Morgunblaðið - 13.11.2019, Side 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2019
Nýlega birtist grein
um LED-væðingu
götulýsingar í Frétta-
blaðinu þar sem at-
hyglinni var nánast
eingöngu beint að
orkusparnaði og stýr-
ingum. Aftast í grein-
inni var vitnað í for-
mann umhverfis- og
mannvirkjasviðs Ak-
ureyrar þar sem hann
benti á að hægt væri
að fá „markvissari og sumir segja
betri lýsingu“ (leturbr. höf.) og „að
hægt sé að beina ljósinu beint niður
og þá verður minni ljósmengun“.
Á landinu öllu eru rúmlega 100
þúsund lampar í götu- og stígalýs-
ingu og búið er að skipta út innan
við 10% þeirra. Hlutfallslega er búið
að skipta út flestum lömpum á Ak-
ureyri en Reykjavík kemur þar fast
á eftir. Árborg, Garðabær, Hafn-
arfjörður, Kópavogur, Vest-
mannaeyjar og Ölfus eru byrjuð og
eru búin að gera áætlun um útskipt-
ingu lampa. Uppsett afl í götulýs-
ingu á landinu öllu er um 14 MW.
Nýjar hugmyndir um gróðurhús í
Ölfusi gera ráð fyrir 30 MW. Orku-
kostnaður vegna götulýsingar er um
840 milljónir á ári og gera má ráð
fyrir að viðhaldskostnaður sé svip-
aður. Með 70% sparnaði sem greið-
ist upp á 5-6 árum er hægt að lækka
þessar tölur um 1,1 milljarð á ári.
Kvikasilfurperan var bönnuð í
apríl árið 2015. Á þeim tíma voru
um 48% allrar götulýsingar kvika-
silfur. Flestar kvikasilfurperur end-
ast í 16 þúsund klst. eða í fjögur ár
áður en ljósstreymið fer niður fyrir
70%. Ólíkt öðrum per-
um þá deyr aldrei á
kvikasilfurperunni en
eftir því sem ljós-
streymið minnkar þá
eykst orkan og dæmi
er um að orkunotkun
geti tvöfaldast miðað
við uppgefið afl peru.
Enn eru að minnsta
kosti á bilinu 30 til 40
þúsund lampar með
kvikasilfurperu á land-
inu öllu sem eru að
verða ljóslausir.
Í nýlegum dæmum
við útskiptingu í LED þá sparast
um 70% orka í lægri staurunum
(Vesturbær Reykjavíkur, Háaleitis-
og Bústaðahverfi, Árborg, Ölfus) og
um 60% í hærri staurunum (hluti
Hringbrautar í Reykjavík). Í flest-
um tilfellum er birtan jafnmikil eða
meiri en áður, meiri þar sem hún
var ekki nógu mikil (Fossvogur,
Vesturbærinn) og jafnmikil og áður
á Hringbrautinni en ljósgæðin hafa
aukist verulega og ég hvet alla þá
sem tök hafa á að fara og skoða
hana og upplifa.
Að spara orku er sjálfgefið. Að
bæta stýringar er sjálfgefið vegna
þess hversu auðvelt er að kveikja,
slökkva og dimma LED-ljósgjafa.
Að auka ljósgæði ætti líka að vera
sjálfgefið en þar er víða pottur brot-
inn. Framleiðendur leggja ofur-
áherslu á orkunýtni og eftir því sem
ljósið er kaldara, þ.e. meira blátt, þá
er betri orkunýtni. Við endurnýjun
eigum við að huga að ljósdreifing-
unni, jafnleika, litarhitastigi, lit-
arendurgjöf, hlutfalli rauða litarins í
litarendurgjöfinni til að umhverfið
verði ekki grænleitt, ljósstyrknum
og ljósmengun. Hingað til hefur
nánast öll áherslan verið að lýsa upp
götur fyrir bílana og gangstéttar
meðfram götum fengið „aukaljósið“
sem lýsir út fyrir götuna. Eitt af
leiðarljósum Reykjavíkurborgar um
betri ljósvist er að lýsing skuli vera
að minnsta kosti jafnmikil eða meiri
en á aðliggjandi vegi og slík ákvörð-
un ein og sér breytir allri hugsun
við hönnun og setur auknar kröfur á
framleiðendur lampa.
Um næstu áramót taka ný lög um
lýsingu gildi í Frakklandi þar sem
meginmarkmiðið er að sporna gegn
ljósmengun og má þar nefna að há-
ar sektir liggja við því að nota ljós-
gjafa sem er kaldari en 3.000 K og
ef ljósinu er beint þannig að meira
en 5% ljósstreymis fara upp fyrir
75,5° frá láréttu https://
www.darksky.org/france-light-
pollution-law-2018/.
Kröfur eru um að LED-
ljósbúnaðar í götulýsingu lifi í a.m.k.
100.000 klst. eða í 25 ár miðað við
logtíma. Það þýðir að þegar sveitar-
félögin skipta um götulýsingu þá
„sitja þau uppi með hana“ næstu 25
árin. Við slíkar aðstæður er betra að
vanda til verka og horfa ekki bara í
sjálfgefinn orkusparnað og betri
stýringar þegar ráðist er í endur-
nýjun.
Ekki bara orkusparnaður
Eftir Guðjón Leif
Sigurðsson » Að spara orku er
sjálfgefið. Að bæta
stýringar er sjálfgefið
Að auka ljósgæði ætti
líka að vera sjálfgefið.
Guðjón Leifur
Sigurðsson
Höfundur er ljósvistarhönnuður
IALD.
gudjon@liska.is
Marta Guðjóns-
dóttir borgarfulltrúi í
Reykjavík lýsir eftir
afstöðu umhverfis-
verndarsamtaka til
áforma um frekari
mannvirkjagerð í El-
liðaárdal í grein sinni í
Morgunblaðinu hinn
7. nóvember sl. Mér
er ljúft og skylt að
bregðast við þessari
brýningu borgar-
fulltrúans.
Þess ber fyrst að geta að afstaða
Landverndar mótast ekki af flokks-
pólitískum sjónarmiðum eins og
borgarfulltrúinn virðist óttast. Öll
mál sem tekin eru til skoðunar hjá
Landvernd eru skoðuð frá sjónar-
horni náttúru- og umhverfis-
verndar. Þess ber einnig að geta að
samtökin hafa því miður ekki enn
bolmagn til að sinna öllum mikil-
vægum málum á sínum starfsvett-
vangi.
Vegna hvatningar borgarbúa
kynntu fulltrúar stjórnar Land-
verndar sér áformaðar deiliskipu-
lagsbreytingar á svæðinu norðan
Stekkjarbakka í Reykjavík með það
í huga að afla sér þekkingar og til
að leggja eigið mat á hver áhrif
þeirra gætu orðið. Í þessu sambandi
vöktu umsögn Umhverfisstofnunar
og svör borgaryfirvalda við alvar-
legum athugasemdum sem þar
komu fram sérstaka athygli og
áhyggjur. Stjórnin tók undir mörg
þau gagnrýnissjónarmið sem koma
fram í umsögn Umhverfisstofnunar
og taldi að þau ein hefðu átt að gefa
tilefni til að breyta áformum um
nýtt deiliskipulag.
Stjórn Landverndar telur að með
þeim breytingum sem áformaðar
eru sé verið að ganga á afar vinsælt
og skjólsælt útvistarsvæði með fjöl-
breyttu lífríki og
áhugaverðum menn-
ingarminjum. Græna
svæðið í Elliðaárdal
mun minnka auk þess
sem ásýnd svæðisins
verður manngerðari
með byggingum og
bílastæðum ef nýju
deiliskipulagi verður
fylgt með fram-
kvæmdum.
Landvernd hefur
skilning á þeim þeim
sjónarmiðum að stefnt
sé að grænni starfsemi á svæðinu,
en reynslan sýnir að fasteignir
ganga kaupum og sölum og erfitt er
að tryggja að hugmyndir um upp-
runalega starfsemi gangi eftir þeg-
ar fram líða stundir.
Landvernd telur að ekki séu fyrir
neinir almannahagsmunir sem kalla
á þær breytingar sem gerðar hafa
verið á deiliskipulaginu. Frekar
kalla almannahagsmunir á bætta
aðkomu að Elliðaárdal og frekari
trjárækt norðan við Stekkjarbakka
þannig að svæðið verði friðreitur
fyrir borgarbúa.
Stjórn Landverndar hvetur því til
að málið verið tekið upp til frekari
umræðu og skoðunar. Þessum sjón-
armiðum hafa samtökin komið á
framfæri við borgaryfirvöld. Von-
andi hefur það ekki farið framhjá
borgarfulltrúum.
Landvernd og
verndun Elliðaárdals
Eftir Tryggva
Felixson
Tryggvi
Felixson
» Landvernd telur
breytt skipulag í El-
liðaárdal hafa neikvæð
áhrif á vinsælt og skjól-
sælt útvistarsvæði með
fjölbreyttu lífríki og
menningarminjum.
Höfundur er formaður Landverndar.
Virkjunarkostir fyr-
ir smávirkjanir hér á
landi eru margir, en
skiplags- og leyfismál
smávirkjana eru flókin
og reglugerðir íþyngj-
andi. Ferlið frá hug-
mynd að tengingu er
kostnaðarsamt og
tímafrekt og langt frá
samsvarandi ferli
framkvæmda, t.d. í
landbúnaði þar sem
framkvæmdir bæði á landi og mann-
virkjum geta kostað umtalsvert
rask.
Smávirkjanir, þ.e. virkjanir með
uppsett rafafl 200 kW til 10 MW, eru
tilkynningarskyldar til Skipulags-
stofnunar samkvæmt lögum um mat
á umhverfisáhrifum. Fram-
kvæmdum er í 1. viðauka við lögin
skipt í flokka A, B og C með hliðsjón
af því mati sem skal fara fram.
Einfalda þarf kerfið
Norðmenn hafa náð góðum ár-
angri á sviði smávirkjana, en þar
hefur ein stofnun, norska Orkustofn-
unin (NVE), umsjón með leyfisveit-
ingum. NVE hefur kortlagt mögu-
lega virkjunarkosti. Norsk
stjórnvöld lögðu til fjármagn svo að
hægt væri að kortleggja alla virkj-
unarkosti í vatnsafli og nota reiknilí-
kön svipuð þeim sem Vatnaskil og
Veðurstofan hafa yfir að ráða hér á
landi til að spá fyrir um rennsli í
vatnsföllum. Fyrirtæki hafa sprottið
upp sem taka að sér að sjá um und-
irbúning fyrir byggingu virkjunar,
fjármögnun, hönnun og
leyfi og gera langtíma-
samninga við bændur
um tekjur af virkj-
ununum.
Styrkja dreifikerfi
raforku
Ljóst er að smávirkj-
anir eru ein leið til að
styrkja dreifikerfi
landsins og lækka
kostnað við reksturs
þess. Einföldun á leyfis-
og skipulagsmálum
smávirkjana opnar á
leið til að ná niður dreifingarkostn-
aði raforku í dreifbýli, jafna raf-
orkukostnað, jafna tækifærin til at-
vinnu og stuðla að sjálfbærri þróun
byggða um allt land.
Því hef ég lagt fram þingsályktun-
artillögu þess efnis að Alþingi álykti
að fela umhverfis- og auðlind-
aráðherra og atvinnu- og nýsköp-
unarráðherra að endurskoða lög og
reglugerðir er gilda um leyfisveit-
ingar til uppsetningar smávirkjana
með það að markmiði að einfalda
umsóknarferli í tengslum við þær.
Smávirkjanir
– einföldum kerfið
Eftir Höllu Signýju
Kristjánsdóttur
Halla Signý
Kristjánsdóttir
» Smávirkjanir eru ein
leið til að styrkja
dreifikerfi landsins og
lækka kostnað við
reksturs þess og stuðla
að sjálfbærri þróun
byggða um allt land.
Höfundur er 7. þingmaður
Norðvesturkjördæmis.
Í grein sinni „Farið
að erindisbréfi ráð-
herra“ (Mbl. 22.10.
2019) segir Björn
Bjarnason: „Í EES-
samningnum er ekki
nein fótfesta fyrir
ásælni ESB í íslensk-
ar orkulindir. Samn-
ingurinn takmarkar
ekki heldur á neinn
hátt rétt okkar til að
nýta orkuauðlind-
irnar.“ Þarna er vel lýst rökum Al-
þingis og ríkisstjórnar þegar EES-
samningurinn var samþykktur á
sínum tíma og þegar orkupakkar
ESB voru fyrst samþykktir 2003 en
í hvorugt skiptið var komist að
kjarna máls. ESB ásælist ekki
eignarétt yfir orkulindunum, heldur
stjórnun orkuvinnslunnar eftir sín-
um þörfum. ESB vill ekki tak-
marka rétt okkar til að nýta orku-
lindirnar heldur tryggja að
fjárfestar innan EES hafi þar sömu
tækifæri og opinberu íslensku
fyrirtækin.
Samkvæmt skilningi ESB á
EES-samningnum skulu öll sam-
skipti hins opinbera við aðila á raf-
orkumarkaði og í raforkuvinnslu
byggjast á markaðslögmálum og
tryggt skal vera að markaðurinn
starfi óáreittur af hálfu hins op-
inbera. ESB hagræðir síðan við-
skiptareglum og kostnaðarfor-
sendum raforkumarkaðarins til að
ná fram sínum markmiðum. Eins
og í öllu öðru sem EES-samninginn
varðar er aðeins tekið eitt skref í
einu þar til við ráðum ekki lengur
eign okkar, orkulindunum.
ESB hefur að minnsta kosti tvær
leiðir til íhlutunar um ráðstöfun
orku íslenskra auð-
linda og bætti þriðju
leiðinni við með orku-
pakka #3, sem er sú
að gera Orkustofnun
(landsreglarann) óháða
ríkisvaldinu í nánar til-
greindum störfum, en
tengja hana við Evr-
ópusamtök landsregl-
ara og þar með
ACER.
Sem dæmi má nefna
þann úrskurð ESA
20.4. 2016, að leggja til
viðeigandi ráðstafanir
varðandi notkun rafmagnsframleið-
enda á landi og náttúruauðlindum í
opinberri eigu. Þetta er gert á
grundvelli samkeppnisákvæða
EES-samningsins um bann við rík-
isaðstoð sem geti leitt til forskots
einstakra aðila á markaði.
ESA færir fram mörg ítarleg rök
fyrir úrskurði sínum og kemst að
lokum að þeirri niðurstöðu að verk-
lag við úthlutun virkjanaleyfa á Ís-
landi leiði til ólögmæts ríkisstuðn-
ings. Því leggur ESA til að
verklaginu verði breytt í þá veru að
raforkufyrirtæki greiði markaðs-
verð fyrir nýtingarrétt sinn og að
endursemja skuli við alla er hafa
slíkan rétt í dag. Fremur en að láta
málið ganga til EFTA-dómstólsins
samþykktu íslensk stjórnvöld þess-
ar tillögur ESA með bréfi 19.5.
2016 og lofuðu síðar að allar breyt-
ingar yrðu afturvirkar til 1.1. 2017.
Á þeim grunni lokaði ESA málinu
hjá sér 25.1. 2017. Það er erfitt að
sjá hvernig þessum úrskurði verður
framfylgt án þess að bjóða vinnslu-
leyfi fyrir raforkuver út innan EES
þannig að erlendir fjárfestar geti
keppt á jafnræðisgrundvelli við ís-
lensk fyrirtæki í almannaeigu. Það
er ekki alveg í samræmi við hug-
myndir almennings um full yfirráð
yfir orkulindunum.
ESB er nú að taka næsta skref
til að koma vatnsorkulindum innan
EES undir stjórn markaðarins sem
ESB stjórnar. ESB krefst þess nú
af 8 aðildarríkjum að viðlagðri mál-
sókn, að öll vinnsluleyfi vatnsorku-
fyrirtækja í opinberri eigu verði
boðin út á 30 ára fresti. ESB telur
að með því að veita fyrirtækjum í
opinberri eigu vinnsluleyfi lengri
tíma en 30 ára sé einkafjárfestum
mismunað á þann hátt sem ekki
samræmist fjórfrelsinu. Noregur
mun þegar hafa svarað bréfi ESA
um þetta efni og telur kröfuna ekki
eiga sér stoð í EES-samningnum.
Eftir er að sjá hvaða fordæmi Evr-
ópudómstóllinn gefur í þessu máli
en hans dómafordæmi hafa vægi
hjá EFTA-dómstólnum.
EES-samningurinn er lifandi
samningur og tekur tíðum breyt-
ingum með nýjum og breyttum
reglugerðum. Úrskurðir ESA og
dómar EFTA-dómstólsins hafa
mikið gildi og stundum óvænt áhrif.
Alþingi taldi að orkulindir Íslands
hefðu fulla vernd í EES-samn-
ingnum, en nú er ESB á annarri
skoðun. Hafi ekki við samþykkt
EES-samningsins verið í honum
fótfesta fyrir ásókn ESB í íslenskar
orkulindir, þá er svo nú. Þarna log-
ar stórt rautt viðvörunarljós. Við
þessar aðstæður verður smáríki
eins og Ísland að gæta vel að full-
veldi og yfirráðum yfir auðlindum
sínum.
Rautt viðvörunarljós
Eftir Elías
Elíasson »Eins og í öllu öðru
sem EES-samning-
inn varðar er aðeins tek-
ið eitt skref í einu þar til
við ráðum ekki lengur
eign okkar, orkulind-
unum.
Elías
Elíasson
Höfundur er sérfræðingur
í orkumálum.
eliasbe@simnet.is
Atvinna