Morgunblaðið - 13.11.2019, Síða 27
„Okkur líður mjög vel hérna og
erum ánægð með hvernig við erum
búin að koma okkur inn í hlutina og
læra á lífið hér. Það er aðeins farið
að kólna, sem er jákvætt enda var
frekar heitt þegar við komum fyrst.
Þetta er mjög rólegt og þægilegt
umhverfi hérna utan vallar. Innan
vallar var ég að komast á gott skrið
þegar ég meiddist og er ánægður
með fótboltann sem hefur komið
mér svolítið á óvart. Gæðin eru að-
eins meiri en ég bjóst við. Við erum
hrikalega ánægð með að hafa tekið
skref í aðra átt og prófað eitthvað
nýtt,“ segir Aron.
Skrýtnast að æfa á kvöldin
Kristbjörg Jónasdóttir, eiginkona
Arons, benti á það á Instagram eftir
að hann meiddist að henni hefði ekki
verið leyft að sitja við hlið Arons á
sjúkrahúsinu, þar sem konur ættu
að vera í einum biðsal en karlar í
öðrum. Aron kveðst hins vegar hafa
verið við flestu búinn þegar fjöl-
skyldan ákvað að flytja í allt annan
menningarheim en hún var vön frá
því í Wales eða á Íslandi:
„Ég hafði komið hingað þrisvar
sinnum áður, tvisvar í sjúkraend-
urhæfingu og einu sinni með lands-
liðinu, svo maður hafði séð nokkurn
veginn hvernig menningin væri.
Hún er auðvitað öðruvísi en í Evr-
ópu og maður virðir það. Það skrýtn-
asta fyrir mig hvað fótboltann snert-
ir var að byrja að æfa fótbolta á
kvöldin. Maður var búinn að vera ell-
efu ár í Englandi þar sem maður
æfði á morgnana og hafði svo allan
daginn, svo þetta voru talsverð við-
brigði. Ég þurfti að læra inn á hve-
nær og hvað ég ætti að borða og
svona, en maður er búinn að venjast
þessu núna. Þetta hefur kosti og
galla. Maður er kannski ekki til stað-
ar þegar þarf að elda kvöldmat og
koma drengjunum í háttinn, en í
staðinn getur maður varið tíma með
þeim á morgnana,“ segir Aron.
Eins og fyrr segir ráðast á næstu
dögum úrslitin í undankeppni EM
2020 og Ísland þarf að vinna sína
leiki og treysta á aðstoð Andorra.
Alltaf liðið vel á móti Tyrkjum
„Á meðan það er ennþá von hefur
maður trú. Það er það sem við ein-
blínum á. Við þurfum að vinna Tyrk-
land og Moldóvu og það er alveg nóg
til að einbeita sér að, og svo sjáum
við til hvort Andorra nær að stríða
Tyrklandi eitthvað. Þetta er veik
von en ef þetta gengur ekki tekur
við annað verkefni í mars og við
tæklum það bara eins og við erum
vanir. Það eru tveir eða þrír leikir
sem hafa verið slæmir í þessari und-
ankeppni og við erum að reyna að
læra af því. Við höldum áfram og
ætlum okkur á EM, hvort sem það
verður núna eða í gegnum umspilið,“
segir Aron.
Fyrsta mál á dagskrá er því að
vinna Tyrkland í Istanbúl á morgun,
en Íslandi hefur gengið afar vel gegn
Tyrklandi síðustu ár og vann 2:1-
sigur þegar liðin mættust á Laug-
ardalsvelli í júní:
„Ég veit ekki alveg hvað málið er,
hvort þeim finnst svona erfitt að
spila á móti sterku varnarsinnuðu
liði eins og okkur. Þannig virðist
þetta vera. Þeir hafa alla vega ekki
náð í nein frábær úrslit gegn okkur,
þó að þeir hafi rétt náð einum sigri
þegar við vorum búnir að tryggja
okkur inn á EM. Mér hefur alltaf lið-
ið vel á móti Tyrkjunum, en það
virðist hins vegar vera öðruvísi ára
yfir þeim núna. Þeir hafa gert mjög
vel í þessari undankeppni, unnu
Frakka og gerðu jafntefli við þá, og
það ber að virða. Við vitum líka að
Tyrkir á heimavelli eru öðruvísi en
Tyrkir á útivelli. Strákarnir vita al-
veg að þeir þurfa að eiga toppleik og
eru að undirbúa sig fyrir það,“ segir
Aron, sem er í góðu sambandi við ís-
lenska hópinn í Tyrklandi:
„Ég er ekki alveg inni í öllum
hópnum en ég tala mikið við þjálf-
arana og þeir leyfa manni að fylgjast
með. Og maður er á hverjum degi í
sambandi við leikmennina sem mað-
ur hefur þekkt hvað lengst, eins og
maður hefur gert í mörg ár.“
KSÍ muni gera allt sem
hægt er til að nota „vígið“
Fari svo að Ísland vinni ekki báða
sína leiki, eða fái ekki aðstoð frá An-
dorra, tekur við umspil hjá liðinu.
En væri raunhæft að geta spilað
landsleik á Laugardalsvelli 26.
mars?
„Það er góð spurning. Við höfum
vissulega ekki mikla reynslu af því
en það er vonandi að KSÍ geri allt
sem hægt er til að Laugardalsvöllur
verði klár, því þetta er okkar vígi.
Við höfðum ekki tapað keppnisleik
þar í mjög langan tíma þar til gegn
Frökkum í síðasta mánuði. Ég hef
enga trú á öðru en að ef við förum í
umspil þá geri KSÍ allt til þess að
hægt verði að spila á Laugardals-
velli, og þar verði skítakuldi sem
ekki mörg lið nenni að koma og spila
í,“ segir Aron og bætir við:
„Við höfðum trú á því fyrir þessa
keppni að við færum á EM. Þetta
hefur ekki spilast eins og við vildum
en þá kemur okkur vel hvað við höf-
um náð góðum árangri á síðustu ár-
um, sem gefur okkur möguleika á að
komast í gegnum umspil. Við ætlum
okkur á þriðja stórmótið í röð, og
það yrði rosalegur árangur fyrir ís-
lenskt landslið.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fyrirliðinn Aron Einar
Gunnarsson fagnar sigri
gegn Moldóvu í síðasta leik
sem hann spilaði á Laugar-
dalsvelli, í september.
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2019
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
Ekki bara jeppar
2012
-2017
Kerruöxlar og íhlutir
ALLT TIL
KERRUSMÍÐA
Greint var frá því í gær að upp
úr hefði soðið á æfingu hjá
enska karlalandsliðinu í knatt-
spyrnu. Lenti leikmönnum sam-
an sem mæst höfðu í mik-
ilvægum leik í úrvalsdeildinni
daginn áður.
Sagan kennir okkur að litlar
líkur eru á því að Englendingar
vinni stórmót í íþróttinni. Jafnvel
þótt þeir geti spilað eins og
englar í undankeppnum þegar
spennan er minni. Ef landsliðs-
mennirnir geta ekki sett ríg á
milli félagsliða til hliðar eiga þeir
ekki möguleika. Klisjan um liðs-
heildina í hópíþróttum er ekki
klisja að ástæðulausu. Hún er
mikilvæg en ekki bara
pollýönnuboðskapur út í loftið.
Fyrir nokkru voru enskar
sparkkempur í spjalli í sjón-
varpssal. Höfðu verið landsliðs-
menn þegar Englendingar áttu
óvenju vel mannað lið. Mig minn-
ir að þarna hafi verið Rio Ferdin-
and, Frank Lampard og Steven
Gerrard mættir en man það ekki
nákvæmlega. Þeir viðurkenndu
að sem landsliðsmenn hefðu
þeir aldrei getað lagt til hliðar
þann ríg sem var á milli fé-
lagsliða þeirra. Enda unnu þeir
ekkert með landsliðinu. Þeir
töldu sig hafa metnað til að gera
vel með landsliðinu á þeim tíma
en áttuðu sig á því síðar að þeir
voru ekki með það í forgangi.
Mörg sambærileg dæmi eru til.
Hjá Hollendingum sem dæmi þar
sem margir leikmenn hafa komið
við hjá sömu hollensku stórlið-
unum. Spánverjar unnu ekki
stórmót fyrr en þeim tókst að
hrista mannskapinn betur sam-
an og kæla þjóðerniskennd sem
gat sundrað hópnum. Vinskapur
Xavis, þáverandi leikmanns
Barcelona, og Ikers Casillas, þá-
verandi leikmanns Real Madrid,
hafði líklega úrslitaáhrif á að
það skyldi takast. Ekki vantaði
heiftina á milli þeirra liða.
BAKVÖRÐUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
James Harden fór mikinn með liði
Houston Rockets þegar liðið hafði
betur gegn New Orleans Pelicans
122:116 í NBA-deildinni í körfu-
knattleik.
Harden skoraði 39 stig, gaf níu
stoðsendingar og tók fjögur frá-
köst. Harden hefur þar með skorað
37,3 stig að meðaltali í fyrstu tíu
leikjunum á tímabilinu og það er
hæsta meðalskor í deildinni eftir tíu
leiki í 30 ár. Michael nokkur Jordan
átti metið en hann skoraði að með-
altali 36,9 stig í fyrstu tíu leikjunum
tímabilið 1988-1989.
„Ég fer bara út á völlinn og spila
körfubolta og reyni að vera eins
ástríðufullur og ég get,“ sagði
Harden við fréttamenn eftir að
hann hafði verið upplýstur um
stigaskorið. Hann byrjaði tímabilið
„rólega“ og skoraði 19 og 29 stig í
fyrstu tveimur leikjunum. Í síðustu
átta leikjum hefur hann skorað að
meðaltali 40,6 stig og mest gegn
Memphis, 59. Russell Westbrook
skoraði 26 fyrir Houston, sem hefur
unnið sjö af tíu leikjum sínum.
AFP
Óstöðvandi James Harden fer hamförum um þessar mundir.
Harden sló met sem
var í eigu Jordans
Knattspyrnufélagið Al Arabi var stofnað í Katar fyrir 67 árum. Liðið hefur
sjö sinnum orðið katarskur meistari, síðast árið 1997, og átta sinnum bik-
armeistari. Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, var ráðinn
þjálfari Al Arabi fyrir ellefu mánuðum og er Bjarki Már Ólafsson honum til
aðstoðar. Liðið hafnaði í 6. sæti katörsku deildarinnar síðasta vor.
Al Arabi fékk Aron Einar Gunnarsson í sumar, sem einn þriggja leik-
manna frá löndum utan Asíu sem félagið má tefla fram. Liðið átti frá-
bæra byrjun á leiktíðinni með Aron innanborðs, vann fjóra leiki og gerði
eitt jafntefli. Eftir að Aron meiddist hefur liðið hins vegar ekki unnið sig-
ur, í fjórum leikjum, og sigið niður í 5. sæti. Félagið fékk Birki Bjarnason
til að fylla skarð Arons fram að áramótum vegna meiðsla Arons:
„Gengið er kannski í samræmi við væntingarnar frá því í fyrra en mér
fannst eins og klúbburinn allur væri að átta sig á því að eitthvað meira
væri í gangi núna og að við værum með vindinn í bakið. En það er alltaf
erfitt fyrir lið að missa út útlending, þessa „professional“ leikmenn, ekki
síst þegar maður er búinn að hafa góðan tíma með liðinu og koma sér vel
inn í hlutina. Svo þarf allt í einu að skipta honum út,“ segir Aron.
„Birkir kom inn og fór í raun beint inn í leik, nánast án þess að hafa æft
með liðinu, og það er alltaf erfitt. Hann hefur samt spilað mjög vel og
hjálpað liðinu, en fyrstu tveir leikirnir voru erfiðir. Síðustu tvo leiki áttum
við að vinna og þar spilar sjálfstraust líka inn í. Við eigum ekki leik aftur í
deildinni fyrr en 22. desember, svo menn hafa tíma til að slípa sig saman
og vonandi verður sjálfstraustið komið aftur þá. En auðvitað er svekkj-
andi að hafa verið í góðri stöðu og svo koma fjórir eða fimm leikir sem
skemma kannski ekki tímabilið, en láta okkur dragast aftur úr og gera
okkur erfiðara fyrir að klára þessa deild,“ segir Aron.
Næstu leikir Al Arabi eru í bikarkeppni sem ekki er hátt skrifuð, en liðið
mætir svo Qatar SC hinn 22. desember, í sínum 10. deildarleik af 22 á
tímabilinu. Liðið er 12 stigum frá toppnum, með leik til góða, en einnig er
dýrmætt að ná 2. eða 3. sæti og komast í Meistaradeild Asíu. Það er
sömuleiðis hægt með því að vinna Emírsbikarinn í maí, eftir að deildar-
keppninni lýkur.
Hrun eftir meiðsli Arons
ARON SEGIR BIRKI HAFA SPILAÐ MJÖG VEL Í SINN STAÐ