Morgunblaðið - 14.11.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.11.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. 595 1000 Gefðu góðar minningar Jólagjafabréfin komin í sölu! 10.000 = 15.000 20.000 = 30.000 Þorsteinn Ásgrímsson Melén thorsteinn@mbl.is Skúli Gunnar Sigfússon, sem jafnan er kenndur við Subway, hefur ásamt tveimur öðrum verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir að millifæra fjármuni af bankareikning- um félagsins EK1923 ehf. og rýra efnahag þess í aðdraganda þess að félagið var úrskurðað gjaldþrota. Auk Skúla eru Guðmundur Hjalta- son, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjöstjörnunnar, og Guðmundur Sig- urðsson, fyrrverandi framkvæmda- stjóri Stjörnunnar, ákærðir. Bæði félögin eru í eigu Skúla. „Þetta kom mér verulega á óvart enda eru ákærurnar algjörlega frá- leitar og óþolandi að sitja undir upp- lognum ásökunum Sveins Andra Sveinssonar,“ segir Skúli í samtali við mbl.is. Sveinn Andri er skipta- stjóri í þrotabúi EK1923 og vísaði málum því tengdum til saksóknara. Skúli var hins vegar eigandi félags- ins fyrir þrot þess. Skúli segir í yfir- lýsingu að málsmeðferð muni hreinsa hann af öllum ásökunum. Ákæran snýst um tvær milli- færslur og eitt framsal á kröfu sem áttu sér stað frá janúar 2016 fram til ágúst sama ár, en gerð var krafa um gjaldþrotaskipti 9. maí 2016 og úr- skurðað um gjaldþrotaskipti 7. sept- ember sama ár. Segir í ákærunni að millifærslurnar hafi verið til þess fallnar að rýra efnahag félagsins. Fyrst er um að ræða 21,3 milljóna millifærslu inn á reikning Sjöstjörn- unnar í mars 2016. Eru Skúli og Guð- mundur Hjaltason ákærðir fyrir að hafa í sameiningu látið millifæra upphæðina. Næsti liður ákærunnar nær til framsals á kröfu á hendur ríkinu sem EK1923 átti vegna úthlutunar á toll- kvóta, en var framseld til Stjörnunn- ar. Var heildarupphæð kröfunnar 24,6 milljónir auk vaxta. Var fram- salið undirritað af Skúla og Guð- mundi Sigurðssyni. Ríkið féllst hins vegar aðeins á hluta kröfunnar og greiddi Stjörnunni 14,7 milljónir. Að lokum er ákært fyrir greiðslur frá EK1923 þann 11. ágúst 2016 til tveggja erlendra birgja, en kröfurn- ar voru gjaldfallnar. Kemur fram í ákærunni að Guðmundur Hjaltason hafi fyrir hönd Skúla gefið þáverandi prókúruhafa EK1923 fyrirmæli um að framkvæma greiðslurnar. Ítar- lega er fjallað um málið á mbl.is. Héraðssaksóknari ákærir Skúla í Subway  Skúli Gunnar segir ákærurnar vera „algjörlega fráleitar“ Guðni Einarsson Arnar Þór Ingólfsson Bernhard Esau, sjávarútvegs- ráðherra Namibíu, og Sacky Shang- hala, dómsmálaráðherra landsins, voru knúnir til að segja af sér emb- ættum í gær. Nýir ráðherrar voru skipaðir í þeirra stað. Greint var frá þessu á namibíska fréttamiðlinum The Namibian í gær. Áður hafði komið fram að Hage Geingob, forseti Namibíu, væri þeirr- ar skoðunar að ráðherrarnir tveir þyrftu að víkja eftir að fjallað var um málefni þeirra í namibískum fjöl- miðlum. The Namibian sagði að rík- issaksóknari Namibíu hefði látið for- setann vita fyrr á árinu af ásökunum um að ráðherrarnir tveir væru flækt- ir í vafasöm mál. Bernhard Esau, fyrrverandi sjáv- arútvegsráðherra, sagði í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér eftir afsögn- ina, að hann væri ekki spilltur og að ásakanir gegn honum væru hluti af ófrægingarherferð sem ætlað væri að sverta nafn hans og Swapo-flokksins, stjórnarflokks Namibíu. Esau hélt því fram í yfirlýsingunni að engar sannanir væru fyrir því að hann hefði fengið mútugreiðslur fyrir að gera einstaka sjávarútvegsfyrir- tækjum auðveldara að komast yfir aflaheimildir. Getur haft áhrif á orðsporið „Ljóst er að mál af þessu tagi getur haft áhrif á orðspor íslensks sjávar- útvegs og stöðu á alþjóðlegum mark- aði. Því er brýnt að málið verði rann- sakað og hið rétta komi fram. Það er allra hagur, ekki síst þeirra sem bornir eru þungum sökum,“ sagði í tilkynningu frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). SFS sagði að það hefði ætíð verið afstaða samtakanna að allir fé- lagsmenn færu að lögum og eftir reglum hvort sem starfsemin væri á Íslandi eða í útlöndum. Tveir namibísk- ir ráðherrar sögðu af sér  Svona mál getur haft áhrif á orðspor íslensks sjávarútvegs, segir SFS Namibía The Namibian sagði frá af- sögn ráðherranna tveggja í gær. Guðni Einarsson Arnar Þór Ingólfsson Ragnhildur Þrastardóttir Hjörtur J. Guðmundsson Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra segir að ef ásakanir á hendur Samherja eru á rökum reistar sé það mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt at- vinnulíf og til skammar fyrir Sam- herja. Málið geti haft áhrif á þjóðina í heild sinni. Spurð hver ábyrgð ríkisstjórnar- innar í málinu sé, segir Katrín: „Það eru auðvitað lög og reglur í þessu landi sem varða til að mynda mútugreiðslur til opinberra starfs- manna og við ætlumst auðvitað til þess að íslensk fyrirtæki fylgi þess- um lögum, hvort sem það er á Íslandi, eða annars staðar þar sem þau starfa.“ Katrín treystir Kristjáni Þór Júl- íussyni sjávarútvegsráðherra þrátt fyrir hans tengsl við Samherja en hann var á árum áður stjórnarfor- maður fyrirtækisins og hefur starfað hjá því í þinghléum. „Hann hefur mitt traust. Það er ekkert í þessum gögn- um sem bendir til þess að sjávar- útvegsráðherra hafi haft vitneskju um málið,“ sagði Katrín. Mikilvægt að rannsaka málið „Þetta var bæði sorglegt á að horfa og sömuleiðis gríðarlega mikill áfell- isdómur ef þessar ásakanir sem þarna koma fram eiga sér ekki full- nægjandi skýringar. Það er bara þannig,“ segir Kristján Þór Júl- íusson, sjávarútvegs- og landbúnað- arráðherra, um málefni Samherja í Namibíu. Hann segir mikilvægt að málið verði rannsakað ofan í kjölinn, það sé nauðsynlegt fyrir alla aðila málsins. Þá er það einnig „mjög skýrt“ í huga hans að fyrirtæki beri ábyrgð á þeim starfsmönnum sem hjá þeim starfi. Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra kvaðst vera hryggur yfir því sem kom fram í fréttaskýringaþætt- inum Kveik. Þar hefðu komið fram vísbendingar um tengsl íslensks fyrirtækis við mútugreiðslur og skattsvik. Það væri dapurlegt að sjá það. Óskað eftir umræðu á þingi Oddný G. Harðardóttir, þing- flokksformaður Samfylkingarinnar, kallaði eftir því á Alþingi í gær að málið yrði rætt á þingfundi í dag. Fleiri þingmenn tóku undir með Odd- nýju og var óskað eftir því að Krist- ján Þór Júlíusson sjávarútvegsráð- herra yrði til svara í dag. Hann bað um orðið og sagði sjálfsagt að verða við þeirri ósk. Það væri full ástæða til að ræða þetta mál. Hanna Katrín Friðriksson, þing- flokksformaður Viðreisnar, sagði málið vera stóralvarlegt og mjög mikilvægt að farið yrði ofan í kjölinn á því. Smári McCarthy, þingmaður Pírata, kallaði eftir sérstakri umræðu á Alþingi um spillingu almennt. Ráð- gert var að hún færi fram í dag. Rannsókn þegar hafin Ólafur Þór Hauksson héraðssak- sóknari segir að „hellingur“ hafi kom- ið fram í fréttaskýringarþættinum Kveik í fyrrakvöld sem hafi verið „mjög afhjúpandi“. Það efni muni bætast við önnur gögn sem embættið hefur þegar aflað sér og rannsakar. Héraðssaksóknari rannsakar nú viðskipti Samherja í Namibíu og vinnur að rannsókninni í samstarfi við yfirvöld í Afríkuríkinu. Hann seg- ist litlar upplýsingar geta veitt um rannsóknina að öðru leyti og gat til dæmis ekki svarað því hve lengi rannsóknin hefði staðið yfir. Emb- ættið hefur þó þegar hafið aðgerðir. Morgunblaðið/Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Höfuðstöðvar Samherja eru á Akureyri. Fyrirtækið er með starfsemi í mörgum löndum og heimsálfum. Mikið áhyggjuefni fyrir atvinnulífið  Samherjamálið getur haft áhrif á þjóðina alla, segir Katrín Við úttekt norska fjármálaeftirlits- ins, Finanstilsynet, í september 2018 fundust verulegir brestir í starfsemi norska bankans DNB, að því er segir í skýrslu sem birt var í ágúst 2019. Vildi eftirlitsstofnunin meina að bankinn hefði ekki upp- fyllt skilyrði reglugerða sem ætlað er að sporna við peningaþvætti. DNB hlaut engar sektir vegna málsins þar sem talið var að bank- inn hefði náð töluverðum árangri frá síðustu úttekt árið 2016. Vekur athygli að fjórum mán- uðum áður en úttektin var fram- kvæmd lokaði DNB bankareikn- ingum félagsins Cape Cod FS á Marshall-eyjum sem Samherji er sagður hafa notað til fjármagns- flutninga. Verulegir annmarkar hjá DNB NORSKI BANKINN UPPFYLLTI EKKI SKILYRÐI REGLUGERÐA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.