Morgunblaðið - 13.11.2019, Page 6

Morgunblaðið - 13.11.2019, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2019 EKKIMISSAAF SÝNINGUÁRSINS Allra síðustu sýningar komnar í sölu 6 Grímuverðlaun borgarleikhus.is Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Frú Lauga hefur þurft að ganga í gegnum sín vandamál eins og aðrir og nú er tímabært að einhver annar taki við boltanum,“ segir Elías Guð- mundsson, framkvæmdastjóri bændamarkaðarins Frú Laugu við Laugalæk. Eigendur Frú Laugu hafa ákveðið að selja verslunina. Á Facebook-síðu hennar segir að um skemmtilegt tækifæri sé að ræða fyrir matgæð- inga, samheldin hjón eða vini til að eignast eigin verslun. Elías rekur Fisherman á Suður- eyri og við Hagamel í Reykjavík. Hann segir að Björg Bergsveins- dóttir, einn af stofnendum og núver- andi eigandi Frú Laugu, sé með sér í rekstri Fisherman og þau ætli að ein- beita sér að þeim rekstri. „Verðið er mjög sanngjarnt. Þetta eru engar skýjaborgir,“ segir Elías þegar hann er spurður um verðmiðann á Frú Laugu. Rúm tíu ár eru síðan verslun Frú Laugu var opnuð. Naut hún strax mikilla vinsælda og passaði vel inn í andrúmsloftið í samfélaginu eftir efnahagshrunið. Þá horfðu margir inn á við og fögnuðu því að geta nálg- ast lífrænar vörur og gæðafram- leiðslu frá íslenskum bændum. Um skeið var Frú Lauga líka með versl- un í miðbæ Reykjavíkur og kaffihús í Listasafni Reykjavíkur. Frú Lauga er á lausu Morgunblaðið/Eggert Frú Lauga Hin vinsæla verslun við Laugalæk er til sölu. Verslunin hefur verið rekin við góðan orðstír frá sumrinu 2009. Verðið er sagt vera sanngjarnt.  Til sölu fyrir sanngjarnt verð Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Greint var frá framkvæmdum við Hagatorg í Vesturbæ Reykjavíkur í Morgunblaðinu 8. nóvember sl. Er meðal annars búið að þrengja akst- ursleið ökutækja um hringtorgið, koma fyrir gönguþverunum á tveim- ur stöðum og strætóskýli. Staðsetn- ing skýlisins, sem sjá má á meðfylgj- andi mynd, hefur vakið nokkra athygli, en það stendur á nýju hellu- lögðu plani sem teygir sig langt inn á gömlu akstursleiðina um torgið. Þetta veldur því að strætó þarf nú að stoppa á akstursleiðinni til að hleypa farþeg- um inn og út úr vagninum. Að sama skapi þarf sú umferð sem á eftir kem- ur einnig að stoppa. Að stöðva öku- tæki á hringtorgi er, samkvæmt um- ferðarlögum, ekki heimilt. Samkvæmt g-lið 1. mgr. 28. gr. um- ferðarlaga, nr. 50/1987, má eigi stöðva ökutæki eða leggja því á hringtorgi. Ekki verður séð að lögin geri ráð fyrir að heimilt sé að víkja frá umræddu ákvæði í því tilviki sem hér um ræðir. Morgunblaðið sendi Reykjavíkur- borg fyrirspurn sl. mánudag þar sem óskað var eftir skýringum á þessu og meðal annars spurt hvort til greina komi að færa strætóskýlið. Í svari borgarinnar, sem barst í gærkvöldi, segir að ekki sé „um hefðbundið hringtorg að ræða, Reykjavíkurborg í samráði við lögreglu er að skoða hvaða breytingar þarf mögulega að gera á umferðarmerkingum við Hagatorg til að staðfesta það“. Þá segir einnig í svari Reykjavík- urborgar að umrætt strætóskýli sé „staðsett með nýja gönguþverun, öryggi óvarinna vegfarenda og að- gengi þeirra í huga“. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu, hafði ekki heyrt af málinu þegar Morgunblaðið leitaði til hans. Sagði hann lögreglu þó þurfa að skoða málið og koma viðeigandi ábendingum á framfæri við Reykja- víkurborg. „Ég er dálítið hissa á því að heyra þetta, en þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða. Og eftir atvikum koma þeim ábendingum til borgar- innar að framfylgja þeim reglum sem við á,“ segir Árni. Óskiljanleg ákvörðun borgar Ólafur Kr. Guðmundsson, sérfræð- ingur í umferðaröryggismálum, segir ljóst að Reykjavíkurborg sé að brjóta lög með því að neyða strætó til þess að stoppa á akstursleið um hringtorg- ið. Segist hann ekki eiga von á öðru en að borgin verði að flytja skýlið á ann- an og betri stað. „Þeir eru að brjóta núgildandi um- ferðarlög með þessu, en þess utan er sú ákvörðun að láta strætó stoppa á miðju hringtorgi óskiljanleg, það er ekki eins og það vanti pláss þarna,“ segir hann og bendir á að vel væri hægt að hafa skýlið staðsett á Birki- mel, um 100 metra frá núverandi staðsetningu. Sá strætisvagn sem stoppar að óbreyttu á hringtorginu keyrir hvort eð er næst inn Birkimel. Þá segir Ólafur afar sérstakt að koma fyrir tveimur gönguþverunum við hringtorgið og beina þannig um- ferð gangandi fólks þar um. „Þetta hlýtur að vera einstakt á heimsvísu – gangbraut þvert yfir hringtorg. Ég hef bara aldrei séð neitt þessu líkt,“ segir hann. Er ekki „hefðbundið“ hringtorg  Ný staðsetning á strætóskýli við Hagatorg í Vesturbæ neyðir strætó til að stoppa á akstursleið um hringtorgið  Ekki heimilt samkvæmt lögum  Borgin segir torgið vera ólíkt öðrum hringtorgum Morgunblaðið/RAX Vandræðagangur Strætó þarf að stoppa á akstursleið um Hagatorg þvert á lög. Borgin vill þó ekki færa skýlið. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Laun félagsmanna í Rafiðnaðarsam- bandi Íslands (RSÍ) hafa hækkað á bilinu 3,8-6,0% á milli ára. Þetta má lesa út úr niðurstöðum kjarakönn- unar sem Gallup gerði í október þar sem spurt var um laun í september. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður RSÍ, segir að meðalhækk- un dagvinnu/grunnlauna hjá flestum sé 3,8% milli ára. Meðaltal mánaðar- launa nú var 621 þúsund en var 598 þúsund 2018. Meðaltal heildarlauna sama hóps var 774 þúsund nú en 758 þúsund 2018. Kristján segir að sam- anburður á milli ára sýni að mán- aðarlaun í dagvinnu í byggingariðn- aði hafi hækkað úr 507 þúsund 2018 í 539 þúsund eða 6,3%. Það er í raun tekjulægsti hópurinn, að hans sögn. Meðaltal launa í flokknum „fjar- skipti eða fjölmiðlun“ voru 622 þús- und fyrir ári en 652 þúsund nú sem samsvarar 4,8% hækkun. Kristján segir að skrifað hafi verið undir almenna samninginn í byrjun maí. Síðan þá hefur verið lokið við tíu kjarasamninga, m.a. við HS Orku, Norðurorku og Landsvirkjun. Eftir er að ljúka 14 samningum, m.a. við stóriðjufyrirtæki og mörg orkufyr- irtæki eins og RARIK, Landsnet, Orkuveitu Reykjavíkur og dóttur- fyrirtæki hennar, HS Veitur, Ísal, Alcoa, Norðurál og Elkem. „Meginþorri félagsmanna er samt kominn með endurnýjaðan samn- ing,“ sagði Kristján. Hann segir að samingarnir byggist allir á sömu meginreglum en einnig sé samið um breytingar á ýmsum ákvæðum kjarasamnings hvers vinnustaðar. Alls fengust 1.624 svör sem sam- svarar 34% þátttöku í könnuninni. Hækkun á bilinu 3,8-6,0% milli ára  Niðurstaða launakönnunar RSÍ birt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.