Morgunblaðið - 14.11.2019, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 14.11.2019, Qupperneq 34
34 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2019 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum 14. nóvember 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 124.62 125.22 124.92 Sterlingspund 159.94 160.72 160.33 Kanadadalur 93.98 94.54 94.26 Dönsk króna 18.374 18.482 18.428 Norsk króna 13.615 13.695 13.655 Sænsk króna 12.839 12.915 12.877 Svissn. franki 125.19 125.89 125.54 Japanskt jen 1.1408 1.1474 1.1441 SDR 171.04 172.06 171.55 Evra 137.32 138.08 137.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.0121 Hrávöruverð Gull 1455.0 ($/únsa) Ál 1804.5 ($/tonn) LME Hráolía 62.11 ($/fatið) Brent ● Aðeins tvö félög hækkuðu í við- skiptum í Kauphöll í gær. Þannig hækkaði Origo um 0,6% í óverulegum viðskiptum. Hins vegar hækkuðu bréf Skeljungs um ríflega 2% í viðskiptum sem námu tæpum 382 milljónum króna. Voru það mestu viðskipti með einstakt félag í Kauphöllinni í gær. Skeljungur hafði birt uppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðung eftir lokun markaða á mánudag. Bréf Eimskipafélagsins lækkuðu um 4,6% í viðskiptum sem námu 126 milljónum króna. Útgerðarfélagið Samherji er stærsti hluthafinn í félag- inu og fer með ríflega fjórðungs hlut í félaginu. Mest viðskipti með bréf Skeljungs í Kauphöllinni STUTT BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Annasamasta tíma ársins er nú að ljúka hjá dekkjaverkstæðum lands- ins, en alla jafna byrja bíleigendur að stefna ökutækjum sínum á hjól- barðaverkstæðin þegar líður á októbermánuð ár hvert. Samkvæmt upplýsingum frá bæði Degi Benónýssyni, rekstrar- stjóra bílaþjónustu N1, og Ólafi Konráð Benediktssyni, deildar- stjóra Nesdekks, er törninni nú um það bil að ljúka. „Það er farið að síga á seinni hlutann. Við erum með tíu verkstæði sem sinna hjól- barðaþjónustu. Þetta hefur gengið býsna vel í ár. Ef maður veitir góða þjónustu, þá gengur manni vel,“ segir Dagur og bætir við að við- skiptin séu svipuð frá ári til árs. „Það er helst að það fjölgi hót- elgestum á dekkjahótelunum okkar milli ára.“ Árið á undan hefur áhrif Ólafur Konráð segir í samtali við Morgunblaðið að það hafi haft áhrif á „vertíðina“ að enginn snjór hafi verið á höfuðborgarsvæðinu, en mun fleiri mæta á dekkjaverkstæð- in ár hvert ef snjórinn er snemma á ferðinni. Áttu þá von á annarri bylgju þegar og ef snjórinn lætur sjá sig? „Ég held að bróðurparturinn af dekkjaskiptunum sé búinn, en lík- lega kemur smá bylgja í viðbót þegar snjórinn lætur sjá sig.“ Spurður um hvort nagladekk eða aðrar tegundir dekkja séu í sókn samanborið við síðustu ár, segir Ólafur að tímabilið markist gjarnan af árinu á undan. „Ef það var lítill snjór árið á undan, þá eru færri sem fara á nagla árið á eftir, og öf- ugt.“ Hann segir að nýir bílar búi yfir sífellt betri skriðvörn og stöðuleika- kerfi, og því sé minni þörf á nagla- dekkjum á slíka bíla. „Nagladekkin eru auðvitað alltaf öruggust við erf- iðustu aðstæður, en þá er bara spurning hversu marga daga á ári aðstæður eru erfiðar hér innanbæj- ar. Toyo-harðskeljadekkin, sem eru vinsælustu dekkin okkar, eru mjög góð við flestar aðstæður, án þess að ég sé að ráðleggja eitt fremur en annað. Fólk fylgir sinni sannfær- ingu þegar að þessu kemur og mik- ilvægt að það velji réttu dekkin sem henta aðstæðum.“ 100 bílar afgreiddir á dag Ólafur segir að Nesdekk á Breið- höfða sé stærsta dekkjaverkstæði landsins og í október og nóvember, þegar mest er að gera, sé skipt um dekk á vel yfir 100 fólksbílum, auk hópferða- og vöruflutningabíla, en verkstæðið annar allt að sex vöru- bílum í einu. Ólafur segir að húsið bjóði upp á þá nýjung að vörubílar geti keyrt í gegnum verkstæðið, sem sé mun þægilegra fyrir bæði viðskiptavini og starfsmenn. „Húsið var byggt í hittifyrra og býður upp á nútímalega aðstöðu. Við erum til dæmis með niður- grafnar lyftur, þannig að flottir bílar eins og Porsche keyra inn á slétt gólf, og þurfa ekki að keyra upp á lyftu. Einnig erum við með snertilausar umfelgunarvélar, sem henta vel vönduðum og dýrum bíl- um.“ Fjörutíu starfsmenn eru nú að störfum hjá Nesdekki á Breiðhöfða. „Við ráðum alltaf aukafólk þegar mest er að gera, og það hefur aldrei verið jafn auðvelt að fá fólk til starfa og nú í ár. Mörgum finnst svo gaman í þessari vertíð að þeir taka sér frí frá sínum venjulegu störfum til að vinna í dekkjunum hjá okkur yfir törnina.“ Fleiri vilja nagladekk ef fyrra ár var snjóþungt Morgunblaðið/Árni Sæberg Dekk N1 er með 10 dekkjaverkstæði, en sex dekkjaverkstæði Nesdekks eru rekin undir sérleyfi.  Dekkjaskiptum að ljúka  Nýir bílar með góða skriðvörn  Menn koma á vertíð Hluthafar TM samþykktu á hlut- hafafundi í gær að félagið festi kaup á öllu hlutafé Lykils fjármögnunar hf. af Klakka ehf. Kaupverðið nemur 9.250 milljónum króna auk þess hagnaðar sem fyrirtækið mun skila á þessu ári. Ekki liggur fyrir hver hagnaður fyrirtækisins verður á þessu ári en í fyrra nam hann 1,2 milljörðum króna en árið 2017 nam hann 2,1 milljarði. Eigið fé Lykils nam 11.688 millj- ónum króna hinn 30. júní síðastlið- inn. TM hyggst m.a. greiða fyrir hlut- inn í TM með útgáfu nýs hlutafjár sem nema mun allt að 125 milljónum króna að nafnverði. Miðað við núver- andi gengi félagsins í Kauphöll nem- ur heildarvirði útboðsins því rúmum 4 milljörðum króna. Verður efnt til almenns hlutafjárútboðs í tengslum við útgáfuna og munu núverandi hluthafar njóta forgangsréttar í samræmi við eign sína. Þá hefur fé- lagið einnig gert breytingar á eigna- safni sínu til að standa straum af kaupunum og felst hún einkum í sölu eigna úr safni þess. Samkvæmt kynningu til hluthafa nemur umfang eignasölunnar 3.250 milljónum króna. Þá mun hluti kaupverðs einn- ig verða tryggður með frekari eigna- sölu og töku brúarláns. Kaup á Lykli samþykkt  TM hyggst gefa út nýtt hlutafé
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.