Morgunblaðið - 14.11.2019, Qupperneq 74
74 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2019
Mateusz Morawiecki, forsætisráð-
herra Póllands, hefur skrifað for-
svarsmönnum Netflix og krafist
breytinga á heimildarmyndinni The
Devil Next Door sem Netflix dreifir
og fjallar um útrýmingarbúðir nas-
ista í seinni heimsstyrjöldinni.
Ráðherrann segir að landakort
sem sýnt sé í myndinni staðsetji út-
rýmingarbúðirnar innan núverandi
landamæra Pólands, sem sé ekki
rétt og gefi þá röngu mynd að Pól-
verjar hafi borið ábyrgð á búðunum
og fjöldamorðunum.
Pólsk stjórnvöld hafa á síðustu
árum markvisst
reynt að benda á
að Pólverjar hafi
ekki borið
ábyrgð á búð-
unum og settu
tímabundið um-
deild lög sem
refsuðu fólki sem
hélt slíku fram.
Samkvæmt BBC
staðfesta stjórn-
endur hjá Netflix að framsetning í
myndinni sé umdeild en hafa ann-
ars ekki brugðist við.
Pólskur ráðherra gagnrýnir Netflix
Í Auschwitz-út-
rýmingarbúðunum.
Innan og utan leikvallar
Stöngin út – Halldór Einarsson
bbbmn
Eftir Magnús Guðmundsson.
Bjartur, 2019. Innbundin, 335 bls.
Í ævisögu Halldórs Einarssonar, Hensons,
rennur textinn lipurlega og sögumaður kemur
til dyranna eins og hann er kæddur. Skemmti-
legar sögurnar streyma fram, skemmtileg at-
vik og ævintýri í fótboltanum innan sem utan
leikvallar. Íþróttir eru heillandi veröld og mað-
ur er manns gaman. Keppn-
isferðir, eftirminnilegir leikir,
sætir sigrar, súr leikslok,
samkomuhald ýmiskonar og
svo mætti áfram telja. Frá
öllu þessu segir Halldór af
trúu minni í bókinni, sem
heitir því skemmtilega nafni
Stöngin út. Einnig greinir
Halldór frá fyrirtækjarekstri
sínum; löngu og lærdómsríku úthaldi þar. Seg-
ir frá velgengni en líka því þegar boginn var of
hátt spenntur svo í bakseglin sló. Bókin gefur
að því leyti ágæta innsýn í það margþætta
bras sem atvinnustarfsemi fylgir. Það er ekki
alltaf dansað á rósum og vaka þarf yfir öllu svo
dæmið gangi upp.
Engum dylst sem les bókina að gæfumaður
segir frá. Halldór hefur átt skemmtilegt og
innihaldsríkt líf; góða fjölskyldu og traustan og
skemmtilegan vinahóp manna sem margir hafa
verið áberandi og sett svip á samtímann. Má
þar nefna Hemma Gunn, en Halldór segir í
bókinni vel frá þeim syni þjóðar og fallegri vin-
áttu þeirra. Þá er líka fengur í því þegar Hall-
dór greinir frá kynnum sínum af erlendum
knattspyrnu- og viðskipamönnum; óvæntum
ævintýrum og atvikum sem eru kryddið í til-
verunni.
Magnúsi Guðmundssyni blaðamanni tekst
vel upp í bókarskrifunum og Halldór birtist
hér lesendum sínum ljóslifandi. Bókin er létt-
leikandi eins og maðurinn sem segir frá kapp-
inu sem er alltaf í boltanum.
Ljómandi góð afþreying
Höpp og glöpp
bbbnn
Eftir Ólaf B. Schram.
Skrudda, 2019. Innbundin, 270 bls.
Maður er manns gaman, segir í Háva-
málum, og inntakið er hið
sama í minningabók Ólafs
B. Schram, Höpp og
glöpp – sjálfshól og svað-
ilfarir. Lesandinn slæst í
för með skemmtilegum
sögumanni, hittir litríka
karaktera á heimavelli í
byggðum landsins, fer í
jeppaferðir og útreiðar-
túra upp um fjöll og dali
og kynnist túristum frá fjarlægum löndum
sem heillast í senn af landinu og hinni und-
arlegu þjóð sem það byggir. Kemur þar til að
sakir fámennis þekkist fólk á Íslandi betur
innbyrðis en í flestum öðrum löndum og af
því sprettur sú skemmtilega menning að
segja sögur af náunganum, eins og Ólafur
gerir listilega vel.
Í bókinni kynnast lesendur líka veröld sem
var í Öræfasveit. Þar var Ólafur í sveit á
barnsaldri meðan héraðið var umlukt vötnum
svo þangað var fáum fært. Við þær aðstæður
myndaðist óvenjulegt samfélag sem Ólafur
segir skemmtilega frá. Þess utan er bókin
líka ágæt landafræði; samfléttaður sögum af
körlum og konum er margvíslegur fróðleikur
um landið og náttúru þess – sem hver upplifir
með sínum hætti.
Ekki er á neitt hallað þótt nefnt sé að text-
ann í bókinni hefði mátt meitla betur. Teikn-
ingar Þorgríms Kára Snævarr eru góðar en
ljósmyndir af persónum og leikendum hefðu
gert bókina gildismeiri, en hún er almennt
sagt ljómandi góð afþreying.
Þægileg aflestrar
og vönduð sagnfræði
Halaveðrið mikla
bbbbn
Eftir Steinar J. Lúðvíksson.
Bjartur, 2019. Innbundin, 176 bls.
Frásagnir af sjóslysum hafa alltaf höfðað
sterkt til Íslendinga. Rit um það efni eru
mörg og má þar nefna bækurnar Þrautgóðir
á raunastund, sem Steinar J. Lúðvíksson
skráði og nutu vinsælda. Höfundurinn rær nú
á sömu mið í bókinni Halaveðrið mikla –
mannskæðar hamfarir til sjávar og sveita.
Ofsi þessi gekk yfir í febrúar árið 1925 og
fórust þar alls 74 sjómenn. Þetta var mikil
blóðtaka og harmurinn þungur, sbr. að Hala-
veðrið skuli enn í minnum
haft nú 94 árum seinna.
Bókin Halaveðrið mikla
er skrifuð á góðri og
þróttmikilli íslensku, enda
er höfundurinn þraut-
reyndur. Hver setning er
á réttum stað og fram-
vindan í stílnum góð og
spennandi. Lesendum er
líka haldið vel við efnið, svo þeir geta bók-
staflega upplifað sig um borð í togurunum við
hrikalegar aðstæður í vefurofsa.
„Ekkert lát varð á veðurofsanum og sjólag-
ið var jafnvel enn verra en hinir reyndu sjó-
menn á togaranum höfðu nokkru sinni
ímyndað sér að gæti orðið. Erfitt var að verja
skipið áföllum, þar sem náttmyrkur og hríð-
arbylur byrgði alla sýn,“ segir í bókinni (bls.
77) um ástandið á togaranum Agli Skalla-
grímssyni.
Sagan um Halaveðrið er þægileg aflestrar,
vönduð sagnfræði, og vandað til myndamála.
Atburðir sem ekki má fenna yfir, enda er til
þess séð í þessari ágætu bók Steinars J. Lúð-
víkssonar.
Fótbolti, ferðalög
og fárviðrið mikla
Yfirlit yfir nýútkomnar
ævisögur og sagnfræðirit.
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is
Halaveðrið Ríkarður Jónsson gerði snjólíkneski á Lækjartogi þegar söfnun stóð yfir til styrkt-
ar aðstandendum þeirra sem fórust. Af þeim sem standa við líkneskið má marka stærð þess.
V
E
R
T
Heilsutvenna uppfyllir daglega vítamín- og
steinefnaþörf Íslendinga í tveimur perlum.
- því að sumt virkar betur saman
Stundum
þarf tvo til
Um 160 sendibréf sem fóru á milli
rithöfundarins Ians Flemming, höf-
undar sagnanna sívinsælu um
njósnarann James Bond, og Ann,
ást- og eiginkonu hans, frá tuttugu
ára tímabili verða seld á uppboði
hjá Sotheby’s í desember. Um er að
ræða um fimm hundruð vélritaðar
síður og samkvæmt frétt The Gu-
ardian vekja bréfin áhuga margra
en áætlað verð er á milli 40 og 50
milljónir króna.
Samband Flemmings og Ann
Charteris er sagt hafa verið æði
skrautlegt og er haft eftir sérfræð-
ingi hjá Sotheby’s að bréfin varpi
fyllra ljósi á það. Þau átti í nokk-
urra ára ástarsambandi á fimmta
áratugnum en á þeim tíma var Ann
í tveimur hjónaböndum með efn-
uðum aðalsmönnum og féll sá fyrri
í heimsstyrjöldinni. Á þeim árum
gekk hún með barn Flemmings en
það lést skömmu eftir fæðingu.
Eftir margra ára leynilegt ástar-
samband gengu þau í hjónaband ár-
ið 1952 en það entist aðeins í ár og
var framhjáhaldi hans kennt um.
Ástarbréf höfundar Bonds á uppboð
Höfundurinn Ian Flemming er þekktastur
fyrir að skapa njósnarann James Bond.