Fréttablaðið - 19.02.2020, Side 16

Fréttablaðið - 19.02.2020, Side 16
Staða íslenskrar stóriðju hef ur breyst mik ið á undanför num áratug. Hagst æðir samningar hafa runnið út og nýir samningar, sem kveða á um hærra raforkuverð en áður, hafa tekið gildi. Forstjóri Lands- virkjunar segir samninginn við álverið í Straumsvík sanngjarnan og að Landsvirkjun sé með traustar ábyrgðir fyrir greiðslum. Forstjóri Elkem á Íslandi segir óljóst hvað taki við þegar samningurinn við Landsvirkjun rennur út árið 2029. Raforkuverðið sé komið að þol- mörkum. „Það er hvorki hægt að segja að raforkuverðið sé einstaklega gott né einstaklega slæmt. Vandinn er sá að samkeppnishæfni verksmiðjunnar á Íslandi samanstendur af f leiri þáttum en raforkunni einni og sér og raforkan var sá þáttur sem gerði það að verkum að það borgaði sig að reka verksmiðju á Íslandi,“ segir Einar Þorsteinsson, forstjóri Elkem á Íslandi, í samtali við Markaðinn. „Það er skýr skuldbinding af hálfu beggja fyrirtækja til langs tíma. Orkan er samningsbundin þann- ig að við erum ekki að skoða aðra möguleika,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, um álverið í Straumsvík. Rio Tinto, eigandi álversins í Straumsvík (ISAL), greindi frá því í síðustu viku að fyrirtækið myndi skoða allar leiðir þegar kæmi að endurskoðun á star fseminni. Meðal annars kæmi til greina að loka álverinu en Rio Tinto myndi gefa sér tíma fram í júní til að taka ákvörðun um lokunina. Móðurfyrirtækið hefur bæði selt og lokað álverum í Evrópu og álver- ið í Straumsvík er í dag eina álver Rio Tinto í Evrópu. Á síðustu fjór- um árum – frá árinu 2016 – nemur rekstrartap álversins um 170 millj- ónum dala, um 21 milljarði króna á núverandi gengi. Tapið nam um 10 milljörðum í fyrra og fyrirséð er að minnsta kosti fjögurra milljarða tap á þessu ári. Samningur Landsvirkjunar og Rio Tinto á Íslandi, sem tók gildi haustið 2010 og gildir til ársins 2036, fól í sér tímamót enda var með honum afnumin tenging raforku- verðs við álverð og þess í stað miðað við bandaríska neysluvísitölu. Spurður um stöðuna sem nú er komin upp segir Hörður að álverið í Straumsvík búi við erfið rekstrar- skilyrði eins og önnur álver. Þar vegi þungt aukið framboð á markaði, mikil framleiðsluaukning í Kína og samdráttur í eftirspurn eftir áli á síðasta ári. „Varðandi raforkuverðið teljum við að samningurinn sé sanngjarn fyrir bæði fyrirtækin. Vissulega er hann ekki ódýr, en hann er sann- gjarn. Á heildina litið tel ég álverið ágætlega samkeppnisfært í iðnaði sem býr við krefjandi aðstæður,“ segir Hörður og bætir við að Straumsvík hafi glímt við ítrekuð vandamál í rekstri á undanförnum árum, sem eru óháð raforkuverðinu. Landsvirkjun reisti Búðarháls- virkjun til að efna samninginn frá árinu 2010 og Rio Tinto réðst í 500 milljóna dollara fjárfestingarverk- efni í því skyni að auka framleiðslu álversins og hefja framleiðslu á verðmætari afurðum. Framleiðsluaukningin sem stefnt var að náðist ekki að fullu og árið 2014 var endursamið til að orkuaf- hendingin endurspeglaði betur orkuþörf álversins. Rio Tinto þurfti að greiða Landsvirkjun 17 milljónir Bandaríkjadollara, vegna kostnað- arins sem það hafði í för með sér fyrir Landsvirkjun að reisa Búðar- hálsvirkjun fyrr en þörf krafði. Þá bendir Hörður á að bæði Landsvirkjun og Rio Tinto hafi gengið sátt frá samningaborðinu á sínum tíma. Haft var eftir Herði þegar samningurinn tók gildi að miðað við þáverandi álverð skil- aði samningurinn umtalsverðri hækkun á raforkuverði fyrir fyrir- tækið. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, sagði að þetta væri „mikilvægur áfangi fyrir álverið“ og renndi sterkari stoðum undir fram- tíð þess. Sérfræðingar í orkumálum hafa bent á að samningur Landsvirkj- unar og Rio Tinto frá árinu 2010 feli í sér endurskoðunarákvæði sem hægt er virkja árið 2024. „Eins og komið hefur fram er endurskoðunarákvæði eins og oft er í svona langtímasamningum. Þetta ákvæði á að tryggja að samningur- inn sé áfram sanngjarn fyrir báða aðila,“ segir Hörður aðspurður. Þá er talið að í samningnum sé kveðið á um móðurfélagsábyrgð á kaupskyldu eins og var í eldri samningi fyrirtækjanna. Þann- ig þurfi móðurfélag álversins að ábyrgjast lágmarkskaup á raforku út samningstímann, eða fram til ársins 2036. „Við teljum að það séu traustar ábyrgðir fyrir skuldbindingum beggja aðila í samningnum. Það hefur enginn ágreiningur verið um það,“ segir Hörður. Spurður hvort hann telji líkur á að Rio Tinto geti farið með ákvæðið um móður- félagsábyrgð fyrir dómstóla ítrekar hann að enginn ágreiningur hafi komið upp. „Ef það kemur upp ágreiningur þá er skýrt kveðið á í samningnum Varðandi raforku- verðið teljum við að samningurinn sé sanngjarn fyrir bæði fyrirtækin. Vissulega er hann ekki ódýr, en hann er sanngjarn. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar Sanngjarn samningur en ekki ódýr Staða íslenskrar stóriðju hefur gjörbreyst á undanförnum áratug. Forstjóri Landsvirkjunar segir traustar ábyrgðir fyrir greiðslum frá álverinu í Straumsvík og samningsákvæðin skýr. Forstjóri Elkem á Íslandi segir óvissu um orkuverð hafa stöðvað fjárfestingar. Álverið í Straumsvík er annar stærsti viðskiptavinur Landsvirkjunar á eftir Fjarðaáli á Reyðarfirði. Tæplega fjórðungur af raforkusölu orkufyrirtækisins fer til álvers Rio Tinto. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@frettabladid.is Straumsvík á lista yfir ósamkeppnishæf álver Í greiningu Deutsche Bank sem var birt í október í fyrra er fjallað um stöðu álvera utan Kína en þar er álverið í Straumsvík í 24. sæti á lista yfir ósamkeppnishæfustu álverin. Greinendum bankans reiknast til að framlegð álversins af hverju framleiddu tonni, miðað við meðalverð áls á þriðja ársfjórðungi 2019, hafi ekki verið nema um 16 Bandaríkja- dalir. Álverð hefur síðan lækkað frá því að greiningin var birt. Þá var miðað við 1.765 dali á hvert tonn en verðið stendur nú í 1.678 dölum. Greinendur bankans segja að minnkandi framlegð og aðstæður á markaði hafi aukið líkurnar á því að álverum verði lokað. Álver í Evrópu og Asíu eru sögð í mestri hættu og eru þrjú álver í Þýskalandi á vegum álframleiðandans Trimet nefnd sérstaklega í því samhengi. Þegar vikið er að hugsanlegum lokunum hjá Rio Tinto nefna grein- endurnir tvö álver í Eyjaálfu, annað í Ástralíu og hitt á Nýja-Sjálandi, en álverið í Straumsvík er ekki tekið sérstaklega fyrir. 1 9 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.