Morgunblaðið - 14.11.2019, Side 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2019
Þú færð rúðuhreinsinn og allar hinar
vetrarvörurnar fyrir bílinn hjá Olís.
Vinur við veginn
*Lykil- og korthafar Olís og ÓB eru sjálfkrafa
meðlimir í Vinahópnum og njóta afsláttarkjara
þegar greitt er með lykli eða korti.
10%
afsláttur af
bílavörum fyrir
Vinahóp Olís*
Bjartara
framundan
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Mér finnst gott að getanotað forréttindi mínsem þegn í friðsömu ogfrjálsu landi til þess að
hjálpa þeim sem sannarlega þurfa.
Þetta starf veitir mér mikla gleði,“
segir Sigþrúður Guðmundsdóttir,
framkvæmdastýra Kvennaathvarfs-
ins. Hún er nýlega komin heim frá
Palestínu þar sem hún dvaldi um
fjögurra vikna skeið, frá því snemma
í október síðastliðnum fram í þennan
mánuð, og sinnti þar uppskerustörf-
um á ólífuökrum.
Endalaus mannréttindabrot
Ytra dvaldist Sigþrúður sem
sjálfboðaliði á vegum samtakanna
The International Women’s Peace
Service (IWPS), en stefna þeirra og
starf er bundið við Palestínu. Á þess-
um slóðum var Sigþrúður einnig á
síðasta ári og er því orðin hagvön.
Kvennasamtökin fyrrnefndu
hafa til umráða hús í þorpinu Der
Istia og þar átti Sigþrúður samastað
meðan á dvölinni stóð. „Meðan ég
var þarna komu í hús konur til dæm-
is frá Englandi, Svartfjallalandi,
Frakklandi og Austurríki. Þarna var
fjörleg sambúð í fallegu húsi,“ segir
Sigþrúður og heldur áfram:
„Veðráttan var mild og vinna
þægileg, svo þetta var allt eins og
best verður á kosið. Hins vegar rann
mér til rifja að sjá og upplifa það
margvíslega óréttlæti sem palest-
ínska sveitafólkið sem þarna býr má
sæta. Þarna eru framin endalaus
mannréttindabrot. Sárast finnst mér
kannski að sjá grimmdina bitna á
börnunum; sem móðir og amma
kemur slíkt við hjarta mitt.“
Hætta vofir yfir
Ólífukonurnar lögðu af stað út á
akurinn snemma dags og tíndu af
trjánum allan daginn. Urðu þó oft
frá að hverfa af ýmsum ástæðum.
„Hættan sem steðjar að bændunum
er af ýmsum toga. Oft eru akrarnir
mjög nálægt landtökubyggðum og
þá vofir yfir hætta á ofbeldi af hálfu
landtökufólks. Í október komust til
dæmis sjálfboðaliðar á næsta akri
við okkur í hættu þegar hópur
landtökufólks réðst á þau með bar-
smíðum og spörkum. Í framhaldinu
var kveikt í ólífutrjám allt í kringum
okkur.“
Að auki þurfa bændurnir að
eiga við her og lögreglu sem eiga það
til að birtast og vísa bændum af eigin
ökrum sem skyndilega eru sagðir
vera hernaðarlega mikilvægir staðir,
að sögn Sigþrúðar. Hún bætir við að
mörgum renni til rifja að sjá og fylgj-
ast með fréttum af ástandinu í Pal-
estínu. Algengt sé því að sjálfboða-
liðar fari þangað til aðstoðar og nú á
dögunum hafi hún hitt fjölda fólks
sem var á svæðinu undir merkjum
fjölmargra hjálparsamtaka.
Notaleg vinna og núvitund
„Ólífutínslan sjálf er notaleg
vinna og á við bestu núvitundar-
æfingu. Helsti kosturinn er að fá að
kynnast bændunum og fjölskyldum
þeirra og fá að deila með þeim kjör-
um. Oft bjóða fjölskyldurnar sjálf-
boðaliðunum í kvöldmat í dagslok og
ef heppnin er með okkur fáum við að
fara með þegar feng dagsins er skil-
að í ólífupressuna, en þar er mikið
fjör á þessum árstíma,“ segir Sig-
þrúður um sjálfboðastarfið í Palest-
ínu sem hún vill sinna áfram.
Hugsandi Rann til rifja að sjá og
upplifa óréttlæti, segir Sigþrúður.
Ólífur Aldin á trjám í fjarlægu landi. Stöðvaður Maðurinn reið asna en hermenn hömluðu lengi för.
Palestína er stríðshrjáð land en heillandi þó. Sig-
þrúður Guðmundsdóttir dvaldist þar á dögunum og
tíndi ólífur á ökrum bænda. Landtökufólk á svæðinu
beitir grimmd og ofbeldi og hermenn eru aldrei langt
undan. Starf með heimafólki í sveitum landsins er
því ekki hættulaust en afar lærdómsríkt.
Ljósmynd/Sigþrúður Guðmundsdóttir
Stríð Palstínumenn eru umsetnir landtökufólki sem meðal annars kveikir elda á ólífuökrum og vinnur spellvirki.
Ólífurnar
í október
Áfram er meintu aðgerðaleysi stjórn-
valda gegn loftslagsbreytingum mót-
mælt og í hádeginu á morgun, föstu-
dag, mætir ungt fólk til fundar á
Austurvelli klukkan 12. Verkfallið er
innblásið af hinni sænsku Gretu
Thunberg, en skólaverkfall hennar
hefur vakið mikla athygli. Nú þegar
hafa hundruð þúsunda ungmenna
farið að hennar fordæmi og flykkst út
á götur til að mótmæla aðgerðaleysi
stjórnvalda í baráttunni við loftslags-
breytingar í yfir 100 löndum um allan
heim.
„Við viljum sýna stjórnvöldum að
almenningur sé meðvitaður um al-
vöru málsins og vilji rótttækar að-
gerðir,“ segir í kynningu á viðburði
þessum. Þar er nefnt að á Íslandi hafi
verið sett aðgerðaáætlun í loftslags-
málum sem nái til ársins 2030. Þar
sé meðal annars gert ráð fyrir kolefn-
ishlutleysi fyrir árið 2040. Þær ráða-
gerðir séu góðar en betur megi ef
duga skuli. Áætlunin sé ekki í sam-
ræmi við markmið um að halda hlýn-
un innan 1,5 gráða á heimsvísu og því
þurfi að stíga stærri skref.
Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóð-
anna segir að verja þurfi 2,5% af
heimsframleiðslu til loftslagsmála á
ári til ársins 2035 til að halda hlýnun
innan við 1,5 gráður.
„Við krefjumst þess að Ísland taki
af skarið, hlusti á vísindamenn, lýsi
yfir neyðarástandi og láti hið
minnsta 2,5% af þjóðarframleiðslu
renna beint til aðgerða tengdra um-
hverfismálum. Þar verður atvinnulífið
einnig að axla ábyrgð og til þess
verður viðhorfsbreyting að eiga sér
stað,“ segir ennfremur.
Loftslagsverkföllin á Austurvelli halda áfram
Hlustað verði á vísindamenn
Morgunblaðið/Hari
Austurstræti Í allsherjarverkfalli ungs fólks vegna loftslagsmála í haust.