Morgunblaðið - 14.11.2019, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2019
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
595 1000
Gefðu góðar minningar
Jólagjafabréfin komin í sölu!
10.000 = 15.000 20.000 = 30.000
Þorsteinn Ásgrímsson Melén
thorsteinn@mbl.is
Skúli Gunnar Sigfússon, sem jafnan
er kenndur við Subway, hefur ásamt
tveimur öðrum verið ákærður af
embætti héraðssaksóknara fyrir að
millifæra fjármuni af bankareikning-
um félagsins EK1923 ehf. og rýra
efnahag þess í aðdraganda þess að
félagið var úrskurðað gjaldþrota.
Auk Skúla eru Guðmundur Hjalta-
son, fyrrverandi framkvæmdastjóri
Sjöstjörnunnar, og Guðmundur Sig-
urðsson, fyrrverandi framkvæmda-
stjóri Stjörnunnar, ákærðir. Bæði
félögin eru í eigu Skúla.
„Þetta kom mér verulega á óvart
enda eru ákærurnar algjörlega frá-
leitar og óþolandi að sitja undir upp-
lognum ásökunum Sveins Andra
Sveinssonar,“ segir Skúli í samtali
við mbl.is. Sveinn Andri er skipta-
stjóri í þrotabúi EK1923 og vísaði
málum því tengdum til saksóknara.
Skúli var hins vegar eigandi félags-
ins fyrir þrot þess. Skúli segir í yfir-
lýsingu að málsmeðferð muni
hreinsa hann af öllum ásökunum.
Ákæran snýst um tvær milli-
færslur og eitt framsal á kröfu sem
áttu sér stað frá janúar 2016 fram til
ágúst sama ár, en gerð var krafa um
gjaldþrotaskipti 9. maí 2016 og úr-
skurðað um gjaldþrotaskipti 7. sept-
ember sama ár. Segir í ákærunni að
millifærslurnar hafi verið til þess
fallnar að rýra efnahag félagsins.
Fyrst er um að ræða 21,3 milljóna
millifærslu inn á reikning Sjöstjörn-
unnar í mars 2016. Eru Skúli og Guð-
mundur Hjaltason ákærðir fyrir að
hafa í sameiningu látið millifæra
upphæðina.
Næsti liður ákærunnar nær til
framsals á kröfu á hendur ríkinu sem
EK1923 átti vegna úthlutunar á toll-
kvóta, en var framseld til Stjörnunn-
ar. Var heildarupphæð kröfunnar
24,6 milljónir auk vaxta. Var fram-
salið undirritað af Skúla og Guð-
mundi Sigurðssyni. Ríkið féllst hins
vegar aðeins á hluta kröfunnar og
greiddi Stjörnunni 14,7 milljónir.
Að lokum er ákært fyrir greiðslur
frá EK1923 þann 11. ágúst 2016 til
tveggja erlendra birgja, en kröfurn-
ar voru gjaldfallnar. Kemur fram í
ákærunni að Guðmundur Hjaltason
hafi fyrir hönd Skúla gefið þáverandi
prókúruhafa EK1923 fyrirmæli um
að framkvæma greiðslurnar. Ítar-
lega er fjallað um málið á mbl.is.
Héraðssaksóknari
ákærir Skúla í Subway
Skúli Gunnar segir ákærurnar vera „algjörlega fráleitar“
Guðni Einarsson
Arnar Þór Ingólfsson
Bernhard Esau, sjávarútvegs-
ráðherra Namibíu, og Sacky Shang-
hala, dómsmálaráðherra landsins,
voru knúnir til að segja af sér emb-
ættum í gær. Nýir ráðherrar voru
skipaðir í þeirra stað. Greint var frá
þessu á namibíska fréttamiðlinum
The Namibian í gær.
Áður hafði komið fram að Hage
Geingob, forseti Namibíu, væri þeirr-
ar skoðunar að ráðherrarnir tveir
þyrftu að víkja eftir að fjallað var um
málefni þeirra í namibískum fjöl-
miðlum. The Namibian sagði að rík-
issaksóknari Namibíu hefði látið for-
setann vita fyrr á árinu af ásökunum
um að ráðherrarnir tveir væru flækt-
ir í vafasöm mál.
Bernhard Esau, fyrrverandi sjáv-
arútvegsráðherra, sagði í yfirlýsingu,
sem hann sendi frá sér eftir afsögn-
ina, að hann væri ekki spilltur og að
ásakanir gegn honum væru hluti af
ófrægingarherferð sem ætlað væri að
sverta nafn hans og Swapo-flokksins,
stjórnarflokks Namibíu.
Esau hélt því fram í yfirlýsingunni
að engar sannanir væru fyrir því að
hann hefði fengið mútugreiðslur fyrir
að gera einstaka sjávarútvegsfyrir-
tækjum auðveldara að komast yfir
aflaheimildir.
Getur haft áhrif á orðsporið
„Ljóst er að mál af þessu tagi getur
haft áhrif á orðspor íslensks sjávar-
útvegs og stöðu á alþjóðlegum mark-
aði. Því er brýnt að málið verði rann-
sakað og hið rétta komi fram. Það er
allra hagur, ekki síst þeirra sem
bornir eru þungum sökum,“ sagði í
tilkynningu frá Samtökum fyrirtækja
í sjávarútvegi (SFS).
SFS sagði að það hefði ætíð verið
afstaða samtakanna að allir fé-
lagsmenn færu að lögum og eftir
reglum hvort sem starfsemin væri á
Íslandi eða í útlöndum.
Tveir namibísk-
ir ráðherrar
sögðu af sér
Svona mál getur haft áhrif á orðspor
íslensks sjávarútvegs, segir SFS
Namibía The Namibian sagði frá af-
sögn ráðherranna tveggja í gær.
Guðni Einarsson
Arnar Þór Ingólfsson
Ragnhildur Þrastardóttir
Hjörtur J. Guðmundsson
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra segir að ef ásakanir á hendur
Samherja eru á rökum reistar sé það
mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt at-
vinnulíf og til skammar fyrir Sam-
herja. Málið geti haft áhrif á þjóðina í
heild sinni.
Spurð hver ábyrgð ríkisstjórnar-
innar í málinu sé, segir Katrín:
„Það eru auðvitað lög og reglur í
þessu landi sem varða til að mynda
mútugreiðslur til opinberra starfs-
manna og við ætlumst auðvitað til
þess að íslensk fyrirtæki fylgi þess-
um lögum, hvort sem það er á Íslandi,
eða annars staðar þar sem þau
starfa.“
Katrín treystir Kristjáni Þór Júl-
íussyni sjávarútvegsráðherra þrátt
fyrir hans tengsl við Samherja en
hann var á árum áður stjórnarfor-
maður fyrirtækisins og hefur starfað
hjá því í þinghléum. „Hann hefur mitt
traust. Það er ekkert í þessum gögn-
um sem bendir til þess að sjávar-
útvegsráðherra hafi haft vitneskju
um málið,“ sagði Katrín.
Mikilvægt að rannsaka málið
„Þetta var bæði sorglegt á að horfa
og sömuleiðis gríðarlega mikill áfell-
isdómur ef þessar ásakanir sem
þarna koma fram eiga sér ekki full-
nægjandi skýringar. Það er bara
þannig,“ segir Kristján Þór Júl-
íusson, sjávarútvegs- og landbúnað-
arráðherra, um málefni Samherja í
Namibíu. Hann segir mikilvægt að
málið verði rannsakað ofan í kjölinn,
það sé nauðsynlegt fyrir alla aðila
málsins. Þá er það einnig „mjög
skýrt“ í huga hans að fyrirtæki beri
ábyrgð á þeim starfsmönnum sem
hjá þeim starfi.
Bjarni Benediktsson fjármálaráð-
herra kvaðst vera hryggur yfir því
sem kom fram í fréttaskýringaþætt-
inum Kveik. Þar hefðu komið fram
vísbendingar um tengsl íslensks
fyrirtækis við mútugreiðslur og
skattsvik. Það væri dapurlegt að sjá
það.
Óskað eftir umræðu á þingi
Oddný G. Harðardóttir, þing-
flokksformaður Samfylkingarinnar,
kallaði eftir því á Alþingi í gær að
málið yrði rætt á þingfundi í dag.
Fleiri þingmenn tóku undir með Odd-
nýju og var óskað eftir því að Krist-
ján Þór Júlíusson sjávarútvegsráð-
herra yrði til svara í dag. Hann bað
um orðið og sagði sjálfsagt að verða
við þeirri ósk. Það væri full ástæða til
að ræða þetta mál.
Hanna Katrín Friðriksson, þing-
flokksformaður Viðreisnar, sagði
málið vera stóralvarlegt og mjög
mikilvægt að farið yrði ofan í kjölinn
á því. Smári McCarthy, þingmaður
Pírata, kallaði eftir sérstakri umræðu
á Alþingi um spillingu almennt. Ráð-
gert var að hún færi fram í dag.
Rannsókn þegar hafin
Ólafur Þór Hauksson héraðssak-
sóknari segir að „hellingur“ hafi kom-
ið fram í fréttaskýringarþættinum
Kveik í fyrrakvöld sem hafi verið
„mjög afhjúpandi“. Það efni muni
bætast við önnur gögn sem embættið
hefur þegar aflað sér og rannsakar.
Héraðssaksóknari rannsakar nú
viðskipti Samherja í Namibíu og
vinnur að rannsókninni í samstarfi
við yfirvöld í Afríkuríkinu. Hann seg-
ist litlar upplýsingar geta veitt um
rannsóknina að öðru leyti og gat til
dæmis ekki svarað því hve lengi
rannsóknin hefði staðið yfir. Emb-
ættið hefur þó þegar hafið aðgerðir.
Morgunblaðið/Margrét Þóra Þórsdóttir
Akureyri Höfuðstöðvar Samherja eru á Akureyri. Fyrirtækið er með starfsemi í mörgum löndum og heimsálfum.
Mikið áhyggjuefni
fyrir atvinnulífið
Samherjamálið getur haft áhrif á þjóðina alla, segir Katrín
Við úttekt norska fjármálaeftirlits-
ins, Finanstilsynet, í september
2018 fundust verulegir brestir í
starfsemi norska bankans DNB, að
því er segir í skýrslu sem birt var í
ágúst 2019. Vildi eftirlitsstofnunin
meina að bankinn hefði ekki upp-
fyllt skilyrði reglugerða sem ætlað
er að sporna við peningaþvætti.
DNB hlaut engar sektir vegna
málsins þar sem talið var að bank-
inn hefði náð töluverðum árangri
frá síðustu úttekt árið 2016.
Vekur athygli að fjórum mán-
uðum áður en úttektin var fram-
kvæmd lokaði DNB bankareikn-
ingum félagsins Cape Cod FS á
Marshall-eyjum sem Samherji er
sagður hafa notað til fjármagns-
flutninga.
Verulegir annmarkar hjá DNB
NORSKI BANKINN UPPFYLLTI EKKI SKILYRÐI REGLUGERÐA