Morgunblaðið - 14.11.2019, Page 23

Morgunblaðið - 14.11.2019, Page 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2019 „Við mættum með þessa litlu þyrlu og Jón vissi upp á hár hvert vandamálið var,“ sagði Ingvar. Jón sagði að tækið sem þeir prófuðu hefði verið viðkvæmt fyrir seg- ulsviðstruflunum. „Því norðar sem við komum á jörðinni því öflugri verða áhrif segulsviðins, norður- ljósa, málma í jörðu og fleira,“ sagði Jón. Hann sagði að stjórn- tæki þyrlu tækniháskólans hefðu verið forrituð frá grunni og ýmsir partar sérsmíðaðir. Það gerði allt ferlið tímafrekara en ella. Jón sagði að Ingvar hefði verið búinn að finna margar gerðir af tækjum sem talin voru koma til greina. Ekkert tækjanna uppfyllti allar kröfur þeirra og því var ákveðið að smíða nýtt tæki frá grunni. Dróni kom í stað þyrlu „Ég er verkfræðingur að mennt og tók auk þess meistaragráðu í hönnun ómannaðra flugfara og er kominn með ágætis reynslu í þessu,“ sagði Jón. „Við hættum við þyrluhugmyndina og smíðuðum dróna. Nú erum við komnir með frumgerð sem virkar og erum að prófa hana.“ Dróninn er 2,46 metrar í þver- mál og búinn sex rafknúnum hreyflum. Tvær litlar rafhlöður knýja spaðana. Í drónanum er líka bensínknúin ljósavél sem hleður jafnt og þétt inn á rafhlöðurnar. Ef gefa þarf spöðunum meira afl ganga þeir á forða rafhlaðnanna. Svo þegar slakað er á inngjöfinni hlaðast rafhlöðurnar. Jón sagði að nútímaflugtölvur væru viðkvæmar fyrir titringi eins og frá bulluhreyflum. Bensínvélin í drónanum er með stimpilinn að neðanverðu og gengur hann upp og niður. Mótorfestingarnar eru með búnaði sem einangrar titringinn frá rafalnum. Auk þess var hönnuð auka titringsvörn fyrir flugtölvuna þannig að það er tvöföld titrings- vörn í tækinu. Drónanum er fjarstýrt frá jörðu við hreindýrasmölun. Einnig er hægt að forrita hann til að fljúga fyrirfram ákveðnar leiðir. Jón sagði að tækið væri ekki nógu greint til að geta fundið og smalað hreindýrum upp á eigin spýtur. Hægt er að kalla drónann til baka hvenær sem er og þá flýgur hann sjálfvirkt. Tækið er einnig forritað þannig að það snýr sjálfkrafa aftur á upphafsstað ef það missir sam- bandið. Flugmaður drónans er kyrr á sama stað á meðan hann smalar og færir sig svo á nýjan stað og svo koll af kolli. Hann fylgist með flugi drónans og því sem myndavél hans sér oftast í gegnum sýndarveru- leikagleraugu (VR). Flugmaðurinn sér því ekki frá sér til að geta gengið á eftir drónanum. „Við lærðum ýmislegt á þessu, til dæmis að þegar við erum að fljúga getur verið erfitt að átta sig af skjámyndinni hvar dróninn er. Fólk á jörðu segir kannski: Dýrin fóru á bak við hrygginn. En í gegnum drónann sé ég fimm hryggi! Við sáum að við þurftum að endurbæta aðferðirnar við að nota tækið,“ sagði Jón. Þrjár stórar prófanir Ingvar sagði að gerðar hefðu verið þrjár stórar prófanir á drón- anum í Grænlandi í ágúst síðast- liðnum. Fyrst var prófað hvernig gekk að smala hreindýrunum. Þau brugðust svipað við drónanum og þyrlu. Áhrif nýja drónans voru borin saman við áhrif hefðbundins lítils dróna þar sem dýrin voru komin í gerði. Jón sagði að þau hefðu verið fljót að venjast litla drónanum og látið sér fátt um hann finnast eftir stutta stund. Hreindýr sjá ekki sérlega vel, en treysta mikið á þef- skynið og heyrnina. Stóri dróninn gefur frá sér 120 dB vélarhljóð, líkt og keðjusög, sem er nægur há- vaði til að dýrin hörfa undan hon- um. Stefán sagði að hreindýrin hefðu ekki verið jafn hrædd við drónann og smalamann eða hund. „Þau voru bara þægilega hrædd við drónann og þokuðust rólega undan honum í gerðinu. Það má segja að dróninn sé mjög háþróaður smalahundur!“ Jón sagði að í fyrstu tilrauninni hefði verið flogið yfir eyju í leit að hreindýrum. Skyndilega benti einn og sagði dýrin eru þarna og þá var dróninn um kílómetra fyrir aftan þau. Dýrin höfðu því hörfað undan drónanum þótt þeir áttuðu sig ekki á því. „Ástæðan fyrir að við sáum þau aldrei var að við vorum búnir að reka þau svo langt fram fyrir okkur,“ sagði Jón. Stefán sagði að dýrin hefðu farið hraðar en fót- gangandi maður. Jón sagði að fræðileg flugdrægni drónans væri um 60 km. Reynslan sýndi að merkið frá myndavél drónans dró ekki nema um 8,5 km. Líklega má bæta það með stefnu- virkum loftnetum. Radíósambandið var miklu sterkara en myndmerkið þannig að hægt var að sjá í spjald- tölvu hvar dróninn var og hvert hann stefndi þótt myndmerkið dytti út. Fullhlaðinn af eldsneyti flýgur dróninn á um 18 km/klst. hraða. Sé hann léttari getur hann náð allt að 50 km/klst hraða. Kominn er öfl- ugri rafall en sá sem er í drón- anum og er hugmyndin að setja hann í drónann til að gera hann hraðskreiðari. Hefur víðtækt notagildi Öflugur og langdrægur dróni eins og þessi getur haft víðtækt notagildi en hann krefst tals- verðrar þjálfunar þess sem flýgur honum. Hægt er að sérsníða drón- ann og búa fjölbreyttum aukabún- aði, sem ekki er í boði þegar um verksmiðjuframleidda dróna er að Ljósmynd/IG Í Grænlandi Ingvar (t.v.) og Jón (t.h.) undirbúa tilraunaflug drónans.  SJÁ SÍÐU 24 án j verjandi 2. bók B arnason SPENNAN MAGNAST St f LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | Laugardaga 11–16 | www.forlagid.is Hörkuspennandi saka- máladrama eftir Óskar Magnússon um Stefán Bjarnason hæstaréttar- lögmann. Sjálfstætt framhald Verjandans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.