Morgunblaðið - 13.11.2019, Side 2

Morgunblaðið - 13.11.2019, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2019 Dekkjaþjónusta Úrval fólksbíla- og jeppadekkja SAMEINUÐ GÆÐI Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 7.45-17.00, föstudaga kl. 7.45-16.00 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ákveðin atriði benda til þess að þarfagrein- ingu og öðrum undirbúningi innkaupa hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) sé ábótavant. Kom það fram í kynningu á skýrslu um út- tekt á starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu sem ráðgjafarsvið KPMG á Íslandi vann fyrir nokkur samtök þjónustuveitenda. „Það er ljóst, rétt eins og kom fram í niður- stöðu Ríkisendurskoðunar á síðasta ári, að kerfið hefur ekki virkað sem skyldi. Markmið laganna um hagkvæm og skilvirk innkaup hafa ekki gengið eftir,“ segir Svanbjörn Thoroddsen, stjórnarformaður KPMG á Ís- landi, sem kynnti skýrsluna á málþingi í gær. Hún var unnin fyrir Samtök fyrirtækja í vel- ferðarþjónustu, Læknafélag Reykjavíkur, Félag sjúkraþjálfara, Tannlæknafélag Ís- lands og Samtök heilbrigðisfyrirtækja. Fyrirkomulag innkaupa óskýrt Í gildi eru 265 samningar um þjónustu við fjölmarga aðila. Flestir eru rammasamning- ar, svo sem við sérfræðilækna, sjúkraþjálf- ara utan sjúkrahúsa og tannlækna. KPMG telur ekki hægt að lesa úr núverandi stöðu hvert SÍ stefna með fyrirkomulag innkaupa. Um helstu brotalamir er sagt að vinnu- brögð og fyrirkomulag innkaupa sé óskýrt, starfsumhverfi þjónustuveitenda ótryggt og óskýrt hlutverk og ábyrgð þeirra sem um véla af hálfu ríkisins. Rætt er um að tak- mörkuð fagþekking sé hjá Sjúktratrygging- um til að annast greiningar, gerð og eftirlit samninga. Svanbjörn tekur fram varðandi þetta atriði að því sé ekki haldið fram að starfsmenn SÍ hafi ekki þessa þekkingu held- ur hafi stofnunin ekki burði og nægan mann- skap til að sinna auknum verkefnum. Þá er það nefnt sem brotalöm að aðstöðumunur samningsaðila sé mikill. Segir Svanbjörn að þetta hafi leitt til gagnkvæms vantrausts í samskiptum milli þjónustuveitenda og Sjúktratrygginga. Breytingar framundan Svanbjörn segir að miðað við skýrslu Ríkisendurskoðunar og heilbrigðisstefnu til ársins 2030 megi reikna með að það fari að kveða við nýjan tón. „Enn hafa ekki orðið verulegar breytingar sem gefa skýra mynd af því hvert framhaldið verður. Ég tel mikil- vægt að unnið verði ötullega að því að útfæra hvernig ný heilbrigðisstefna mun koma fram í eiginlegum innkaupum. Eins og staðan er núna er mikil óvissa um það hvert stefnir og mikil ólga hjá þjónustuveitendum.“ Spurður um lausnir á vandanum segir hann að meginniðurstaða KPMG sé ábending um að huga þurfi miklu betur að undirbún- ingi innkaupa. Gera þurfi ítarlegri þarfa- og kostnaðargreiningar og kalla eftir forgangs- röðun heilbrigðisráðherra, þar sem það á við. Þá þurfi að ákveða hvaða leiðir eigi að fara, til dæmis hvort bjóða eigi þjónustu út eða leita eftir beinum samningum. Þurfi að vera eðlilegt samtal um þetta á milli aðila. Í skýrslunni er bent á nokkra möguleika í þeim efnum. Allt er þetta að hans sögn í samræmi við lög og nýja heilbrigðisstefnu. Ef þetta yrði gert sé líklegt að betri sátt náist á mark- aði. Jafnframt verði árangur innkaupa skil- virkari, hagkvæmari og skili meiri gæðum. Á málþinginu sögðu fulltrúar nokkurra þjónustuveitenda frá reynslu sinni og for- stjóri Sjúktratrygginga sagði frá sinni hlið og svaraði gagnrýni. „Ég vona að sú umræða sem þarna fór fram verði til þess að markvisst samtal hefjist um það á milli þjónustuveitenda og ríkisins hvernig eigi að breyta fyrirkomu- lagi innkaupa á heilbrigðisþjón- ustu til framtíðar,“ segir Svan- björn. Kerfið ekki virkað sem skyldi  Bent er á ýmsar brotalamir við gerð samninga Sjúktratrygginga við sjálfstæða þjónustuveitendur á heilbrigðissviði í skýrslu sem KPMG kynnti í gær  Huga þurfi mun betur að undirbúningi innkaupa Samskipti sjúkraþjálfara og Sjúkratrygg- inga Íslands (SÍ) eru í uppnámi. Sjúkra- tryggingar vinna að útboði á þjónust- unni. Sjúkraþjálfarar hafa nú sagt sig frá samningi og sumir hækkað gjaldskrá og lokað hefur verið á öll rafræn samskipti. Ætlast er til þess að þeir sem nýta þjón- ustuna greiði fullt verð, fái kvitt- un á pappír og sæki endur- greiðslu á kostnaði eða þeim hluta sem ríkið greiðir á skrif- stofu SÍ. Fólk hefur hins vegar fengið misvísandi svör þar. Einn skjólstæðingur sjúkraþjálf- ara kvaðst hafa fengið þau svör að stofnunin tæki aðeins við rafrænum kvittunum beint frá sjúkraþjálfurum. Fær kostnað ekki endurgreiddan SAMSKIPTI Í UPPNÁMI Svanbjörn Thoroddsen Helgi Bjarnason Freyr Bjarnason Félög í eigu Samherja eru sögð hafa greitt háttsettum stjórnmála- og embættismönnum í Namibíu hundr- uð milljóna króna í þeim tilgangi að komast yfir eftirsóttan kvóta við strendur landsins. Var þetta fullyrt í fréttaskýringaþættinum Kveik í Ríkisútvarpinu í gærkvöldi og á vef Stundarinnar. Á öðrum stað í um- fjölluninni er rætt um greiðslur upp á 1,4 milljarða í þessum tilgangi. Málið er sagt til rannsóknar í Nami- bíu og fleiri löndum sem koma við sögu, meðal annars hjá héraðssak- sóknara á Íslandi. Umfjöllun um viðskipti Samherja í Namibíu grundvallast á gögnum sem lekið var til Wikileaks og Kveikur hefur rannsakað í samstarfi við Al Jazeera-sjónvarpsstöðina og Stund- ina. Í gögnunum sem lekið var eru þúsundir skjala og tölvupóstsam- skipti starfsmanna Samherja. Meðal annars birti Wikileaks í gærkvöldi 30 þúsund skjöl frá Jóhannesi Stefáns- syni, fyrrverandi verkefnastjóra Samherja í Namibíu. Einnig var rætt við Jóhannes í þættinum og lýsti hann því hvernig staðið var að viðskiptunum sem hann tók beinan þátt í. Fram kemur í yfirlýsingu Sam- herja í fyrrakvöld að þegar stjórn- endur félagsins hafi orðið þess áskynja í ársbyrjun 2016 að ekki væri allt með felldu í rekstrinum í Namibíu hafi fyrrverandi rannsókn- arlögreglumaður hjá sérstökum sak- sóknara verið sendur til Namibíu. Eftir nokkurra mánaða vinnu hans hafi niðurstaðan orðið að segja um- ræddum starfsmanni [Jóhannesi Stefánssyni] upp störfum án tafar vegna óásættanlegrar framgöngu hans og hegðunar. Starfsmaðurinn fyrrverandi hafi samhliða, beint og ásamt samstarfsmönnum sínum, krafist hárra fjárhæða frá Samherja. Þá var tekið fram að Samherji hefði ráðið alþjóðlega lögmannsstofu til að rannsaka starfsemina í Namibíu. Hagnaði komið úr landi Að sögn fréttamiðlanna tveggja hefur Samherji hagnast verulega á starfseminni í Namibíu og notfært sér skattaskjól til að koma hagnaði úr landinu. Ekki hafi verið greiddir skattar í landinu. Fram kemur í miðlunum að einn þeirra sem þegið hafi greiðslur frá Samherja sé James Hatuikulipi, stjórnarformaður ríkisfyrirtækisins Fishcor, sem úthlutar kvóta til út- gerðarfélaga í landinu. Frændi James og tengdasonur sjávarútvegs- ráðherrans, Tamson „Fitty“ Ha- tuikulipi, er einnig sagður hafa feng- ið greitt. Þriðji maðurinn er núverandi dómsmálaráðherra Nami- bíu, Sacky Shangala, en hann var meðal annars eigandi að fyrirtæki sem fékk greitt frá Samherja. Fjórði maðurinn sem bendlaður er við mál- ið er Mike Nghipunya, forstjóri Fishcor. „Þetta er bara glæpastarfsemi, þetta er bara skipulögð glæpastarf- semi. Þeir eru að græða á auðlindum landsins, taka allan pening út úr landi til þess að fjárfesta annars staðar, þá í Evrópu eða Bandaríkj- unum,“ sagði Jóhannes í viðtali í Kveik um starfsemi Samherja og gekkst sjálfur við því að hafa brotið lög en fengið um það fyrirskipanir frá hærra settum mönnum. Til rannsóknar á Íslandi Namibíska stofnunin ACC, sem rannsakar spillingu, er með málið á sínu borði, auk efnahagsbrotadeildar lögreglunnar í landinu, að því er fram kom í miðlunum. Angar af mál- inu eru einnig til skoðunar í fleiri löndum, meðal annars hjá norsku efnahagsbrotadeildinni Ökokrim vegna mögulegs peningaþvættis inn- an samstæðu Samherja, svo og hjá héraðssaksóknara hér á landi. „Við munum taka þetta sem fram hefur komið í málinu til meðferðar,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðs- saksóknari við Morgunblaðið. Hann staðfestir að Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, hafi mætt í skýrslutöku hjá embættinu í gærmorgun. Viðskipti í Nami- bíu rannsökuð  Félög Samherja eru sögð hafa greitt háttsettum mönnum háar fjárhæðir til að komast yfir eftirsóttan kvóta í Namibíu Hafnarborg Mikil útgerð er frá Walvis Bay og þar hafa Samherji og fyr- irrennarar fyrirtækisins í Namibíu haft aðsetur. „Það voru okkur mikil vonbrigði að komast að því að Jóhannes Stefánsson, fyrr- verandi fram- kvæmdastjóri og stjórnarmaður Samherjafélag- anna í Namibíu, virðist hafa tekið þátt í gagnrýni- verðum viðskiptaháttum og hugsan- lega flækt Samherja í viðskipti sem kunna að vera ólögmæt.“ Þetta er haft eftir Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, í yfirlýsingu sem fyrirtækið birti eftir þátt Ríkisút- varpsins þar sem margvíslegar ásak- anir komu fram á hendur fyrir- tækinu. Fram kemur að Jóhannesi hafi ver- ið sagt upp störfum eftir að hann mis- fór með fé og hegðaði sér með ófor- svaranlegum hætti. Nú hafi hann viðurkennt að hafa tekið þátt í ólög- legri starfsemi á meðan hann stýrði dótturfélögum Samherja í Namibíu. „Þar til nýlega höfðum við enga vitneskju um umfang og eðli þeirra viðskiptahátta sem Jóhannes stund- aði og óvíst er hvort þeir hafi verið raunverulega með þeim hætti sem hann lýsir,“ segir þar og jafnframt að niðurstöður rannsóknar sem fyrir- tækið lætur gera verði birtar. Lýsir fyrirtækið því yfir að það muni starfa með stjórnvöldum ef starfsemin verði rannsökuð. „Okkur er illa brugðið. Ekki ein- ungis við það að Jóhannes staðhæfi að hann hafi tekið þátt í starfsemi af því tagi sem hann lýsir, heldur ekki síður að hann skuli einnig beina ásökunum sínum að fyrrverandi samstarfsfólki sínu hjá Samherja. Þetta eru ekki vinnubrögð sem við könnumst við,“ er ennfremur haft eftir Þorsteini Má. Kannast ekki við vinnubrögðin  Samherji lýsir yfir vonbrigðum Þorsteinn Már Baldvinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.