Morgunblaðið - 14.11.2019, Side 30
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Sú staða er komin upp að Ísland þarf
að ákveða hvort það tekur upp nán-
ara samstarf við Kína eða lætur und-
an kröfum Bandaríkjanna um að
draga úr nánum samskiptum land-
anna. Einnig getur sú staða komið
upp að Ísland þurfi að taka af skarið
með það hvort það ætli að vera í nán-
ara pólitísku og efnahagslegu sam-
starfi við Bandaríkin, þá ef til vill í
bandalagi við Bretland, eða ríki
Evrópu innan
Evrópusam-
bandsins.
Þetta er mat
Baldurs Þórhalls-
sonar, prófessors í
stjórnmálafræði
við Háskóla Ís-
lands, en hann
hefur ásamt sam-
starfsmönnum
sínum rannsakað
utanríkisstefnu
Íslands út frá kenningunni um mikil-
vægi skjóls fyrir smáríki.
Fyrir um mánuði fjallaði Morgun-
blaðið um það sjónarmið Baldurs og
fræðimannsins Marcs Lanteignes að
Ísland stæði á krossgötum; þyrfti að
velja milli nánara samstarfs við Kína
eða Bandaríkin. Greinin vakti tölu-
verð viðbrögð en byggðist að mestu
leyti á viðtali við Lanteigne, sem rök-
studdi sjónarmið sín á opnum fyrir-
lestri í Háskóla Íslands.
Gagnrýndi Björn Bjarnason, einn
helsti sérfræðingur Sjálfstæðis-
flokksins í utanríkismálum, meðal
annars niðurstöður greinarinnar.
Í tilefni af áhuganum sem málið
vakti lék blaðamanni forvitni á að
heyra Baldur skýra málið nánar.
Mikilvægi skjóls fyrir smáríki
Dr. Baldur byrjar á að útskýra
kenninguna um skjól sem hann hafi
þróað með samstarfsaðilum sínum.
Þar sé vikið að mikilvægi þess að
smærri samfélög hafi pólitískt, efna-
hagslegt og samfélagslegt skjól
stærri ríkja og alþjóðastofnana.
„Stór ríki geta miklu frekar staðið
ein og sér. Það eiga smáríki erfitt
með að gera. Undir pólitískt skjól
fellur til dæmis hernaðarlegt og
diplómatískt skjól sem og reglur og
viðmið í alþjóðakerfinu sem eru smá-
ríkjum hagstæð. Bandaríkin og að-
ildin að NATO veita okkur hern-
aðarlegt skjól. Bandaríkin veittu
okkur einnig mikilvægt efnahagslegt
og diplómatískt skjól stærstan hluta
kaldastríðstímans. Auk þess héldu
Bandaríkin uppi gildum og reglum í
alþjóðakerfinu sem voru mjög hag-
stæð smáríkjum eins og Íslandi.
Norðurlöndin hafa veitt okkur öfl-
ugasta samfélagslega skjólið eins og
aðgang að menntastofnunum, þaðan
kemur fyrirmyndin að velferðar-
kerfinu og róttækar hugmyndir ber-
ast enn þaðan. Umfangsmesta efna-
hagslega skjólið í dag felst í aðgangi
að mörkuðum Evrópu með aðildinni
að Evrópska efnahagssvæðinu,“ segir
Baldur og bendir á að staða landsins í
alþjóðakerfinu sé að breytast.
Grafa undan alþjóðakerfinu
Um leið ríki óvissa um hvernig
smáríkjum muni reiða af í breyttri
heimsmynd. Kína gegni sífellt stærra
hlutverki í heimsmálunum og Banda-
ríkin grafi undan alþjóðastofnunum
þar sem smáríki hafi notið skjóls. Þá
ríki óvissa á stundum um hvort
Bandaríkin standi við skuldbindingar
gagnvart nánum bandalagsríkjum
sínum. Bretar gangi líklega úr Evr-
ópusambandinu á næstunni og inn-
byrðis togstreita einkenni ESB, sem
aftur dragi úr áhrifamætti þess. Með
hliðsjón af þessum hræringum sé rétt
að spyrja hver staða Íslands sé í al-
þjóðamálum og hvernig best sé fyrir
lítið ríki að haga utanríkisstefnu sinni
í ólgusjó þessara breytinga.
Telur Baldur að enn frekari pólun
geti átt sér stað í alþjóðakerfinu. Því
sé ekki sjálfgefið að Ísland geti á
sama tíma unnið náið með valda-
mestu ríkjum heims eins og Banda-
ríkjunum, Kína og ríkjum Evrópu-
sambandsins. Eitt sé að stunda
viðskipti við þessi ríki, annað að taka
upp náið stjórnmálalegt samband við
þau.
Veittu ekki aðstoð í hruninu
Baldur bendir á að hið efnahags-
lega skjól sé ekki lengur fyrir hendi
fyrir Ísland. Sama gildi um diplómat-
íska skjólið sem landið hafði.
„Ef eitthvað er finnst mönnum á
stundum að stjórnvöld í Bandaríkj-
unum séu að grafa undan því al-
þjóðakerfi sem var búið til eftir síðari
heimsstyrjöldina og hefur verið mjög
hagstætt smáríkjum.
Við getum til dæmis litið á íslenska
efnahagshrunið 2008 í þessu sam-
bandi. Þá vöknuðu stórar spurningar
í kjölfar þess að Bandaríkjamenn lok-
uðu herstöðinni 2006. Þeir vildu ekki
aðstoða okkur í hruninu, á sama tíma
og þeir aðstoðuðu Norðurlöndin og
Sviss.
Hvað gerðum við í hruninu?
Fyrstu viðbrögðin voru meðal annars
að leita til Bandaríkjanna sem höfn-
uðu að veita okkur aðstoð, þótt sendi-
herra Bandaríkjanna hér í Reykjavík
mælti með því. Það var sótt um aðild
að Evrópusambandinu, níu mánuðum
eftir hrun, sem voru dæmigerð við-
brögð lítils ríkis sem lendir í áfalli.
Evrópusambandið átti að bjarga okk-
ur á öllum sviðum, hvort sem það
væri efnahagslega, pólitískt eða sam-
félagslega.
Því næst gerum við svo öryggis-
samninga, einkum tengda hafinu, við
ríki eins og Danmörku, Noreg, Bret-
land og Kanada. Og við aukum
öryggis- og varnarsamstarf við
Norðurlöndin,“ segir Baldur.
Náið samstarf við Kína
„Við fórum síðan í náið samstarf
við Kína og gerðum gjaldmiðlaskipta-
samning og fríverslunarsamning.
Jafnframt lögðum við áherslu á frí-
verslunasamninga innan EFTA.
Frá mínum bæjardyrum séð hefur
utanríkisstefna Íslands frá því eftir
hrun einkennst af því að íslenskir
ráðamenn, hvar í flokki sem þeir hafa
staðið, hafa reynt að tryggja landinu
efnahagslegt, pólitískt og samfélags-
legt skjól. Menn eru hins vegar ekki
einhuga um hvar eigi að leita skjóls.
Að mínu mati vitnar utanríkisstefnan
um að menn hafa verið dálítið ör-
væntingarfullir, á köflum. Það má
kannski líta á það sem dæmi hvernig
aðildarumsóknin að ESB var höndluð
í flýti og hve ákafir ráðamenn hafa
verið að vinna með Kína; hafa fullir
örvæntingar leitað að nýjum skjól-
veitanda sem er jafn sterkur og við
höfðum á tímum kalda stríðsins. Við
höfum hins vegar ekki náð að tryggja
okkur jafn öflugan skjólveitanda og
við höfðum í kalda stríðinu.“
Viðbrögð við Brexit gott dæmi
Baldur telur viðbrögð íslenskra
ráðamanna við Brexit styðja þessa
túlkun á utanríkisstefnunni. Leitað sé
tækifæra þar sem þau bjóðast.
„Þegar ljóst er að Bretar hafa
greitt atkvæði um að ganga úr
Evrópusambandinu fara íslenskir
stjórnmálamenn að tala um tækifær-
in sem felast í útgöngunni, á meðan
flestir stjórnmálamenn í Evrópu sjá
aðeins vandamálin sem henni fylgja.
Við tölum um að geta bundist Bretum
enn nánari böndum og fylgt þeim
eftir út um allan heim; gert fríversl-
unarsamninga og unnið náið með
þeim. Þannig hyggjast ráðamenn
leita skjóls hjá Bretum. Það virðist
ekki skipta máli hvar í flokki menn
standa þegar þeir leita að skjóli,“ seg-
ir Baldur og bendir á skort á efna-
hagslegu skjóli.
Það hafi komið á daginn að ekkert í
samningum Íslands við Bandaríkin,
Evrópusambandið eða Norðurlöndin
hafi kveðið á um að Íslandi yrði
bjargað í efnahagslegu áfalli. Það
skýri örvæntingu stjórnmálamanna
eftir hrunið og hversu víða þeir leit-
uðu skjóls. Það spurðist út árið 2009
ESB-aðild átti að bjarga öllu
Prófessor segir stjórnmálamenn hafa í örvæntingu leitað skjóls fyrir Ísland eftir efnahagshrunið
Eftir að vinaþjóðir höfnuðu aðstoð hafi Ísland horft til Kína Bandamenn muni gera kröfur
Morgunblaðið/Hari
Á Keflavíkurflugvelli Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og eiginkona hans, Karen. Hjónin heimsóttu Ísland í ágúst síðastliðið sumar.
Baldur
Þórhallsson
30 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2019
Verslun Snorrabraut 56, 105 Reykjavík | Sími 588 0488 | feldur.is
Fallegar
og hlýjar
loðskinns-
úlpur