Rutar Ásþórsdóttur. Linda Líf Boama tvöfaldaði
forystu íslenska liðsins á 25. mínútu eftir frábæra
stungusendingu Clöru Sigurðardóttur. Karen María
Sigurgeirsdóttir skoraði svo þriðja mark íslenska liðsins
á 35. mínútu með föstu skoti frá vítateigshorninu en bolt-
inn fór yfir markmann Svía og í netið. Liðin mætast á
nýjan leik í Egilshöllinni á morgun og hefst sá leikur
klukkan 19.15. bjarnih@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Öruggar Stelpurnar í U19 ára landsliði Íslands voru ekki í miklum vandræðum gegn jafnöldrum sínum frá Svíþjóð.
Öruggt hjá stelpunum gegn Svíum
Kristianstad tapaði sínum fjórða
leik á tímabilinu þegar liðið heim-
sótti Alingsås í sænsku úrvalsdeild-
inni í handknattleik í gær. Leiknum
lauk með eins marks sigri Alingsås,
29:28, en staðan í hálfleik var 17:15,
Kristianstad í vil.
Aron Dagur Pálsson komst ekki
á blað hjá Alingsås en Teitur Örn
Einarsson átti fínan leik fyrir
Kristianstad og skoraði fjögur
mörk. Ólafur Andrés Guðmundsson
var ekki í leikmannahópi Kristians-
tad sem er í sjötta sæti deildarinnar
með 12 stig en Alingsås er á toppn-
um með 18 stig. bjarnih@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnúss
Markheppinn Teitur Örn Einarsson
skoraði fjögur mörk gegn Alingsås.
Vandræði
Kristianstad
halda áfram
HANDKNATTLEIKUR
Coca Cola bikar kvenna, 16-liða úrslit:
TM-höllin: Stjarnan – Fram.................19.30
Kórinn: HK – Afturelding ....................19.30
Hleðsluhöllin: Selfoss – KA/Þór...........19.30
Fylkishöll: Fylkir – Fjölnir ..................19.30
Austurberg: ÍR – Grótta............................20
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Dominons-deildin:
Borgarnes: Skallagrímur – Breiðablik19.15
Mustad-höllin: Grindavík – Keflavík ...19.15
Ásvellir: Haukar – Valur ......................19.15
Í KVÖLD!
Nær öruggt er að Ungverjar
munu spila án leikstjórnandans
snjalla Mates Lekais í úrslita-
keppni Evrópumóts landsliða í
janúar. Lekai, sem er fyrirliði
ungverska liðsins Veszprém,
meiddist illa á hné og verður frá
keppni næstu mánuðina en hann
er einn af lykilmönnum ungverska
landsliðsins.
Ungverjar leika í riðli með Ís-
lendingum, Dönum og Rússum á
EM og verður riðillinn spilaður í
Malmö í Svíþjóð.
Mikið áfall
fyrir Ungverja