Morgunblaðið - 14.11.2019, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.11.2019, Blaðsíða 42
42 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2019 100% Merino ull Flott og þægileg ullarnærföt við allar aðstæður Frábært verð Höfðabakki 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | run@run.is | www.run.is OLYMPIA Sölustaðir: Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Heimkaup • Verslunin Bjarg, Akranesi • JMJ, Akureyri Lífland, Hvolsvelli og Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði Efnalaug Vopnafjarðar Kaupfélag Skagfirðinga • Smart, Vestmannaeyjum • Verslun Grétars Þórarinns- sonar, Vestmannaeyjum • Kaupfélag V-Húnvetninga • Borgarsport, Borgarnesi Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Verslun Dóru, Hornafirði Þernan, Dalvík • Siglósport, Siglufirði • Vaskur, Egilsstöðum Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Laser peeling Húðslípun Augnlyfting Tímapantanir í síma 533 1320 Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2 Gerðu vel við einhvern sérstakan þessi jólin 15% afsláttur núna af gjafabréfum hjá okkur Um þrettán ára skeið hefur Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri barist fyrir upp- byggingu atvinnu- starfsemi í Elliðaárdalnum. Það er sérkennilegt pólitískt erindi. Af fjölmörgum afglöpum núverandi meirihluta eru fyrir- huguð uppbyggingaráform í Elliða- árdalnum hugsanlega alvarlegust. Græn svæði lúta í lægra haldi fyrir gróðavon borgarstjóra. Nýverið samþykkti meirihluti borgarráðs uppbyggingu atvinnu- húsnæðis í Elliðaár- dalnum og lagningu nærri 100 bílastæða í námunda við Elliðaárn- ar. Atvinnustarfsem- inni munu fylgja tíðir vöruflutningar og bíla- umferð sem spilla munu friðsæld dalsins. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur ítrekað lagst gegn áform- unum enda alvarleg aðför að verð- mætu grænu svæði í borgarlandinu. Það er fádæma fásinna að staðsetja hjúpaða suðræna náttúru nákvæm- lega þar sem íslensk náttúra er upp á sitt besta innan borgarmarkanna. Uppbyggingin mun fara fram þrátt fyrir hávær mótmæli íbúa og Holl- vinasamtaka Elliðaárdals. Umhverf- isstofnun hefur gert fjölþættar alvar- legar athugasemdir við uppbygginguna, meðal annars að rask verði á vatnasviði Elliðaánna og úti- vistarsvæðið skert verulega. Meiri- hlutaflokkarnir virtu umhverfisáhrif framkvæmdanna algjörlega að vett- ugi. Þéttbýlismyndun hefur vaxið á und- anliðnum áratugum. Afgerandi meiri- hluti Evrópubúa er nú búsettur í borg- um. Búsetu í þéttu borgarumhverfi fylgja fjölmargir kostir, en búsetan takmarkar gjarnan beinan aðgang að óspilltri náttúru. Hún veldur áreiti með aukinni hljóð- og loftmengun. Það er því hverjum þéttbýlingi nauðsyn- legt að eiga greiðan aðgang að græn- um svæðum. Þannig má stuðla að bættri andlegri og líkamlegri heilsu en ekki síður auknum loftgæðum. Þetta hefur alþjóðaheilbrigðisstofnunin staðfest. Með hliðsjón af mann- fjöldaspám og sífellt þéttari byggð mun hlutverk grænna svæða í borg- arlandinu vega enn þyngra. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagst alfarið gegn hvers kyns húsnæðis- uppbyggingu á grænum svæðum borgarinnar og telur rétt að upp- bygging svæðanna snúi eingöngu að bættri aðstöðu til útivistar og af- þreyingar. Elliðaárdalurinn gegnir veigamiklu hlutverki í borgar- umhverfinu – við verðum að hlúa að lífríki hans, byggja svæðið ein- göngu upp til útivistar og tryggja að skammsýni ráði ekki för við skipulag þessa verðmæta græna svæðis. Það væri óskandi að með samtakamætti borgarbúa mætti fyrirbyggja þessa annars óaft- urkræfu grænsvæðagræðgi meiri- hlutans. Eftir Hildi Björnsdóttur »Það væri óskandi að með samtakamætti borgarbúa mætti fyrir- byggja þessa annars óaft- urkræfu grænsvæða- græðgi meirihlutans. Hildur Björnsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. hildurb@reykjavik.is Grænsvæðagræðgi Nú þegar nálgast að Bretland fari úr ESB, verða þátta- skil, er kunna að leiða til endaloka evrusamstarfsins. Þetta er nefnilega merkilegt vegna þess að Bretland er ekki innan evru- samstarfsins, en hef- ur kostað stóran hluta reksturs ESB- samstarfsins. Gangi Bretland út hinn 31. okt. 2019 án nauðasamn- ings við ESB, mun efnahagur ESB-samstarfsins hrynja, sem og styrkleiki evrunnar sem gjald- miðils. Þjóðverjar eru tilbúnir með sínar peningaprentsmiðjur til að framleiða ný-mörk, því þeir eru ábyrgir fyrir þeim evrum sem gefnar hafa verið út af þeirra hálfu. Ef landsmenn vilja tryggja sína mynt sem bundin er í evrum að einhverju leyti, þá skal það upplýst hér að peningaseðlar framleiddir í Þýskalandi eru merktir með X sem fremsta bók- staf í talnaröð evru-seðla. Reikna má með að það taki ekki nema nokkra mánuði frá út- göngu Breta úr sambandinu, þar til holskeflan gengur yfir evruna, því viðskipti á milli Breta og Þýskalands eru það mikil að gengisfelling evrunnar verður það sem kallast hrun. Einnig má reikna með að verðgildi nýja- marksins verði ekki nema um 60% af verðgildi evrunnar, því Þjóðverjar munu nýta sér tæki- færið til að lækka verðgildi marksins til eflingar á útflutn- ingshæfi landsins. Nú er stóra spurningin, hvað segja áróðurspostular innan ís- lenska popúlistasamfélagsins, það er að segja Viðreisn með kúlu- lánadrottninguna Þorgerði Katr- ínu Gunnarsdóttur í fararbroddi og liberistana innan Samfylking- arinnar um nauðsyn þess að taka upp evru sem hina einu lausn ís- lensks samfélags? Eða fá þessir aðilar að komast upp með að kannast ekki við krógann þegar opinberunin kemur í ljós? Þetta skrumskælingarlið hefur einatt verið fremst í flokki um ágæti ESB og hefur lagt sig í líma við að troða íslensku samfélagi inn í þá brunarúst sem sú alræðis- samkunda hefur haft upp á að bjóða. Hefur hatrömm túlkun þeirra verið slík að hafi ein- hverjir mælt varúðarorð gagn- vart áróðri þeirra hafa þeir verið stimplaðir afturhaldsseggir og einangrunarsinnar til þess eins að slá ryki í augu almennings. Hverjar ætli séu áætlanir fjár- mála Seðlabankans við hvarf Breta úr ESB, eða fjár- málaráðherrans og ríkisstjórnar Katr- ínar Jakobsdóttur? Eða ætli sjálf- tökustefnan, í gegn- um orkupakkaæðið og frestun laga um landakaup á Íslandi, skipti viðreisnar- ráðherra Sjálfstæð- isflokksins meira máli en það sem koma skal, með fyrirsjáanlegri útgöngu Breta úr ESB? Ætli það sé Katrínu Jakobsdóttur meira í mun að tala um umhverfismál sem hún greinilega hefur tak- markað vit á, en afstýra áfalli í íslensku efnahagsumhveri eða verður afsökunin að hún hafi ekki haft tíma til að kynna sér málið? Nú er mál að linni, Íslendingar þurfa að opna augun fyrir ásælni þessara afla innan samfélagsins. Látum ekki blekkjast af froðuf- laumi fagurgala innan þingheims sem telja sjálftökurétt sinn rétt- hærri en hag samlanda sinna. Nú er áróðursskýrsla Björns Bjarnasonar og co. um ágæti EES-samstarfsins komin í ljós. Frá því nefndinni var komið á fót að beiðni viðreisnarráðherra Sjálfstæðisflokksins Guðlaugs Þós, var einsýnt hver niðurstaða skýrslunnar yrði. Áfram skal halda í að taka sjálfstæði af Ís- lendingum og færa það undir kúgara og nýlenduherra, á kostn- að hins almenna borgara. Ísland var og á að vera sjálf- stætt ríki, því ættu þingmenn að girða sig í brók og fara að vinna vinnuna sína með það að leið- arljósi að endurheimta sjálfstæði landsins. Land getur ekki verið sjálfstætt hafi það ekki andmæla- rétt eða þori ekki að leita réttar síns gangvart nýlenduherrunum sem stjórna ESB-veldinu. Íslenska þjóðfylkingin hefur séð þessa landráðastefnu stjórn- valda og ætíð beitt sé í að upp- lýsa þjóðina gagnvart þeim sem barist hafa fyrir eyðingu sjálf- ráðaréttar og sjálfstæði þjóð- arinnar. Því er það nauðsyn að koma skynsömu fólki á þing sem setur hagsmuni þjóðar ofar eigin hagsmunum. Er ESB og evran að líða undir lok? Eftir Guðmund Karl Þorleifsson Guðmundur Karl Þorleifsson »Nú er mál að linni, Íslendingar þurfa að opna augun fyrir ásælni þessara afla innan sam- félagsins. Höfundur er formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.