Morgunblaðið - 13.11.2019, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 13.11.2019, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 3. N Ó V E M B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  267. tölublað  107. árgangur  TENGSLALEYSI MILLI MÓÐUR OG BARNS SEGJA PLAY TILBÚIÐ TIL FLUGS ÆTLAR SÉR Á ÞRIÐJA STÓRMÓTIÐ VIÐSKIPTAMOGGINN ARON EINAR GUNNARSSON 26-27GLÆPASAGA 28 A ct av is 9 1 1 0 1 3 Omeprazol Actavis 20mg, 14 og 28 stk. Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og auka- verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is Grisjun í Haukdalsskógi í Biskupstungum sem unnið er að þessa dagana mun skila minnst 800 rúmmetrum af timbri. Stórvirk vinnuvél er notuð við verkið sem geng- ur því greiðlega fyrir sig, nú í mildu haustveðrinu. „Skógarnir eru auðlind sem skilar okkur sífellt meiri afurðum,“ segir Trausti Jóhannsson, skógarvörður á Suðurlandi, í samtali við Morgunblaðið. Grisjunarviðurinn sem nú fellur til í Haukadal er að stórum hluta rauðgreni og stafafura sem nýtast mun sem eldiviður í ofnum járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga. „Vissulega fara ekki allir trjábolirnir í iðnvið. Talsvert nýtist til dæmis í fiskihjalla og girðing- arstaura og eitthvað er smíðaviður. Almennt talað er mjög ánægjulegt að sjá núna hvaða verðmæti skóg- urinn skapar og þó erum við aðeins á fyrstu metrunum þar,“ segir Trausti. Víða um landið eru, að sögn Trausta, skógarreitir sem nú þurfi að grisja. Í því sam- bandi tiltekur hann bændaskóga sem gróðursett var til fyrir um aldarfjórðungi. Í þeim lundum séu sprottin stæðileg tré sem þurfi að fella en þannig geti þau líka skapað og skilað miklum verðmætum rétt eins og til var sáð í upphafi. »10 Auðlindin skapar mikil verðmæti Ljósmyndir/Hreinn Óskarsson Furan og grenið grisjað í Haukadalsskógi í Biskupstungum Baldur Arnarson baldura@mbl.is Endurræsingu þriðja kerskálans í álverinu í Straumsvík er lokið tölu- vert á undan áætlun en þegar hún hófst í september var rætt um að hún gæti tekið nokkra mánuði. Bjarni Már Gylfason, upplýsinga- fulltrúi Rio Tinto á Íslandi, segir enduræsinguna hafa gengið vonum framar og hraðar en áætlað var. Fram kom í ársuppgjöri Rio Tinto Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar stefnir í 0,2% sam- drátt í ár vegna minni innlendrar eftirspurnar og útflutnings. Jón Bjarki Bentsson, aðalhag- fræðingur Íslandsbanka, segir endurræsingu þriðja kerskálans ekki munu hafa mikil áhrif á hag- vaxtartölur. Hins vegar hafi mögu- legum neikvæðum áhrifum vegna langvarandi röskunar á framleiðslu verið afstýrt. Með því verði óbein áhrif á þjónustufyrirtæki minni en ella. Langstærsti hluti virðisaukans af álframleiðslu hér falli til í launum og þjónustu- og raforkukaupum. Ingólfur Bender, aðalhagfræðing- ur Samtaka iðnaðarins, segir að með endurræsingu þriðja kerskálans verði meiri framleiðsla í hagkerfinu síðustu vikur ársins en ella. Það muni birtast í hagvexti. Við þetta bætist síðan áform flugfélagsins Play um að hefja flug til Evrópu. Álverið er komið á fullt  Endurræsingu þriðja kerskálans í Straumsvík er lokið töluvert á undan áætlun  Aðalhagfræðingur SI segir endurræsinguna og nýtt flugfélag auka framleiðslu MGangsett vel á undan … »4 að vegna óhappsins myndi fram- leiðslan í Straumsvík dragast saman um 21 þúsund tonn í ár. Til saman- burðar var framleiðslugetan áætluð 213 þúsund tonn í ár. Stóðu við allar skuldbindingar Bjarni Már segir álverið hafa af- greitt allar pantanir síðan óhappið kom upp. „Viðskiptavinir okkar hafa ekki fundið fyrir þessu og við höfum getað staðið við allar skuldbindingar gagnvart þeim,“ segir Bjarni Már.  Fyrirtækið Náttúra Yurtel hefur reist og innréttað tíu mongólsk yurt-tjöld á Kjóastöðum 3, miðja vegu milli Gullfoss og Geysis. Steinunn Guðbjörnsdóttir hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Explor- ing Iceland segir í samtali við ViðskiptaMoggann að tjöldin séu búin þeirri nýjung að vera öll með steypta undirstöðu og gólfhita, en yfirleitt eru yurt-tjöld hituð með kamínu. Tíu mongólsk tjöld reist á Suðurlandi  Fjögur manndráp voru framin á Íslandi árið 2017. Fyrir vikið er tíðni manndrápa hér í nýbirtum töl- um Eurostat sú sama og í stórum Evrópulöndum og mun hærri en til að mynda í Noregi. Tölur Eurostat eru fyrir árið 2017 og er miðað við fjölda skráðra manndrápa á hverja skráða 100 þúsund íbúa. Tíðni manndrápa á Ís- landi reyndist sú sama og í Slóven- íu, í Þýskalandi og á Írlandi. Alls voru manndráp 0,9 á hverja 100 þúsund íbúa hér árið 2017. Þau voru litlu fleiri í Danmörku og Sví- þjóð, 1,1, en í Finnlandi voru þau 1,3. Hlutfallið var hæst í Evrópu í Lettlandi þar sem 5,6 manndráp voru framin á hverja 100 þúsund íbúa. »4 Tíðni manndrápa hærri en í Noregi  Þrengingar og ný staðsetning á strætóskýli við Hagatorg í Vestur- bæ Reykjavíkur veldur því að strætó þarf nú að stoppa á aksturs- leið um hringtorgið til að hleypa farþegum inn og út úr vagninum. Að stöðva ökutæki á hringtorgi er, samkvæmt umferðarlögum, ekki heimilt. Borgin segir að ekki sé „um hefðbundið hringtorg að ræða“ og því verður strætóskýlið að óbreyttu ekki flutt annað. Aðalvarðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu segir lögreglu þurfa að skoða málið og koma ábendingum á fram- færi við Reykjavíkurborg. Sérfræð- ingur í umferðaröryggismálum segir borgina vera að brjóta lög og að hann eigi ekki von á öðru en að flytja þurfi skýlið á annan stað. »6 Hagatorg er sagt óhefðbundið og því ekki farið að lögum Vesturbær Torginu hefur verið breytt. Félög í eigu Samherja eru sögð hafa greitt háttsettum stjórnmála- og embættismönnum í Namibíu hundr- uð milljóna króna, jafnvel á annan milljarð, í þeim tilgangi að komast yfir eftirsóttan kvóta við strendur landsins. Var þetta fullyrt í frétta- skýringaþættinum Kveik í Ríkis- útvarpinu í gærkvöldi og á vef Stundarinnar. Umfjöllunin grund- vallast m.a. á miklum gagnaleka. „Það voru okkur mikil vonbrigði að komast að því að Jóhannes Stef- ánsson, fyrrverandi framkvæmda- stjóri og stjórnarmaður Samherja- félaganna í Namibíu, virðist hafa tekið þátt í gagnrýniverðum við- skiptaháttum og hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunna að vera ólögmæt,“ er haft eftir Þor- steini Má Baldvinssyni forstjóra í yf- irlýsingu Samherja í gærkvöldi. Málið er sagt til rannsóknar í Namibíu og fleiri löndum sem koma við sögu, meðal annars hjá héraðs- saksóknara á Íslandi. „Við munum taka þetta sem fram hefur komið í málinu til meðferðar,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari við Morgunblaðið, en Jóhannes mætti til skýrslutöku í gærmorgun. »2 Sakaðir um ólöglegar greiðslur  Vonbrigði, segir í yfirlýsingu Samherja

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.