Morgunblaðið - 14.11.2019, Page 37

Morgunblaðið - 14.11.2019, Page 37
Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2019 Fjórhjóladrifinn og fæst sjö sæta Skoda Kodiaq er sneisafullur af staðalbúnaði og hefur slegið rækilega í gegn fyrir aksturseiginleika, tækni og snjalla hönnun. Komdu í reynsluakstur og finndu hvað gerir Kodiaq að afburðargóðum kosti. Hlökkum til að sjá þig. Þægindi, tækni og hönnun 5 ár a áb yr g ð fy lg ir fó lk sb ílu m H EK LU að up p fy llt um ák væ ðu m áb yr g ða rs ki lm ál a. Þá er að fin na á w w w .h ek la .is /a b yr g d -V er ð m ið as t vi ð g en g i1 .n óv em b er 20 19 . Skoðaðu úrvalið! www.hekla.is/skodasalur Verð frá 6.150.000 kr. Škoda Kodiaq 4x4 2.0 / Dísil / Sjálfskiptur HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · BVA Egilsstöðum www.skoda.is Staðalbúnaður - Bakkmyndavél - Stöðugleikastýring - Hraðastillir - Rafmagnsopnun á afturhlera- Nálgunarvarar - LED ljósabúnaður - 8 hátalarar og fleira. Kodiaq 1,1 milljón hektarar gróðurlendis hafa brunnið í Nýju Suður-Wales í Ástralíu frá því í september og óttast er að enn meira tjón verði af völdum gróðurelda á næstu vikum þegar há- sumarið gengur í garð. Um 3.000 slökkviliðsmenn börðust í gær við um 150 gróðurelda sem geisuðu enn í ríkjunum Nýju Suður- Wales og Queensland. Daginn áður kviknuðu um 300 nýir eldar í ríkj- unum tveimur og þeir urðu til þess að 50 íbúðarhús eyðilögðust eða skemmdust og um tuttugu manns voru flutt á sjúkrahús. Þrír menn hafa dáið og alls 200 hús eyðilagst í eldunum frá því á föstudaginn var. Aðstæðurnar skánuðu víða í Nýju Suður-Wales í gær vegna þess að hitinn minnkaði og vindinn lægði, að sögn fréttaveitunnar AFP. Varað var hins vegar við aukinni hættu á gróðureldum í Queensland vegna þess að spáð var hvassara og hlýn- andi veðri. Útlit er fyrir hvassviðri með miklum hita í báðum ríkjunum um næstu helgi. „Ljóst er við getum ekki slökkt alla eldana fyrir helgina,“ hefur AFP eftir Shane Fitzsimmons, slökkviliðsstjóra í Nýju Suður-Wa- les. „Við þurfum rigningu en því mið- ur er ekki útlit fyrir neina verulega úrkomu í fyrirsjáanlegri framtíð.“ Lögreglan í Nýju Suður-Wales hefur hafið rannsókn á fréttum um að menn hafi kveikt nokkra eldana af ásettu ráði. Hermt er að glæpamenn hafi notfært sér eldana til að láta greipar sópa um yfirgefin hús. Skæðari þurrkar en áður Vísindamenn og sérfræðingar segja að loftslagsbreytingar verði til þess að gróðureldar verði skæðari og geisi í lengri tíma en áður í Ástralíu. Staðfest hefur verið að síðasta ár var það þriðja hlýjasta og 2017 það fjórða hlýjasta í landinu frá því að mælingar hófust. Síðasta sumar var það hlýjasta í sögu Ástralíu. Veður- stofa landsins sagði í nýlegri skýrslu að loftslagsbreytingar af mannavöld- um hefðu leitt til skæðari þurrka sem ásamt mikilli hlýnun ykju hætt- una á alvarlegum gróðureldum í landinu. Ríkisstjórn Ástralíu hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa oft forðast að svara spurningum um hvort lofts- lagsbreytingar verði til þess að gróðureldar verði tíðari og skæðari. bogi@mbl.is AFP Heimili í hættu Íbúar húss í grennd við bæinn Taree í Nýju Suður-Wales reyna að verja það gegn einum gróðureldanna sem hafa geisað í ríkinu. 1,1 milljón hektarar eld- um að bráð  Gróðureldar taldir verða skæðari í Ástralíu vegna loftslagsbreytinga Sydney Lítil CatastrophicExtremeSevereMjög mikilMikil Newcastle Coffs Harbour Port Macquarie skv. mati yfirvalda í gær Hættan af völdum gróðurelda NÝJA SUÐUR- WALES QUEENSLAND VIKTORÍA CANBERRA Eldar í Nýju Suður-Wales Heimild: Slökkvilið Nýju Suður-Wales 100 km

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.