Morgunblaðið - 14.11.2019, Blaðsíða 57
MINNINGAR 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2019
✝ Kristin Har-aldsdóttir, tal-
símavörður og hús-
móðir, fæddist 18.
júní 1929. Hún lést
hinn 8. nóvember
2019 á Sjúkrahús-
inu á Akranesi.
Kristín fæddist á
Akureyri og voru
foreldrar hennar
þau Haraldur Guð-
mundsson skip-
stjóri og útgerðarmaður og Jó-
hanna Jónsdóttir húsmóðir.
Kristín var yngst fimm systkina,
hin voru Kjartan, Guðrún, Guð-
mundur og Jón, þau eru öll látin.
Hinn 23.11. 1957 giftist Krist-
ín Bjarna Arasyni héraðsráðu-
naut, f. 3. júlí 1921, d. 20.2. 2011.
Börn Kristínar og Bjarna eru: 1)
Haraldur læknir, f. 14.8. 1958,
giftur Katrínu Frímannsdóttur
matsfræðingi, f. 8.9. 1959. Börn
þeirra eru: a) Bjarni, f. 7.1. 1981,
giftur Nicole Brooks. Börn
þeirra eru: Beatrix Snædís,
Henry Teitur og Elizabeth Guð-
rún. b) Kristín, f. 14.12. 1985,
gift Adam Uhl. c) Karólína, f.
5.5. 1988, gift Devotiu Moore.
Haraldur, Katrín og afkom-
endur þeirra búa í Bandaríkj-
4.4. 2001. Ari og Berit búa í
Ólafsvík.
Kristín lauk gagnfræðaprófi
frá Menntaskólanum á Akureyri
og hóf síðan störf við símstöðina
á Akureyri árið 1946. Hún fór til
Noregs sumarið 1952 þar sem
hún stundaði nám við hús-
mæðraskóla. Eftir það dvaldi
hún um tíma í Noregi á búgarði
Guðrúnar systur sinnar þar sem
hún vann ýmis störf. Hún sneri
síðan aftur til Akureyrar og hóf
aftur störf við símstöðina á Ak-
ureyri. Árið 1957 fluttust Krist-
ín og Bjarni til Reykjavíkur
vegna starfs Bjarna hjá Bún-
aðarsambandi Íslands. Árið
1960 fluttu þau í Borgarfjörð og
bjuggu lengst af á Laugarteigi í
Bæjarsveit. Árið 1969 fluttu þau
í Borgarnes og bjuggu á Þór-
ólfsgötu 15 þar í bæ.
Kristín hóf störf sem talsíma-
vörður á símstöðinni í Borg-
arnesi og vann þar þar til sím-
stöðin var lögð niður 1987.
Kristín söng með Kirkjukór
Borgarneskirkju frá 1970 og
síðar með kór eldri borgara í
Borgarnesi. Þá söng hún einnig
með Öbbunum sem var kvenna-
kvartett í Borgarnesi. Kristín
var félagi í Inner Wheel í mörg
ár.
Kristín bjó síðasta árið í
Brákarhlíð, hjúkrunar- og dval-
arheimilinu í Borgarnesi.
Útför Kristínar fer fram frá
Borgarneskirkju í dag, 14. nóv-
ember 2019, klukkan 14.
unum. 2) Sigríður
bankastarfsmaður,
f. 22.11. 1963. Hún
var gift Karli Jó-
hanni Birgissyni, f.
29.9. 1960, d. 26.9.
1992. Börn þeirra
eru a) Kolbrún
Stella, f. 12.4. 1982,
gift Örlygi H.
Grímssyni. Börn
þeirra eru: Karl Jó-
hann og Sunneva
Björt. Kolbrún og Örlygur búa í
Vestmannaeyjum. b) Haraldur
Ari, f. 12.9. 1987. Dætur hans
eru: Mía Bjarný, Ara Eirný og
Una Árný. Sambýliskona Har-
aldar Ara er Brynja Skjald-
ardóttir, þau búa í Reykjavík.
Sambýlismaður Sigríðar er Jón
Ólafur Daníelsson þjálfari, f.
31.3. 1967. Þau búa í Vest-
mannaeyjum. 3) Ari tannlæknir,
f. 20.5. 1965. Hann er giftur
Fanný Berit Sveinbjörnsdóttur
ljósmóður, f. 25.11. 1965. Börn
þeirra: a) Tinna Björk, f. 18.3.
1988, sambýlismaður Christian
Gøtstad Sørensen, þau búa í
Kaupmannahöfn. b) Brynja
Aud, f. 22.6. 1993, sambýlis-
maður Egill Lárusson, þau búa í
Kosice í Slóvakíu. c) Bjarni, f.
Móðir okkar Kristín Haralds-
dóttir lést 8. nóvember eftir
stutta sjúkralegu. Hún hafði þá
búið í Brákarhlíð, dvalarheimili
aldraðra í Borgarnesi, í um
tveggja ára skeið við afburða að-
stæður.
Pabbi okkar féll frá fyrir tæp-
um níu árum og setti það stórt
skarð í líf mömmu. Þau mamma
og pabbi höfðu mjög ólíkan bak-
grunn, pabbi alinn upp í land-
búnaðarsamfélagi á Grýtubakka
við Eyjafjörð en mamma alin
upp á Akureyri við allt annað
samfélagsmynstur; hún sjálf
bæjardaman. Þrátt fyrir þennan
mun á umhverfi og uppvexti og
mikinn mun á grundvallarlífsvið-
horfum tókst þeim að halda
heimili sem var heilsteypt og gaf
okkur börnunum umgjörð og
uppvöxt sem einkenndist af kær-
leika, væntumþykju og þjóð-
félagslegri samkennd. Mamma
og pabbi voru sannir félagar
með ólíkar grunnskoðanir sem
oft leiddi til sterkra skoðana-
skipta en hafði ekki áhrif á það
sem var lokaafurðin, grunnfjöl-
skyldan og uppeldi allra afkom-
enda.
Mamma bar hag okkar
barnanna alltaf fyrir brjósti og
veitti okkur ríkulega af hlýju og
umönnun. Við vorum hvött til
náms og studd til þess en sjálf-
stæði og tillitssemi gagnvart
náunganum var einnig mikil-
vægur hluti af þessum uppeldis-
árum. Okkur var uppálagt um-
burðarlyndi og ekki að fara í
manngreinarálit. Þá var mikil
áhersla lögð á hagsýni og nýtni.
Mamma hafði mikla kímnigáfu
og ótrúlegt minni fyrir mönnum
og málefnum. Hún hafði mikla
hæfileika til að endurtaka nöfn
og símanúmer, það var nánast
eins og að spyrja símaskrá nú-
tímans að leita til hennar með
slíkar upplýsingar.
Heimili mömmu og pabba ein-
kenndist af gestrisni, hlýju og
jöfnuði. Þar var jafnan gest-
kvæmt og var öllum tekið eins
án tillits til stöðu eða staðsetn-
ingar í þjóðfélagsstiganum.
Við börnin, tengdabörn, barna-
börn og barnabarnabörn sökn-
um þess hlýja bross sem við vor-
um vön að mæta. Hún var alltaf
forvitin um okkar hag og frá
henni geisluðu tilfinningar hlýju
og almenn væntumþykja.
Minning okkar um þig mun allt-
af búa í brjósti okkar, elsku
mamma.
Þú varst verndarengillinn okkar.
Þú varst alltaf til staðar,
á gleði- sem sorgarstundum.
Þú hvattir okkur og studdir.
Þú hafðir trú á okkur.
Þú vafðir vængjum þínum um okkur,
Verndaðir og leiðbeindir.
Takk, mamma, við elskum þig.
Þín börn,
Haraldur, Sigríður og Ari.
Kristín tengdamóðir mín lést í
síðustu viku og var andlátið al-
veg eins og hún lifði; ljúft og fal-
legt án átaka og áreynslu. Hún
var afar stolt kona, stolt af for-
eldrum sínum og systkinum,
stolt af börnunum sínum og síð-
ast en ekki síst stolt af sjálfri sér
og hún mátti svo aldeilis vera
stolt enda harðduglegur og vel
gerður hópur fólks sem í kring-
um hana var.
Hún Kristín mín var alltaf af-
ar vel tilhöfð og glæsileg kona
og naut þess að láta dunda við
sig, jafnt útlærðu hárgreiðslu-
konurnar að laga hárið sem
barnabörnin að lakka neglurnar.
Sem ung kona vann hún á sím-
stöðinni á Akureyri og kynntist
þar vinkonum sem hún átti fram
í andlátið. Þegar börnin komu í
heiminn fór hún alfarið að vinna
heima við en byrjaði aftur að
vinna úti og þá á símstöðinni í
Borgarnesi þegar börnin urðu
eldri. Hún naut þess að vinna ut-
an heimilisins, fannst yndislegt
að eignast vini og kunningja í
vinnunni og vera í samskiptum
við fólk allan daginn. Enda var
hún einhver félagslyndasta
manneskja sem ég hef nokkurn-
tíma kynnst. Hún var ótrúlega
dugleg að halda sér við í
vinnunni og sótti endurmenntun
þegar tæknin breyttist eða þeg-
ar símstöðin var lögð niður og
hún fór að vinna á póstinum. Við
höfum verið að fara í gegnum
allt húsið á Þórólfsgötunni síð-
ustu vikurnar og í gömlum
hirslum fundum við einkunna-
spjöld frá þessum tíma. Eitt af
því dásamlegasta sem við fund-
um voru skriftarpróf frá því hún
var 11 ára en þar fékk hún
hæstu einkunn sem ætti ekki að
koma neinum á óvart því fallegri
rithönd er vandfundin.
Það er vart hægt að minnast
Kristínar án þess að Bjarni sé
hluti af minningunum. Þau voru
gift í 53 ár og voru miklir félagar
og það var einstaklega hlýtt á
milli þeirra. Eitt af því sem
fannst í tiltektinni voru undur-
falleg ástarbréf frá Bjarna til
unnustunnar. Þvílík einlægni og
ást sem þar var sýnd. Bjarni var
vanur því alla tíð að geta „flett
upp í“ Kristínu því hún mundi
öll símanúmer sem hún hafði
nokkurntíma heyrt og mundi öll
nöfn og heimilisföng að auki.
Þegar þau hættu að vinna þá
sameinuðust þau í áhuga sínum
á ættræði og það var ekki oft
sem Bjarni þurfti að nota tölv-
una til að finna ættartölur og
annað því tengt því Kristín
mundi svo óskaplega margt. Það
var því nokkuð lýsandi símtal
sem við fengum fyrir 15 árum
eða svo frá Bjarna. Hann hafði
miklar áhyggjur af því að Krist-
ín væri farin að missa minnið,
hún mundi nefnilega ekki lengur
einhverja afmælisdaga sem
Bjarni var vanur að spyrja hana
um. Þetta var náttúrlega ótækt
og hún hlaut að vera farin að
kalka. Þá var hún á áttræðis-
aldri. Þetta var náttúrlega
áhyggjuefni, um það var engum
blöðum að fletta, en það var úr
háum söðli að detta og viðmiðin
voru eiginlega ekki fyrir allt
venjulegt fólk. En það var rétt
hjá Bjarna, minninu hrakaði
smám saman og hún var ekki
orðin svipur hjá sjón undir lokin.
Nú hefur hún sameinast
Bjarna í sumarlandinu og þau
njóta þess eflaust að spjalla um
menn og málefni yfir kvöld-
kaffinu þar sem tebollar sitja á
eldhúsborðinu ásamt heimabök-
uðum kökum.
Takk fyrir allt, elsku Kristín.
Katrín Frímannsdóttir
(Kata).
Kristín
Haraldsdóttir
Í dag kveð ég þig,
mín yndislega
amma og nafna. Ég
veit að þú ert farin á
góðan stað þar sem afi og litla
bíða þín.
Minningarnar eru margar sem
koma upp í hugann, langar mig
að minnast nokkurra þeirra. Vil
byrja á öllum dásamlegu stund-
unum sem ég átti í Byggðarenda-
num hjá þér, elsku Ella amma, og
Viktori afa, þar var ég sko alltaf
velkomin. Þá minnist ég sérstak-
lega laugardaganna þar sem við
komum oft stórfjölskyldan í há-
deginu og borðuðum saman besta
grjónagraut í heimi. Eftir hádeg-
ið fórst þú að vinna í bíóinu og
fannst mér mjög spennandi að fá
að fara með í vinnuna til að að-
stoða þig og ekki liðu nú mörg ár
þar til ég var farin að vinna sjálf
með þér, aðeins 12 ára gömul,
flestalla laugardaga og var ég svo
heppin að fá að vinna með í bíóinu
í nokkur ár. Besti staðurinn minn
til að læra á var við eldhúsborðið í
Byggðarendanum, þar fékk ég
alltaf þá aðstoð sem ég þurfti hjá
þér, amma, þar skrifaði ég ófáa
Elín Pálmadóttir
✝ Elín Pálma-dóttir fæddist
27. febrúar 1932.
Hún lést 2. nóv-
ember 2019.
Elín var jarð-
sungin 12. nóv-
ember 2019.
stíla í stafsetningu
þar sem þú last þá
upp fyrir mig aftur
og aftur, þú lagðir
alltaf svo mikla
áherslu á góða
menntun. Þær voru
margar næturnar
sem ég gisti hjá
ykkur í Byggðar-
endanum enda
snemma komin með
mitt eigin herbergi
hjá ykkur og var ég einnig svo
heppin að fá að búa hjá þér og afa
síðasta árið mitt í grunnskólan-
um.
Þú fylgdist alltaf svo vel með
öllu því sem ég var að gera í mínu
daglegu lífi og gat ég alltaf leitað
til þín ef það var eitthvað, betri
ömmu gæti ég varla hugsað mér.
Þið afi voruð svo stolt og ánægð
þegar ég fæddi ykkar fyrsta
langömmu/afa barn, hann
Gumma, sem þér fannst syngja
svo vel, og síðan fæddi ég hana
Kristínu Ósk, sem var svo mikill
dansari í þínum augum. Ömmu-
börnin og síðan langömmubörnin
áttu hug þinn allan, þú vildir allt-
af fylgjast með þeim öllum og þér
leið alltaf vel þegar einhver af
þeim var í heimsókn hjá þér. Ég
veit að börnin mín eru mun ríkari
eftir að hafa fengið að alast upp
með Ellu ömmu sinni. Þær voru
margar ferðirnar sem við fórum
saman bæði innan- og utanlands.
Síðustu utanlandsferðinni þinni
til Kanarí mun ég aldrei gleyma
þar sem þú sýndir mér nokkra
staði þar sem þið afi hefðuð verið
saman á.
Ég veit ég mun einn daginn fá
ósk mín uppfyllta þar sem ég
mun syngja lagið mitt fyrir þig.
Takk fyrir allar dásamlegu
stundirnar sem við áttum saman
elsku amma.
Hvíl í friði.
Ó, Jesús bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
Mér gott barn gef að vera
og góðan ávöxt bera,
en forðast allt hið illa,
svo ei mér nái’ að spilla.
Það ætíð sé mín iðja
að elska þig og biðja,
þín lífsins orð að læra
og lofgjörð þér að færa.
Þín umsjón æ mér hlífi
í öllu mínu lífi,
þín líknarhönd mig leiði
og lífsins veginn greiði.
Mig styrk í stríði nauða,
æ styrk þú mig í dauða.
Þitt lífsins ljósið bjarta
þá ljómi’ í mínu hjarta.
Með blíðum barnarómi
mitt bænakvak svo hljómi:
Þitt gott barn gef ég veri
og góðan ávöxt beri.
(Páll Jónsson)
Þín ömmustelpa,
Elín Ósk.
Innilegar þakkir fyrir samúð, hlýju og
stuðning vegna andláts og útfarar okkar
elskulega
VALDIMARS BJARNASONAR,
Þorlákshöfn.
Þorbjörg Jónína Magnúsdóttir
Bjarni Már Valdimarsson Eva María Hilmarsdóttir
Bryndís Ósk Valdimarsdóttir
Magnús Þór Valdimarsson Lilja Margrét Sigurðardóttir
Salka Liljan Bjarnadóttir
Bjarni Valdimarsson Guðfinna Karlsdóttir
Magnús Snorrason Friðgerður Pétursdóttir
Þóra, Emma og Sandra Bjarnadætur og fjölskyldur
Pétur, Jón, Arnþór og Fjóla Rós Magnúsarbörn
og fjölskyldur
Ástkær eiginkona mín, mamma okkar,
dóttir, systir, mágkona og frænka,
JÓNANNA BJARNADÓTTIR,
sem lést í Barcelona, Spáni, miðvikudaginn
30. október, verður jarðsungin frá
Vídalínskirkju, Garðabæ, miðvikudaginn
20. nóvember klukkan 11.
Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á styrktarreikning 318-26-5005, kt.
090874-4899.
Arnar Óskar Þór Stefánsson
Hugrún Greta Arnarsdóttir Hjördís Emma Arnarsdóttir
Hugrún H. Sigurbjörnsdóttir Ragnar Hauksson
Bjarni L. Thorarensen Sigríður Magnúsdóttir
Stefán Thorarensen
Elvar Thorarensen Hrafnhildur Haraldsdóttir
Ragnar Hólm Ragnarsson Karen Jóhannsdóttir
Alexandra Ýr, Júlíus Fannar, Elvar Hólm, Hrannar Ingi,
Hekla, Katla, Felix og Lilla
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KATRÍN EÐVALDSDÓTTIR
áður til heimilis að
Heiðargerði 94, Reykjavík,
lést á Hrafnistu sunnudaginn 10. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju
þriðjudaginn 19. nóvember klukkan 11. Blóm og kransar eru
vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er
bent á að láta Hrafnistu njóta þess.
Hjartans þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu
Sólteigi-Mánateigi fyrir einstaklega hlýja umönnun.
Kristín Oktavía Árnadóttir Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Ingibjörg Sigríður Árnadóttir Jón Baldursson
Kristín Oktavía Hafsteinsd. Kristjón Daníel Bergmundss.
Katrín Ásta Hafsteinsdóttir Björg Haraldsdóttir
Árni Jónsson Kolbrún Ýr Guðmundsdóttir
Guðný Jónsdóttir Símon Guðmundsson
Sófús Árni Hafsteinsson Ella Navarro
og langömmubörn
Þökkum innilega fyrir veitta samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra
JÓNS ERNSTS INGÓLFSSONAR,
Hraunhólum 18, Garðabæ.
Dagný Guðmundsdóttir
Rósa Dögg Jónsdóttir
Helgi Hrannarr Jónsson Harpa Rós Gísladóttir
Dagur Geir Jónsson Elísa Rut Hallgrímsdóttir
Aðalheiður Jónsdóttir Juan Carlos Melgar Rada
og afabörn
Ástkær eiginmaður minn og besti vinur,
faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
ALFREÐ EYJÓLFSSON,
kennari og skólastjóri,
Marteinslaug 1, Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
fimmtudaginn 31. október. Hann verður jarðsunginn frá
Hallgrímskirkju þriðjudaginn 19. nóvember klukkan 15.
Guðjónía Bjarnadóttir
Kristín Alfreðsdóttir
Eyjólfur Bjarni Alfreðsson Þóra B. Valdimarsdóttir
Alfreð Jóhannes Alfreðsson
barnabörn og barnabarnabarn