Fréttablaðið - 19.02.2020, Síða 10

Fréttablaðið - 19.02.2020, Síða 10
G-rjómi geymist vel Laktósalaus G-rjómi er tilbúinn til notkunar þegar þér hentar. gottimatinn.is Af þeim fimmtán knatthúsum sem reist hafa verið á Íslandi undanfarin tuttugu ár eru átta með keppnisvöll í fullri stærð. FÓTBOLTI Justin Fashanu, fyrsti og eini atvinnuknattspyrnumaðurinn sem hefur komið út úr skápnum, verður tekinn inn í frægðarhöll enska boltans í dag. Frænka hans, Amal, mun taka við viðurkenn- ingunni fyrir hans hönd en Fashanu framdi sjálfsmorð 1998 þegar hann var aðeins 37 ára. Fashanu varð fyrsti þeldökki leik- maðurinn sem kostaði yfir milljón pund þegar Nottingham Forest splæsti í guttann 1981 frá Norwich, þar sem hann hafði slegið í gegn. Þá var Forest eitt besta lið Englands og eitt af stóru liðunum í Evrópu. Fashanu var einn efnilegasti leik- maður Englands og átti 11 landsleiki fyrir U-21 árs liðið og var búinn að skora í þeim fimm mörk. Tímabilið 1980-1981 skoraði hann 19 mörk sem gat þó ekki bjargað Norwich frá falli og því ljóst að Fashanu myndi fara til einhverra af stóru liðunum. Hann náði sér aldrei á strik í Nott- ingham enda var kynhneigð hans eitthvað að þvælast fyrir stjóranum, Brian Clough. Sjálfstraust hans var lítið og hann skoraði aðeins þrjú mörk fyrir félagið. Í ævisögu sinni sagði Clough að hann skildi ekki lífsstíl Fashanu því ef menn vildu brauð þá færu menn til bakara. Ef menn vildu kjöt þá færu þeir til slátrarans og hvers vegna hann væri þá að heimsækja hommabari. Fashanu fór á mikið flakk í kjölfarið og spilaði meðal annars í Bandaríkj- unum. Þar var hann sakaður um kynferðisbrot gegn 17 ára unglingi og flúði til Bretlands þar sem hann framdi sjálfsmorð þann 3. maí 1998. Í bréfi sem hann skildi eftir sagði hann að kynlífið hefði verið með samþykki beggja. Fashanu kom út úr skápnum í viðtali við The Sun árið 1990 sem vakti gríðarleg viðbrögð. Bróðir hans, John, afneitaði honum um tíma og sagði hann aðeins vera að sækjast eftir athygli. Hann dró þau ummæli síðar til baka. Dóttir Johns, Amal, stýrir nú Justin Fas- hanu Foundation sem einbeitir sér að því að berjast gegn mismunun. Hún sagði við Sky Sport að frændi hennar hefði verið snortinn af þess- ari viðurkenningu. „Þetta er frábær stund því það er verið að viður- kenna hann sem fótboltamann en ekki aðeins sem fyrsta og eina fót- boltamanninn sem hefur verið sam- kynhneigður. Hann hafði frábæra hæfileika og þess vegna varð hann fyrsti þeldökki leikmaðurinn sem kostaði milljón pund,“ sagði hún. Þörf á sýnileika Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ᾿78, segir að sýnileiki skipti máli og því sé þetta mikil- vægt skref. „Það er þörf á sýnileika því strákar sem hafa komið út úr skápnum eru af skornum skammti – sérstaklega þeir sem eru enn að spila.“ Þorbjörg bendir á að ÍSÍ sé að mynda sér stefnu um hinsegin börn í íþróttum og hún finni fyrir mikl- um vilja þar á bæ. Þá fái KSÍ sam- tökin í heimsókn á sín þjálfaranám- skeið. „Þótt stór hópur myndi fagna þeim strák sem kæmi út opinberlega núna og liti á hann jafnvel sem hetju, þá veit maður líka að það er grunnt á fordómum og ranghugmyndum um hinsegin fólk í íþróttum. En þetta er hægt og rólega að breytast.“ benediktboas@frettabladid.is Fashanu tekinn inn í frægðarhöllina Justin Fashanu verður tekinn inn í frægðarhöll enska boltans í dag, 30 árum eftir að hann varð fyrsti knattspyrnumaðurinn þar í landi til að koma út úr skápnum. Hann er enn sá eini. KSÍ vinnur með samtökunum ᾿78 og ÍSÍ vinnur að stefnu um hinsegin börn. Fashanu þótti mikið efni og raðaði inn mörkum fyrir Norwich. Hann verður annar leikmaður félagsins sem tekinn er inn í frægðarhöllina. MYND/GETTY 1 9 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT FÓTBOLTI Í dag eru tuttugu ár síðan Reykjaneshöllin var form- lega opnuð við hátíðlega athöfn þegar Kef lavík mætti úrvalsliði sem var þjálfað af Atla Eðvalds- syni. Það var í fyrsta sinn sem sér- stök knattspyrnuhöll var byggð á Íslandi og var um byltingu að ræða sem setti fordæmi fyrir önnur félög næstu árin. Í dag eru knatthúsin orðin fimmtán og f leiri væntanleg á næstu árum. Undanfarin ár hafa fjölmörg félög einnig kosið að vera með upphitað gervigras á aðal- velli félaganna og hafa aðstæður til knattspyrnuiðkunar að vetri til því stórbatnað á þessum tveimur ára- tugum. Ákveðið var að ráðast í fram- kvæmdir að sumri til árið 1999 og var höllin tilbúin f ljótlega eftir áramótin 2000. Húsið var fyrsta fjölnota íþróttahús landsins og stuttu síðar var ákveðið að ráðast í framkvæmdir við að byggja Fífuna í Kópavogi og Egilshöll í Reykjavík sem voru tilbúin árið 2002. Undanfarna tvo áratugi hafa hjólin haldið áfram að snúast og voru tvær nýjar hallir vígðar í fyrra. Afturelding í Mosfellsbæ opnaði sitt fyrsta knatthús í nóvember síðast- liðnum og FH opnaði sitt þriðja knatthús síðasta haustið á 90 ára afmæli félagsins. Þá er ÍR að reisa nýtt fjölnota íþróttahús sem mun nýtast sem knatthús og eru fjölmörg félög með það í framtíðaráætlunum sínum að reisa knatthús á næstu árum. Fyrr á þessu ári var samþykkt að reisa knatthús á Ásvöllum og þá hafa viðræður staðið yfir um að reisa knatthús í Garðabæ, á KR-svæðinu, Valssvæðinu, Vestfjörðum og á Sel- fossi. – kpt Tuttugu ár frá vígslu fyrsta knatthússins Reykjaneshöllin hefur reynst Keflavík og Njarðvík vel. MYND/REYKJANESBÆR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.