Morgunblaðið - 14.11.2019, Side 76
76 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2019
Fyrir bókmenntaunnendureru ljóð Einars í Til þeirrasem málið varðar auðæfisem byggð eru á gríðar-
stórum fjársjóði, bókmenntahefðinni
sjálfri. Ljóðmælandi horfir um öxl
og lítur til bókmenntahefðarinnar og
smíðar þannig ljóðin í tengslum og
úr tengslum við skáldskap sem virð-
ist aldrei falla úr
gildi.
Í ljóðunum tek-
ur ljóðmælandi
hefðina, vísar í
hana, leynt eða
ljóst, og snýr
jafnvel upp á
hana. Þannig
birtist hugmynd
heimspekingsins
Mikhails Bakhtins skýrt í textunum,
kenningin um það að sérhver texti sé
byggður upp sem mósaík tilvitnana,
sé upptaka og umbreyting annars
texta. Þannig tengjast allir textar og
allt sem er skrifað hefur einhvern
tímann áður verið skrifað.
Í bókinni er að finna vísanir í Sig-
fús Daðason, Jónas Hallgrímsson,
Ingibjörgu Haraldsdóttur, Jóhann
Sigurjónsson, Jóhann Jónsson og
fleiri höfuðskáld Íslendinga. Ljóðið
„Tíminn og vatnið“ eftir Stein Stein-
arr er fyrirferðarmikið í bókinni og
kemur það oft við sögu ef lesandinn
kýs að horfa á bókina með gler-
augum hefðarinnar.
Það er langt síðan ég hef ort ljóð
en stutt síðan konur fengu kosningarétt
og tíminn er einsog vatnið,
dropinn sem holar steininn.
Þetta eina erindi gefur góða hug-
mynd um ljóðlistina sem er að finna í
Til þeirra sem málið varðar. Á sama
tíma og ljóðmælandi vísar í forvera
sína innan ljóðlistarinnar og horfir
um öxl leikur hann sér með tímann
sjálfan: hvað er langt og hvað er
stutt, hvort er tilvistin að hefjast eða
henni að ljúka?
Einar horfir nefnilega ekki ein-
ungis um öxl heldur einnig fram á
veginn: „Klukkan er korter í upphaf-
ið. Klukkan er korter í endalokin.“
Heimurinn fer batnandi en á sama
tíma versnar hann. Er tíminn að
renna út? Það sem er hvað magn-
aðast í bókinni er það hvernig Einar
nær að nýta sér bókmenntahefðina,
ljóð sem í einhverjum tilvikum eiga
minna við í samtímanum en á þeim
tíma sem þau voru skrifuð, til þess
að spegla nútíð, fortíð og framtíð
samtímis.
Ég veit ekki með önnur ljóð.
Ég veit bara að þetta ljóð
er opið hús með gluggum
sem speglast í vötnum
þar sem draumarnir flæða.
Ljóð
Til þeirra sem málið varðar
bbbbm
Eftir Einar Má Guðmundsson.
Mál og menning, 2019. Kilja, 96 bls.
RAGNHILDUR
ÞRASTARDÓTTIR
BÆKUR
Morgunblaðið/Hari
Mósaík Í Til þeirra sem málið varðar tekur Einar Már Guðmundsson hefð-
ina, vísar í hana, leynt eða ljóst, og snýr jafnvel upp á hana að sögn rýnis.
Í sterkum tengslum
við hefðina
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Við viljum stuðla að nýsköpun í tón-
list og erum því að leita að tónskáld-
um til að semja strengjakvartett fyr-
ir Salinn. Þetta verkefni heitir Tón-
verk 20/21 og er einnig hugsað til að
auka sérstöðu Tí-
brártónleikarað-
arinnar hjá okk-
ur, því verkin
munu verða
frumflutt í Saln-
um næsta vetur í
Tíbrá,“ segir
Aino Freyja Jar-
vela, forstöðu-
maður Salarins í
Kópavogi sem
auglýsir nú eftir tónverkum. „Þeir
sem senda verk þurfa að vera
menntaðir tónsmiðir eða hafa um-
talsverða reynslu af tónsmíðum, en
við vonumst til að þetta verði héðan í
frá árlega og þá geta þeir sem enn
eru í tónsmíðanámi í Listaháskól-
anum sótt um síðar.“ Aino Freyja
segir að ákveðin skilyrði séu sett.
„Við viljum fá 10 mínútna strengja-
kvartettsverk, þar sem eru tvær fiðl-
ur, víóla og selló. Strokkvartettinn
Siggi mun flytja verkið og því vita
umsækjendur hverjir flytjendur eru
og hvers þeir eru megnugir. Okkur
finnst áríðandi að þetta verði ekki
skúffuverk heldur lifandi flutningur.
Ef þetta heldur áfram þá verður
annar rammi hin árin, til dæmis
söngur og hljóðfæri eða eitthvað
annað.“
Aino Freyja segir að ætlast sé til
að tónskáld sendi hugmynd að verki
og útskýri hvernig hún rímar að
þeirra mati við Salinn og Strok-
kvartettinn Sigga. „Þetta er ekki
samkeppni um verk sem er búið að
semja heldur er þetta verkefni sem
við vinnum með kvartettinum. Þetta
er opið fyrir tónskáld á öllum aldri
því við viljum hafa breidd og erum
að vonast til að geta valið tvö til þrjú
tónskáld núna í fyrsta kasti. Vonandi
senda sem flestir inn hugmyndir, því
mér finnst skipta svo miklu máli að
við hvetjum til að verk verði til, það
er hluti af markmiðum okkar með
Salnum. Fyrir nú utan að skapa at-
vinnu fyrir tónskáld, en þau sem
verða valin fá greitt út frá leiðbein-
ingum á greiðslum til tónskálda.“
Valnefndin er skipuð einum fulltrúa
frá Strokkvartettinum, einum frá
Salnum og einum frá Tónskálda-
félagi Íslands.
Nánar um verkefnið á salurinn.is.
Tónskáld á öllum
aldri geta sótt um
Strokkvartettinn Siggi Sigurður Bjarki Gunnarsson, Una Sveinbjarnar-
dóttir, Helga Þóra Björgvinsdóttir og Þórunn Ósk Marinósdóttir.
Aino Freyja
Kynferðisleg misnotkun áungu fólki er einn alvar-legasti glæpur sem umgetur. Yfirhylming er
ekki langt undan þegar kemur að
uppgjörinu. Óskar Guðmundsson
tekst á við viðfangsefnið í spennu-
sögunni Boðorðunum og kemst oft á
tíðum ágætlega
frá því.
Veröldin er
vitskerrt, stendur
einhvers staðar,
og það má senni-
lega taka undir
það. Brenglun í
sambandi við vin-
skap og traust
verður mörgum
að yrkisefni, Óskar skilgreinir
vandamálið og vinnur úr því.
Anton er kynntur til sögunnar á
Akureyri 1995. Ungur piltur sem
ætti að eiga framtíð fyrir sér en
kemst ekki yfir fyrstu hindrun og
eitt leiðir af öðru. Eftirminnileg per-
sóna, ekki síst vegna þess að henni
bregður svo oft fyrir í raunheimum.
Sagan gerist svo að mestu 2014.
Kirkjunnar menn fá það óþvegið og
stöðugt er brugðið fæti fyrir Sölku
lögreglukonu við rannsókn mála. Í
fámennu samfélagi getur tenging
verið meiri en í þéttbýli og hags-
munir skarast.
Glæpir fyrri tíma eru viðbjóðs-
legir og þeir sem eru framdir á sögu-
tíma eru síst betri. Við rannsóknina
rifjast ýmislegt upp og ekki verður
beint sagt að vel hafi verið búið að
unglingum sem áttu erfitt. Kemur
svo sem ekki á óvart, en hvernig
brugðist er við orkar tvímælis.
Frásögnin er spennandi en lýs-
ingar á starfsemi lögreglunnar fyrir
rúmlega 20 árum eru vægast sagt
ótrúverðugar. Eins virðist sumt ekki
fá staðist sem á að hafa gerst fyrir
fimm árum. En leyndarmálin leyn-
ast víða og ekkert er sjálfgefið þegar
glæpir eru annars vegar. Skemmdu
eplin má víða finna, jafnvel þar sem
enginn á von á þeim.
Spenna Óskar tekst á við alvarlegt
viðfangsefni í Boðorðunum.
Skemmd epli þar
sem síst skyldi
Glæpasaga
Boðorðin bbbnn
Eftir Óskar Guðmundsson.
Bjartur, 2019. 304 bls.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
LEÐURSKÓR
17.995 KR.
19.995 KR.