Morgunblaðið - 14.11.2019, Síða 28
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2019
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Hinn 4. nóvember síðastliðinn birti
Morgunblaðið frétt um að skipulags-
fulltrúinn í Reykjavík hefði tekið til
afgreiðslu umsókn Seðlabanka Ís-
lands um hækkun hússins á lóð nr. 1
við Kalkofnsveg (Svörtuloft) að
hluta til um tvær hæðir, samkvæmt
tillögu arkitektastofunnar Arkþings
ehf. Fréttin var byggð á gögnum
sem Arkþing sendi til borgarinnar
fyrir hönd Seðlabankans.
Hinn 8. nóvember birtist svo við-
tal við Ásgeir Jónsson seðlabanka-
stjóra í Fréttablaðinu þar sem hann
vísaði því á bug að framkvæmdirnar
væru áformaðar. Bankinn vildi að-
eins kanna hvort sá möguleiki væri
fyrir hendi að hækka Seðlabanka-
húsið.
Fyrirspurn send til bankans
Þar sem seðlabankastjóri var hér
að halda því fram að Morgunblaðið
væri að fara með rangt mál var óhjá-
kvæmilegt að blaðamaðurinn sem
skrifaði fréttina sendi fyrirspurn til
Ásgeirs seðlabankastjóra:
Fyrirspurnin:
„Á fundi skipulagsfulltrúa
Reykjavíkur 25. október sl. var eft-
irfarandi bókun gerð: „3.19 Kalk-
ofnsvegur 1, Seðlabankinn, (fsp)
hækkun húss að hluta. Lögð fram
fyrirspurn Helga Mars Hallgríms-
sonar f.h. Seðlabanka Íslands dags.
25. júlí 2019 um hækkun hússins á
lóð nr. 1 við Kalkofnsveg að hluta til
um tvær hæðir, samkvæmt tillögu
Arkþings ehf. ódags. Vísað til um-
sagnar verkefnisstjóra.“
Í tillögu Arkþings segir m.a.:
„Nýlega var sameining Seðla-
banka Íslands og Fjármálaeftirlits-
ins samþykkt á Alþingi. Fyrirhugað
er að sameina starfsemina undir eitt
þak í núverandi hús Seðlabankans.
Starfsfólki í húsinu mun fjölga um
u.þ.b. 40% og er ljóst að stækka þarf
húsið til að rúma starfsemina.“
Nú langar mig að vita hvernig ber
að skilja þessa setningu ef ekki eru
nein áform um stækkun hússins eins
og haft er eftir þér í Fréttablaðinu.“
Eftirfarandi svar barst frá seðla-
bankastjóra:
„Umrædd fyrirspurn til skipu-
lagsfulltrúa Reykjavíkur var und-
irbúin í sumar og send til þess að
kanna þessa möguleika og vinna
tíma ef til þess kæmi að hækka
þyrfti húsnæðið. Það hefur þó engin
ákvörðun verið tekin um slíkt. Fyrst
um sinn verður reynt að nýta hús-
næði Seðlabankans sem best og
stefnt er að því að færa starfsemi
FME þangað eftir því sem færi
gefst. Stefnan er að hafa starfsem-
ina undir einu þaki en það breytir
því ekki að við vildum kanna afstöðu
borgaryfirvalda til mögulegrar
stækkunar.“
Tölvupóstsamskiptin við Ásgeir
Jónsson bankastjóra fóru fram í
gegnum Stefán Jóhann Stefánsson
ritstjóra á skrifstofu seðlabanka-
stjóra.
Þar sem blaðamaður taldi svar
seðlabankastóra alls ófullnægjandi
sendi hann eftirfarandi fyrirspurn á
Stefán Jóhann:
„Þetta svarar ekki spurningunni
sem ég bar upp hér að neðan. Ef ekki
stóð til að stækka húsið, hvers vegna
stendur þá í fyrirspurn Arkþings að
ljóst sé að stækka þurfi húsið til að
rúma starfsemina? Á grunni þessa
m.a. skrifaði Morgunblaðið fréttina
sem seðlabankastjóri hefur vísað á
bug í samtali við Fréttablaðið. Voru
það mistök að breyta ekki fyrirspurn
Arkþings áður en hún kom til af-
greiðslu skipulagsyfirvalda?“
Svar Stefáns Jóhanns var svo-
hljóðandi: „Eins og fram kom þá var
aldrei endanlega búið að taka neina
ákvörðun í Seðlabankanum um að
stækka húsið heldur var ákveðið að
kanna þá möguleika strax í sumar ef
út í það færi að húsið yrði stækkað.
Það var unnið að því að skoða þessa
möguleika eins og fram kemur í
svari seðlabankastjóra. Þetta end-
urspeglast líka í því sem haft er beint
eftir seðlabankastjóra í fréttum.“
Eins og sjá má hér að ofan er
spurningu blaðamanns Morgun-
blaðsins ekki heldur svarað af Stef-
áni Jóhanni. Ómdeilt er að í bréfi
Arkþings fyrir hönd Seðlabankans
dagsett 25. júlí segir orðrétt:
„Starfsfólki í húsinu mun fjölga um
u.þ.b. 40% og er ljóst að stækka þarf
húsið til að rúma starfsemina.“
Með fylgdu tölvumyndir af Kalk-
ofnsvegi 1 frá nokkrum sjón-
arhornum, fyrir og eftir stækkun.
Mörg dæmi eru um það að skipu-
lagsyfirvöld í Reykjavík fái fyrir-
spurnir um það hvort leyfi fáist til
framkvæmda og er þeim þá svarað
jákvætt eða neikvætt. Ekkert slíkt
er að finna í fyrirspurn Arkþings
sem borgin afhenti Morgunblaðinu.
Starfsmenn Seðlabankans eru nú
181 talsins og starfsmenn Fjármála-
eftirlitsins 117. Því verða alls 298
manns starfandi í húsinu óstækkuðu
í framtíðinni, samkvæmt orðum
seðlabankastjóra.
Þess má geta í lokin að þegar Ark-
þing sendi Reykjavíkurborg bréfið
25. júlí var Már Guðmundsson seðla-
bankastjóri. Ásgeir Jónsson tók við
embættinu 20. ágúst sl.
Ætlaði að byggja en samt ekki
Seðlabankastjóri vísar á bug frétt um að áformað sé að hækka hús bankans Í bréfi til skipulags-
yfirvalda segir hins vegar að stækka þurfi húsið til að rúma starfsemina Misræmið er óútskýrt
Tölvumyndir/Arkþing
Fyrir og eftir „stækkun“ Hér má sjá myndir sem arkitektastofan útbjó og sýna Svörtuloft fyrir og eftir stækkunina sem þó var ekki áformuð að sögn bank-
ans. Hér er sjónarhornið frá Arnarhvoli niður Ingólfsstræti. Í bréfi Arkþings fyrir hönd bankans var stækkun hússins sýnd frá fjórum sjónarhornum.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og
ungir iðkendur í Fram tóku á þriðju-
dag fyrstu skóflustungu að nýrri
íþróttamiðstöð félagsins í Úlfarsár-
dal. Framkvæmdir hefjast strax og
verklok eru áætluð 2022. Verktaki er
GG Verk ehf.
Fjölnota íþróttahús, áhorfenda-
stúka fyrir aðalleikvang í knatt-
spyrnu, minni íþróttasalir, félags- og
þjónustuaðstaða fyrir starfsfólk,
þjálfara og félagsmenn, búningsrými
ásamt samkomusal og fundaraðstöðu
eru hlutar af íþróttamiðstöðinni. Hún
verður 7.300 fermetrar á þremur
hæðum með aðalinngang við sameig-
inlegt hverfistorg við Úlfarsbraut.
Kostnaður við framkvæmdina er
áætlaður 4,6 milljarðar króna.
Íþróttamiðstöðin er austasti hluti
bygginga við Úlfarsbraut sem þjóna
hverfinu. Í vestari hluta bygginganna
eru leik- og grunnskóli ásamt frí-
stundamiðstöð, menningarmiðstöð og
sundlaug sem nú eru ýmist full-
byggðar eða í uppbyggingu. Íþrótta-
aðstaðan nýja verður ennfremur nýtt
af skólum í hverfinu.
Íþróttamiðstöðin mun hýsa full-
búna handboltahöll með keppnisvelli
og áhorfendapöllum fyrir allt að 1.300
manns. Nýr knattspyrnuvöllur verð-
ur gervigrasvöllur, með stúku sem
rúmar 1.600 áhorfendur. sisi@mbl.is
Ljósmynd/Reykjavíkurborg
Ný íþróttamiðstöð
rís í Úlfarsárdal