Morgunblaðið - 14.11.2019, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 14.11.2019, Qupperneq 66
66 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2019 EM 2020 Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Mætir Ísland liði Ísraels, Rúmeníu eða Búlgaríu í undanúrslitum um- spils á Laugardalsvelli 26. mars? Og hver yrði þá mögulega andstæð- ingur liðsins í úrslitaleik um sæti á Evrópumóti karla í fótbolta? Næsta þriðjudag verður orðið ljóst hvaða 20 lið komast á EM næsta sumar í gegnum undankeppn- ina. Þá verður einnig ljóst hvaða 16 lið fara í umspil um síðustu fjögur sætin á mótinu. Segja má að mesta spennan í und- ankeppninni sé í C-, D-, E- og F- riðlum, en leikið er í tíu riðlum. Ís- land á því miður mjög veika von um að komast upp úr H-riðli, sem felst í að vinna Tyrkland í dag og Moldóvu á sunnudag, og treysta á að Tyrk- land landi ekki sigri í Andorra. Gangi þetta ekki eftir fer Ísland í umspil sem fram fer í lok mars. Fyrst svo miklar líkur eru á að Ís- land fari í umspil er ekki úr vegi að skoða hvernig niðurstaða í öðrum riðlum getur haft áhrif á það hvaða mótherja Ísland fengi þar. Í um- spilinu má reikna með að Ísland fái heimaleik 26. mars í undanúrslitum, en dregið verður um hvaða lið fær heimaleik í úrslitum hvers umspils. Vítakeppni á Laugardalsvelli? Umspilið tengist niðurstöðunni úr Þjóðadeild UEFA. Eins og staðan er núna, og miðað við líkleg úrslit í síð- ustu tveimur umferðum undan- keppninnar, verður Ísland eina liðið úr A-deild Þjóðadeildarinnar sem þarf að fara í umspil. Það gæti mögu- lega breyst, þannig að Króatía eða Sviss kæmi inn í umspilið, en er afar ólíklegt. Ísland myndi miðað við stöðuna núna mæta Búlgaríu, Ísrael eða Rúmeníu í undanúrslitum um- spilsins, en þau lið eru „jafnhátt skrifuð“ í Þjóðadeildinni og yrði dregið 22. nóvember um það hvert þeirra mætir Íslandi. Um stakan leik er að ræða, með framlengingu og vítaspyrnukeppni ef til þarf. Sig- urliðið myndi svo fara í úrslitaleik um sæti á EM við eitthvert af Sló- vakíu/Írlandi/N-Írlandi eða Búlg- aríu/Ísrael/Rúmeníu. Úrslit í D- og E-riðli eru líklegust til að breyta þessari stöðu fyrir Ísland, fari svo að ekki verði kraftaverk í riðli Íslend- inga, og til að mynda gæti nýst ís- lenska liðinu vel ef Wales eða Slóv- akía kæmist áfram úr E-riðli í stað Ungverjalands. En hvernig er staðan í undanriðl- unum og hvar gæti eitthvað breyst næstu daga varðandi það hvaða tvö lið komast upp úr riðlunum og á EM? A-riðill: Efstu lið: England 15, Tékkland 12, Kósóvó 11. England er í mjög góðri stöðu og þyrfti að tapa á heimavelli gegn Svartfjallalandi og gegn Kósóvó á útivelli til að mögulegt sé að liðið komist ekki á EM. Tékkland og Kós- óvó berjast um 2. sæti og mætast í Pilsen í dag, en jafnvel með sigri þar þyrfti Kósóvó líklega að ná að minnsta kosti jafntefli við England í lokaumferðinni því Tékkar eiga þá auðveldari leik við Búlgaríu. B-riðill: Úkraína 19, Portúgal 11, Serbía 10. Úkraína er komin á EM og lang- líklegast er að Portúgal fari þangað líka. Portúgal á eftir leiki við Lithá- en og Lúxemborg og þyrfti að missa af stigum þar, en Serbía þyrfti að vinna Lúxemborg og Úkraínu. Serb- ía er þó örugg um sæti í C- umspilinu. C-riðill: Holland 15, Þýskaland 15, Norð- ur-Írland 12. Útlit fyrir að Holland og Þýska- land fari áfram, sem væri best fyrir Ísland. Norður-Írland mætir Hol- landi í Belfast og sækir svo Þýska- land heim í lokaumferðinni, og þarf líklega að vinna báða leiki til að geta mögulega komist á EM. Holland á einnig eftir heimaleik við Eistland og Þýskaland á eftir heimaleik við Hvíta-Rússland. Verði lið jöfn að stigum er horft til innbyrðis úrslita og hefur Norður-Írland tapað með tveimur mörkum bæði gegn Hol- landi og Þýskalandi. Holland endar fyrir ofan Þýskaland verði liðin jöfn að stigum, vegna innbyrðis marka- tölu. D-riðill: Írland 12 (einn leik eftir), Dan- mörk 12 (tvo leiki eftir), Sviss 11 (tvo leiki eftir). Sviss er í raun í bestum málum því með sigrum á Gíbraltar og Georgíu er liðið komið á EM. Því má telja mjög líklegt að Ísland losni við Sviss í umspilinu. Írland þarf að vinna Danmörku í úrslitaleik í Dublin í lokaumferðinni til að komast á EM og skilja Dani eftir. Dönum mun duga þar jafntefli, tapi þeir ekki fyr- ir Gíbraltar á morgun. Ef Írar kom- ast á EM á kostnað Dana detta Írar út úr hópi mögulegra andstæðinga Íslands í umspilinu, en Danir kæmu þó ekki þar inn í staðinn heldur færu í B-umspilið. E-riðill: Króatía 14 (einn leik eftir), Ung- verjaland 12 (einn leik eftir), Slóv- akía 10 (tvo leiki eftir), Wales 8 (tvo leiki eftir). Staðan í E-riðli er jöfn og flókin. Króatía er örugg á EM með sigri eða jafntefli við Slóvakíu í Zagreb á laug- ardag. Ungverjaland kemst á EM með sigri á Wales í lokaumferðinni á þriðjudag. Slóvakía þarf að minnsta kosti fjögur stig úr leikjum við Kró- atíu og Aserbaídsjan til að komast á EM. Wales þarf að vinna Aserbaíd- sjan og Ungverjaland og treysta á að Slóvakía vinni ekki báða sína leiki. Því er ólíklegt að Króatía bætist í umspil með Íslandi en það gerist þó ef liðið tapar gegn Slóvakíu, Slóvakía tapar ekki gegn Aserbaídsjan og Ungverjaland vinnur Wales á úti- velli. Ef Wales eða Slóvakía kemst á EM í stað Ungverjalands, að öðru óbreyttu, fer ekkert lið úr B-deild Þjóðadeildar í umspil með Íslandi. Ísland færi þá í umspil með þremur þessara: Búlgaría, Ísrael, Ungverja- land, Rúmenía. F-riðill: Spánn 20, Svíþjóð 15, Rúmenía 14, Noregur 11. Spánn er öruggur um sæti á EM og líklegast er að Svíþjóð nái 2. sæti. Rúmenía og Svíþjóð mætast í lyk- illeik í Rúmeníu á morgun en vinni Rúmenía þarf liðið samt að vinna Spán í lokaumferðinni eða treysta á að Svíþjóð vinni ekki Færeyjar. Nor- egur ætti að eiga sex stig vís gegn Færeyjum og Möltu en það dugar al- veg örugglega ekki til og fer Nor- egur því í C-umspil, en ekki með Ís- landi í A-umspilið. G-riðill: Pólland 19, Austurríki 16, Norður- Makedónía 11, Slóvenía 11, Ísrael 11. Pólland er komið á EM og Austur- ríki dugar að vinna stigalaust lið Lettlands eða Norður-Makedóníu á heimavelli. Þarna fara því örugglega áfram tvö sterkustu liðin, sem hent- ar Íslandi. H-riðill: Tyrkland 19, Frakkland 19, Ísland 15. Ísland þarf að vinna Tyrkland og Moldóvu og treysta á að Tyrkland vinni ekki Andorra á útivelli, eða á það að Frakkland fái aðeins eitt stig úr leikjum við Moldóvu og Albaníu. Annars fara Tyrkland og Frakkland á EM en Ísland í umspil. I-riðill: Belgía 24, Rússland 21. Belgía og Rússland eru örugg um sæti á EM og voru hæst skrifuðu lið- in í I-riðli. J-riðill: Ítalía 24, Finnland 15, Armenía 10, Bosnía 10. Ítalía er örugg á EM og Finnland er hársbreidd frá sæti á mótinu. Finnlandi dugar að vinna lærisveina Helga Kolviðssonar í Liechtenstein á morgun til að fylgja Ítölum, eða þá að vinna Grikkland í lokaumferðinni. Bosnía fer því í B-umspil. Ísland líklega eina A-þjóð- in sem færi í umspilið  Úrslitin ráðast í undankeppni EM  Tuttugu lið beint á EM en sextán í umspil Hvaða 24 þjóðir komast á EM 2020? Lið á leið á EM miðað við stöðu í undankeppni og líkleg úrslit. Lið sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni og eiga öruggt sæti í umspili komist þau ekki beint á EM. Lið komin á EM. Lið sem færu í umspil miðað við stöðu í undankeppni og líkleg úrslit. Lokastaðan í Þjóðadeildinni 2018-19 A-deild B-deild C-deild D-deild Lið Lokastaða Lið Lokastaða Lið Lokastaða Lið Lokastaða Portúgal 1 Bosnía 13 Skotland 25 Georgía 40 Holland 2 Úkraína 14 Noregur 26 N-Makedónía 41 England 3 Danmörk 15 Serbía 27 Kósóvó 42 Sviss 4 Svíþjóð 16 Finnland 28 Hvíta-Rússland 43 Belgía 5 Rússland 17 Búlgaría 29 Lúxemborg 44 Frakkland 6 Austurríki 18 Ísrael 30 Armenía 45 Spánn 7 Wales 19 Ungverjaland 31 Aserbaídsjan 46 Ítalía 8 Tékkland 20 Rúmenía 32 Kasakstan 47 Króatía 9 Slóvakía 21 Grikkland 33 Moldóva 48 Pólland 10 Tyrkland 22 Albanía 34 Gíbraltar 49 Þýskaland 11 Írland 23 Svartfjallaland 35 Færeyjar 50 Ísland 12 N-Írland 24 Kýpur 36 Lettland 51 Eistland 37 Liechtenstein 52 Slóvenía 38 Andorra 53 Litháen 39 Malta 54 San Marínó 55 Mögulegt umspil í mars 2020 A-umspil B-umspil C-umspil D-umspil Ísland Bosnía Skotland Georgía Slóvakía/ Írland/N-Írland Wales Noregur N-Makedónía Slóvakía/ Írland/N-Írland Serbía Kósóvó Búlgaría/Ísrael/ Rúmenía Búlgaría/Ísrael/ Rúmenía Hvíta-Rússland Slóvakía/ Írland/N-ÍrlandBúlgaría/Ísrael/ Rúmenía Möguleg undanúrslit Ísland – Búl/Ísr/ Rúm Bosnía –Sló/ Írl/N-Írl Skotland – Búl/ Ísr/Rúm Georgía – Hvíta- Rússland Sló/Írl/N-Írl – Búl/Ísr/Rúm Wales – Sló/ Írl/N-Írl Noregur – Serbía N-Makedónía – Kósóvó AFP Spenna Christian Eriksen og félagar í Danmörku mæta Írum í eins konar úrslitaleik um EM-sæti. Tapi Írar mæta þeir mögulega Íslandi í umspili. HANDBOLTI Olísdeild karla Valur – KA ............................................ 31:23 Staðan: Haukar 9 7 2 0 243:222 16 Afturelding 9 7 0 2 243:225 14 ÍR 9 6 0 3 267:244 12 Selfoss 9 5 1 3 273:278 11 FH 9 5 1 3 248:243 11 Valur 10 5 1 4 259:232 11 ÍBV 9 4 1 4 243:238 9 KA 10 4 1 5 279:282 9 Fram 9 3 1 5 223:223 7 Stjarnan 9 1 3 5 226:245 5 Fjölnir 9 2 1 6 230:261 5 HK 9 0 0 9 216:257 0 Coca Cola-bikar kvenna 16-liða úrslit: Haukar – ÍBV ....................................... 29:25 Þýskaland A-deild kvenna: Bietigheim – Neckarsulmer .............. 34:26  Birna Berg Haraldsdóttir skoraði 1 mark fyrir Neckarsulmer. Danmörk Skjern – Aalborg ................................. 28:30  Janus Daði Smárason skoraði 2 mörk fyrir Aalborg en Ómar Ingi Magnússon lék ekki vegna meiðsla. Arnór Atlason er að- stoðarþjálfari liðsins.  Elvar Örn Jónsson skoraði 7 mörk fyrir Skjern og Björgvin Páll Gústavsson varði 8 skot í markinu. Patrekur Jóhannesson þjálfar liðið. Bjerringbro/Silkeborg Nordsjælland .31:29  Þráinn Orri Jónsson skoraði 1 mark fyr- ir Bjerringbro/Silkeborg. A-deild kvenna: Esbjerg – Skanderborg ...................... 30:26  Rut Jónsdóttir lék ekki með Esbjerg vegna meiðsla. Frakkland Cesson-Rennes – Valence................... 35:24  Geir Guðmundsson skoraði 3 mörk fyrir Cesson-Rennes. Noregur Bikarkeppnin, undanúrslit: Halden – Elverum ............................... 29:32  Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 18 mörk fyrir Elverum. Meistaradeild karla B-RIÐILL: Porto – Kiel .......................................... 29:30  Gísli Þorgeir Kristjánsson lék ekki með Kiel vegna meiðsla. D-RIÐILL: Kristianstad – Dinamo Búkarest....... 29:29  Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði 3 mörk fyrir Kristianstad og Teitur Örn Ein- arsson 2. Dominos-deild karla Stjarnan – Valur ................................... 83:79 Þór Þ. – Grindavík ........................(frl.) 83:79 Tindastóll – Haukar ............................. 89:77 Staðan: Keflavík 6 6 0 561:503 12 Tindastóll 7 5 2 615:576 10 Stjarnan 7 5 2 623:588 10 KR 6 4 2 530:486 8 Þór Þ. 7 4 3 576:580 8 Haukar 7 4 3 643:614 8 ÍR 6 3 3 490:531 6 Valur 7 3 4 580:603 6 Grindavík 7 2 5 591:618 4 Njarðvík 6 2 4 463:452 4 Fjölnir 6 1 5 510:544 2 Þór Ak. 6 0 6 466:553 0 1. deild karla Skallagrímur – Hamar....................... 89:104 Evrópubikarinn Cedevita Olimpija – UNICS Kazan ... 81:76  Haukur Helgi Pálsson var ekki í leik- mannahópi Kazan. NBA-deildin Miami – Detroit ................................117:108 Chicago – New York ........................120:102 Utah – Brooklyn Nets ......................119:114 Denver – Atlanta ..............................121:125 Phoenix – LA Lakers .......................115:123 Sacramento – Portland ......................107:99 Philadelphia – Cleveland .....................98:97 Indiana – Oklahoma ...........................111:85 KÖRFUBOLTI KÖRFUKNATTLEIKUR Undankeppni EM kvenna: Laugardalshöll: Ísland – Búlgaría........... 20 Í KVÖLD! Undankeppni EM U19 Belgía – Ísland ..........................................3:0 Charles De Ketelaere 19., Nicolas Raskin 42., Antoine Colassin 85. KNATTSPYRNA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.