Morgunblaðið - 14.11.2019, Page 70
70 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2019
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Mér fannst full ástæða til að halda
upp á að ég er búinn að eiga
kontrabassa í 40 ár. Þessi samvera
okkar tveggja er á við rúbínbrúð-
kaup og því er platan til heiðurs
kontrabassanum. Ég keypti fyrsta
bassann minn í Ósló í lok ágúst
1979 og nýja platan var tekin upp í
lok ágúst 2019, svo þetta eru ná-
kvæmlega 40 ár,“ segir Tómas R.
Einarsson kontrabassaleikari en
hann verður með tónleika í Hörpu
nk. sunnudag í tilefni af útgáfu
nýrrar djassplötu sem hann hefur
gefið nafnið Gangandi bassi.
„Það var síður en svo augljóst að
við kontrabassinn yrðum hjón, sam-
band okkar var nokkuð erfitt til að
byrja með. Það hófst á misheppn-
uðu klassísku bassanámi mínu en
þá leið mér eins og okkur væri ekki
skapað nema skilja. Þegar ég fór að
eiga stundir með hljóðfærinu og
plötuspilaranum þar sem ég spilaði
djasstónlist kviknaði aftur á milli
okkar. Þá hafði ég lagt bogann á
hilluna og sneri mér að því að spila
djasstónlist, sem er sá tónn sem
síðan hefur verið ráðandi í þessi
fjörutíu ár,“ segir Tómas og bætir
við að kontrabassa hafi hann ekki
séð fyrr en hann var kominn á þrí-
tugsaldur.
„Ég ólst upp úti á landi og þar
voru ekki til svona hljóðfæri, líkust
skrýtnum skápum. Ég var eins og
annað ungt fólk á þeim tíma á kafi í
rokktónlist og poppi, og það eina
sem ég brá út af því var að ég spil-
aði á harmonikku um tvítugt.
Kontrabassinn var því eins og
geimvera fyrir mér. Ég man eftir
að hafa séð hann í sjónvarpi þegar
Helgi Péturs plokkaði einn slíkan
með Ríó tríó. Þegar ég svo loksins
sá þetta fyrirbæri berum augum á
tónleikum Jazzvakningar í Reykja-
vík 1978, þá sá ég að þetta var gull-
fallegt hljóðfæri.“
Hefði troðið mér meira fram
Tómas segist á nýju plötunni hafa
viljað sýna blessað hljóðfærið og
ota því dálítið fram. „Hefðbundin
staða kontrabassa er frekar aftar-
lega á vellinum, ef ekki hreinlega
aftast við hlið markvarðar. Nú gerði
ég hann að framverði, sem er þó
nokkur glíma vegna hljóms hljóð-
færisins, því hann er alla jafna
dimmur og dökkur, en það er snúið
að hafa dimmraddað hljóðfæri í lag-
línuspili mestan part á heilli plötu.
Það þarf að beita mörgum
útsetningarbrögðum svo þetta virki.
Þetta var þó nokkurt verkefni að
finna út hvernig þetta gat rímað
saman, en ég held ég hafi fundið
ágæta leið til að gera þetta mús-
íkalskt. Ég hefði sjálfsagt troðið
mér meira fram undanfarin 40 ár ef
þetta væri ekki svona skratti flókið.
Það gat til dæmis verið erfitt að
keppa við Óskar á saxófóninum þar
sem við spilum saman línur, því
Óskar er með svo stóran og feitan
saxófóntón, en þetta gekk upp að
lokum, ég gat komið kontrabass-
anum fremst í tónlistinni.“
Sigtryggur er jörðin sjálf
Tómas er með einvalalið hljóð-
færaleikara með sér á plötunni,
bræðurna Óskar og Ómar Guðjóns-
syni á saxófón og gítar og Sigtrygg
Baldursson á slagverk, en þeir fjór-
ir kalla sig á plötunni Trekvartett-
inn.
„Ég hef spilað mjög mikið með
þeim í áratugi svo það lá ljóst fyrir
að fá þá til liðs við mig. Til að hoppa
ekki í gömul hjólför þá fékk ég Sig-
trygg til að vera með kongatromm-
ur, sem ég leyfi mér að segja að sé
nánast óþekkt slagverkshljóðfæri í
sveiflutónlist, trommusett er þar
reglan. Menn notuðu reyndar að-
eins kongatrommur í sveiflutónlist
um 1960, en þá með trommusetti.
Ég hef hvergi getað grafið upp
kongatrommur sem eina slagverks-
hljóðfærið í slíkri tónlist, en við Sig-
tryggur höfum leikið okkur svolítið
að þessu undanfarin ár, svo ég vissi
að þetta mundi virka. Sigtryggur er
jörðin sjálf, hann hefur jarðarbít.“
Veröldin bjartari eftir sundið
Sum heiti laganna á nýju plötunni
vekja athygli og þegar Tómas er
spurður út í þau segir hann að flest
laganna hafi fengið fjóra til fimm
titla í vinnuferlinu.
„Þetta er alltaf að breytast á
meðan ég er að búa þetta til, bæði
út frá tilfinningu og út frá því hvaða
leið lagið fer á endanum. Það byrjar
kannski með einum titli sem passar
mjög vel við en síðan breytist lagið
og þá er titillinn orðinn ónýtur. Tit-
ill lagsins sem heitir Bassabopp
með latíngljáa kemur til af því að
ég heillast af þessu nýja tungumáli
sem er á matseðlum veitingastaða,
þar er allt á íslensku en ég skil oft
ekki nema annað hvert orð. Þetta
lag átti fyrst að heita Bassabopp-
aðir jarðskokkar á latínbeði, og ég
var að hugsa um að hafa frauð líka
með í nafninu en sleppti því. Svo
duttu jarðskokkarnir og beðurinn
út en gljáinn kom inn,“ segir Tómas
og bætir við að titill eins lagsins vísi
í hans daglegu sundferð, en það
heitir Eftir sundið.
„Ég er alltaf miklu glaðari þegar
ég kem úr sundi en þegar ég fer í
sund, án þess að ég sé neitt
tiltakanlega fúll þegar ég fer í sund.
Veröldin er alltaf bjartari að sundi
loknu.“
Útgáfutónleikarnir verða í Kalda-
lóni í Hörpu nk. sunnudag, 17. nóv-
ember, kl. 17. Miðasala á harpa.is.
Platan Gangandi bassi er aðgengi-
leg á Spotify, Itunes og Google Play
og fáanleg í flestum verslunum sem
selja tónlistarefni.
Ljósmynd/Jón Karl Helgason
Trekvartett Tómas ásamt félögum sínum Óskari Guðjónssyni, Sigtryggi Baldurssyni og Ómari Guðjónssyni.
Hann var eins og geimvera fyrir mér
„Það var síður en svo augljóst að við kontrabassinn yrðum hjón, samband okkar var nokkuð erfitt
til að byrja með“ Tómas R. heldur upp á 40 ára bassasamband með nýrri plötu og tónleikum
Sviðslistahátíð er nefnist Safe-Fest
hefst í Núllinu, hinu fyrrverandi al-
menningssalerni í Bankastræti, í
kvöld, fimmtudagskvöld, klukkan
18 og stendur fram á sunnudag.
Skipuleggjendur og þátttakendur
hátíðarinnar eru Adolf Smári Unn-
arsson, Aron Martin Ásgerðarson,
Birnir Jón Sigurðsson, Helgi Grím-
ur Hermannsson, Salvör Gullbrá
Þórarinsdóttir og Snæfríður Sól
Gunnarsdóttir en þau eru öll út-
skrifuð af sviðshöfundabraut
Listaháskóla Íslands. Dagskráin
samanstendur „af glænýjum og
nánast áður óséðum verkum“, eins
og segir í tilkynningu, og er áhersla
lögð á „nýsköpun og öryggi“.
Á opnunarhátíðinni í dag verða
ræðuhöld, tónlistaratriði og óvænt-
ar uppákomur. Fyrstu 100 gestir
hátíðarinnar fá frían hátíðarpassa.
Kl. 20 til 23 verður síðan frumflutt
Nýjasta síðasta verkið og er gestum
frjálst að koma og fara að vild með-
an á sýningu stendur.
Á laugardag verða performansar
á dagskrá frá kl. 13.30 og ný og ólík
verk síðan sýnd fram eftir degi en
sýningar á þeim hefjast kl. 14, 15,
16.15 og 17.
Á sunnudag klukkan 13 til 17
verður síðan sviðslistamarkaður:
„Pop up-performansar og list til
sölu,“ eins og segir í tilkynningu.
Sviðslistahátíðin Safe-Fest í Núllinu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sviðshöfundur Adolf Smári Unnarsson er
einn sex höfunda verkanna á hátíðinni.