Morgunblaðið - 14.11.2019, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 14.11.2019, Qupperneq 55
MINNINGAR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2019 ✝ Jón Björnssonfæddist í Reykjavík 15. jan- úar 1949. Hann lést á Landspítalanum 1. nóvember 2019. Jón var sonur hjónanna Björns Inga Stefánssonar kaupfélagsstjóra, f. 10. nóvember 1908, d. 31. janúar 2000, og Þórunnar Sveinsdóttur, f. 12. desember 1913, d. 1. ágúst 1999. Systkini Jóns eru: Stefán, f. 28. október 1934; Helga Heiðbjört, f. 2. febr- úar 1937; Sveinn, f. 13. ágúst 1938, d. 6. mars 2002; Örn, f. 9. apríl 1943; Jóhanna Þórdís, f. 19. janúar 1950, d. 18. desember 2013. Jón giftist Láru Höllu Snæ- fells árið 1967 og átti með henni fjögur börn, þau eru: Björn Þór, f. 30. júní 1968. Unn- ur Elín, f. 30. júní 1968. Bjarndís Fjóla, f. 24. sept- ember 1971. Helga Þórdís, f. 17. des- ember 1973. Með eftirlifandi eiginkonu sinni, Svönu Ragnheiði Júlíusdóttur, eign- aðist Jón þrjú börn, þau eru: Jó- hanna Bjarney, f. 7. maí 1979. Katrín Thelma, f. 28. október 1983. Jón Sverrir, f. 8. október 1988. Jón hóf störf sem sjómaður ungur að aldri. Starfaði svo sem kaupmaður til starfsloka. Útför Jóns fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 14. nóvember 2019, klukkan 15. Elsku Nonni frændi. Mikil voru þau forréttindi að fá að vinna með þér á Kríunesi síðustu ár. Þú varst svo fyndinn og skemmtilegur, sagðir endalausar sögur af gömlum tímum þegar þú varst á sjó og sigldir út um allan heim. Þú svafst undir Brooklyn- brúnni í New York, ekki af því að þú ættir ekki pening heldur vegna þess að þar var öruggast að vera þessa nótt. Þú sagðir mér frá því þegar þú pantaðir bjúgu en fékkst slöngukjöt einhvers staðar í einni af þessum ferðum þínum. Ég sagði þér að skrifa þessar sögur í bók, því þær voru hver annarri skemmtilegri og þú sagðir svo snilldarlega frá. Manstu þegar hundurinn Lady komst í hangilærin? Því gleym- um við aldrei. Þú kenndir mér mjög mikið í eldhúsinu enda frá- bær kokkur. Þau voru ófá símtöl- in sem ég hringdi í þig til að fá ráðleggingar þegar ég var að elda, þú varst snillingur í fiskin- um og gerðir besta innbakaða laxinn. Jón Sverrir sonur þinn hjálpar mér núna. Það var alltaf fjör í kringum þig og þú varst alltaf í góðu skapi og góður við alla sem þú hittir. Takk fyrir að vera vinur minn og frændi. Þangað til við hittumst næst í Paradís. P.s. bið að heilsa afa, Haraldi og Lady minni. Kær kveðja, Sigurveig Sara Björnsdóttir. Elsku Nonni frændi. Takk fyr- ir þessi 40 ár sem við erum búnir að ganga saman eins og bræður í gegnum lífið, í gleði, í mótlæti og blessun. Þú ert einstakt eintak af manni og hef ég sjaldan, ef nokk- urn tímann, kynnst jafn blíðum og jákvæðum manni. Það var sama hvaða uppákomur og hindr- anir urðu á vegi þínum, alltaf brástu við á jákvæðan hátt. Jafn- vel þótt þú fengir neikvæðar fréttir af heilsu þinni eða einhver talaði í bakið á þér brástu við með jákvæðni og fyrirgefningu. Stundirnar í Kríunesinu eru ógleymanlegar þar sem þú fórst á kostum og eldaðir ekta „mömmumat“ fyrir hótelgesti, og heillaðir þá á sama tíma með þinni jákvæðu og heillandi fram- komu. Eftir að þú fórst að veikjast og vinnan í Kríunesi minnkaði kom varamaðurinn, sonur þinn Jón Sverrir, til leiks og er hann greinilega vel upp alinn. Það er sannarlegur fengur að mönnum eins og ykkur þegar þarf að taka til hendinni. Takk fyrir son þinn, elsku Nonni, sem er enn að að- stoða okkur í eldhúsinu. Þrátt fyrir veikindi þín fækk- aði heimsóknum þínum ekki í Kríunesið, nema síður sé. Þú varst duglegur að kíkja við í kaffi, spjall og stöku sinnum í bridge. Fyrir það er ég þakklátur. Ég gleymi ekki Nonni minn, að rétt áður en þú fórst í stóru lungnaaðgerðina og varst eins og gefur að skilja nokkuð áhyggju- fullur, sagðist þú hafa beðið bæn til Guðs og skyndilega hefði eng- ill birst, staðið við rúmgaflinn þinn og gefið þér undraverðan frið og áhyggjuleysi. Þú sagir við mig: „Ingi, þetta verður allt í lagi, ég er viss um að allt fer á besta veg.“ Viti menn, hlutirnir fóru betur en á besta veg. Engan súr- efniskút þurfti í kjölfarið eins og reiknað hafði verið með og miklu betri líðan, og fleiri ár en gert hafði verið ráð fyrir. Fjölskyldur okkar eru bundn- ar órjúfanlegum böndum og munum við viðhalda þeim tengslum, og vonandi börnin okk- ar einnig. Nonni minn, trúin á Jesú var þér sannarlega mikil blessun og styrkur. Það var mjög sérstök upplifun að finna hvorki ótta né kvíða hjá þér á dánarbeði þínum, heldur einungis frið. Þú varst tilbúinn að fara heim. Þið mamma voruð mjög náin og sagði hún mér frá ykkar síð- asta samtali, þar sem hún upp- lifði frið og uppörvun á sínu sorg- arferli í kjölfarið. Þvílíkur frændi, hetja, faðir, vinur og bróðir. Við biðjum Svönu og börnum hennar, Jóhönnu, Jóni Sverri og Katrínu, blessunar og huggunar. Einnig börnunum úr fyrra hjóna- bandi, þeim Birni Þór, Unni, Bjarndísi og Helgu. Ég hlakka til að hitta þig á himnum kæri vinur. Björn Ingi og fjölskylda. Á hverju ári komu heiðurs- hjónin Björn kaupfélagsstjóri og Þórunn kona hans í heimsókn á bernskuheimili mitt á Kjartans- stöðum. Með þeim í för voru oft- ast 2-3 barna þeirra og þar hitti ég fyrst hann Jón, sem síðar varð kær vinur. Þá var hann orðinn fisksali í Austurveri og vinsæll mjög meðal viðskiptavina. Eng- inn bjó til betri fiskbökur en hann. Ljúffeng smjördeigsum- slög með fyllingu úr fiskmeti, grænmeti og galdrajurtum. Hann var áreiðanlega frum- kvöðull í gerð tilbúinna fiskrétta, beint í ofninn og hvílíkt ljúfmeti töfraði hann fram. Eftir að Bergmál, Líknar- og vinafélag varð til leitaði ég auð- vitað til hans og ófáar máltíðir gaf hann félaginu fyrir gesti or- lofsviknanna sem félagið stendur fyrir, handa krabbameinssjúkum og langveikum og hafa verið starfrækt í 25 ár. Síðar áttum við því láni að fagna að Jón varð einn af okkar fastakokkum og er ekki ofsögum sagt að hann naut mikillar mat- arástar neytenda. Raunar var það svo að ekki var erfitt að þykja vænt um hann Jón, hann vildi greiða götu allra og lagði alltaf gott til. Hann hafði líka ljúfan húmor sem kom öllum í gott skap og má segja að bæði menn og dýr hafi laðast að honum, en hann var mikill dýravinur. Konan hans elskuleg, hún Svana, stóð honum við hlið í blíðu og stríðu. Ekki dró hún úr góðverkum manns síns heldur studdi hann til þeirra verka og alls annars þar sem um- hyggja og mannelska réðu för. Ég og Bergmálsfélagar þökk- um áralanga vináttu, gleðistund- ir, góðar gjafir og kærleiksverk. Elsku Svönu, börnunum og öllum sem syrgja Jón okkar sendum við innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi góðan dreng. Kolbrún Karlsdóttir. Jón Björnsson ✝ Herdís GuðrúnJóhannesdóttir fæddist á Suður- eyri við Súganda- fjörð 24. apríl 1935. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Grund 3. nóvember 2019. Foreldrar hennar voru Ágústa Kristín Þórðardóttir hús- freyja, f. 1. ágúst 1902, d. 25. febrúar 1985, og Jó- hannes Gísli Maríasson vélstjóri, f. 10. september 1894, d. 15. september 1986. Systkini Her- dísar voru Hansína, Þórður og Hreinn. Sonur Herdísar með Sveini Jónssyni er Gísli rafmagnsverk- fræðingur, f. 30. mars 1961, maki Kristín Torfadóttir tölv- unarfræðingur, f. 1. apríl 1960. Börn þeirra eru Sandra verk- efnastýra, f. 22. október 1986, og Arnar nemi, f. 3. janúar 1994. Herdís ólst upp á Suðureyri og lauk gagnfræðaprófi á Ísafirði. Hún lauk námi í Húsmæðra- skólanum á Laug- arvatni. Hún vann ýmis þjónustustörf á yngri árum, með- al annars á Efra- Seli í Hrunamanna- hreppi hjá Ástu föðursystur sinni, á Bessastöðum hjá Ásgeiri forseta og St. Jósepsspítala í Kaupmannahöfn. Hún vann lengstan hluta ævinnar hjá Landssíma Íslands, síðar Pósti og síma. Hún hafði mikinn áhuga á tónlist, dansi, ljóðum og handavinnu. Útför Herdísar verður gerð frá Háteigskirkju í Reykjavík í dag, 14. nóvember 2019, og hefst athöfnin klukkan 11. Það er með gríðarlegum söknuði í hjarta að ég kveð elsku bestu ömmu mína sem hefur kennt mér svo ótalmargt. Ég er svo þakklát fyrir þann dýrmæta tíma sem við áttum saman, hvort sem það voru stundir sem við spókuðum okk- ur í bænum, prjónuðum saman, eða bara sátum saman og sung- um. Amma Dísa er ein sterkasta kona sem ég hef kynnst og það er ómetanlegt að hafa fengið að alast upp með hana mér við hlið. Besta amman, sem hundrað önnur börn kölluðu líka ömmu, af því hún var amma allra. Öll fengum við peysur, lopasokka, trefla, teppi, pönnukökur og mola úr veskinu. Ég mun alltaf geyma í hjarta mér hennar hlýju og ást. Takk amma mín fyrir að hafa gefið mér allt, ég reyni mitt besta að gefa það áfram. Þú ert best. Þín Sandra. Elsku amma Dísa. Ég kveð þig nú sorgmæddur en jafn- framt ánægður með að hafa fengið að hafa þig sem ömmu mína, það voru forréttindi að sönnu. Ég vil þakka þér fyrir allt saman, frá því að hafa passað mig daglega í mörg ár þegar ég var ungur, allar ferðir okkar um land allt og víðar, þann hress- leika sem alltaf einkenndi þig og svo mætti lengi telja. Manni er alltaf minnisstætt úr barnaskóla, þegar allir hinir krakkarnir voru í heilsdags- skóla, að við kíktum bara yfir til þeirra og spiluðum Yfir nær daglega, þar sem þú varst ein- faldlega þekkt sem amma allra krakkanna á staðnum. Þér fannst einnig fátt skemmtilegra en að gefa fólki að borða og talaðir ennþá um það undir það síðasta hvað við vin- irnir gleyptum í okkur pönnu- kökurnar sem þú hafðir vart við að baka ofan í okkur, þær voru einfaldlega það góðar. Ég ætla nú ekki að fara að útlista allar þær minningar sem ég á um þig, en ég vil að þú vitir að þær mun ég geyma á vísum stað alla mína ævi. Hvíldu í friði elsku amma mín. Kveðja, Arnar. Elsku amma Dísa. Við feng- um að kalla þig ömmu, þótt þú værir langömmusystir okkar. Það var gott að eiga aukaömmu hér fyrir sunnan þar sem öll fjölskyldan er búsett fyrir norð- an. Við minnumst heimsóknanna á Kleppsveginn með hlýju, hvort sem það var að koma í sunnu- dagsmat eða pössun þá voru stundirnar notalegar og lærdómsríkar. Við fengum að heyra sögur frá Súganda þar sem þið systkinin ólust upp og gamla góða gufan ómaði í bak- grunni. Þú varst einnig hand- lagin og gaukaðir að okkur vett- lingum og sokkum í poka við brottför. Við urðum alltaf glaðir bræðurnir að sjá að í pokanum leyndist oftast nær Milka-- súkkulaðiplata sem var vel þeg- in. Alltaf vildirðu allt fyrir okkur gera og ekki vantaði gestrisnina, meira segja undir það síðasta, það varð að bjóða upp á mola. Þá varstu liðleg og laus að koma með okkur bræðrunum á ömmu- og afadaginn í Ártúnsskóla og bauðst okkur svo út að borða í hádeginu, sem var í okkar aug- um einstakt og skemmtilegt. Nú ertu komin til systur þinnar og langömmu okkar. Eru það eflaust fagnaðarfundir og gamlar stundir úr Súganda rifj- aðar upp. Við bræður þökkum fyrir samveruna í þessari jarðvist. Atli Freyr og Arnar Þór. Dísu kynntist ég fyrst þegar hún varð tengdamóðir Stínu, vinkonu minnar. Glaðværð, gjaf- mildi og frásagnargleði ein- kenndi Dísu. Hún hafði líka gaman af því að leika við börn. Þegar hún leit eftir Arnari son- arsyni sínum og gjarnan vinum hans líka átti hann það til að kalla: „Amma komdu í yfir.“ Það stóð ekki á henni og kepptust drengirnir við að fá að vera í liði með ömmu Dísu. Dísa var einstæð móðir og hugsaði líka um foreldra sína á meðan þau lifðu. Hún vann í yfir 40 ár hjá Símanum, alltaf á lág- markslaunum. Hún hafði ríka réttlætiskennd og reyndi stund- um að fá samstarfskonur sínar til að standa saman og berjast fyrir betri kjörum. En þær voru flestar giftar og höfðu því fyr- irvinnu. Þannig að launin skiptu þær kannski ekki eins miklu máli og hana. Þrátt fyrir knöpp kjör prjónaði og bakaði Dísa mikið, aðallega fyrir aðra og keyrði baksturinn út til vina sinna. Ég fékk líka að njóta baksturs hennar. Eftir að hún hætti að vinna kom hún viku- lega til mín og hjálpaði okkur við að þrífa heimili okkar. Oft og iðulega mætti hún þá með jóla- köku eða kleinur okkur fjöl- skyldunni til mikillar ánægju. Einnig færði hún okkur litríkt heklað teppi sem vermir og minnir okkur á ömmu Dísu. Stundum lék hún við dætur mínar og endaði alltaf á að segja okkur sögur af lífi sínu á Súg- andafirði þegar hún var að alast þar upp. Afi hennar Þórður Þórðarson var formaður á fyrsta vélbátnum sem kom á Súganda- fjörð og síðar varð hann sím- stöðvarstjóri. Dísa og frænka hennar voru oft sendar í hús að sækja fólk í símann, því þá voru einungis 10 númer til í þorpinu. Að launum fengu þær frænkur pokabuxur frá Álafossi sem komu sér ákaflega vel. Svona voru sögur Dísu. Henni var mik- ið í mun að fræða unga fólkið um lífið í gamla daga því henni fannst stundum nóg um eyðslu- semi, kröfur og vanþakklæti í þjóðfélaginu. Hún var mikil hannyrðakona og saumaði út margar myndir á sínum yngri árum, sumar hverj- ar með svo smáum saum að nán- ast þarf stækkunargler til að sjá hvert og eitt spor. Núna í seinni tíð prjónaði hún og heklaði tölu- vert af barnafötum og barna- teppum sem m.a. barnabarn mitt nýtur góðs af. Dísa var góð kona sem setti aðra ávallt í forgang. Aldrei sagði hún sögur af sér fyrr en hún var búin að spyrja frétta af öllu mínu fólki. Ég sakna Dísu sem alltaf var svo glöð að sjá mig, glaðleg og elskuleg. Ég hugsa fallega til elsku Gísla, Stínu, Söndru og Arnars sem sakna sárt ömmu Dísu. Margrét Rósa Grímsdóttir. Herdís Guðrún Jóhannesdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar Sálm. 86.7 biblian.is Þegar ég er í nauðum staddur ákalla ég þig því að þú bænheyrir mig. Harpa Heimisdóttir s. 842 0204 Brynja Gunnarsdóttir s. 821 2045 Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær s. 842 0204 | www.harpautfor.is Elskulegur faðir okkar, afi, tengdafaðir og Maggi minn, MAGNÚS F. JÓNSSON skipasmiður, Garðaflöt 8, Stykkishólmi, lést á dvalarheimilinu í Stykkishólmi laugardaginn 9. nóvember. Útför fer fram frá Stykkishólmskirkju föstudaginn 22. nóvember klukkan 14. Patricia Ann Heggie Laufey Guðmundsdóttir Þórarinn Jónsson Guðrún Magnea Magnúsd. Snæbjörn Aðalsteinsson Jón Magnússon Anna Margrét Gunnarsdóttir og barnabörn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.