Morgunblaðið - 13.11.2019, Síða 24

Morgunblaðið - 13.11.2019, Síða 24
24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2019 Undankeppni EM kvenna F-RIÐILL: Ungverjaland – Lettland......................... 4:0 Staðan: Svíþjóð 3 3 0 0 16:1 9 Ísland 3 3 0 0 11:1 9 Ungverjaland 4 1 1 2 5:9 4 Slóvakía 4 1 1 2 2:9 4 Lettland 4 0 0 4 2:16 0 A-RIÐILL: Holland – Slóvenía.................................... 4:1  Holland 18, Rússland 6, Slóvenía 6, Kó- sóvó 6, Eistland 1, Tyrkland 1. B-RIÐILL: Ítalía – Malta ............................................ 5:0 Ísrael – Bosnía.......................................... 1:3 Danmörk – Georgía................................ 14:0  Ítalía 18, Danmörk 15, Bosnía 9, Ísrael 1, Malta 1, Georgía 0. C-RIÐILL: N-Írland – Wales...................................... 0:0  Noregur 12, Wales 8, Hvíta-Rússland 3, N-Írland 2, Færeyjar 0. D-RIÐILL: Pólland – Spánn........................................ 0:0  Spánn 7, Tékkland 6, Moldóva 3, Pólland 1, Aserbaídsjan 0. E-RIÐILL: Portúgal – Finnland................................. 1:1  Finnland 10, Skotland 6, Portúgal 4, Kýpur 0, Albanía 0. G-RIÐILL: Austurríki – Kasakstan ........................... 9:0  Austurríki 12, Frakkland 6, Serbía 6, Norður-Makedónía 3, Kasakstan 0. H-RIÐILL: Sviss – Rúmenía ....................................... 6:0 Belgía – Litháen ....................................... 6:0  Belgía 12, Sviss 12, Rúmenía 3, Króatía 3, Litháen 0. I-RIÐILL: Grikkland – Írland ................................... 1:1 KNATTSPYRNA HANDBOLTI Spánn Nava – Barcelona ................................ 24:39  Aron Pálmarsson skoraði 1 mark fyrir Barcelona. Danmörk Kolding – GOG..................................... 25:28  Árni Bragi Eyjólfsson skoraði 3 mörk fyrir Kolding en Ólafur Gústafsson komst ekki á blað.  Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 1 mark fyrir GOG en Arnar Freyr Arnarsson var ekki í leikmannahóp liðsins. Viktori Gísla Hallgrímssyni tókst ekki að verja skot. Svíþjóð Ystad IF – Sävehof ...............................34:26  Ágúst Elí Björgvinsson varði 2 skot í marki Sävehof. Skuru – Boden ..................................... 37:24  Eva Björk Davíðsdóttir skoraði 1 mark fyrir Skuru. Ungverjaland Pick Szeged – Dabas ........................... 35:16  Stefán Rafn Sigurmannsson var ekki í leikmannahóp Pick Szeged. FÓTBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Knattspyrnumaðurinn Baldur Sig- urðsson hafði á mánudaginn fé- lagaskipti úr Stjörnunni í FH. Mý- vetningurinn hefur spilað fyrir nokkur af stærstu liðum landsins en hann vann titla með KR og Keflavík fyrr á ferlinum. Hann er spenntur fyrir nýrri áskorun og valdi FH fram yfir önnur lið í efstu deild sem höfðu samband. „Mér finnst spennandi að vera kominn í FH og gott að vera búinn að ganga frá þessu. Í gegnum tíðina hefur FH tvisvar haft samband við mig og ég hef áður íhugað að ganga til liðs við félagið enda sigursælasta liðið á þessari öld. Ég er virkilega ánægður með niðurstöðuna,“ sagði Baldur þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gær og ónáðaði hann við störf hjá Mannviti. Spurð- ur um hvort hann hafi haft úr mörgu að velja gat Baldur ekki neit- að því en tók fram að hann vildi ekki spila sig stóran eins og hann orðaði það. „Áhuginn var fyrir hendi. Sumar fyrirspurnir afgreiddi ég strax og þá frá liðum í neðri deildunum því ég vildi sjá hvað væri í boði í efstu deild. Það voru fimm lið úr úrvals- deildinni sem hringdu í mig. Ég ræddi við nokkur sem mér fannst spennandi og ég valdi í raun á milli tveggja liða þegar ég tók ákvörðun. Það er ánægjulegt að þjálfarar landsins hafi enn trú á mér.“ Ekki tímabært að hætta Baldur lék með Stjörnunni þrjú keppnistímabil en leiðir skildi nú í haust. Stjarnan hefur fengið til sín Ólaf Jóhannesson til að stýra liðinu ásamt Rúnari Páli Sigmundssyni. Áður var Baldri boðið að vera að- stoðarþjálfari Rúnars en með einu skilyrði sem Baldur var ekki tilbú- inn að samþykkja á þessum tíma- punkti. „Rúnar boðaði mig á fund og bauð mér starf sem aðstoðarþjálfari en vildi ekki vera með spilandi aðstoð- armann. Það hefði þá þýtt að ég hefði lagt skóna á hilluna. Var þetta daginn fyrir brúðkaupsferðina og ég hugsaði málið í ferðinni. Fyrir mig var heiður að fá þetta tilboð og væri ég tilbúinn til að fara út í þjálfun þá hefði þetta verið spennandi staður til að byrja þann feril. En ég hugs- aði þetta út frá því hvort ég væri tilbúinn til að hætta að spila og komst að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Þá var í raun ekki í boði að vera í Stjörnunni.“ Baldur er 34 ára og hefur átt langan feril en segir leikgleðina vera til staðar og engin meiðsli hrjá hann um þessar mundir. Hitar vélina „Ég vildi fara til þjálfara sem hef- ur trú á mér. Metnaðurinn er enn til staðar og ég vil spila alla leiki. Það vantaði aðeins upp á það síðasta sumar hjá Stjörnunni fannst mér. Viðskilnaðurinn við Stjörnuna var hins vegar góður að öllu leyti. Ég þakkaði þeim fyrir samstarfið og nú hefst nýr kafli. Ég mætti á æfingu í gær og byrja núna að byggja mig upp fyrir næsta sumar. Á þessum aldri fer maður rólega og skyn- samlega af stað. Ég trekki mótorinn í gang og hita vélina áður en ég fer á fullt. Nú er árstíminn til þess og skrokkurinn er bara nokkuð góður,“ sagði Baldur Sigurðsson ennfremur við Morgunblaðið. Baldur lá undir feldi í brúðkaupsferðinni  Hafnaði þjálfarastarfi hjá Stjörnunni  Fimm úrvalsdeildarlið höfðu samband Morgunblaðið/Eggert Reyndur Baldur Sigurðsson í leik á móti FH í Garðabænum í ágúst. Hann klæðist nú hvítu og svörtu á vellinum. Baldur Sigurðsson » Fæddur 24. apríl 1985. » Er genginn í raðir FH. » Hefur leikið með Völsungi, Keflavík, KR og Stjörnunni hér- lendis. Bryne í Noregi og SönderjyskE í Danmörku. » Hefur leikið 251 leik í efstu deild hérlendis og skorað 55 mörk. » Baldur hefur fimm sinnum oðið bikarmeistari með þremur liðum, Keflavík, KR og Stjörn- unni. Hann varð auk þess tví- vegis Íslandsmeistari með KR. » Á að baki 3 A-landsleiki. Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handknattleik, er að sjálfsögðu í liði 12. umferðar í þýsku Bundesligunni en hornamaðurinn fór á kostum í sigri Lemgo gegn Lud- wigshafen um nýliðna helgi þegar umferðin var spiluð. Bjarki Már skoraði 13 mörk úr 15 skotum og tyllti sér á toppinn yfir markahæstu leikmenn deildarinnar. Bjarki hefur skorað 97 mörk í 12 leikjum Lemgo í deildinni á þessu tímabili sem þýðir að hann hefur skor- að átta mörk að meðaltali í leik. Þýski landsliðsmaðurinn Uwe Gensheimer, í liði Rhein-Neckar Löwen, sem einnig er vinstri hornamað- ur, er annar á listanum yfir markahæstu menn með 93 mörk. Daninn Hans Óttar Lindberg, fyrrverandi samherji Bjarka Más hjá Füchse Berlín, er þriðji með 89 mörk en hann er einnig í liði umferð- arinnar. Gensheimer og Lindberg eru þekktar markavélar í boltanum. Bjarki Már gekk til liðs við Lemgo í sumar eftir nokkur ár í Berlín og hefur heldur betur blómstrað hjá nýju liði. gummih@mbl.is Bjarki í liði umferðarinnar Bjarki Már Elísson Elvar Már Friðriksson átti stórleik fyrir Borås þegar liðið tók á móti Djurgården í efstu deild Svíþjóðar í körfuknattleik í gær. Leiknum lauk með öruggum sigri Borås, 108:80, en Elvar gerði sér lítið fyrir og skoraði 27 stig og var stigahæsti leikmaður vallarins. Ásamt því að skora 27 stig gaf Elv- ar átta stoðsendingar og þá tók hann einnig eitt frákast á þeim 24 mínútum sem hann spilaði. Borås er í efsta sæti deildarinnar með 14 stig eftir fyrstu átta leiki sína. bjarnih@mbl.is Elvar fór á kostum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Lykill Elvar Már Friðriksson átti stórleik í efstu deild Svíþjóðar. Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið silestone.com

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.