Morgunblaðið - 13.11.2019, Side 28

Morgunblaðið - 13.11.2019, Side 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2019 Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is „Mig langaði að skrifa um brenglað samband milli móður og barns,“ segir rithöfundurinn Eva Björg Ægisdóttir um glæpasögu sína, Stelpur sem ljúga, sem kom út ný- verið. Skáldsagan er önnur bók Evu en frumraun hennar, Marrið í stig- anum, fékk glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn í fyrra. „Mig langaði að skrifa um sjálf- hverfa mömmu og þetta tengsla- leysi sem getur orðið á milli móður og barns,“ segir Eva um hugmynd- ina á bak við bókina. Bókin hefst á því að einstæð móð- ir hverfur af heimili sínu en skilur eftir miða með skilaboðum á eld- húsborðinu. Sjö mánuðum síðar finnst lík hennar í Grábrókarhrauni og í ljós kemur að hún hefur verið myrt. „Þá er fimmtán ára dóttir hennar búin að koma sér vel fyrir hjá fósturfjölskyldu,“ segir Eva. Er sögunni vindur fram kynnast lesendur nýbakaðri móður sem tekst á við erfitt samband við barn sitt fimmtán árum áður. Skrifar um uppeldisbæinn Eins og í fyrri bók Evu er það Lögreglan á Vesturlandi sem rann- sakar málið en rannsóknardeild hennar er til húsa á Akranesi, upp- eldisbæ Evu. Þar kemur það í hlut lögreglukonunnar Elmu og sam- starfsfélaga hennar að rannsaka málið líkt og í Marrinu í stiganum. Eva segir það hafa legið beinast við að skrifa um Akranes. „Það verður skemmtilegri stemning í svona litlum samfélögum þar sem allir þekkja alla, það verður einhver dýnamík. Það er erfitt að rannsaka svona mál vegna tengsla og ann- ars.“ Eins og í fyrri bók sinni tekur Eva á samfélagsmálum en vill ekki gefa upp hver þau eru, fyrir utan áðurnefnt brenglað samband milli móður og barns. Hún gefur þó í skyn að titillinn leiði ákveðið þema í ljós. Getur verið yfirþyrmandi Eva byrjaði að skrifa bókina í fæðingarorlofi sínu. „Ég átti stelp- una mína um svipað leyti og Marrið í stiganum kom út,“ segir hún en skrifin fóru ekki almennilega af stað fyrr en í janúar á þessu ári. Eva segir það ólíkt með bókunum tveimur að þessa skrifaði hún undir tímapressu, þurfti að koma henni út fyrir jól. Hún talar einnig um ann- ars konar pressu. „Það er allt öðru- vísi að skrifa vitandi það að vera kominn með lesendahóp. Fyrri bók- in fékk ágæta athygli svo maður vissi að margir voru að bíða eftir framhaldi. Auk þess var þegar búið að kaupa útgáfuréttinn,“ segir Eva en breskt útgáfufyrirtæki hefur keypt réttinn að báðum bókum hennar. Eva segir þó best að hugsa sem minnst um þessa hluti. „Það getur verið svolítið yfirþyrmandi að hugsa um þetta.“ Þá segist Eva ekki ákveða neitt um framvindu sögunnar fyrr en hún sest niður og skrifar. „Mér finnst mjög erfitt að ákveða hver sé ger- andinn eða hvernig þetta muni enda fyrr en ég er búin að kynnast per- sónum og búin að búa eitthvað til.“ Morgunblaðið/Eggert Brenglað samband móður og barns  Önnur glæpasaga Evu Bjargar Ægisdóttur  Langaði að skrifa um sjálfhverfa móður  Lá beinast við að skrifa um Akranes  „Það verður skemmtilegri stemning í litlum samfélögum“ Samband Eva Björg skrifar um tengslaleysi móður og barns í nýrri glæpasögu. Hvenær drepur maðurmann og hvenær drepurmaður ekki mann? Þaðer spurningin sem spurt hefur verið lengur en elstu menn muna. Svarið liggur ekki alltaf á hreinu og stundum snýst það um réttlæti. Glæpasagan Þögla barnið er um margt óvenjuleg. Sumpart minnir hún á Íslendingasögur, en hún gerist töluvert seinna eða um aldamótin 1900. Málfarið er fornt og stingur í stúf við það sem almennt gerist á 21. öldinni, en virkar frískandi og gefur sögunni ákveðinn og sér- stakan blæ. Margir eru nefndir til sögunnar en í raun snýst sagan fyrst og fremst um hryllilegt morð á Vatnsleysuströnd og lausn málsins. Önnur ódæðisverk blandast í frá- sögnina, en ekki verður beint sagt að þau hafi áhrif á gang mála. Sagan skiptist í 74 nafngreinda kafla. Eyjólfur Jónsson sýslumaður og Anna Bjarnadóttir, eiginkona hans, bera söguna uppi en ýmsir kynlegir kvistir verða á vegi þeirra. Margar mannlýsingar eru skemmti- legar og samtöl gefa persónum enn meiri lit. Höfundur fer á flug og ætl- ar sér um of, en sýslumaður veit sínu viti, þótt hann sé ekki endilega barnanna bestur þegar á reynir. Öðruvísi saga en gengur og gerist vekur óneitanlega athygli og Þögla barnið kallar á áleitnar spurningar. Bókin er vel skrifuð og fléttan geng- ur ágætlega upp en sumt er óljóst. Fram kemur á bókarkápu að Þögla barnið sé sjálfstætt framhald glæpa- sögu sem kom út í fyrra og ef til vill er frekari skýringar að finna í Eitr- aða barninu. Réttlæti hvað sem það kostar Glæpasaga Þögla barnið bbbnn Eftir Guðmund S. Brynjólfsson. Bókaútgáfan Sæmundur, 2019. 224 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Ljósmynd/Dagur Gunnarsson Athygli „Öðruvísi saga en gengur og gerist vekur óneitan- lega athygli,“ segir í rýni um bók Guðmundar Brynjólfssonar. „Borgarleikhúsið bætir þjónustu fyrir heyrnarlausra og fólk af erlendum uppruna með því að texta sýningar á pólsku, ensku og íslensku. Það er hluti af nýrri stefnu leikhússins að nálgast þessa hópa og gera leikhúsið aðgengi- legra. Þetta er nýjung í íslensku leikhúsi hins talaða orðs þar sem stefnt er að því að auka aðgengi og gera þannig fleirum kleift að njóta leiklistar,“ segir í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu. Fyrsta sýningin sem verður text- uð með þessum hætti er Ríkharður þriðji og verður fyrsta textaða sýn- ingin í kvöld, en allra síðasta sýn- ingin verður 21. nóvember. Einnig verður boðið upp textaðar sýningar á söngleiknum Matthildi og gaman- leiknum Sex í sveit á næstunni. Þá verða sýningarnar Vanja frændi og Níu líf, nýr söngleikur með tónlist Bubba Morthens, textaðar á sama hátt eftir að þær verða frumsýndar á næsta ári. Í tilkynningu frá leik- húsinu kemur fram að pólskir rík- isborgarar á Íslandi nálgist tuttugu þúsund og bent á að stór hluti þeirra hafi búið hér árum saman. „Borgarleikhúsið vill leita leiða til að nálgast þá og sýna að þeir eigi erindi við íslenskt samfélag og að leikhúsið sé eign allra. Með þessu verkefni leggur leikhúsið kapp á að vera lifandi, opinn og skemmti- legur samverustaður sem er í nán- um tengslum við umhverfi sitt og eiga í einlægu samtali við ólíka hópa. Þannig er hægt að endur- spegla tíðarandann með leiklist fyr- ir áhorfendur af ólíkum uppruna og á öllum aldri með nýsköpun, til- raunum og sviðslistaviðburðum af ýmsu tagi.“ Fólki sem vill nýta sér þessa þjónustu stendur til boða að sækja smáforrit fyrir snjallsíma og valið á milli þess að fylgjast með íslensk- um, enskum eða pólskum texta á meðan á sýningu stendur. „Jafn- framt viljum við minna á að þjón- usta fyrir heyrnarskerta stendur áfram til boða líkt og undanfarin ár. Þá verða valdar síður á heima- síðu leikhússins þýddar yfir á pólsku og ensku til að auðvelda þeim hópum sem vilja nýta sér þessa þjónustu að nálgast upplýs- ingar.“ Dúó Sólbjört Sigurðardóttir sem Elísabet og Hjörtur Jóhann Jónsson sem Ríkharður. Borgarleikhúsið býður upp á textaðar sýningar Ljósmynd/Grímur Bjarnason Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.