Morgunblaðið - 14.11.2019, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 14.11.2019, Blaðsíða 64
64 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2019 Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 – www.kemi.is - kemi@kemi.is INTERFLON Matvælavottaðar efnavörur Nýjar umbúðir, sömu gæða efnin 50 ára Heiðbjört er Grindvíkingur en býr á Hveravöllum í Reykjahverfi. Hún er garðyrkjubóndi og sveitarstjórnarfulltrúi í Norðurþingi. Maki: Páll Ólafsson, f. 1968, garðyrkjubóndi. Börn: Alda Pálsdóttir, f. 1989, Anna Dís Pálsdóttir, f. 1992, og Harpa Lind Pálsdóttir, f. 1998. Barnabörnin eru þrjú. Foreldrar: Ólafur Benóný Guðbjarts- son, f. 1949, d. 2009, skrifstofumaður í Grindavík, og Anna Marý Kjartans- dóttir, f. 1950, húsmóðir í Garðabæ. Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ekki sitja heima í dag og reyndu að stökkva ekki upp á nef þér þótt mikið gangi á. Þetta ástand varir ekki að eilífu. 20. apríl - 20. maí  Naut Til allrar hamingju mun orðspor þitt og ferill blómstra. Ekki láta það draga kjark úr þér þótt einhverjir mótmæli þér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þótt hart sé gengið eftir svari frá þér skaltu taka það rólega og velta hlut- unum vandlega fyrir sér. Spjallaðu um það sem allir eru sammála um áður en ráðist er í viðkvæmari málefni. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Í dag er gott að ganga frá lausum endum í tengslum við tryggingar, fast- eignir, erfðaskrár eða skuldir. Vendu þig á að koma til dyranna eins og þú ert klædd/ ur. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Óvænt tækifæri til ferðalaga eða auk- innar þjálfunar á einhverju sviði eru hugs- anleg. Nú er að bretta upp ermarnar og drífa sig í að klára hlutina. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Notaðu daginn til þess að sinna fjöl- skyldumeðlimum. Slepptu öllum leik- araskap, hann skemmir bara fyrir þér. 23. sept. - 22. okt.  Vog Lokaðu ekki dyrunum á menn eða málefni án þess að vita hverju þú ert að hafna. Fólk sem kallar fram það besta í þér á skilið meira af tíma þínum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Láttu fara lítið fyrir þér í dag því öll óþarfa athygli fer illa í þig. Léttu á hjarta þínu við góðan vin og veröldin sýnist bjartari. 22. nóv. - 21. des. BogmaðurMeð því að draga úr útgjöldum kemst líf þitt aftur í jafnvægi. Ekki mála þig út í horn í vinahópnum með eilífu tuði yfir engu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ef þú tekur sjálfa/n þig ekki of alvarlega og skoðar málið í öðru ljósi muntu geta hlegið innilega. Aðalmálið er að finna tíma til að gera eitthvað skemmtilegt. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Rómantíkin blómstrar. Einhver sviptir hulunni af gömlu leyndarmáli sem veldur því að þú skilur fólkið þitt betur. 19. feb. - 20. mars Fiskar Gefðu þér tíma til að stofna til nýrra kynna sem og að rækta samböndin við gömlu félagana. Ekki láta kenna þér um eitthvað sem þú átt enga sök á. deild og leysti af nokkra mánuði á hverju ári sem skipherra á einhverju skipanna, Óðni, Ægi og Tý. Á þess- um tíma tók ég þátt í mörgum eftir- minnilegum björgunum bæði á fólki og skipum og einnig flotkví sem er í Hafnarfjarðarhöfn. Eftirminnilegt er fyrsta björgunin sem ég tók þátt í eftir að ég lauk þjálfun sem sigmað- ur, en þá björguðum við flugmanni af væng flugvélar hans sem nauðlent hafði í sjónum og var að sökkva.“ Magni var sendur á vegum LHG í stjórnunarnám í danska sjóliðsfor- ingjaskólann í Kaupmannahöfn vet- urinn 1999-2000. Hann átti í nokkur ár sæti á vegum LHG í nefnd sem skipulagði fjölþjóðlegar björgunar- æfingar á Norður-Atlantshafi, sem voru á vegum Nato. Einnig var hann um tíma tengiliður LHG við varnar- liðið á Keflavíkurflugvelli. „Haustið 2003 var mér boðið starf við kennslu í Stýrimannaskóla Nami- bíu á vegum Þróunarsamvinnu- stofnunar Íslands og var þá í launa- lausu leyfi frá LHG í eitt ár. Ég fór einn út til Namibíu í byrjun janúar 2004 en fjölskyldan kom til mín í júní og var hjá mér í þrjá mánuði. Notuðum við tækifærið og ferð- uðumst talsvert um Namibíu og Suð- ur-Afríku.“ Þegar heim var komið var Magni ráðinn sem sviðstjóri skipstjórnar- þar fram á haust er báturinn var leigður vestur á firði. Haustið 1986 sótti ég um starf hjá Landhelgis- gæslunni, en ég hafði hug á að prófa það og vera í nokkra mánuði. Þar var ég stýrimaður og skipstjóri til ársins 2004. Fékk þar þjálfun sem spil- og sigmaður á þyrlu Gæslunnar, TF- SIF, og starfaði í flugdeildinni, ásamt því að fara á varðskipin sem stýrimaður nokkra túra á ári til 1992 er ég tók við sem yfirstýrimaður á Ægi og fór minn fyrsta túr sem skip- herra þar haustið 1994. Frá þeim tíma var ég á stjórnstöð og í flug- V ilbergur Magni Ósk- arsson er fæddur 14. nóvember 1959 á Sel- fossi, en ólst upp á Eyrarbakka. „Áður en ég varð 10 ára var ég farinn að að- stoða kartöflubónda við að taka upp á haustin. Í þorpinu voru nokkrir kartöflubændur og ég held að flest börnin í þorpinu hafi á þessum árum unnið við að taka upp kartöflur á haustin fram að skólabyrjun. Held reyndar að skólinn hafi ekki getað byrjað fyrr en búið var að taka upp. En annars eyddi maður flestum stundum í fjörunni á þessum tíma og kom yfirleitt votur heim.“ Magni vann í skólafríum, í grunn- og gagnfræðaskóla, í fiskvinnslu hjá Fiskiveri og í frystihúsinu, aðallega í saltfiski, en á sumrin hjá hreppnum. Hann fór fyrst á sjóinn 16 ára sem háseti í afleysingar á Valafell, sem frystihúsið átti, síðan sem kokkur á bátnum Aski og þaðan yfir á stærri bát sem hét Sólborg og var þar um veturinn 1976-1977 á netaveiðum. „Eftir humarvertíð á báti sem hét Álaborg, sumarið 1977, sótti ég um starf hjá Eimskip og var ráðinn há- seti um borð í Brúarfossi, sem var í Ameríkusiglingum. Sem var mikið ævintýri fyrir 17 ára strák. Á Brúarfossi var ég fram í maí 1978 er ég lenti í slysi um borð og sigldi ekki meira það sumarið og settist á skólabekk í Stýrimanna- skólanum þá um haustið. Á milli bekkja í Stýrimannaskólanum var ég stýrimaður á humarvertíð á Jóhanni Þorkelssyni frá Eyrarbakka. Eftir að ég lauk farmannaprófi 1981 var ég háseti á togaranum Bjarna Herjólfs- syni fram á haust en fór þá sem stýrimaður á flutningaskipið Ísnes og var þar til áramóta 1981-82, er ég fór í Varðskipadeild Stýrimanna- skólans.“ Magni lauk farmannaprófi frá Stýrimannaskólanum 1981, varð- skipadeild 1982 og útgerðartækni frá Tækniskóla Íslands 1983. „Eftir að námi lauk starfaði ég um tvö ár sem skrifstofustjóri hjá inn- flutningsfyrirtæki, en fór aftur á sjó- inn sem stýrimaður á Drífu ÁR frá Eyrarbakka og tók við þeim báti sem skipstjóri á vertíðinni 1986 og var sviðs Menntafélagsins, sem hafði tekið við rekstri Stýrimannaskólans í Reykjavík og Vélskóla Íslands. Magni fór í kennsluréttindanám í Kennaraháskóla Íslands til þess að öðlast kennsluréttindi á framhalds- skólastigi og lauk því 2006. Við sam- einingu Stýrimannaskólans og Vél- skólans árið 2006 og Iðnskólans í Reykjavík árið 2008 í Tækniskólann urðu til nokkuð sjálfstæðir fagskólar. Þar á meðal var Skipstjórnarskólinn sem Magni var ráðinn skólastjóri yf- ir. „Í störfum mínum þar stóð ég m.a. fyrir nokkrum breytingum á náminu og þar á meðal að koma á dreifnámi með staðlotufyrirkomulagi þar sem nemendum, til dæmis þeim sem starfa á sjó, gafst kostur á að stunda skipstjórnarnám og ná sér í skip- stjórnarréttindi án þess að þurfa að taka sér frí í nokkur ár til þess að setjast á skólabekk. Ég steig til hlið- ar sem skólastjóri þegar Véltækni- skólinn og Skipstjórnarskólinn voru sameinaðir undir einn skólastjóra og tók að mér fagstjórn skipstjórnar ásamt kennslu.“ Magni hefur átt sæti í sendinefnd á vegum Íslands sem farið hefur á fundi hjá Alþjóðasiglingamálastofn- uninni (IMO) í London, þegar til um- ræðu hafa verið menntunar- og ör- yggismál sjómanna. Magni hefur setið í starfsgreinaráði sjávarútvegs og siglingagreina frá 2005 og verið formaður ráðsins frá 2010. Hann er sérfróður meðdómsmaður í Héraðs- dómi. Hann sat í samninganefnd Stýrimannafélags Íslands, fyrir hönd stýrimanna hjá Landhelgis- gæslu Íslands, 1988-1998, var for- maður Starfsmannafélags Landhelg- isgæslunnar 1989-1990 og stjórnarmaður 1992-1995 og hefur verið stjórnarmaður í Hollvina- samtökum varðskipsins Óðins frá 2010. Áhugamál Magna eru bátar og skip, fluguveiði og ferðalög, fjöl- skyldan og sumarbústaður fjölskyld- unnar. Fjölskylda Eiginkona Magna er Brynja Björgvinsdóttir, f. 19.5. 1962, lyfja- Vilbergur Magni Óskarsson, kennari og fagstjóri skipstjórnar – 60 ára Fjölskyldan Magni, Brynja, börn, tengdabörn og barnabörn. Lærifaðir skipstjóranna Hjónin Brynja og Magni. 30 ára Grímur ólst upp í miðbæ Reykja- víkur og býr í Norður- mýrinni. Hann er menntaður smiður og starfar við smíðar hjá Glerskipti. Helsta áhugamál Gríms er klifur. Maki: Védís Pálsdóttir, f. 1990, vöru- hönnuður. Dóttir: Áshildur Grímsdóttir, f. 2019. Foreldrar: Stígur Steinþórsson, f. 1960, leikmyndahönnuður, og Bryndís Christ- ensen, f. 1965, kennari og vinnur við fé- lagsstörf á dvalarheimili. Þau eru búsett í Reykjavík. Grímur Stígsson Til hamingju með daginn Reykjavík Áshildur Grímsdóttir fæddist 4. júlí 2019. Hún vó 16 merkur og var 54 cm við fæðingu. Foreldrar hennar eru Grímur Stígsson og Védís Pálsdóttir. Nýr borgari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.