Morgunblaðið - 14.11.2019, Side 54

Morgunblaðið - 14.11.2019, Side 54
54 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2019 ✝ Sigurður Ax-elsson fæddist í Reykjavík 29. júlí 1932. Hann and- aðist á hjúkrunar- heimilinu Hrafn- istu 29. október 2019. Hann var sonur hjónanna Krist- ínar Ketilsdóttur, f. 1895, d. 1955, frá Minni- Ólafsvöllum á Skeiðum og Axels Sigurðssonar, f. 1897, d. 1970, Laugavegi 51, Reykjavík. Hann var yngstur fimm systkina. Elst var Stefanía, f. 1917, látin, var gift Niels Jörgen Nielsen, lát- inn, þau eignuðust tvö börn, bjuggu í Danmörku. Þá Sigríð- ur Axelsdóttir Nash, f. 1919, lát- in, var gift Clayton Nash , lát- inn. Bjó lengst í Bandaríkjunum. Olgeir Krist- inn, f. 1921, látinn, kvæntur Est- er Vilhjálmsdóttur, þau eign- uðust fjórar dætur. Sverrir Ingi, f. 1927, kvæntur Ásu Þor- steinsdóttur, látin, þau eign- uðust fjögur börn. Sigurður kvæntist 31.12. 1955 eftirlifandi eiginkonu sinni, Hrafnhildi Kristinsdóttur, f. 22. mars 1935. Foreldrar hennar voru hjónin Kristinn Bjarnason, f. 1892, d. 1968, frá Ási í Vatnsdal, og kona hans Guðfinna Ástdís Árnadóttir, f. un hjá Weight Measures Dep- artment í Glasgow í Skotlandi, Van Berkel í Hollandi og Avery í Birmingham á Englandi. Sig- urður sinnti ýmsum störfum, m.a. hjá Hamilton & Beck á Keflavíkurflugvelli. Árið 1960 var hann ráðinn hjá Löggildingarstofu ríkisins og árið 1976 var hann skipaður forstöðumaður þeirrar stofn- unar og gegndi því embætti til ársins 1997 er hann lét af störf- um fyrir aldurs sakir. Sigurður var mikill félagsmálamaður alla tíð og starfaði m.a. fyrir Sjálf- stæðisfélag Garðabæjar, sat í ótal ráðum og nefndum á veg- um Garðabæjar, starfaði í Kiw- anisklúbbnum Setbergi og var forseti hans í þrjú ár. Einnig var hann svæðisstjóri Ægis- svæðis. Hann starfaði í kvöld- vökufélaginu Ljóði og sögu um árabil og var formaður þess í sex ár. Sigurður var einnig for- maður Félags eldri borgara í Garðabæ, var virkur í frímúrarareglunni og sat í sóknarnefnd Garðasóknar. Sig- urður gekk ungur í Sundfélagið Ægi. Hann stundaði morg- unsund í Sundhöll Reykjavíkur í marga áratugi. Sigurður og Hrafnhildur fluttust í Garðabæ 1978 og bjuggu þar þar til heilsu hans fór að hraka þá fluttist hann á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem hann bjó síðustu tvö ár ævinnar. Útför Sigurðar fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag, 14. nóvember 2019, kl. 15. 1903, d. 1990, frá Grund í Eyjum. Sigurður eign- aðist tvö börn: 1) Axel f. 23.10. 1952, d. 18.8. 2016. Börn hans með fyrri eig- inkonu sinni Katr- ínu R. Björnsdóttur eru: a) Hrafnhildur María, f. 1973, gift Vincent Ladger, þau eiga þrjú börn. b) Sigurður Axel, f. 1980, giftur Bryndísi Gylfadóttur, þau eiga fjögur börn. c) Björn Torfi, maki Hafdís Lárusdóttir, þau eiga tvö börn. Með eftirlifandi eiginkonu sinni, Laufeyju M. Jó- hannesdóttur, f. 1957, á hann dótturina d) Lindu Rún, f. 2000. 2) Stefanía Kristín, f. 11.2. 1957, gift Reyni Þórðarsyni, f. 1954. Synir þeirra eru: a) Þórður, f. 1980, maki Helga Huld Hall- dórsdóttir Pedersen, þau eiga tvö börn. b) Hlynur, f. 1983, maki Astrid Fehling. Sigurður ólst upp við Grett- isgötu og var í sveit hjá afa sín- um og ömmu á Minni-Ólafsvöll- um á Skeiðum. Sigurður gekk í Austurbæjarskóla og lauk gagn- fræðaprófi, kvöldskólanámi, var flugvirkjanemi hjá Loftleiðum 1947-50, stundaði nám við tækniskóla í Liverpool 1965-67 og framhaldsnám í Birmingham 1969-73. Einnig var hann í þjálf- Kvöldið er fagurt, sól er sest og sefur fugl á grein. (Ingólfur Þorsteinsson) Þetta var uppáhaldslag Sigurð- ar sem mun hljóma í kirkjunni í dag. Þegar barnabörnin okkar 6 talsins bera hann hinstu ferðina. Minningar eru margar og dýr- mætar eftir 64 ára hjónaband. Ævikvöldið var erfitt, að sjá hann fjarlægjast í tómið vegna Alzheimersjúkdómsins. Ekkert hægt að tala saman, að- eins vera áheyrandi. Þakklæti er efst í huga, að geta verið saman til hinstu stundar með hjálp frá góðu fagfólki á Hrafnistu í Hafnarfirði. Við höfum átt góð ár saman frá upphafi. Við kynntumst af tilviljun á íþróttamóti í Þjórsártúni fyrir um 70 árum, tveir unglingar sem tjölduðu hlið við hlið ásamt ferða- félögum okkar sem skemmtu sér á danspöllunum meðan við óreyndu unglingarnir sátum fyrir utan tjöldin, drukkum appelsín, hlustuðum á tónlistina og spjöll- uðum saman. Síðan liðu árin og aftur hitt- umst við árið 1953, þá hnippti Am- or í okkur og úr varð hjónaband 1955 sem varð lífstíðarband ástar og vináttu. Hans mesta áhugamál var fjöl- skyldan og heimilið svo og ferða- lög utanlands, t.d. um Evrópu og fjarlægar álfur, og innanlands tjaldútilegur með börnin okkar tvö voru einnig ánægjulegar og gefandi. Sigurður var félagsmálamaður mikill og þótti úrræðagóður og réttsýnn. Okkar samtengdu ævisögu er lokið, söknuðurinn er mikill en minningarnar eru góðar frá okkar horfnu stundum á lífsleiðinni. Minningin um mætan mann mun lifa. Hans ástkæra eiginkona, Hrafnhildur Kristinsdóttir. Elsku pabbi, nú ert þú fallinn frá, leita þá margar minningar á hugann. Þú varst sannarlega Reykja- víkurbarn enda alinn upp í miðri borginni. Ég man þá daga þegar við ætluðum að skreppa niður í bæ. Er við komum niður á Lauga- veg heilsaðir þú öðrum hverjum manni og spjallaðir við marga þannig að ferðin tók töluvert lengri tíma en við ætluðum. Svona varst þú, þekktir alla. Ferðalög fjölskyldu okkar um landið eru minnisstæð, t.d. hvíta tjaldið þitt sem þú komst með í búið þegar þið mamma kynntust. Þegar ég fermdist fór ég mína fyrstu utanlandsferð með þér og mömmu. Við byrjuðum á að heim- sækja London, það var ævintýra- legt að sjá stórborg í fyrsta skipti, mikil upplifun fyrir fimmtán ára stelpu að sjá götur eins og Oxford Street og Carnaby Street. Við héldum þaðan til Kaupmanna- hafnar og hittum Stefaníu nöfnu mína og systur þína þar sem há- punkturinn var Tívolí og skemmt- um okkur vel, við enduðum þessa ferð í Glasgow þar sem við heim- sóttum meðal annars þínar slóðir þar sem þú varst í námi. Síðustu árin varstu orðinn veikur og kominn á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem ég fylgdist daglega með þér. Þú varst með alzheimersjúkdóminn, þekktir ekki marga undir það síðasta en þegar ég kom til þín tókstu alltaf í hendur mínar og sagðir innilega og fagnandi: „Sæl, elskan mín.“ Pabbi, þín er sárt saknað af fjölskyldunni, megi minning þín lifa í hjörtum okkar. Mamma, þú ert hetja, þú hefur hugsað vel um pabba í 64 ár og nú er hann í góðum höndum. Þín elskaða dóttir, Stefanía Kristín. Í dag kveð ég afa minn hinstu kveðju og þá rifjast upp ljúfar minningar sem ég ætíð ber þakk- látur í hjarta mínu. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til ykkar ömmu í Hvannalundinn og ætíð nóg um að vera. Þú varst hraustur og orkumikill og ég á margar góðar minningar um gönguferðir með Lubba, hjólatúra um Garða- bæinn, sundferðir og ógleyman- legar boxæfingar í bílskúrnum. Dagurinn endaði oftar en ekki á því að amma hafði lagað plokk- fisk, sem við borðuðum með sultu. Þegar ég varð eldri fylgdist þú áhugasamur með mér, ráðlagðir hvernig best væri að haga at- vinnuleit og bentir reglulega á að ekki væri vit í því að eiga aðra bíla en Toyota. Nú ert þú elsku afi Siggi, mikli heiðursmaður, farinn í þína síð- ustu ferð og verða samverustund- ir okkar ekki fleiri hér að sinni. Hafðu þökk fyrir allt og hvíl í friði. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Þórður Reynisson. Elsku afi Siggi. Eftirvænting að koma í heim- sókn til ykkar ömmu í Hvanna- lundinn var mikil, horfa á Nonna og Manna í sjónvarpinu, leika sér að skrifa sögur á ritvélina og skoða safnið ykkar með gamla dótinu, sem var eins og tímavél fyrir ungan dreng. Ófáir bíltúrar þar sem þú sagðir sögur frá því í gamla daga á leið í Kolaportið að kaupa kartöflur, ávallt með brjóstsykur eða gulan Gajol í bíln- um. Sælkeri varstu og hef ég erft dálæti á bleiku möndlukökunni. Þegar maður hugsar til baka eru endalausar minningar frá Garða- bænum, sérstaklega minnisstætt er þegar kom að því að flytja frá Hvannalundinum yfir á Norð- urbrú, þá var ég settur í bílskúr- inn til að setja niður í kassa, og þvílíkt samansafn af dóti, þú áttir held ég allar tegundir af verkfær- um sem framleidd voru. Þú varst sérlega áhugasamur um fé- lagsmál og lífsgæði samborgara þinna og tókst virkan þátt í fé- lagsmálum í gegnum fjölmörg fé- lagasamtök, sama hvað það var, alltaf varstu vel liðinn. Árrisull varstu og iðulega mættur í Sund- höllina að hitta félagana og synda. En lífið tekur oft óvænta stefnu og fyrir nokkrum árum greindist þú með alzheimers-sjúkdóminn, hann fór hljótt í fyrstu en ágerðist mjög snögglega síðustu ár, getan til að keyra, ganga, synda og nú síðast að tala dvínaði hratt og var það mjög sárt að horfa á þig hverfa inn í heim sjúkdómsins. Fyrir tæpum 64 árum giftist þú ömmu og alla daga síðan hefur þú hugsað vel um þinn betri helming og staðið þétt við bakið á henni í gegnum lífið líkt og hún gerði í gegnum þín veikindi síðustu ár. Elsku afi, ég þakka þér fyrir allt og kveð þig með söknuði en hugga mig við það að nú ert þú kominn á betri stað þar sem þú keyrir um á nýjum Toyota-bíl með Lubba í skotinu og ræðir um pólitík og lofsamar Sjálfstæðis- flokkinn. Ég veit að mamma mun hugsa vel um ömmu eins og alltaf, því hennar missir er mikill. Hlynur Reynisson. Sigurður Axelsson, fyrrverandi löggildingarstjóri ríkisins, vinur minn og félagi til áratuga, er lát- inn eftir erfið veikindi. Sigurði kynntist ég fyrst þegar hann gekk í Kiwanisklúbbinn Set- berg í Garðabæ nokkrum árum eftir að hann var stofnaður 1975. Hann var mikill félagsmálamað- ur, traustur og góður félagi sem tók virkan þátt í verkefnum klúbbsins og lét ekki sitt eftir liggja þegar unnið var að ýmsum fjáröflunarverkefnum. Sigurður hafði sérstaklega gaman af ýms- um verkefnum sem sneru að ungu fólki eins og t.d. þegar við fórum á vorin og veittum nemendum sem voru að útskrifast úr skólum bæj- arins viðurkenningu fyrir góðan árangur í íslenskunámi. Einnig var hann virkur í því að afhenda nemendum í fyrsta bekk reið- hjólahjálma. Var hann ávallt fyrstur manna að gefa kost á sér í þessi verkefni. Sigurður gegndi ýmsum stjórnunarstörfum fyrir klúbbinn og hreyfinguna hér á Ís- landi. Var svæðisritari Ægis- svæðis 1987-1988. Ekki er hægt annað en að minnast á Hrafnhildi, hans góðu eiginkonu, þegar rætt er um starf hans með Kiwanis. Hún tók virk- an þátt í starfinu og var oftar en ekki með innlegg á skemmti- kvöldum. Hrafnhildur samdi sér- stakan Setbergssöng sem félagar syngja í lok hvers fundar. Eigin- konur Setbergsfélaga stofnuðu Sinawikklúbb og var verkefni hans að styðja við starf Kiwanis sem styður við börn og nærsam- félag sitt. Hrafnhildur var þar framarlega í flokki. Sigurður gekk í frímúrararegl- una 1989 í stúkuna Eddu. Var hann mjög áhugasamur og stund- aði það starf af miklum metnaði meðan heilsan leyfði. Bar hann mikla virðingu fyrir því starfi sem þar fer fram. Við Sigurður áttum gott sam- starf í sóknarnefnd Garðasóknar en þar tók hann sæti árið 2000. Hann hafði einlægan áhuga fyrir starfsemi kirkjunnar og var dug- legur að aðstoða við kirkjuhaldið og starf kirkjunnar. Sigurður var góður félagi og vinur sem hafði einlægan áhuga á annarra hag, hann var drengur góður. Við Kiwanisfélagar sjáum á bak góðum félaga og vini. Við sendum Hrafnhildi og fjölskyld- unni allri innilegar samúðarkveðj- ur. Fyrir hönd Kiwanisklúbbsins Setbergs, Matthías Guðmundur Pétursson. Sigurður Axelsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA GÍSLADÓTTIR húsmóðir, frá Bjargi í Norðfirði, andaðist á heimili sínu Ísafold í Garðabæ miðvikudaginn 6. nóvember. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 20. nóvember klukkan 11. Helga Heimisdóttir Pétur Heimisson Ólöf S. Ragnarsdóttir Fanný Kristín Heimisdóttir Breki Karlsson Þorgerður Ragnarsdóttir Birna Heimisdóttir Heimir Heimisson Elín S. Óladóttir María Heimisdóttir Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg og ástrík móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, STELLA EYRÚN CLAUSEN, lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi mánudaginn 4. nóvember. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 15. nóvember klukkan 13. Röðull Bragason Sigurbaldur Kristinsson Halldóra Halla Jónsdóttir María Kristinsdóttir Jón Bjarni Gíslason Kolbrún Belinda Kristinsd. Sigurður Oddsson ömmu-, langömmubörn og langalangömmubarn Okkar ástkæra GERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Bergen, Noregi, lést á heimili sínu í Ulset, Noregi, þriðjudaginn 5. nóvember. Útför fer fram frá Lille kapell, Möllendal, föstudaginn 15. nóvember. Minningarathöfn fer fram á Íslandi og verður kynnt síðar. Einar Guðmundsson Ingibjörg Hafliðadóttir Ágúst Guðmundsson Erna K. Þorkelsdóttir Jóhann Þ. Guðmundsson Elín Helga Jónsdóttir Hákon B. Sigurjónsson Hanna Sampsted Þorsteinn Guðmundsson Þórunn Ósk Jónsdóttir Gunnhildur M. Eymarsdóttir Steinar Einarsson Linda Nielsen Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI INGIMAR HELGASON skipstjóri, Ingimarsstöðum, Þórshöfn, lést laugardaginn 9. nóvember. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju mánudaginn 18. nóvember klukkan 15. Jarðsett verður frá Þórshafnarkirkju laugardaginn 23. nóvember klukkan 15. Guðmundur Hólm Indriðason Oddný F. Árnadóttir Gunnar Páll Jóakimsson Þuríður Árnadóttir Sigurður Skúli Bergsson Soffía Árnadóttir Hafsteinn B. Sveinbjörnsson Helgi Mar Árnason Íris Björnsdóttir og afabörn Elskuleg eiginkona mín, systir, mágkona og tengdadóttir, HILDUR DAVÍÐSDÓTTIR, Háteigsvegi 6, Reykjavík, sem lést 1. nóvember, verður jarðsungin frá Langholtskirkju mánudaginn 18. nóvember klukkan 13. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ás styrktarfélag. Hreinn Hafliðason Valborg Davíðsdóttir Ragnar Breiðfjörð Ragnarsson Kristrún Davíðsdóttir Ásgeir Eiríksson Jenný Davíðsdóttir Ólafur Einarsson Elsa María Davíðsdóttir Daníel Sveinsson Jónína B. Sigurðardóttir Hafliði Hjartarson Hjörtur Hafliðason Anna Bára Baldvinsdóttir og systkinabörn Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.