Morgunblaðið - 14.11.2019, Side 36
36 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2019
sp
ör
eh
f.
Töfrandi ferð um ítölsku og frönsku rivíeruna þar sem heillandi umhverfi lætur engan
ósnortinn. Förum m.a. til yndislegu borgarinnar Nice við Côte d’Azur ströndina í
Frakklandi, siglum úti fyrir brattri klettaströnd Cinque Terre og látum suðrænan blæ
leika um okkur í furstadæminu Mónakó og í fræga bænum San Remo.
Verð: 298.800 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið!
Fararstjóri: Íris Sveinsdóttir
Vor 3
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík
7. - 18. apríl
Páskaveisla við ítölsku rivíeruna
Ultima Thule, fjarlægasta útstirni
sólkerfisins, hefur fengið nýtt nafn,
Arrokoth, sem þýðir „himinn“ á máli
Powhatan-frumbyggja í Bandaríkj-
unum. Geimvísindastofnun Banda-
ríkjanna, NASA, ákvað þetta eftir að
fyrra nafnið var gagnrýnt vegna hug-
renningatengsla við þýska nasista.
Geimfarið New Horizons fór
framhjá útstirninu í janúar og tók
myndir sem benda til þess að það
samanstandi af tveimur hnöttum
sem eru fastir saman og minna á
snjókarl. Stjórnendur leiðangursins
kölluðu útstirnið Ultima Thule, eftir
landi sem talið var vera lengst í
norðri og endimörk veraldar í ritum
Grikkja og Rómverja til forna. Þeir
sem gagnrýndu nafngiftina á út-
stirninu bentu á að þýskir þjóðernis-
sinnar notuðu nafnið Ultima Thule
yfir heimkynni aría sem samkvæmt
kenningum nasista voru herraþjóð
sem lifði áfram í germanska kyn-
þættinum. Félagar í Thule-félaginu í
Þýskalandi, þ.á m. Rudolf Hess,
stofnuðu Þýska verkamannaflokkinn
(DAP) sem Adolf Hitler endur-
skipulagði og gerði að nasista-
flokknum. Nafnið er enn vinsælt
meðal hvítra þjóðernissinna í Evrópu
og Bandaríkjunum.
Útstirnið Ultima
Thule fær nýtt nafn
Satúrnu
s
Úranus
Neptúnus
Plútó
Fjarlægasta stjarnan sem geimfar hefur verið sent til, Ultima Thule, hefur fengið nafnið Arrokoth
Smástirni á hjara sólkerfisins fær nýtt nafn
Heimild: NASA *Hlutföllin eru ekki rétt
Arrokoth
(þýðir „himinn“ á
máli Powhatan-frumbyggja
í Bandaríkjunum)
Leið
New Horizons
NewHorizons
Kuipersbeltið
Útstirni sem eru næst
Neptúnusi eða innan
þyngdaráhrifa hans
Sól
2006: Geimfarinu skotið á loft
2015: Fór framhjá Plútó
2019: Fór framhjá Arrokoth,
sem áður var nefnt
Ultima Thule
Brautir stjarna* Þótti minna um of á nasismann
Bill Taylor, staðgengill sendiherra
Bandaríkjanna í Úkraínu, svaraði
spurningum leyniþjónustunefndar
fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í
gær og sagði m.a. að Donald Trump
Bandaríkjaforseti hefði beitt
stjórnarerindreka þrýstingi til að
knýja fram rannsóknir í Úkraínu á
pólitískum andstæðingi hans, Joe
Biden, og meintum afskiptum Úkra-
ínumanna af forsetakosningunum í
Bandaríkjunum árið 2016.
Taylor hafði áður sagt í skriflegum
vitnisburði að Trump hefði sett það
skilyrði fyrir aðstoð við Úkraínu að
andvirði nær 400 milljóna dala að
forseti landsins, Volodimír Zelenskí,
fyrirskipaði rannsóknir á Biden, sem
sækist nú eftir því að verða forseta-
efni demókrata, og meintum afskipt-
um Úkraínumanna af kosningunum í
Bandaríkjunum. Tvö önnur vitni
hafa staðfest þetta, að sögn The Wall
Street Journal. Trump óskaði eftir
rannsóknunum í símasamtali við Ze-
lenskí 25. júlí.
Taylor sagði í gær að Trump hefði
rætt málið við Gordon Sondland,
sendiherra Bandaríkjanna hjá Evr-
ópusambandinu, daginn eftir samtal-
ið við Zelenskí og spurt hann um
„stöðuna á rannsóknunum“. Taylor
sagði einnig að aðstoðarmaður sinn
hefði spurt Sondland eftir samtalið
við Trump hvaða skoðun forsetinn
hefði á Úkraínu. „Sondland sendi-
herra svaraði að Trump forseti hefði
meiri áhuga á rannsókninni á Bi-
den,“ sagði Taylor.
The Wall Street Journal segir að
vitnisburður Taylors í gær sýni að
Trump hafi sýnt mikinn áhuga á því
að rannsóknirnar hæfust í Úkraínu.
Nýleg könnun bendir til þess að
53% Bandaríkjamanna séu hlynnt
rannsókninni sem fulltrúadeildin hóf
með það fyrir augum að ákæra for-
setann til embættismissis. 49%
sögðu að svipta bæri Trump embætt-
inu en 46% sögðust vera á móti því.
Beitti stjórnarer-
indreka þrýstingi
Trump þrýsti á um rannsókn á Biden
AFP
Vitnisburður Bill Taylor svarar
spurningum þingnefndarinnar.
Mikið tjón varð vegna sjávarflóða í Feneyjum í
gær og fyrrakvöld þegar sjór flæddi inn í
margar gamlar byggingar, m.a. Markúsar-
kirkjuna. „Tjónið nemur milljónum evra,“
sagði Carlo Alberto Tesserin, formaður
nefndar sem annast rekstur og viðhald kirkj-
unnar. Hann bætti við að sérfræðingar hefðu
varað við því að þetta gæti gerst vegna hækk-
andi sjávarborðs en stjórnvöld á Ítalíu hefðu
ekki hlustað á þá.
Slökkviliðsmenn voru kallaðir út til að
hjálpa fólki og dæla sjó úr byggingum. Sjávar-
staðan hækkaði í 1,87 metra og hefur aðeins
einu sinni mælst hærri frá því að mælingar
hófust árið 1923, en það var árið 1966 þegar
hún mældist 1,94 metrar.
Luigi Brugnaro, borgarstjóri Feneyja,
kenndi loftslagsbreytingum um flóðin og
sagði að þau myndu setja „varanlegt mark“ á
borgina. „Ríkisstjórnin verður að hlusta
núna,“ sagði hann. „Þetta er afleiðing lofts-
lagsbreytinga og kostnaðurinn verður mikill.“
Skolp og dauðar rottur sáust víða fljóta í
skurðum sem skilja að eyjarnar. Myndin var
tekin í herbergi lúxushótelsins Gritti Palace.
Borgarstjóri Feneyja kennir hækkandi sjávarborði vegna hlýnunar jarðar um flóð sem ollu miklu tjóni í borginni
AFP
„Þetta er af-
leiðing lofts-
lagsbreytinga“