Morgunblaðið - 06.11.2019, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2019
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
Kæli- & frystiklefar
í öllum stærðum
Íhvert sinn þegar sól hækkar álofti og sumarið yljar vetrar-köldu Nunavut-héraði ínorðurhluta Kanada flýgur
konan unga sem segir söguna þang-
að norðureftir eins og gæsirnar,
nirliit eins og þær heita á máli
heimamanna. Nirliit er fyrsta skáld-
saga Léveillé-Trudel sem er
frönskumælandi Québec-búi og
byggir söguna á eigin reynslu en
sjálf sinnti hún í nokkur sumur
fræðslustarfi meðal ungra frum-
byggja Nunavut.
Margskonar félagsleg vandamál
hafa mótað samfélagið í Nunavut
þar sem íbúar treysta iðulega á
styrki frá stjórnvöldum en farand-
verkamenn á borð við konuna ungu
sem segir frá koma fljúgandi að
sunnan og starfa við hvers kyns
uppbyggingu og umsjón mála. Stétt-
skipting milli heimamanna og að-
komufólks birtist ljóslega í sögunni,
þar sem hvíta fólkið að sunnan
(„Hin svörtu eru líka hin hvítu. Allir
sem ekki eru inúítar verða hvítir hér
svona norðarlega.“ (15)) horfir iðu-
lega niður á heimamenn sem því
þykja hysknir og til vandræða. En
sögumaður leggur áherslu á að hún
sé öðruvísi, sé full samkenndar og
vinur heimamanna, segir: „Það er til
fólk sem kemur norður ekki bara til
að græða peninga. Ég elska þetta
hérna. Ég elska börnin, fólkið,
tungumálið, hundana, landslagið,
miðnætursólina, norðurljósin, hrein-
dýrin, freðmýrina, fjöllin, göngu-
ferðirnar …“ (64)
Sögumaður tengist samfélaginu
sterkum böndum en reynir ekkert
að fegra vanda-
málin, sem eru
margvísleg. Bók-
in skiptist í tvo
hluta. Í þeim
fyrri er í ljóð-
rænni fyrstu per-
sónu frásögn
byggð upp trú-
verðug mynd af
samfélaginu í einu byggðarlagi
frumbyggjanna og er látin vinkona
sögumanns, Eva að nafni, ávörpuð
ítrekað en sú hafði verið myrt af ást-
manni sínum og líkinu sökkt í hafið.
Í seinni hluta bókarinnar er skipt
yfir í beinskeyttari þriðju persónu
frásögn og sagt frá Elijah, syni
hinnar myrtu, unnustu hans og
sambandsraunum þeirra. Við sögu
koma farandverkamenn sem vilja
gjarnan lenda í ævintýrum með
ungum heimastúlkum og skapast við
það dramatískur núningur milli
manna.
Höfundur gerir vel í að nota frá-
sagnir af þeim mæðginum, lífi
þeirra og dauða, til að knýja söguna
áfram. Á sama tíma er byggð upp
bæði athyglisverð og trúverðug
mynd af samfélagi frumbyggja Kan-
ada í dag; samfélagi með marg-
brotnu mannlífi og erfiðum félags-
legum átökum og vandamálum. Þá
er skotið inn vel lukkuðum hliðar-
sögum, eins og af Tayara sem er
svalur rappari í heimabænum og
ferðast suður til stórborgarinnar
Montréal þar sem hann hyggst slá í
gegn. Það er ekki ferð til fjár og
Tayara brjóstumkennanlegur í frá-
sögn sem samt er hlýleg, enda má
alltaf finna fyrir væntumþykju
sögumanns fyrir fólkinu og sam-
félaginu í textanum.
Þýðingin, sem er úr frönsku,
rennur lipurlega en á nokkrum stöð-
um er setningum og orðum sem eru
á ensku í frumútgáfunni haldið ská-
letruðum með þeim hætti þar sem
betur hefði farið að þýða það einnig
á íslensku. En Nirliit er áhugaverð
og vel skrifuð saga sem bregður upp
mynd af samfélagi inúíta í Kanada
sem lesendur hafa gott af að kynn-
ast.
Af ástum og ótímabærum
dauða í samfélagi frumbyggja
Skáldsaga
Nirliit bbbbn
Eftir Juliönu Léveillé-Trudel.
Jóhanna Björk Guðjónsdóttir
íslenskaði.
Dimma, 2019. Kilja, 172 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
Ljósmynd/Alain Léveillé
Höfundurinn Juliana Léveillé-Trudel byggir frásögina á reynslu frá þeim
tíma er hún starfaði með ungmennum í samfélagi frumbyggja í Nunavut.
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Sólarhringl heitir ný bók Huldars
Breiðfjörð sem Bjartur gefur út. Á
kápu bókarinnar segir að í bókinni
skoði Huldar samband Íslendings-
ins við heimkynni sín og má til
sanns vegar færa, enda hefst bókin
þar sem hann ræðir upplifun sína
og fyrstu kynni af skammdegi.
Við fylgjumst svo með Huldari
þar sem hann hefst handa við heim-
ildarmynd um skammdegið, veltir
meðal annars fyrir sér hvar á land-
inu skammdegið vari lengst, hvar
finna megi forsælubæi Íslands
(kemur meðal annars fram að
skemmstur sólargangur sé í Höfða-
brekku á Grenivík), hvaða áhrif sól-
arleysið hafi á fólkið á þeim bæjum
og eins hvaða áhrif það hafi á sálar-
líf Íslendinga almennt.
Þegar á líður bókina leggur
Huldar upp í puttaferðalag snemma
vors, leggur af stað í hringferð með
það eitt að markmiði að sitja í hjá
sem flestum, spjalla við ökumenn
og aðra farþega og vinna úr þeim
samtölum. Lesandi sér fljótt að þótt
þessar frásagnir virðist ólíkar á
yfirborðinu þá skarast þær að
miklu leyti, því áhrif náttúru og
umhverfis skína alltaf í gegn.
Þegar ég ber þessa greiningu
mína á bókinni undir höfundinn
tekur Huldar henni ekki illa og
svarar því til að þegar hann hafi
verið að ganga frá bókinni hafi
hann einmitt velt því fyrir sér
hvaða gegnumþræðir væru í henni
„og það eru einmitt dagur og nótt
og veður og sól, þess vegna endaði
ég á þessum titli. Ég var svolítið
lengi að ná utan um þetta, en það
er algerlega þannig að öllum þess-
um textum var ætlað að tala saman.
Aðra texta tók ég út, fannst þeir
ekki eiga heima þarna, því mér var
umhugað um að frásögnin myndi
mynda heild.
Ég var búinn að vera markvisst
með þetta verkefni í gangi í tvö ár
og kláraði bókina núna í haust. Það
var mjög gaman að skrifa hana, því
hún varð á einhvern hátt eins konar
lífsstíll, það varð einhvern veginn
bókin sem henti mér úr þessum
skammdegisrannsóknum og í putta-
ferðalagið og svo í ferðina norður –
hún ýtti mér alltaf á milli umfjöll-
unarefna.
Ég hef aldrei áður skrifað bók
sem hefur ráðið svona miklu í
ferlinu. Yfirleitt hef ég farið í ferða-
lag og komið til baka með dag-
bækur og vitað hvað ég var að fara
að gera, en þetta varð frekar ófyr-
irsjáanlegt þótt ég hafi reynt að
halda mig nálægt þemarann-
sóknum. Að því leytinu til var rosa-
lega gaman að skrifa hana.
Ég vona að það komi í ljós í
puttaferðalaginu hvaðan ég er að
koma, ég þurfti á þessu að halda til
að keyra mig aftur inn í birtuna og
þykist vita að það sé eitthvað sem
margir kannast við á þessu landi.
Bókin verður mjög persónuleg en
ég er að vona að lesandinn geti nán-
ast skipt mér út fyrir sig, notað mig
sem eins konar avatar.“
Morgunblaðið/Hari
Skammdegi Huldar Breiðfjörð segist ekki áður hafa skrifað bók sem hafi tekið af honum völdin líkt og Sólarhringl gerði.
Inn í birtuna
Í Sólarhringli kannar Huldar Breið-
fjörð meðal annars upplifun Íslendinga
af skammdegi og áhrif þess á sálarlíf
Kvintett saxófónleikarans Sigurðar
Flosasonar og gítarleikarans Hans
Olding kemur fram á tónleikum
Jazzklúbbsins Múlans á Björtu-
loftum í Hörpu í kvöld kl. 21.
„Sigurður og Hans hafa unnið sam-
an nokkur undanfarin ár. Þeir hafa
komið fram á tónleikum bæði hér á
landi og í Svíþjóð og hafa auk þess
sent frá sér plötu með eigin útsetn-
ingum af brasilískri tónlist,“ segir í
tilkynningu. Með þeim leika Nils
Janson á trompett, Þorgrímur Jóns-
son á bassa og Einar Scheving á
trommur.
Kvintett leikur hjá
Múlanum í kvöld
Félagar Sigurður og Hans Olding.
Endurminningaleikhúsið nefnist
tilraunaverkefni sem unnið er í
samstarfi við Félag aldraðra í Mos-
fellsbæ og Félagsstarf aldraðra í
Mosfellsbæ undir handleiðslu And-
reu Katrínar Guðmundsdóttur,
leikkonu og leikstjóra, sem sérhæft
hefur sig í samfélagsleiklist.
„Markmið verkefnisins er að
skapa vettvang fyrir eldri borgara
til að deila endurminningum sínum,
stuðla að nýsköpun í félagsstarfi
aldraðra og rjúfa félagslega ein-
angrun þessa samfélagshóps.
Fyrirmyndin að verkefninu kemur
frá enska leikhópnum Age Ex-
change í London sem frá 1983 hef-
ur unnið að leiksýningum byggðum
á endurminningum aldraðra,“ segir
í tilkynningu. Leiksýning, sem er
afrakstur vinnu síðustu vikna,
verður sýnd í samkomusalnum í
Eirhömrum í Mosfellsbæ á morgun
kl. 20. Aðgangur er ókeypis.
Endurminningaleikhúsið sýnir