Morgunblaðið - 14.11.2019, Page 56

Morgunblaðið - 14.11.2019, Page 56
56 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2019 ✝ GuðmundurJónsson fædd- ist á Skriðnesenni, Strandasýslu, 12. apríl 1937. Hann lést á Landspítala 18. október 2019. Foreldrar Guð- mundar voru Soff- ía Guðrún Guð- mundsdóttir, f. 1900, d. 1973, og Jón Jensson, f. 1889, d. 1942. Fósturfaðir hans var Sigurgeir Jensson, f. 1897, d. 1972. Systkini Guðmundar eru Ester, f. 1933, d. 2014. Em- il, f. 1934, d. 2002, Magnús, f. 1938, d. 2015, og Jóna, f. 1943. Guðmundur kvæntist 30. des- ember 1966 Ásdísi Jónsdóttur, f. 30. september 1946. Börn þeirra eru: 1) Soffía Guðrún, f. til Reykjavíkur 1965 og bjó þar til ársins 1974 þegar hann flutti með fjölskyldu sinni í Hafn- arfjörð þar sem hann bjó eftir það. Guðmundur lauk meira mót- orvélstjóraprófi árið 1965 og var vélstjóri á Húna II, Svani RE, Arinbirni RE og fleiri skip- um. Hann byrjaði að reka út- gerð með Birgi Guðjónssyni ár- ið 1970 og fyrstu árin gerðu þeir einungis út á grásleppu á sumrin á litlum opnum bát. Árið 1983 keyptu þeir nýjan stærri bát, Bæjarfell RE 65, sem þeir eiga enn. Þeir stunduðu ýmsar fiskveiðar á Bæjarfelli fyrstu árin eins og handfæraveiðar og grásleppuveiði á sumrin. Síð- ustu árin sem hann var á sjó gerðu þeir einungis út á grá- sleppu. Guðmundur handleggs- brotnaði um borð í Bæjarfelli í apríl 2016 og fór ekki á sjó eftir það. Útför Guðmundar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 14. nóvember 2019, og hefst at- höfnin klukkan 13. 26. október 1966. Maki Birgir Sævar Ellertsson, f. 1961. Sonur þeirra er Emil Sær, f. 2006. Sonur Birgis og Ólafar Þorsteins- dóttur, f. 1963, er Ellert Stefán, f. 1979. 2) Jóna, f. 29. október 1969. Maki hennar er Kristinn Árnason, f. 1964. Synir þeirra eru: Agnar Logi, f. 1988, Guðmundur Óskar, f. 1990, Snævar Ægir, f. 1994, og Jökull Máni, f. 2008. Guðmundur ólst upp á Fiski- nesi við Drangsnes í Stranda- sýslu með systkinum sínum. Hann dvaldi á Súgandafirði frá 1958-1964 og starfaði sem vél- stjóri og sjómaður. Hann flutti Hann góði pabbi minn er dáinn. Ég sakna hans mikið og lífið er tómlegt án hans. Pabbi var mjög barngóður og fór oft með mig og Jónu systur mína í bíltúra þegar við vorum litlar. Þá voru einnig oft með í för synir Jónu systur pabba en samband þeirra systkina var ætíð mjög náið. Einnig voru ófáar innanlandsferðirnar sem við fjöl- skyldan fórum saman með hús- tjaldið og þá voru mjög oft skoð- aðar kirkjur og kirkjugarðar. Fyrstu utanlandsferðina fórum við fjölskyldan árið 1977 til Nor- egs að heimsækja Ester systur pabba og það var mjög skemmti- leg ferð og tekið vel á móti okkur. Pabbi var mjög greiðvikinn og það var alltaf auðsótt að fá hann til að skutla manni hingað og þangað. Einnig minnist ég berjamóanna sem ég fór í með honum og mömmu þar sem hann fann yfir- leitt berin og við tíndum þau svo. Emil sonur minn og pabbi voru mjög nánir og áttu margar góðar stundir saman á Hólabrautinni og einnig fóru þeir oft saman til Sæ- greifans. Ég, Birgir og Emil fórum í margar ferðir innanlands með pabba og mömmu, í fyrrasumar fórum við með þeim á Drangsnes og til Akureyrar og Siglufjarðar. Síðasta utanlandsferðin hans pabba var til Noregs að heim- sækja mig og Emil í apríl 2017 þegar við bjuggum í Moss. Pabbi var mjög örlátur og í sumar gaf hann bæði mér og Jónu systur minni dýrar leðurtöskur sem við völdum og keyptum sjálfar en hann borgaði. Hann vildi ekki gera upp á milli okkar systranna og þegar Jóna var búin að fá tösku varð ég að fá hana líka. Svona var hann. Sumarið 2016 lagðist pabbi inn á Landspítala og var þá greindur með hjartasjúkdóm. Þá var bein- krabbameinið einnig farið að dreifa sér og eftir það fór heilsu hans hrakandi. Snemmsumars í ár lagðist hann inn á Landspítala vegna sýkingar í lunga, hann var útskrifaður heim eftir þrjár vikur og eftir það var hann nær rúm- fastur. En hann var sem betur fer verkjalaus síðustu vikuna sem hann lifði. Pabba, sem var mjög heilsuhraustur mestalla ævina, fannst erfitt að vera svona veikur og þurfa aðstoð við nær allar at- hafnir daglegs lífs. Hinn 20. sept- ember sl. var pabbi lagður inn á deild 12E og kom ekki aftur heim eftir það. Kvöldið áður en hann dó fór ég til hans og þá var mikil ró yfir honum og hann hefur senni- lega vitað í hvað stefndi. Hvíl í friði elsku pabbi, ég mun alltaf elska þig. Þín dóttir, Soffía. Nú hefur kvatt þennan heim kær bróðir, mágur og frændi. Guðmundur fékk, eftir erfið veik- indi, hægt andlát að kvöldi 18. október. Hann var einn besti vinur fjölskyldu okkar. Var einstaklega barngóður og ófáar voru helgarn- ar sem hann smalaði börnunum í bílinn hjá sér til að gefa þeim ís og nammi. Guðmundur var ættaður frá Drangsnesi og ólst upp á Fiski- nesi. Hann hleypti ungur heim- draganum til að sækja sjó. Hann var sjómaður alla sína tíð og starf- aði oftast sem vélstjóri á hinum ýmsu bátum. Guðmundur var einstaklega laginn við vélar og sinnti sínu starfi alltaf af fagmennsku og al- úð. Guðmundur kynntist ungur konu sinni Ásdísi Jónsdóttur og eignaðist með henni tvær dætur, Soffíu og Jónu, sem hann lét sér mjög annt um. Föðurhlutverkið fór Guðmundi vel og greinilegt að mikill kærleikur var á milli hans, Ásdísar og dætranna. Við urðum þeirrar gæfu aðnjót- andi að eiga Guðmund og Ásdísi sem nágranna í fjölmörg ár. Alltaf var hægt að leita til hans til að fá ráð eða bara til að spjalla um dag- inn og veginn. Guðmundur lét sér annt um fjölskyldu sína, systkini og vini og var fátt sem hann var ekki tilbúinn að gera til að aðstoða þegar þess þurfti. Guðmundur var mikill veiði- maður og fór oft í frítíma sínum vestur á Drangsnes til veiða eða þá að hann stundaði veiðar í Þing- vallavatni með Herði vini sínum sem nú er látinn. Oft kom Guð- mundur færandi hendi og gaf okk- ur silung að aflokinni góðri veiði- ferð. Guð gefur og Guð tekur. Við er- um þakklát fyrir þann tíma sem við áttum með Guðmundi og erum þess fullviss að hann er nú að stunda sína eftirlætisiðju, veiðar, í Sumarlandinu og hlökkum við til að hitta hann þar í fyllingu tímans. Söknuður okkar er mikill og biðjum við Guð að gefa Ásdísi, Soffíu og Jónu ásamt fjölskyldum þeirra styrk til að takast á við þennan mikla missi. Guð blessi ykkur í sorg ykkar. Jóna, Þorsteinn og fjölskylda. Það er komið að kveðjustund, kæri frændi. Lífið verður fátæk- ara án þín, eins og alltaf þegar gæðablóð líkt og þú hverfa af vettvangi. Á þessum tímamótum er margt að þakka og margs að minnast. Allar ferðirnar sem við bræð- urnir fengum að fara með þér sem börn. Skíðaferðirnar í Krýsuvík, sunnudagsbíltúrarnir út úr borginni og þolinmæðin og gæskan sem þú sýndir okkur óstýrilátu villingunum. Það var sama hvað við gerðum af okkur. Aldrei skiptir þú skapi eða hækk- aðir raust þína. Þegar við uxum úr grasi þá var alltaf gaman að setjast niður með þér og spjalla um daginn og veg- inn. Þú varst alltaf samkvæmur sjálfum þér. Sagðir hlutina eins og þeir voru og það var ætíð hægt að treysta því að þú talaðir frá hjartanu og vildir miðla til okkar þekkingu þinni og reynslu á sem bestan hátt. Jólaboðin og afmælin verða tómleg nú þegar þig vantar í hóp- inn. Það að fá ekki tækifæri til að setjast niður og spjalla við þig gerir framtíðina fátækari. Ég er þakklátur fyrir það að hafa fengið tækifæri til að þekkja þig og fyrir þann fjársjóð minn- inga sem eftir situr. Eftirfarandi ljóðlínur finnst mér eiga vel við í kveðjuskyni. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Sjáumst síðar, kæri frændi. Svavar Þorsteinsson. Guðmundur Jónsson ✝ Bera Þorsteins-dóttir fæddist í Laufási í Vestmanna- eyjum 31. maí 1921. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Drop- laugarstöðum 5. nóv- ember 2019. Foreldrar hennar voru Elínborg Gísla- dóttir, f. 1883, d. 1974 og Þorsteinn Jónsson, f. 1880, d. 1965. Þau eignuðust 12 börn sem nú eru öll látin. Eldri systkini Beru voru Þórhildur, Unnur, Gísli, Ásta, Jón, Fjóla, Ebba, Anna og yngri systkini hennar voru Jón, Dagný og Ebba. Auk þeirra ólst Ástþór sonur Unn- ar upp með þeim og lifir hann þau. er Berglind Ýr, f. 1980, gift Samúel Jóni Samúelssyni og eiga þau tvö börn en fyrir átti Berglind Ýr þrjú börn og Samúel tvö börn. 3) Ingólfur, f. 11. september 1955. Eigin- kona hans er Júlíanna Theó- dórsdóttir, f. 6. ágúst 1962. Börn þeirra eru Margrét Rós, f. 1982 og Alma, f. 1988. Fyrir átti Ingólfur Rúnar Loga, f. 1980. Bera lauk gagnfræðaprófi 1937 og stundaði nám við Húsmæðraskólann á Hall- ormsstað einn vetur. Auk hús- móðurstarfa starfaði hún við fiskvinnslu í Eyjum en við eld- gosið á Heimaey 1973 fluttust Bera og Ingólfur til Reykja- víkur og bjuggu þar síðan. Lengst af eftir það starfaði Bera á sótthreinsunardeild Landspítalans og þvottahúsi spítalans. Útför Beru verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 14. nóv- ember 2019, og hefst athöfnin kl. 13. Þann 31. maí 1946 giftist Bera Ingólfi Arn- arsyni, f. 31. ágúst 1921, d. 12. september 2002. Móðir hans var Sólrún Eyjólfs- dóttir, f. 1892, d. 1973. Börn Beru og Ingólfs eru: 1) Þorsteinn, f. 19. mars 1948. Eiginkona hans er Kristrún Gísladóttir, f. 2. mars 1952. Börn þeirra eru Sólrún, f. 1971, gift Vigni Stefánssyni, hann á þrjú börn og Ingólfur, f. 1975, sambýliskona María Garðarsdóttir. 2) Gylfi, f. 5. september 1951. Eiginkona hans er Anna Jenný Rafnsdótt- ir, f. 15. apríl 1952. Barn þeirra Það voru spennt systkini tíu og sex ára sem héldu upp í ferð með Herjólfi með pabba sínum. Þau voru að fara í pössun hjá ömmu Beru og afa Ingólfi í nokkra daga. Þessar hugleiðingar skrifaði amma um ferðina með barna- börnunum 30. júlí 1981: „Í Þorlákshöfn, með Herjólfi, var Þorsteinn kominn með Sól- rúnu og Ingólf. Eftir stutta við- dvöl var haldið áfram með bless- uð börnin, sólargeisla ömmu og afa, falleg, góð og skemmtileg. Sólrún orðin svo stór og alltaf svo myndarleg svo ég hafi það ekki meira og Ingólfur litli strákurinn okkar svo skemmti- legur og góð voru þau og ynd- isleg. Þegar við vorum komin austur fyrir Hveragerði sagði sá stutti með áherslu: „Mikið hafa mennirnir verið duglegir að malbika svona stóran veg, sjáið þið allt steinagrindverkið!“ Amma var ekki af þeirri manngerð sem hafði hátt um skoðanir sínar eða lét í ljós miklar tilfinningar á almanna- færi en eins og þessar hugleið- ingar hennar sýna þá bjó hún yfir mikilli væntumþykju og kærleika. Við systkinin og foreldrar mínir hittum ömmu og afa oft þó að hafið skildi okkur að og við áttum ljúfar stundir í Dal- seli, Blikahólum, Þangbakka og ekki má gleyma sumarbústaðn- um þeirra í Grímsnesinu sem var nefndur Laufás eftir æsku- heimili ömmu í Eyjum. Þar átt- um við okkar griðastað og leið öllum vel við að lesa og spila, fórum í göngutúra, borðuðum kræsingar hjá ömmu með til- heyrandi hnallþóru kvöldkaffi og horfðum einstaka sinnum á sjónvarp sem var sérstaklega gaman ef sýnd var Chaplin- mynd eða breskur lögregluþátt- ur. Þá kúrðu amma og afi sam- an og annaðhvort skellihlógu með sinn frábæra húmor eða veltu fyrir sér hver væri eig- inlega morðinginn. Svo sinnti amma garðstörfunum, stundum með flugnanet yfir andlitinu, meðan afi dyttaði að. Þarna fundum við frið, öryggi og ást. Eftir að afi dó reyndum við að annast ömmu eins vel og við gátum, tókum hana stundum með okkur á rúntinn eða göngu- túr. Hún sinnti handavinnunni sinni og var sannkölluð lista- kona í höndunum, það eiga margir í ættinni fallegu hekluðu teppin hennar, dúka eða prjón- aða peysu. Hún kunni vel við að fara á kaffihús, þá kom heims- borgarinn upp í henni og hún setti upp hátíðlegan svip, borð- aði rjómatertuna hægt með nautn og var mikil dama. Okkur þótti vænt um að starfsmenn á deildinni hennar á Droplaugarstöðum sem önnuð- ust hana vel síðustu árin, sem við erum afar þakklát fyrir, kvöddu okkur þegar við vorum að ganga frá dótinu hennar með þeim orðum að allir söknuðu Beru því hún hefði verið svo góð við alla. Það var hún svo sann- arlega, heil og góð manneskja, og þeir sem kynntust henni eiga eftir að sakna hennar og minn- ast. Með þessum fátæklegu orð- um kveðjum við þig, amma okk- ar, og þökkum þér fyrir allt sem þú kenndir okkur um lífið. Þín Sólrún og Ingólfur. Hún Bera, kær móðursystir mín, er dáin. Síðust systkinanna tólf frá Laufási. Þegar háaldrað fólk deyr er það oftast kærkom- in líkn og lausn. Þannig trúi ég að það hafi verið með frænku mína. Ég hugsa til allra góðu stundanna heima í Laufási þar sem stórfjölskyldan kom saman jafnt á gleði- sem sorgarstund- um. Anna, móðir mín, og Bera voru alla tíð sérlega nánar þó að ólíkar væru. Bera var dul og hæglát, algjör andstæða við mömmu. Eftir gos breyttist svo margt. Bera og Ingólfur komu sér fyrir í Reykjavík en foreldrar mínir fluttu aftur heim. Áfram hélst þó hið góða og nána samband milli fjölskyldnanna. Oft gisti mamma hjá Beru og Ingólfi á ferðum sínum til Reykjavíkur. Í mörg ár áttu þau hjónin sum- arhús í Grímsnesinu sem var þeirra sælureitur. Einnig áttu foreldrar mínir þar hús, var þá stutt á milli systranna og heim- sóknir tíðar. Ég gæti skrifað svo margt um hana Beru, þessa vönduðu og góðu konu, en ég geymi það með sjálfri mér. Megi minningin um góða konu ylja öllu hennar fólki. Elínborg Jónsdóttir. Bera frænka var níunda í röð tólf barna hjónanna í Lauf- ási í Vestmannaeyjum og sú síðasta sem kveður þetta líf. Hún ólst upp í Laufási þar sem var mannmargt, oftast yfir tuttugu manns í heimili á ver- tíðum, en Þorsteinn var farsæll útvegsbóndi og lánsamur for- maður. Elínborg stjórnaði mannmörgu heimili af mynd- arskap og þau hjón voru virk í bæjar- og félagsmálum. Í þessu menningarumhverfi umsvifa og samvinnu ólst Bera upp við hlið systkina sinna, mjög tengd Unni systur sinni enda var það svo í stórum barnahópi að eldri systur hugsuðu gjarnan um þá sem yngri voru. Bera sagði okkur oft söguna af því þegar Unnur gifti sig 1924 og hún vildi ekki sleppa hendi af stóru systur þannig að ungu hjónin enduðu með að taka Beru litlu heim með sér á sjálfan gifting- ardaginn. Bera giftist Ingólfi Arnarsyni 1946 og þau byggðu sér heimili á „Laufástorfunni“ við Austur- veg 7 og bjuggu þar með syni sína Þorstein, Gylfa og Ingólf og auk þess var Sólrún móðir Ing- ólfs á heimilinu. Systur Beru, Anna, Dagný og Ebba, bjuggu í næstu húsum eða í hálfhring um Laufás og krakkahópurinn var stór. Þessi krakkahópur er í dag hátt á sextugs- til áttræðisaldri og æskuslóðirnar löngu horfnar undir hraun. Það er með angurværð og söknuði sem við rifjum upp gamla daga á Austurveginum með útsýn yfir innsiglinguna og Heimaklett og sólarlaginu yfir Eiðinu og lífið var leikur í faðmi stórfjölskyldunnar. Við minn- umst Beru og systranna taka vorhreingerningu hjá ömmu svo gustaði af eða við flatkökubakst- ur í kjallaranum í Laufási. Flatkökubunkarnir urðu him- inháir í augum barnanna og allir sammála um að bragðið var miklu betra því bakað var á gömlu kolaeldavélinni og í sam- einingu. Við munum jólaboðin í Laufási á jóladag og fullorðna fólkið spilaði vist á mörgum borðum og krakkarnir borðspil. Það voru farnar lautarferðir út í Lyngfellisdal og siglt i kringum eyjuna hvert sumar. Á þessum vettvangi naut Bera sín, ein- staklega falleg, brosmild, blíð og vönduð kona. Hún var vinur vina sinna og traust systir og aldrei heyrðist styggðaryrði frá Beru. Hún var myndarleg hús- móðir og heklaði af vandvirkni og við eigum mörg litríku rúm- teppin sem hún bjó til og eru hrein gersemi. Bera og Ingólfur fluttu upp á land eftir eldgosið í Eyjum 1973. Það var þeim þungbært að missa heimili sitt í eldgosi sem umturnaði lífi þeirra sem svo margra annarra. Af æðruleysi fóru þau í gegnum þá raun og byggðu sér heimili í Seljahverf- inu og síðar sumarbústað fyrir austan fjall þar sem þau undu sér vel saman. Stuttu eftir að Ingólfur dó ár- ið 2002 greindist Bera með heilabilun og bjó í Foldabæ og síðar á Droplaugarstöðum þar sem hún naut góðrar umönn- unar. Þrátt fyrir að sjúkdóm- urinn hefði svipt Beru mörgu var hún alltaf hnarreist og æðrulaus og fram til hins síð- asta var hægt að sjá í henni þá mildi og elsku sem hún bar allt- af með sér og er okkur hug- leiknust. Við vottum sonum hennar og fjölskyldum samúð okkar og minnumst Beru frænku með söknuði og hlýju. Steinunn, Herjólfur, Auður, Elínborg og Ásta Bárðarbörn. Ég fékk hringingu frá Önnu tengdadóttur Beru, mikið er ég þakklát henni að láta mig vita um andlát elsku Beru vinkonu minnar. Kynni mín af Beru og Ingólfi voru í Dalselinu. Við hjónin ný- flutt með tvö börn og Ingólfur og Bera að koma sér fyrir eftir Vestmannaeyjagosið, við vorum öll á sömu hæð. Sameiginlegt áhugamál okkar Beru var handavinna. Við skipt- umst á uppskriftum og hekluð- um saman, ég á enn fallegu hjartapúðana mína úr mynstur- safninu þínu sem eru mér eins og gull. Við hjónin eignuðumst okkar þriðja barn og ennþá er til fal- lega heklaða teppið sem þú færðir okkur. Þegar litla Lovísa fékk tækifæri til að komast fram á gang klóraði hún í hurð- ina þína. „Velkomin,“ sú stutta skreið strax í kexskúffuna og náði sér líka alltaf í sama skrautlega munsturpúðann og lét fara vel um sig, mikið hlóg- um við að þessari uppákomu barnsins. Þegar ég heimsótti elsku Beru núna síðustu árin á Drop- laugarstaði héldumst við í hend- ur og horfði hún á mig með fjar- rænum augum og spurði af hverju við værum svona góðar vinkonur, ég rifjaði upp gamlar minningar og við brostum sam- an. Sönn og traust vinátta fer ekki eftir árum eða aldri. Guðný Helga Þorsteinsdóttir. Bera Þorsteinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.