Fréttablaðið - 19.02.2020, Síða 2

Fréttablaðið - 19.02.2020, Síða 2
Allsherjar- og mennta- málanefnd telur sanngjarnt að bæta undanþágunni við lög um ríkisborgararétt. Veður Snýst í suðlæga eða breytilega átt 3-10 m/s síðdegis. Snjókoma eða él sunnan- og vestanlands, en styttir upp á Norður- og Austurlandi. Frost 0 til 7 stig í kvöld, kaldast í inn- sveitum fyrir norðan. SJÁ SÍÐU 16 „Maní á heima hér“ Stuðningsfólk hins 17 ára gamla íranska Maní mótmælti brottvísun hans og fjölskyldu hans í gær. Um átta þúsund undirskriftir voru af hentar í dómsmála- og forsætisráðuneyti þar sem farið er fram á að fjölskyldan fái að vera á Íslandi. Maní dvelur nú á BUGL eftir að hafa fengið taugaáfall en til stóð að f lytja fjölskylduna úr landi í gær. Lögmaður fjölskyldunnar hefur fengið frest fram í næstu viku til að skila gögnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR SAMFÉLAG Íslandsmeistaramótið í skeggvexti verður haldið í fyrsta skiptið á Gauknum þann 28. mars. Yfirumsjónarmaður keppninnar, Jón Baldur Bogason, segir tilvalið fyrir áhugasama að byrja strax að safna, snyrta og koma sér í sam- band við góðan bartskera. Jón Baldur hefur tekið þátt í skeggvaxtarkeppnum á erlendri grundu síðan 2016 og er í dag hand- hafi fimmta fallegasta Verdi skeggs heims. Verdi skegg skilgreinist sem 10 sentimetrar að lengd frá neðri vör og krullað yfirvaraskegg. Eftir að hann fann fyrir áhuga hér heima ákvað hann að koma keppn- inni á laggirnar og stofna félags- skap, Skeggfjelag Reykjavíkur og nágrennis. „Mér var bent á að líkja þessu ekki saman við hundasýningu, en þetta er samt pínu svoleiðis,“ segir Jón Baldur og brosir breitt. „Kepp- endur stíga á sviðið og ganga fram hjá dómurunum. Það er meira gaman en alvara að baki þessu. Þetta snýst um að koma saman, skemmta sér og safna pening fyrir gott málefni.“ Ágóðinn rennur til Krafts, stuðn- ingsfélags fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur. Keppt verður í fjórum flokkum, það er í fullu skeggi, yfirvara- skeggi, hálfskeggi og gerviskeggi. En seinasti f lokkurinn er til þess að allir geti verið með, konur og tað- skegglingar líka. Jón Baldur segir að erlendis keppi konur oft með skegg gerðu úr gervihári, hári eða hverju sem er. „Í síðustu keppni sem ég fór á í Ameríku vann kona með skegg sem gert var úr tönnum,“ segir Jón Bald- ur. „Ég þorði ekki að spyrja hvort þetta væru alvöru mannatennur.“ Í amerískum keppnum er að stórum hluta horft til skegglengdar, en í þeirri íslensku verður frekar horft til heildarmyndarinnar. Jón Baldur segir að skegglengd geti vissulega skipt máli en einn- ig þykktin og hvernig skeggið fer manneskjunni. „Skeggin eru öll trimmuð,“ segir Jón Baldur aðspurður um hvort hægt sé að mæta úfinn eins og jóla- sveinn. „Keppendur eru vel undir- búnir og með hárblásarann til taks. Það skiptir miklu máli að nota rétt- ar vörur, sérstakt skeggsjampó og olíur.“ Jón Baldur segir að gott sé að leita til rakara fyrir keppni til að láta snyrta skeggið. Í dómnefnd situr úrvalslið sér- fræðinga, Árni og Auður hjá Hár- beitt, Ólafur Örn Ólafsson, stjörnu- kokkur og dansari, Siggeir Fannar Ævarsson, sagnfræðingur og sér- fræðingur í íslenskri skeggtísku- sögu, og Katla Einarsdóttir förð- unarfræðingur. Verðlaunin verða skeggtengdar vörur. kristinnhaukur@frettabladid.is Fegurstu skegg Íslands lögð á vogarskálarnar Íslandsmeistaramótið í skeggvexti verður haldið í fyrsta skiptið eftir rúman mánuð. Yfirumsjónarmaður keppninnar, sem hefur mikla reynslu að utan, segir mikilvægt að snyrta skeggið vel, nota góðar vörur og leita til bartskera. Jón Baldur Bogason hefur keppt erlendis í skeggvexti. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ég þorði ekki að spyrja hvort þetta væru alvöru mannatennur. Jón Baldur Bogason, yfirumsjónarmaður keppninnar H E I L B R I G Ð I S M Á L L æk na fél ag Íslands mælist til þess að öll ákvæði um svokölluð smáskammtalyf (hómópatalyf) verði felld úr frum- varpi að nýjum lyfjalögum. Félagið skilaði umsögn um málið til vel- ferðarnefndar í gær. „Engin gagnreynd þekking liggur að baki notkun slíkra efna eða efna- sambanda í meðferð sjúkdóma eða annarra heilbrigðisvandamála,“ segir í umsögninni. Um sé að ræða úrelta nálgun og tiltrú sem byggi hvorki á vísinda- legri þekkingu né rannsóknum. „Sé það markmið löggjafans að setja lagaramma um smáskammta- lyf og önnur hindurvitni þá telur Læknafélag Íslands eðlilegra að um það sé fjallað í sérstökum lögum líkt og gert er um fæðubótarefni. „Þar að auki stangist ákvæði um smáskammtalyf á við annað ákvæði frumvarpsins þar sem gerð er krafa um að lyf hafi lækninga- verkun. – aá Hindurvitni fari úr lyfjalögunum ALÞINGI Allsherjar- og menntamála- nefnd leggur til að sett verði ákvæði í lög um íslenskan ríkisborgararétt sem heimili að vikið sé frá skil- yrðum um að umsækjandi sanni á sér deili og framvísi erlendu saka- vottorði. Frumvarp um breytingar á lögun- um er nú til umfjöllunar á Alþingi en önnur umræða fór fram í gær. Nefndin leggur áðurnefnda breyt- ingu til í nefndaráliti sínu. Þar segir að slíkar undanþágur séu sann- gjarnar í tilvikum þar sem aðstæður séu óvenjulegar. Er heimildin þannig hugsuð fyrir einstaklinga sem gætu ómögulega útvegað fullnægjandi gögn en upp- fylltu að öðru leyti skilyrði laganna. Nefndin tekur sem dæmi flóttafólk sem nýtur alþjóðlegrar verndar sökum ofsókna stjórnvalda í heima- ríki og flóttafólk frá stríðshrjáðum svæðum þar sem innviði skortir. Markmið frumvarpsins sem dómsmálaráðherra lagði fram í október er að auka skilvirkni, gagnsæi og skýrleika laga um í s l e n s k a n r í k i s b o r g a r a r é t t . Nefndin fagnar í áliti sínu sérstak- lega ákvæði um endurveitingu ríkisfangs til þeirra sem misst hafa íslenskt ríkisfang. – sar Hægt verði að fá undanþágu frá sakavottorði Frumvarp um ríkisborgararétt er til umræðu á þingi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 1 9 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.