Morgunblaðið - 14.11.2019, Qupperneq 71
MENNING 71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2019
Lengi stóð hún af sér áraunóhugnaðarafkvæmanna //En svo fór // eftir högginóteljandi, sífellt þyngri, /
að móðurmorðingjar náðu að mölva
undirstöðubeinin / alveg // og móður-
jörðin steyptist á hliðina“ segir í
ljóði Steinunnar Sigurðardóttur,
„Móðurmorðingjar“, í nýju ljóðabók-
inni Dimmumót. Móðir jörð er því
fallin, felld af okkur afkomendunum,
og „eins og í kvæði kvæðanna / eftir
völvunnar
hljóðan: // „Nú
mun hún
sökkvast.““
Jörðin fellur
hér og heim-
urinn tekur
stórfelldum
breytingum, til
hins verra. Í
„Hverslend-
ingar“ spyr skáldið: „Hvað tekur svo
við? Hver verðum við? Nefnd hvaða
nafni? // Hvers-lendingar verðum við
þá Íslendingar svokallaðir / þegar
jökullinn fer?“ Og eitt er þar víst:
„Ís-lendingar ekki.“
Steinunni liggur mikið á hjarta í
þessari tíundu ljóðabók sinni og tal-
ar tæpitungulaust í kröftugum og
áhrifamiklum ljóðum, sem mörg
hver eru þung ádrepa vegna ábyrgð-
arlausrar framkomu okkar mann-
anna við jörðina. Og endurtekin
táknmynd ástandsins er hörfandi
jökullinn, sem skáldið tregar. Eins
og segir í nafnlausu upphafsljóðinu:
„Þessi kastali úr snjóhvítu rós-
unum þiðnar / og verður að ramb-
andi haug / Það er fullkomnað
Endanlegt Eilífðarlok“
Í bókinni eru nær fjörutíu ljóð í
sjö hlutum. Í fyrsta hlutanum, „Það
kemur í ljós“, birtist í tíu ljóðum
einskonar einlæg uppvaxtarsaga,
stelpu sem ber svipmót skáldsins og
fær að kynnast náttúrunni á sunn-
lenskum sumrum. Hún tengist henni
sterkum og mikilvægum böndum og
þegar stelpan er orðin fullorðin, búin
„að eiga sitt eigið barn, jafnvel það /
og löngu löngu fædd ljóðin“ þá er
Jökulinn enn til staðar, sú táknmynd
og tenging sem ljóðmælandinn kall-
ar „eilífðarfjall“. „Sem yrði þar allt-
af, ekki spurning, / framtíðarljóst í
okkar augsýn.“
En það reyndist misskilningur
eins og fjallað er um í lokaljóði
fyrsta hlutans, „Sjónarsvipir 1“, þar
sem ljóðmælandi segir, og kraumar
undir reiðin:
Við vitibornu skiljum þá hamfarahlýn-
un á jörðinni
en við látum ósköpin yfir ganga
börnin og barnabörnin. Krúttin á
facebook.
Hvað verður um þeirra krútt og þeirra
krúttkrútt?
Er okkur alveg sama?
SAMA sem hroðgræðgi
dáðleysi
ár fram af ári,
mann fram af manni.
Í seinni köflum bókarinnar, sem
ber þetta þunga heiti og sýnir á
táknrænan hátt á kápu hvar jökul-
hetta splundrast, veltir skáldið í
senn tregafull og myrk í máli fyrir
sér áhrifum hamfarahlýnunarinnar
á okkur Íslendinga sem og á framtíð
jarðarinnar. Ljóðmálið er í senn opið
og myndrænt og athyglisvert er
hvernig vísanir í ættjarðarljóð og
eldri sem yngri kveðskap – rétt eins
og í orð Krists í upphafsljóðinu –
birtast víða og eins og hnykkja á er-
indi skáldsins.
Ýmiskonar raddir fá að hljóma í
bókinni og í „Raddir úr Vatna-jökla
sveitum“ einnig raddir fólks sem
lætur sér fátt um finnast þótt jökull-
inn sem þau hafa alltaf haft fyrir
augum hopi. Einn trúir ekki að hann
hverfi, öðrum var kennt að jökullinn
væri skelfilegur, þriðji „sér enga
fegurð í þessu.“ Þarna leikur skáldið
með þá alkunnu staðreynd að mikil-
vægi og merking náttúrunnar dylst
oft þeim sem alast upp og búa með
henni – þótt það sé alls ekki algilt.
Hin ljóðin eru síðan fleiri þar sem
hugsað er um jöklana og bráðnum
þeirra, frá ýmsum hliðum og með
ýmsu móti, og er þá ekki laust við
endurtekningu – þótt þunginn og
mikilvægi erindisins, auk vel mótaðs
textans, haldi lesendum föngnum.
Því hér er ort af alvöru um dauðans
alvöru, og spáð fyrir um endalok. Og
ekki bara sjálfsmyndar þjóðar, eins
og sjá má í þessu stutta ljóði um
Vatnajökul, „Afkomandinn“:
Sá Stóri Hvíti er afkomandi Íslands.
Þegar hann fer, deyr ekki aðeins
hann út,
Ættarhöfðingi eyjarinnar,
heldur einnig allur ættbálkur hans.
Hvers-lendingar
verðum við þá?
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ljóð
Dimmumót bbbbm
Eftir Steinunni Sigurðardóttur.
Mál & menning, 2019. Innbundin, 95 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
Tæpitungulaust „Steinunni liggur mikið á hjarta í þessari tíundu ljóðabók sinni og talar tæpitungulaust í kröftug-
um og áhrifamiklum ljóðum,“ segir í rýni um bókina Dimmumót þar sem fjallað er um hamfarahlýnun.
Breski ljósmyndarinn Robert
Freeman, höfundur myndanna á
nokkrum hljómplötum Bítlanna, og
þar með nokkrum af þekktustu
plötum sögunnar, er látinn, 82 ára
að aldri. Hann var til að mynda
höfundur myndanna á plötunum
With the Beatles, Rubber Soul,
Help! og Meet the Beatles og átti
því stóran þátt í að skapa ímynd
hljómsveitarinnar á fyrri hluta
ferils hennar.
Eftirlifandi Bítlar, Ringo Starr
og Paul McCartney, hafa báðir
minnst Freemans á samfélags-
miðlum. „Hann var einn af okkar
eftirlætisljósmyndurum á Bítla-
árunum og átti hugmyndirnar að
sumum þekktustu plötuumslögum
okkar,“ skrifar McCartney.
„Auk þess að vera mikill fag-
maður var hann frumlegur og hug-
myndaríkur,“ segir hann og tekur
sem dæmi hina bjöguðu mynd af
sveitinni á umslagi Rubber Soul.
Freeman gat sér orð fyrir að
mynda fleiri listamenn, þar á með-
al John Coltrane og Jimmy Cliff.
Ljósmyndari rómaðra Bítlaplatna látinn
Rubber Soul Hin fræga „bjagaða“ mynd
Freemans á umslaginu.
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
HVAR ER NÆSTA
VERKSTÆÐI?
Glæsilegir skartgripir
innblásnir af íslenskri sögu
G U L L S M I Ð U R & S K A R T G R I PA H Ö N N U Ð U R
Skólavörðustíg 18 – www.fridaskart.is
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646