Morgunblaðið - 13.11.2019, Page 14
SVIÐSLJÓS
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Önnur umræða um fjárlögnæsta árs fór fram á Al-þingi í gær. Fram kom ífjölmiðlum í gær að tekjur
ríkisins lækka um 10,4 milljarða
króna og verður ríkissjóður rekinn
með halla í fyrsta sinn frá árinu
2012.
Samkvæmt tillögum meirihluta
fjárlaganefndar verður fjárveiting
til nýbyggingar Landspítalans 3.500
milljónum minni á næsta ári en gert
var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi.
Í nefndaráliti meirihluta fjár-
laganefndar er rakið að sjúkra-
húsþjónusta sé umfangsmesta mál-
efnasvið ríkisins og heildarútgjöld
þess séu áætluð 106 milljarðar króna
á næsta ári. Gert er ráð fyrir um
1,8% raunvexti útgjalda annað árið í
röð vegna lýðfræðilegrar þróunar,
til að mynda öldrunar þjóðarinnar.
Mikil hækkun útgjalda
Kveðst nefndin hafa skoðað sér-
staklega fjárhagsstöðu Landspít-
alans en framlög til sérhæfðrar
sjúkrahúsþjónustu hafi aukist um
tæpa 13 milljarða króna frá árinu
2017 eða um 14%.
„Ekki liggur fyrir nein einhlít
skýring á þessari útgjaldaþróun en
skýringa er m.a. að leita í aukinni
hjúkrunarþyngd á undanförnum ár-
um, m.a. vegna öldrunar þjóð-
arinnar. Íbúum eldri en 67 ára hefur
fjölgað um 7% frá árinu 2017 og með
því eykst heilbrigðiskostnaður veru-
lega. Þá hefur skortur á hjúkr-
unarrýmum og heimahjúkrun leitt
til þess að ekki er hægt að útskrifa
sjúklinga af Landspítalanum með
tilheyrandi kostnaði,“ segir í álitinu.
Segir að um árabil hafi reynst erfitt
að manna spítalann með hag-
kvæmum hætti. „Hefur spítalinn
farið í sérstök verkefni til þess að
hækka laun hjúkrunarfræðinga og
ljósmæðra gegn því að þær taki á sig
aukið starfshlutfall í vaktavinnu,“ en
viðræður milli ráðuneyta um end-
urmat á kostnaðarmati kjarasamn-
inga hafi enn ekki skilað niðurstöðu.
Í álitinu er rakið að fjárlaga-
nefnd hafi sérstaklega kannað
starfsmannakostnað Landspítalans
frá 2014-2018. Niðurstaðan er að
laun og annar starfsmannakostn-
aður hafi hækkað um 19,1 milljarð á
tímabilinu. Nemur hækkunin 55%
en á sama tíma hafi launavísitala
hækkað um 36%. Ársverkum hafi
fjölgað úr 3.733 í 4.290 eða um 15% á
tímabilinu. „Ef ársverkum hefði ekki
fjölgað er hlutfallsleg hækkun
starfsmannakostnaðar í samræmi
við þróun launavísitölunnar. Nefnd-
in telur mikilvægt að greina þró-
unina eftir einstökum starfsstéttum
og brýnt að heilbrigðisráðuneytið í
samvinnu við Landspítala skilgreini
þær lykilupplýsingar um fjárhag og
starfsemi spítalans sem nauðsyn-
legar eru til þess að geta betur
fylgst með útgjaldaþróun til að unnt
verði að bregðast tímanlega og fyrr
við breyttum aðstæðum,“ segir í áliti
meirihluta fjárlaganefndar.
Morgunblaðið reyndi í gær að
fá viðbrögð stjórnenda Landspít-
alans við þessum upplýsingum. Ekki
náðist í Pál Matthíasson forstjóra.
Betur verði fylgst með
útgjöldum Landspítala
Morgunblaðið/Golli
Landspítali Laun og starfsmannakostnaður hefur hækkað um 19 milljarða.
Niðurskurður og aukið álag
Fulltrúar minnihluta í fjárlaga-
nefnd hafa líka skilað áliti sínu á
frumvarpi til fjárlaga. Ágúst Ólafur
Ágústsson, þingmaður Samfylk-
ingar, bendir í sínu áliti á að ósamið
sé við þorra starfsfólks í heilbrigðis-
þjónustu.
„Aðhaldsaðgerðir í formi lægri
launabóta á árunum 2020-2022 munu
koma verst niður á heilbrigðis- og
velferðarþjónustunni sem þegar er
víða undirmönnuð. Að auki glíma
sjúkrahúsin enn við vanda vegna
vangreiddra launabóta í kjölfar
kjarasamninga frá árinu 2015 sem
hafa umtalsverð áhrif á reksturinn.
Óásættanlegt er að fjármagna eigi
kjarabætur til heilbrigðisstarfs-
manna með niðurskurði á þjónustu
og auknu álagi á starfsfólk,“ skrifar
Ágúst.
Í minnihlutaáliti Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, segir að ráðast
þurfi í átak til að efla mönnun og rekstur heilbrigðiskerfisins. „Bráða-
móttaka Landspítalans ræður ekki við það álag sem á henni hvílir. Við
þurfum að stórefla starfsemi hennar. Daglega dvelur þar fjöldi sjúklinga
sem ekki er hægt að vísa í viðeigandi úrræði vegna plássleysis eða mann-
eklu. Vandi á bráðamóttöku er þó aðeins alvarlegasta birtingarmynd þess
víðtæka vanda sem heilbrigðiskerfið glímir við. Það þarf að endurnýja
tækjabúnað, fjölga starfsmönnum, bæta húsnæði og auka þjónustu á öll-
um sviðum heilbrigðiskerfisins. Þá þarf að efla sjúkraflutninga til muna,“
segir Inga sem vill auka útgjöld til sjúkrahúsþjónustu um fimm milljarða
á næsta ári.
Vill fimm milljarða í viðbót
MINNIHLUTAÁLIT INGU SÆLAND
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ekki er langtsíðan þaðvirtist inn-
an seilingar að
tækist að þurrka
út mislinga en á
undanförnum
misserum hefur það markmið
fjarlægst á ný. Meðal ástæðna
fyrir þessu er tortryggni í
garð bólusetninga og trúar-
brögð.
Dauðsföllum af völdum
mislinga hefur fækkað um
80% frá aldamótum. Sjúkdóm-
urinn hefur hins vegar tekið
við sér á ný. Á fyrstu þremur
mánuðum þessa árs greindust
112 þúsund staðfest tilfelli af
mislingum í heiminum, 700%
fleiri en á sama tíma í fyrra.
Árið 2000 var lýst yfir því
að mislingum hefði verið út-
rýmt í Bandaríkjunum. Þar
hefur tilfellum fjölgað talsvert
og var talað um faraldur í
New York. Í október var síðan
greint frá því að tekist hefði
að stöðva útbreiðsluna þar,
þótt um leið kæmi fram að
fleiri hefðu sýkst af sjúk-
dómnum á þessu ári, en
nokkru sinni síðan 1992.
Halda Bandaríkin því þeirri
stöðu að sjúkdómnum hafi
verið útrýmt. Til þess að
missa hana þarf tiltekinn far-
aldur af sjúkdómnum að hafa
geisað í meira en ár.
Hins vegar hafa nokkur ríki
misst þessa stöðu. Bara á síð-
asta ári voru það Albanía,
Bretland, Grikkland, Tékk-
land, Vensúela og
Brasilía.
Í liðinni viku
birtust niður-
stöður rann-
sóknar, sem sýnir
að þegar börn fá
mislinga veikist ónæmiskerfi
þeirra. Samkvæmt rannsókn-
inni eyðir mislingaveiran mót-
efnum, sem orðið hafa til við
fyrri sýkingar, þurrkar í raun
út ónæmisminnið, eins og það
var orðað í fréttaskýringu í
Morgunblaðinu á fimmtudag.
Óvenjumörg smit hafa einn-
ig greinst hér á landi, nú síð-
ast í Reykjavík í júlí. Í febr-
úar smituðust sjö
einstaklingar hér á landi af
mislingum. Barst sjúkdóm-
urinn hingað með manni, sem
hafði smitast í útlöndum. Á
þessu ári hafa 5.500 manns
fæddir 2000 og fyrr fengið
bólusetningu við mislingum,
svokallaða MMR-sprautu, sem
einnig er við hettusótt og
rauðum hundum. 2018 kom
fram 98% barna undir aldr-
inum 18 mánaða hefðu fengið
MMR-sprautu.
Lítill hópur hefur dregið
þessar bólusetningar í efa.
Fjöldi rannsókna og kannana
hefur sýnt að rökin gegn þeim
standast ekki.
Mikilvægi bólusetninga fer
ekki á milli mála. Rannsóknin,
sem sýnir að mislingar þurrka
út ónæmisminni líkamans,
sýnir að meira er í húfi en áð-
ur var haldið.
Ný rannsókn sýnir
að sjúkdómurinn
þurrkar út ónæm-
isminni líkamans}
Mislingar og
bólusetningar
Spánn gekk ígegnum sínar
fjórðu kosningar á
fjórum árum um
síðustu helgi. Ekki
verður séð að losn-
að hafi um þráteflið
í spænskum stjórnmálum við
það. Sósíalistaflokkur Pedro
Sánchez forsætisráðherra hélt
sínu fylgi í kosningunum að
mestu en tapaði þó þremur
mönnum.
Í gær tilkynnti Sánchez að
hann hefði náð samkomulagi
við Podemos-flokkinn, sem
liggur lengst til vinstri, um að
þeir myndu standa saman að
stjórnarmyndunartilraun á
Spáni. Nýi samstarfsflokkurinn
tapaði 10 þingmönnum í kosn-
ingunum svo varla er hægt að
segja þessa niðurstöðu í takt
við úrslitin. Ekki síst vegna
þess að eftirminnilegustu um-
mæli Sánchezar í kosningabar-
áttuni voru þau „að hann myndi
aldrei sofa rólegur ef hann
neyddist til að hafa
þingmenn frá
Podemos með sér í
stjórn“.
En vandinn er sá
að þótt PP-
flokkurinn, hefð-
bundni stórflokkurinn hægra
megin, hafi bætt vel við sig í
þingmannafjölda núna er það
viðmiðun við erfið úrslit flokks-
ins að undanförnu. PP er enn
fjarri sinni fyrri stöðu. Nýr
flokkur, Vox, sem sjálfur kenn-
ir sig m.a. við jafnaðarmennsku
en fjölmiðlar segja hægri sinn-
aðan öfgaflokk, vann mjög á í
kosningunum og telst nú þriðji
stærsti flokkur Spánar. Ekki
verður það þó lesið út úr úrslit-
unum að þar birtist hávært
ákall um að fyrrnefndir flokkar
hægra megin við miðju myndi
nýja stjórn.
Stjórnmálaástandið er því
síst tryggara eftir enn einar
kosningar á Spáni og við bætist
sívaxandi ólga í Katalóníu.
Fjórðu þingkosn-
ingar á Spáni á
fjórum árum bættu
ekki stöðuna}
Kosningar leystu ekkert
U
m þessar mundir eru 30 ár liðin
frá falli Berlínarmúrsins. Múr-
inn var öðru fremur tákn um
mannvonsku og grimmd og í
raun birtingarmynd sósíalism-
ans. Með falli hans leið undir lok hug-
myndafræði sem haldið hafði þjóðum Austur-
Evrópu föngnum áratugum saman. Á sama
tíma blómstraði efnahagur flestra ríkja vestan
járntjaldsins. Íbúar Austur-Þýskalands, Ung-
verjalands, Tékklands, Póllands, Eystrasalts-
ríkjanna, Rúmeníu og fleiri landa fylgdust að
sjálfsögðu með þeirri þróun en fengu lítið að
gert. Með reglulegu millibili minntu stjórnar-
herrarnir í Kreml á hervald sitt og brutu alla
sjálfstæðistilburði á bak aftur með ofbeldi og
vopnavaldi. Berlín 1953, Búdapest 1956 og
Prag 1968.
Þessi tímamót kalla fram upprifjun af þessu
tagi. Á þeim árum sem liðin eru frá falli múrsins hafa
þjóðir Austur-Evrópu losnað úr fjötrum sovéska heims-
veldisins. Sovétríkin sjálf eru liðin undir lok. Margar
þessara þjóða hafa öðlast nýtt líf og blómstra í fjöl-
þjóðlegu samstarfi. Í mjög mörgum tilvikum búa þær nú
við sömu eða svipuð kjör og þjóðir Vestur-Evrópu. Íbú-
arnir ferðast frjálsir til annarra landa og fólk úr öðrum
ríkjum ferðast til þessara landa án takmarkana eða af-
skipta einræðisherranna.
Það er ótrúlegt að hugsa til þess að fyrir aðeins 30 ár-
um hafi íbúar á meginlandi Evrópu átt það á hættu að
vera teknir af lífi fyrir það eitt að ætla sér að
flytja á milli borgarhluta. Til eru óteljandi
heimildir um líf almennings undir stjórn al-
ræðisherranna sem stjórnuðu Austur-
Þýskalandi á þessum tíma, hvernig fylgst var
með fólki, hvernig nágrannar voru fengnir til
að njósna um og klaga hver annan, hvernig
ríkisvaldið stýrði allri neyslu og hegðun og
þannig mætti áfram telja.
Upprifjun þessa tíma er mikilvæg áminn-
ing um það að hugmyndafræði sósíalismans
verður aldrei haldið við öðruvísi en með her-
valdi og ofbeldi gagnvart almenningi. Fall
Berlínarmúrsins var mikilvægur viðburður í
sögunni og einhver hefði haldið að eftir hann
og hrun Sovétríkjanna nokkrum árum síðar
hefði sósíalisminn talist fullreyndur. Því mið-
ur höfum við þó yngri dæmi, t.d. í Venesúela.
Sósíalisminn hefur alltaf – og mun alltaf –
skerða frelsi einstaklinganna. Það ríki er ekki til þar sem
sósíalisminn hefur fært almenningi aukna hagsæld til
lengri tíma.
Enn er reynt að selja okkur hugmyndir um ágæti sósí-
alismans. Jafnvel þótt hugmyndafræðin sé sett í nýjan
búning og skreytt ýmsum mýtum um betra líf almenn-
ings þá vitum við sem er að hún virkar ekki. Þess vegna
megum við aldrei gefast upp í baráttunni fyrir auknu
frelsi og frjálsum mörkuðum. aslaugs@althingi.is
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Sósíalisminn er fullreyndur
Höfundur er dómsmálaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen