Morgunblaðið - 14.11.2019, Qupperneq 66
66 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2019
EM 2020
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Mætir Ísland liði Ísraels, Rúmeníu
eða Búlgaríu í undanúrslitum um-
spils á Laugardalsvelli 26. mars? Og
hver yrði þá mögulega andstæð-
ingur liðsins í úrslitaleik um sæti á
Evrópumóti karla í fótbolta?
Næsta þriðjudag verður orðið
ljóst hvaða 20 lið komast á EM
næsta sumar í gegnum undankeppn-
ina. Þá verður einnig ljóst hvaða 16
lið fara í umspil um síðustu fjögur
sætin á mótinu.
Segja má að mesta spennan í und-
ankeppninni sé í C-, D-, E- og F-
riðlum, en leikið er í tíu riðlum. Ís-
land á því miður mjög veika von um
að komast upp úr H-riðli, sem felst í
að vinna Tyrkland í dag og Moldóvu
á sunnudag, og treysta á að Tyrk-
land landi ekki sigri í Andorra.
Gangi þetta ekki eftir fer Ísland í
umspil sem fram fer í lok mars.
Fyrst svo miklar líkur eru á að Ís-
land fari í umspil er ekki úr vegi að
skoða hvernig niðurstaða í öðrum
riðlum getur haft áhrif á það hvaða
mótherja Ísland fengi þar. Í um-
spilinu má reikna með að Ísland fái
heimaleik 26. mars í undanúrslitum,
en dregið verður um hvaða lið fær
heimaleik í úrslitum hvers umspils.
Vítakeppni á Laugardalsvelli?
Umspilið tengist niðurstöðunni úr
Þjóðadeild UEFA. Eins og staðan er
núna, og miðað við líkleg úrslit í síð-
ustu tveimur umferðum undan-
keppninnar, verður Ísland eina liðið
úr A-deild Þjóðadeildarinnar sem
þarf að fara í umspil. Það gæti mögu-
lega breyst, þannig að Króatía eða
Sviss kæmi inn í umspilið, en er afar
ólíklegt. Ísland myndi miðað við
stöðuna núna mæta Búlgaríu, Ísrael
eða Rúmeníu í undanúrslitum um-
spilsins, en þau lið eru „jafnhátt
skrifuð“ í Þjóðadeildinni og yrði
dregið 22. nóvember um það hvert
þeirra mætir Íslandi. Um stakan leik
er að ræða, með framlengingu og
vítaspyrnukeppni ef til þarf. Sig-
urliðið myndi svo fara í úrslitaleik
um sæti á EM við eitthvert af Sló-
vakíu/Írlandi/N-Írlandi eða Búlg-
aríu/Ísrael/Rúmeníu. Úrslit í D- og
E-riðli eru líklegust til að breyta
þessari stöðu fyrir Ísland, fari svo að
ekki verði kraftaverk í riðli Íslend-
inga, og til að mynda gæti nýst ís-
lenska liðinu vel ef Wales eða Slóv-
akía kæmist áfram úr E-riðli í stað
Ungverjalands.
En hvernig er staðan í undanriðl-
unum og hvar gæti eitthvað breyst
næstu daga varðandi það hvaða tvö
lið komast upp úr riðlunum og á
EM?
A-riðill:
Efstu lið: England 15, Tékkland
12, Kósóvó 11.
England er í mjög góðri stöðu og
þyrfti að tapa á heimavelli gegn
Svartfjallalandi og gegn Kósóvó á
útivelli til að mögulegt sé að liðið
komist ekki á EM. Tékkland og Kós-
óvó berjast um 2. sæti og mætast í
Pilsen í dag, en jafnvel með sigri þar
þyrfti Kósóvó líklega að ná að
minnsta kosti jafntefli við England í
lokaumferðinni því Tékkar eiga þá
auðveldari leik við Búlgaríu.
B-riðill:
Úkraína 19, Portúgal 11, Serbía
10.
Úkraína er komin á EM og lang-
líklegast er að Portúgal fari þangað
líka. Portúgal á eftir leiki við Lithá-
en og Lúxemborg og þyrfti að missa
af stigum þar, en Serbía þyrfti að
vinna Lúxemborg og Úkraínu. Serb-
ía er þó örugg um sæti í C-
umspilinu.
C-riðill:
Holland 15, Þýskaland 15, Norð-
ur-Írland 12.
Útlit fyrir að Holland og Þýska-
land fari áfram, sem væri best fyrir
Ísland. Norður-Írland mætir Hol-
landi í Belfast og sækir svo Þýska-
land heim í lokaumferðinni, og þarf
líklega að vinna báða leiki til að geta
mögulega komist á EM. Holland á
einnig eftir heimaleik við Eistland
og Þýskaland á eftir heimaleik við
Hvíta-Rússland. Verði lið jöfn að
stigum er horft til innbyrðis úrslita
og hefur Norður-Írland tapað með
tveimur mörkum bæði gegn Hol-
landi og Þýskalandi. Holland endar
fyrir ofan Þýskaland verði liðin jöfn
að stigum, vegna innbyrðis marka-
tölu.
D-riðill:
Írland 12 (einn leik eftir), Dan-
mörk 12 (tvo leiki eftir), Sviss 11 (tvo
leiki eftir).
Sviss er í raun í bestum málum því
með sigrum á Gíbraltar og Georgíu
er liðið komið á EM. Því má telja
mjög líklegt að Ísland losni við Sviss
í umspilinu. Írland þarf að vinna
Danmörku í úrslitaleik í Dublin í
lokaumferðinni til að komast á EM
og skilja Dani eftir. Dönum mun
duga þar jafntefli, tapi þeir ekki fyr-
ir Gíbraltar á morgun. Ef Írar kom-
ast á EM á kostnað Dana detta Írar
út úr hópi mögulegra andstæðinga
Íslands í umspilinu, en Danir kæmu
þó ekki þar inn í staðinn heldur færu
í B-umspilið.
E-riðill:
Króatía 14 (einn leik eftir), Ung-
verjaland 12 (einn leik eftir), Slóv-
akía 10 (tvo leiki eftir), Wales 8 (tvo
leiki eftir).
Staðan í E-riðli er jöfn og flókin.
Króatía er örugg á EM með sigri eða
jafntefli við Slóvakíu í Zagreb á laug-
ardag. Ungverjaland kemst á EM
með sigri á Wales í lokaumferðinni á
þriðjudag. Slóvakía þarf að minnsta
kosti fjögur stig úr leikjum við Kró-
atíu og Aserbaídsjan til að komast á
EM. Wales þarf að vinna Aserbaíd-
sjan og Ungverjaland og treysta á að
Slóvakía vinni ekki báða sína leiki.
Því er ólíklegt að Króatía bætist í
umspil með Íslandi en það gerist þó
ef liðið tapar gegn Slóvakíu, Slóvakía
tapar ekki gegn Aserbaídsjan og
Ungverjaland vinnur Wales á úti-
velli. Ef Wales eða Slóvakía kemst á
EM í stað Ungverjalands, að öðru
óbreyttu, fer ekkert lið úr B-deild
Þjóðadeildar í umspil með Íslandi.
Ísland færi þá í umspil með þremur
þessara: Búlgaría, Ísrael, Ungverja-
land, Rúmenía.
F-riðill:
Spánn 20, Svíþjóð 15, Rúmenía 14,
Noregur 11.
Spánn er öruggur um sæti á EM
og líklegast er að Svíþjóð nái 2. sæti.
Rúmenía og Svíþjóð mætast í lyk-
illeik í Rúmeníu á morgun en vinni
Rúmenía þarf liðið samt að vinna
Spán í lokaumferðinni eða treysta á
að Svíþjóð vinni ekki Færeyjar. Nor-
egur ætti að eiga sex stig vís gegn
Færeyjum og Möltu en það dugar al-
veg örugglega ekki til og fer Nor-
egur því í C-umspil, en ekki með Ís-
landi í A-umspilið.
G-riðill:
Pólland 19, Austurríki 16, Norður-
Makedónía 11, Slóvenía 11, Ísrael
11.
Pólland er komið á EM og Austur-
ríki dugar að vinna stigalaust lið
Lettlands eða Norður-Makedóníu á
heimavelli. Þarna fara því örugglega
áfram tvö sterkustu liðin, sem hent-
ar Íslandi.
H-riðill:
Tyrkland 19, Frakkland 19, Ísland
15.
Ísland þarf að vinna Tyrkland og
Moldóvu og treysta á að Tyrkland
vinni ekki Andorra á útivelli, eða á
það að Frakkland fái aðeins eitt stig
úr leikjum við Moldóvu og Albaníu.
Annars fara Tyrkland og Frakkland
á EM en Ísland í umspil.
I-riðill:
Belgía 24, Rússland 21.
Belgía og Rússland eru örugg um
sæti á EM og voru hæst skrifuðu lið-
in í I-riðli.
J-riðill:
Ítalía 24, Finnland 15, Armenía
10, Bosnía 10.
Ítalía er örugg á EM og Finnland
er hársbreidd frá sæti á mótinu.
Finnlandi dugar að vinna lærisveina
Helga Kolviðssonar í Liechtenstein
á morgun til að fylgja Ítölum, eða þá
að vinna Grikkland í lokaumferðinni.
Bosnía fer því í B-umspil.
Ísland líklega eina A-þjóð-
in sem færi í umspilið
Úrslitin ráðast í undankeppni EM Tuttugu lið beint á EM en sextán í umspil
Hvaða 24 þjóðir komast á EM 2020?
Lið á leið á EM
miðað við stöðu í
undankeppni og
líkleg úrslit.
Lið sem unnu sinn riðil
í Þjóðadeildinni og eiga
öruggt sæti í umspili komist
þau ekki beint á EM.
Lið
komin
á EM.
Lið sem færu í
umspil miðað við
stöðu í undankeppni
og líkleg úrslit.
Lokastaðan í Þjóðadeildinni 2018-19
A-deild B-deild C-deild D-deild
Lið Lokastaða Lið Lokastaða Lið Lokastaða Lið Lokastaða
Portúgal 1 Bosnía 13 Skotland 25 Georgía 40
Holland 2 Úkraína 14 Noregur 26 N-Makedónía 41
England 3 Danmörk 15 Serbía 27 Kósóvó 42
Sviss 4 Svíþjóð 16 Finnland 28 Hvíta-Rússland 43
Belgía 5 Rússland 17 Búlgaría 29 Lúxemborg 44
Frakkland 6 Austurríki 18 Ísrael 30 Armenía 45
Spánn 7 Wales 19 Ungverjaland 31 Aserbaídsjan 46
Ítalía 8 Tékkland 20 Rúmenía 32 Kasakstan 47
Króatía 9 Slóvakía 21 Grikkland 33 Moldóva 48
Pólland 10 Tyrkland 22 Albanía 34 Gíbraltar 49
Þýskaland 11 Írland 23 Svartfjallaland 35 Færeyjar 50
Ísland 12 N-Írland 24 Kýpur 36 Lettland 51
Eistland 37 Liechtenstein 52
Slóvenía 38 Andorra 53
Litháen 39 Malta 54
San Marínó 55
Mögulegt umspil í mars 2020
A-umspil B-umspil C-umspil D-umspil
Ísland Bosnía Skotland Georgía
Slóvakía/
Írland/N-Írland
Wales Noregur N-Makedónía
Slóvakía/
Írland/N-Írland
Serbía Kósóvó
Búlgaría/Ísrael/
Rúmenía
Búlgaría/Ísrael/
Rúmenía
Hvíta-Rússland
Slóvakía/
Írland/N-ÍrlandBúlgaría/Ísrael/
Rúmenía
Möguleg undanúrslit
Ísland – Búl/Ísr/
Rúm
Bosnía –Sló/
Írl/N-Írl
Skotland – Búl/
Ísr/Rúm
Georgía – Hvíta-
Rússland
Sló/Írl/N-Írl
– Búl/Ísr/Rúm
Wales – Sló/
Írl/N-Írl
Noregur – Serbía N-Makedónía
– Kósóvó
AFP
Spenna Christian Eriksen og félagar í Danmörku mæta Írum í eins konar
úrslitaleik um EM-sæti. Tapi Írar mæta þeir mögulega Íslandi í umspili.
HANDBOLTI
Olísdeild karla
Valur – KA ............................................ 31:23
Staðan:
Haukar 9 7 2 0 243:222 16
Afturelding 9 7 0 2 243:225 14
ÍR 9 6 0 3 267:244 12
Selfoss 9 5 1 3 273:278 11
FH 9 5 1 3 248:243 11
Valur 10 5 1 4 259:232 11
ÍBV 9 4 1 4 243:238 9
KA 10 4 1 5 279:282 9
Fram 9 3 1 5 223:223 7
Stjarnan 9 1 3 5 226:245 5
Fjölnir 9 2 1 6 230:261 5
HK 9 0 0 9 216:257 0
Coca Cola-bikar kvenna
16-liða úrslit:
Haukar – ÍBV ....................................... 29:25
Þýskaland
A-deild kvenna:
Bietigheim – Neckarsulmer .............. 34:26
Birna Berg Haraldsdóttir skoraði 1
mark fyrir Neckarsulmer.
Danmörk
Skjern – Aalborg ................................. 28:30
Janus Daði Smárason skoraði 2 mörk
fyrir Aalborg en Ómar Ingi Magnússon lék
ekki vegna meiðsla. Arnór Atlason er að-
stoðarþjálfari liðsins.
Elvar Örn Jónsson skoraði 7 mörk fyrir
Skjern og Björgvin Páll Gústavsson varði 8
skot í markinu. Patrekur Jóhannesson
þjálfar liðið.
Bjerringbro/Silkeborg Nordsjælland .31:29
Þráinn Orri Jónsson skoraði 1 mark fyr-
ir Bjerringbro/Silkeborg.
A-deild kvenna:
Esbjerg – Skanderborg ...................... 30:26
Rut Jónsdóttir lék ekki með Esbjerg
vegna meiðsla.
Frakkland
Cesson-Rennes – Valence................... 35:24
Geir Guðmundsson skoraði 3 mörk fyrir
Cesson-Rennes.
Noregur
Bikarkeppnin, undanúrslit:
Halden – Elverum ............................... 29:32
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 18
mörk fyrir Elverum.
Meistaradeild karla
B-RIÐILL:
Porto – Kiel .......................................... 29:30
Gísli Þorgeir Kristjánsson lék ekki með
Kiel vegna meiðsla.
D-RIÐILL:
Kristianstad – Dinamo Búkarest....... 29:29
Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði 3
mörk fyrir Kristianstad og Teitur Örn Ein-
arsson 2.
Dominos-deild karla
Stjarnan – Valur ................................... 83:79
Þór Þ. – Grindavík ........................(frl.) 83:79
Tindastóll – Haukar ............................. 89:77
Staðan:
Keflavík 6 6 0 561:503 12
Tindastóll 7 5 2 615:576 10
Stjarnan 7 5 2 623:588 10
KR 6 4 2 530:486 8
Þór Þ. 7 4 3 576:580 8
Haukar 7 4 3 643:614 8
ÍR 6 3 3 490:531 6
Valur 7 3 4 580:603 6
Grindavík 7 2 5 591:618 4
Njarðvík 6 2 4 463:452 4
Fjölnir 6 1 5 510:544 2
Þór Ak. 6 0 6 466:553 0
1. deild karla
Skallagrímur – Hamar....................... 89:104
Evrópubikarinn
Cedevita Olimpija – UNICS Kazan ... 81:76
Haukur Helgi Pálsson var ekki í leik-
mannahópi Kazan.
NBA-deildin
Miami – Detroit ................................117:108
Chicago – New York ........................120:102
Utah – Brooklyn Nets ......................119:114
Denver – Atlanta ..............................121:125
Phoenix – LA Lakers .......................115:123
Sacramento – Portland ......................107:99
Philadelphia – Cleveland .....................98:97
Indiana – Oklahoma ...........................111:85
KÖRFUBOLTI
KÖRFUKNATTLEIKUR
Undankeppni EM kvenna:
Laugardalshöll: Ísland – Búlgaría........... 20
Í KVÖLD!
Undankeppni EM U19
Belgía – Ísland ..........................................3:0
Charles De Ketelaere 19., Nicolas Raskin
42., Antoine Colassin 85.
KNATTSPYRNA