Morgunblaðið - 14.11.2019, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 14.11.2019, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2019 Café AUSTURSTRÆTI • SKÓLAVÖRÐUSTÍG • LAUGAVEGI AKUREYRI • VESTMANNAEYJUM Komdu í kaffi inn og út úr vagninum. Að stöðva þar er, að sögn Árna, einnig skýrt lögbrot enda merkt hringtorg. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir þörf á að bregðast við ætli lögreglan að framfylgja umferðarlögum við þessar stoppistöðvar með sektum. „Ef lögreglan ætlar að fara að sekta þá þarf auðvitað að breyta þessu í samstarfi við Reykjavíkur- borg því það er hún sem úthlutar okkur stoppistöðvum,“ segir hann. Spurður hvort þessi vandræða- gangur setji vagnstjóra Strætó í óþægilega stöðu kveður Jóhannes já við. „Við viljum ekki vera valdir að lögbrotum, ekki frekar en aðrir.“ þurfa að stoppa. Bílstjórinn fær jú sektina en ekki veghaldari sem í þessu tilviki er Reykjavíkurborg,“ segir Árni enn fremur. Setur Strætó í slæma stöðu Reykjavíkurborg segir Hagatorg ekki vera „hefðbundið“ hringtorg og að verið sé að skoða hvaða breyt- ingar þarf mögulega að gera á um- ferðarmerkingum til að staðfesta það. Má skilja afstöðu Reykjavíkur- borgar á þann veg að Hagatorg sé ólíkt öðrum hringtorgum í borginni. Við Hádegismóa í Reykjavík má aft- ur á móti finna annað hringtorg þar sem strætó þarf einnig að stoppa á akstursbraut til að hleypa farþegum Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Þetta er merkt hringtorg og þarna má nú finna strætóstoppistöð, en samkvæmt umferðarlögum er óheimilt að stöðva ökutæki á hring- torgi. Við höfum þegar komið okkar ábendingum á framfæri við Reykja- víkurborg og er boltinn hjá þeim,“ segir Árni Friðleifsson, aðalvarð- stjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, og vísar í máli sínu til Hagatorgs í Vesturbæ Reykjavíkur. Greint var frá því í Morgunblað- inu í gær að breytt staðsetning á strætóskýli við Hagatorg veldur því að strætó þarf nú að stoppa á akst- ursleiðinni um torgið til að hleypa farþegum inn og út úr vagninum. Að stöðva ökutæki á hringtorgi er, sam- kvæmt umferðarlögum, ekki heimilt. Árni segir lögreglu munu fylgjast með umferð á svæðinu í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi. Spurður hvort lögreglu sé heimilt að sekta vagn- stjóra Strætó stöðvi þeir vagna sína við strætóskýlið kveður Árni já við. „Við munum fylgjast með þessu svæði sem öðrum. Lagagreinin er al- veg skýr og engin undanþága heim- il,“ segir hann og bætir við að þeir ökumenn sem lenda í því að þurfa að stoppa ökutæki sín vegna þess að strætó stoppar við strætóskýlið gætu einnig átt von á sekt. „Menn geta ekki leyft sér að búa til þær aðstæður að ökumenn fái sekt vegna þess að vagnstjórar Morgunblaðið/Eggert Hádegismóar Við þetta skýli þarf strætó að stoppa og er það brot á lögum. Fyrir það má sekta vagnstjórann. Vagnstjórar Strætó gætu átt von á sekt  Er annað „óhefðbundið“ hringtorg við Hádegismóa? Morgunblaðið/Eggert Hagatorg Hringtorgið er greinilega merkt eins og venjulegt hringtorg, en Reykjavíkurborg vill meina að um sé að ræða „óhefðbundið“ hringtorg. Erlendir ríkisborgarar án atvinnu í lok október voru 2.920 talsins eða um 38% allra atvinnulausra. Þessi fjöldi samsvarar um 8,3% atvinnu- leysi á meðal erlendra ríkisborgara. Vinnumálastofnun segir að gera megi ráð fyrir því að skráð atvinnu- leysi aukist í nóvember og verði á bilinu 3,9% til 4,1%. Þetta kom fram í frétt stofnunarinnar sem birt var í gær. Skráð atvinnuleysi í október mældist 3,8% og jókst um 0,3 pró- sentustig frá því í september. Að jafnaði voru 7.039 einstaklingar á at- vinnuleysisskrá í október og fjölgaði þeim um 476 frá september. Alls voru 2.804 fleiri á atvinnuleysisskrá í október 2019 en í október árið áður. Í október nú voru að jafnaði 3.912 karlar atvinnulausir og 3.127 konur. Atvinnuleysi var 3,8% meðal karla og jókst um 0,4 prósentustig og 3,9% meðal kvenna og jókst um 0,3 pró- sentustig frá í september. Í október tóku 1.612 einstaklingar þátt í úrræðum eða starfsþjálfunar- verkefnum. Um 886 einstaklingar fóru í ýmiss konar grunnúrræði. Vinnumálastofnun gaf út 206 at- vinnuleyfi til útlendinga í október. Af útgefnum leyfum voru 99 til nýrra útlendinga á íslenskum vinnu- markaði og 107 leyfi voru fram- lengd. gudni@mbl.is Búist er við að at- vinnuleysi aukist  Skráð atvinnuleysi í október 3,8% Morgunblaðið/Golli Vinna 2.920 útlendingar án vinnu í október eða 38% atvinnulausra. Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur sagt Gunn- laugi A. Júlíus- syni upp störf- um. „Mismun- andi sýn á stjórn- un sveitarfélags- ins gerir það að verkum að sveit- arstjórn og Gunnlaugur hafa ákveðið að slíta samstarfi,“ segir í tilkynningu og tekið fram að öll sveitarstjórnin standi að ákvörð- uninni. Gunnlaugur hefur verið sveitarstjóri frá árinu 2016, var endurráðinn eftir kosningar. Sveitarstjóra Borg- arbyggðar hefur ver- ið sagt upp störfum Gunnlaugur A. Júlíusson „Við fögnum að sjálfsögðu lækkun- um fasteignaskatta á atvinnuhús- næði á Akranesi, í Vestmannaeyjum, Kópavogi og Mosfellsbæ. Óbilgirni borgaryfirvalda í Reykjavík, sem halda fasteignaskatti á atvinnuhús- næði í lögleyfðu hámarki, er hins vegar með talsverðum ólíkindum,“ sagði í frétt frá Félagi atvinnurek- enda (FA) í gær. FA tók saman til- lögur um fasteignaskatta á íbúðar- og atvinnuhúsnæði í frumvörpum til fjárhagsáætlana í tíu af stærstu sveitarfélögum landsins. Af tólf stærstu sveitarfélögunum áttu að- eins Árborg og Reykjanesbær eftir að leggja fram fjárhagsáætlun. FA segir það vekja athygli „að Reykjavíkurborg, þar sem yfir helm- ingur af öllu verslunar- og skrif- stofuhúsnæði landsins er staðsettur, sér enn eitt árið enga ástæðu til að lækka fasteignaskatta og innheimtir, eitt sveitarfélaganna á höfuðborgar- svæðinu, hæsta lögleyfða fasteigna- skatt af atvinnuhúsnæði, 1,65% af fasteignamati,“ segir í fréttinni. Lagt er til að álagningarhlutfall íbúðarhúsnæðis í Reykjavík verði 0,18% af fasteignamati árið 2020. Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði er lægstur á höfuðborgarsvæðinu á Seltjarnarnesi 0,175% og er lagt til að hann verði óbreyttur á milli ára. Einnig er lagt til að fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði þar í bæ verði óbreyttur á næsta ári eða 1,1875%. Samkvæmt samantekt FA lækkar fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði mest á Akranesi eða um 11,4% og fer úr 1,5804% í 1,4% af fasteignamati. Í Kópavogi lækkar fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði úr 1,5% í 1,49%. Í Mosfellsbæ er lagt til að lækka fast- eignaskatt á atvinnuhúsnæði úr 1,6% í 1,585%. Jafnframt er lagt til að lækka vatns- og fráveitugjöld. Lagt er til að fasteignaskattur á atvinnu- húsnæði lækki talsvert í Vestmanna- eyjum eða úr 1,65% í 1,55%. Hafnfirðingar leggja til að fast- eignaskattar verði óbreyttir milli ára, 0,26% á íbúðarhúsnæði og 1,4% á atvinnuhúsnæði. Garðbæingar ætla að skoða álagningarhlutfallið milli umræðna. gudni@mbl.is Reykjavík með hæsta skatt  FA tók saman álagningarhlutföll fasteignaskatta í stærstu sveitarfélögunum  Reykjavík áfram með fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði í lögleyfðu hámarki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.