Morgunblaðið - 14.11.2019, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2019
ræða, að sögn Jóns. Stefán er fé-
lagi í heimssamtökum hrein-
dýraræktenda og er nýkominn frá
hreindýrabændum í Síberíu. „Allir
sem rækta hreindýr, frá Grænlandi
og austur til Síberíu, eru að hugsa
um tæki til að smala og líta eftir.
Hreindýrabændur í Skandinavíu og
víðar hafa áhuga á þessu tæki. Ég
ræddi við kollega mína sem flestir
kvörtuðu yfir því að hefðbundnir
drónar hefðu of lítið flugþol. Auk
þess gátu þeir ekki notað drónana
nógu langt frá sér. Þeir töldu æski-
legast að geta notað dróna í 3-7
km fjarlægð til að leita að dýrum
og hjálpa við að smala við
ákveðnar aðstæður. Þessi vél getur
mætt því.
Hreindýrabændur í Síberíu
glíma við vandamál vegna óarga-
dýra. Þar eru stór flæmi og skóg-
ar. Mikið er af úlfum sem drepa
hreindýr og valda bændunum
miklu tjóni. Þeir hafa áhuga á að
geta fylgst með úlfunum svo hægt
sé að flytja þá á önnur svæði þar
sem þeir valda ekki skaða. Við höf-
um fengið skriflega fyrirspurn frá
Rússlandi um hvort við höfum
áhuga á að vinna með þeim,“ sagði
Stefán.
Mjög fullkomin myndavél
Ingvar sagði að myndbúnaður
drónans gegndi lykilhlutverki. Þeir
keyptu tvöfalda tékkneska mynda-
vél sem tæki jafnt myndir í hárri
upplausn og hitamyndir. Mynda-
vélarlinsan hefur mikla aðdrátt-
argetu. Hitamyndavélin gerir kleift
að sjá dýrin í myrkri og sér þau
greinilega þótt þau séu mjög sam-
lit umhverfinu. Myndavélin er smá-
gerð og létt en hvert gramm skipt-
ir máli í þessu sambandi.
Jón sagði að myndavélin gæti
tekið góðar myndir þótt hún væri í
100-150 metra fjarlægð frá mynd-
efninu. Hefðbundnar drónamynda-
vélar þurfi að vera í 40-50 metra
fjarlægð til að ná þokkalegri mynd.
Það þrengir leitarsvæðið og gerir
stjórn á drónanum erfiðari.
Ingvar sagði að hugbúnaður
fylgdi myndavélinni sem auðveldaði
greiningu á myndefninu. Vélin er
smíðuð til eftirlits- og hern-
aðarnota. Því þurftu þeir að und-
irrita yfirlýsingu um endanlega
notkun vélarinnar áður en hún
fékkst afhent.
Jón sagði að þegar dróninn var
smíðaður hefðu þeir sett á hann
alls konar tengi og festingar fyrir
aukabúnað. „Þegar ég vigtaði drón-
ann var hann of þungur. Ég reif
allt úr honum, grennti kapla, end-
urhannaði rafkerfið og fjarlægði
hvert gramm sem ég gat.“
Alltaf hægt að endurbæta
Drónanum er alltaf flogið á milli
staða á vettvangi, hann er aldrei
borinn. Það eina sem þarf að bera
er varaeldsneytið. Hægt er að
fljúga drónanum í tvo klukkutíma á
fjórum lítrum af bensíni. Jón sagði
mikinn mun á að bera það bens-
ínmagn eða 25 kg þungan og stór-
an dróna. Með öflugri ljósavél verð-
ur hægt að fylla eldsneytistank
drónans, sem rúmar átta lítra. Með
því og minniháttar uppfærslu er
hugsanlega hægt að auka flugþolið
í fjórar klukkustundir
Þróun drónans er ekk i lokið.
„Þetta er fullgerð frumgerð en það
er alltaf pláss fyrir endurbætur,“
sagði Jón. „Þetta var frumraun hjá
okkur og við höfum áttað okkur á
styrkleikum og veikleikum tæk-
isins.“ Ingvar sagði að tækið væri
vel nothæft og Stefán gæti farið
með drónann til Grænlands og
smalað með honum.
Ljósmynd/IG
Hitamynd Myndin var tekin við smölun á hreindýrum á eyju nálægt Isortoq. Hitamyndavélin sýnir hreindýrin greinilega á nóttu sem degi.
Húsdýragarðurinn Ljósmyndavél drónans er mjög næm og tekur bæði
svart-hvítar og litmyndir í hárri upplausn. Linsan hefur mikið aðdráttarafl.
Ljósmynd/IG
Hreindýrasmölun í Grænlandi Flugmaður drónans fjarstýrir honum og
fylgist með smöluninni í gegnum sýndarveruleikagleraugu.
Ljósmynd/IG
Rauðarárstígur 12–14, sími 551 0400 · www.gallerifold.is
Opið virka daga kl. 10–18, laugard. kl. 11–16, sunnud. lokað
VIÐ LEITUM AÐ
LISTAVERKUM
SÍÐUSTU FORVÖÐ AÐ KOMA VERKUM
Á NÆSTA LISTMUNAUPPBOÐ
ÁHUGASAMIR GETA
HAFT SAMBAND
Í SÍMA 551-0400
Hreindýrasmölun á Grænlandi með dróna